Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 18. desember 1986 23 Skýrsla Þjóðhagsstofnunar: Bjart virðist vera framundan Þjóðhagsstofnun birti fyrir nokkru framvindu ýmissa efna- hagsþátta á þessu ári og spá um þróun þeirra á næsta ári. Þessi skýrsla hefur vakið mikla athygli og er hún birt hér í heild. Áætlanir um helstu þjóðhags- stærðir á árinu 1986 og spár fyrir árið 1987 eru nú í endurskoðun, meðal annars í ljósi fyllri upplýs- inga um framvinduna á þessu ári og nýgerðra kjarasamninga. Hér á eft- ir eru raktar helstu niðurstöður eins og þær eru nú metnar: Framvindan 1986 • Útflutningur, einkum á fiski, hef- ur verið afar mikill á þessu ári. Hér leggst allt á sömu sveif, land- burður af afla, hátt afurðaverð og hagkvæm ráðstöfun aflans. Auk þess hefur mjög gengið á birgðir, sérstaklega nú siðustu mánuði. Þótt almennur innflutn- ingur hafi einnig farið vaxandi að undanförnu, virðist líklegt, að halli á viðskiptunum við útlönd verði mun minni en spáð var og gæti jafnvel horfið með öllu. Það yrði í fyrsta sinn síðan 1978, sem það gerðist. • Hagvöxtur — á mælikvarða landsframleiðslu — verður því meiri en áður var búist við, eða um 6% í stað 5%. Jafnframt virðast horfur á, að viðskiptakjör batni meira en áætlað var, ekki síst vegna mikillar hækkunar fiskverðs að undanförnu. Þjóð- artekjur gætu því aukist um meira en 8% á árinu. Þetta er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru vestrænu iðnríki á þessu ári. • Launabreytingar á árinu hafa orðið meiri en reiknað var með fyrr í haust. Þannig er nú búist við um 35% meðalhækkun at- vinnutekna á mann milli 1985 og 1986, í stað 31% áður. Á sama tíma er áætlað, að kauptaxtar hækki um 25%. Munurinn skýr- ist fyrst og fremst af óvenjumiklu launaskriði. • Verðbólga verður minni en um langt árabil. Þannig hækkar framfærsluvísitalan um rúmlega 21% að meðaltali milli áranna 1985 og 1986. Á hinn bóginn er hækunin mun minni frá upphafi til loka þessa árs, eða rétt um 12%. Þetta er rúmlega þremur prósentum meira en Þjóðhags- stofnun spáði í febrúarlok síðast- liðnum, en það má fyrst og fremst rekja til meiri hækkunar innflutningsverðs en þá var reikn- að með. • Kaupmáttur launa eykst sam- kvæmt þessu verulega á árinu. Á mælikvarða kauptaxta gæti kaupmáttur aukist um allt að 11% frá upphafi til loka árs og kaupmáttur atvinnutekna enn meira. Meðalhækkun milli ár- anna 1985 og 1986 er rúmlega 3% í kauptöxtum en yfir 11% á mæli- kvarða atvinnutekna á mann. Samkvæmt þessu hefur kaup- máttur tekna heimilanna aukist um 20% á síðustu tveimur árum. Horfur 1987 Kjarasamningarnir, sem gerðir voru nú í desemberbyrjun, breyta nokkuð horfum hér innanlands á næsta ári. Þótt ekki liggi fyrir end- anlegt mat á áhrifum samninganna, er rétt að benda á nokkur atriði, sem varða efnahagshorfur fram- undan: • Ef aörir kjarasamningar verða á svipuðum nótum, má ætla, að kauptaxtar geti að meðaltali hækkað um 16% milli áranna 1986 og 1987 og — að viðbættum áhrifum launaskriðs, fastlauna- samninga o.fl. — virðist mega reikna með að minnsta kosti 20% meðalhækkun atvinnutekna á mann á sama tímabili. • Verðbólga — ámælikvarðafram- færsluvísitölu — gæti á þessum forsendum hækkað um 7—8% frá upphafi til loka næsta árs, en meðalhækkun milli áranna 1986 og 1987 yrði meiri, eða rúmlega 11%. • Kaupmáttur tekna heimilanna yrði því meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir í Þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar síðastliðið haust. Þannig má ætla, að kaup- máttur kauptaxta geti aukist um 4% að meðaltali milli áranna 1986 og 1987, en kaupmáttur at- vinnutekna