Alþýðublaðið - 17.01.1987, Síða 21

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Síða 21
Laugardagur 17. janúar 1987 21 Ferðamiðstöðin hefur gefið út vöru- sýningarskrá þar sem hægt er að finna helstu vörusýningar og kaup- stefnur í Evrópu og Ameríku á árinu Undanfarin ár hefur Ferðamið- stöðin lagt ríka áherslu á að kynna helstu vörusýningar og kaupstefnur í Evrópu og Ameríku. Nú hefur Ferðamiðstöðin gefið út veglega vörusýningaskrá fyrir árið 1987, þar sem finna má það helsta sem á döfinni er á árinu. Vörusýningar hafa notið vaxandi vinsælda og að sama skapi hefur mikilvægi þeirra aukist. Þar eru viðskiptasambönd mynduð, nýj- ungar kynntar, tækniframfarir op- inberaðar og framtíðarsýnin skoð- uð. Viðfangsefnin eru margvísleg. Þannig er hægt að fara á sýningar sem fjalla um byggingariðnað, skó- gerð, ilmvötn, loftræstingu, mat- væli, tannlækningar, húsgögn, skartgripi, vörubíla, vínföng, rekst- ur hótela eða nánast aila hluti hugs- anlega, milli himins og jarðar. Ferðamiðstöðin býður upp á hópferðir á nokkrar sýningar og eru þær merktar sérstaklega í vörusýn- ingarskránni. Eins eru skipulagðar einstaklingsferðir. Þáttur ferða- skrifstofu er mikilvægur þegar far- ið er á slíkar sýningar. Það er síður en svo auðvelt að tryggja öllum hótelherbergi í þeim borgum sem stærstu sýningar eru haldnar. Jafn- vel flugfarmiða og bílaleigubíl þarf að panta með löngum fyrirvara. Þess vegna biður Ferðamiðstöðin viðskiptavini sína að athuga tíman- lega hvert skal halda og hvenær. Kjörorðið er: Því fyrr, því betra. Staða fræðslustjóra Staða fræðslustjóra í Hafnarfirði er laus til um- sóknar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf svo og hvenær viðkomandi geti hafið störf skulu berast bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði eigi síðar en 23. janúar n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri: Færri útköll 1986 en 1985 Viö samanburð á útkallafjölda áranna 1986 og 1985 kemur í Ijós að það hefur orðið fækkun á útköllum s.l. ár, 564 í stað 581 árið 1985. Talin til útkalla er öll aðstoð slökkviliðs þar sem ekki var um eldsvoða að ræða, svo sem efnaleki, vatnsleki, losun úr bílflökum o.s.frv. Utköll þar sem slökkva þurfti eld voru 330 árið 1986 en 377 árið 1985, þar af voru 86 sinueldar. Sjúkraflutningar voru alls 10.187, voru 10.096 árið 1985. Hef- ur fjöldi sjúkraflutninga haldist svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 eða rúmlega 10.000 á ári, t.d. 10.400 ár- ið 1983, 10.371 árið 1981 og 10.295 árið 1980. Eitt meiriháttar brunatjón varð á árinu 1986 að Lækjargötu 14. Tveir fórust í eldsvoða árið 1986 á Kópa- vogshæli. KÁSTÁRAR GoodÁ^ ólbaRÐAR endinflv- driflokur Fvrir flesW 9fC %iólodrifsöHa DíSINOAR L?ckimQ.. oftttm'tÆ serr] v,irburð óviðia'nd' ijtakantaR pegO< inle9^P_ VVHITE SPC ’ ó flestar t@ í SLizuki lCjcruiser o laugardað /VMRT Aðeins 15% útborgun. Eftirstöðvar á 4 — 6 mánuðum Fyrsta afborgun í MARS. Vatnagörðuml4 Sími 83188

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.