um 7—8%, sem hefði þá aukist um 30% frá árinu 1984. • Þjóðarútgjöld gætu samkvæmt þessu aukist um 4% á næsta ári, í stað 2% á forsendum Þjóðhags- áætlunar. Þetta kæmi einkum fram í auknum neysluútgjöldum heimilanna en einnig að nokkru í fjárfestingarútgjöldum. • Viðskiptajöfnuður við útlönd yrði þess vegna óhagstæðari á næsta ári en spáð er fyrir þetta ár. Aftur á móti virðist að svo stöddu ekki ástæða til að ætla, að við- skiptahallinn verði meiri en gert var ráð fyrir í Þjóðhagsáætlun, þar sem útkoman á þessu ári verður fyrirsjáanlega mun hag- stæðari en þar var búist við. Ekki má þó mikið út af bregða til þess að þetta snúist til verri vegar. • Hagvöxtur á næsta ári gæti sam- kvæmt þessu orðið um 4%, í stað rúmlega 2% í Þjóðhagsáætlun. Jafnframt virðist áfram mega gera ráð fyrir nokkrum við- skiptakjarabata, þannig að þjóð- artekjur gætu aukist heldur meira, eða um 5%. • Þótt hér hafi verið dregin upp björt mynd af ástandi og horfum í efnahagsmálum hér á landi, er rétt að vekja athygli á því, að töluverð óvissa ríkir um fram- vindu næstu mánuði. Fyrst og fremst má nefna mikla og vax- andi þenslu hér innanlands að undanförnu. Þetta kemur fram í mikilli fólkseklu, launaskriði og vaxandi innflutningseftirspurn. Þessar aðstæður gætu teflt verð- lagshorfum á næsta ári í tvísýnu. Jafnframt er hætt við, að meiri launahækkanir en nýgerðir kjarasamningar gera ráð fyrir leiði, til aukinnar verðbólgu og vaxandi viðskiptahalla. • Það er brýnt að nýta hin einstak- lega hagstæðu skilyrði í þjóðar- búskapnum um þessar mundir til þess að varðveita og styrkja enn frekar þann árangur, sem náðst hefur á flestum sviðum efnahags- mála á þessu ári. Betra jafnvægi í opinberum fjármálum og pen- ingamálum er forsenda þess, að þetta takist. Árni Framhald af bls. 15 Reykjavíkursvæðinu. Allar opin- berar stofnanir tróna þar. Það var ekki einu sinni meirihluti fyrir því að flytja Byggðastofnun til Akur- eyrar. Og þótt bankarnir hafi allir útibú í kjördæminu er þeim mið- stýrt frá Reykjavík. Engar meiri- háttar peningalegar ákvarðanir eru teknar, án þess að hringja suður og spyrja: „Má ég?“ Vald og fjármunir sogast suður, þjóðinni allri til tjóns. Jafnvægis- leysið eykst látlaust og alvarleg byggðaröskun er í sjónmáli. Byggðastefnan hefur brugðist. Hun var mótuð á röngum forsendum. Hugsjónin um réttlæti og jöfnuð hefur orðið að misrétti og ójöfnuði. — Það er ástæðulaust að benda á dæmi þessu til sönnunar. Þau blasa hvarvetna við. Hér nægja ekki fögur orð á góð- um stundum, heldur harkaleg at- laga gegn miðstýringunni og full- trúum hennar. Það verður megin- verkefni næstu ára að fylgja fram byggðastefnu, sem stendur á traust- um grunni valddreifingar og efna- hagslegs sjálfstæðis sveitarfélaga. En til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að bylta stöðnuðu kerfi, sem elur af sér fyrirgreiðslu- pólitík en ekki rökhugsun í áætl- anagerð réttlætisins. FJALLALAMB í 1/2 SKROKKUM FRÁ AFURÐASÖLUNNI. Pú getur valið um tvenns konar níðurhlutun: • Tilbúið í helgarmatínn og • Tilbúíð á grillið og pönnuna og þú færð hæfilegt magn í handhægum pakkningum; fjárútlátin eru lftil en afslátturínn hressilegur! ÞÆITIR UR ISLE ATVINNUSOGU1100 AR 1 ’ ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands. Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu síðustu 100 ára. Viðfangsefnin ná til ailra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex togara. Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar. [fffl Landsbanki Vfy Islands a Banki allra landsmanna f 100 ár

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.