Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 31. janúar 1987 17 — en áföli hafa aldrei leitt til upp- gjafar eða hiks. Tvennt nefni ég sem ljósi varpar á eðli félagsins og eigin- leika góða. Á árinu 1943 kom út á vegum fé- lagsins Iðnsaga íslands, — myndar- legt rit í tveim bindum sem Guð- mundur Finnbogason, landsbóka- vörður, ritstýrði og samdi ásamt öðrum mætum mönnum. Ritverk þetta er reisnarlegt upphaf á miklu menningarsögulegu verki á sviði at- vinnusögu sem þá var vanrækt. Verkið var fimm ár í smíðum og kom út er meiri hætta steðjaði að ís- lenskri þjóð en nokkru sinni áður. Margar samvirkar ástæður ollu að ekki tókst að ljúka nema hluta þess sem að var stefnt. En það sem gert var er glæsilegur vitnisburður um framsýni og stórhug sem ekki gætti þá annars staðar. Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík bar eitt allan kostn- að af útgáfu iðnsögunnar og enginn lyfti merkinu þegar félagið varð að láta það síga. Upplag bókarinnar brann ásamt mörgum öðrum eign- um félagsins í Iðnaðarbankabrun- anum. Þau eintök sem enn eru til af ritverki þessu teljast kjörgripir. Frumkvæði félagsins á þessum vett- vangi er því til stórsóma. Iðnsaga iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík varð bæði leiðbeining og hvatning þegar þráðurinn var aftur upp tekinn röskum fjörutíu árum síðar fyrir atbeina Sverris Her- mannssonar, þáverandi iðnaðarráð- herra. — Ljúft og skylt er mér að staðfesta að fáir hafa meiri áhuga sýnt á þeirri iðnsöguritun sem nú fer fram en einmitt stjórn og félags- menn í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Eldur og endurreisn Eldur lék félagið grátt í annað sinn á síðastliðnu sumri. Iðnskólabrun- inn er ekki bættur þótt Borgarstjórn Reykjavíkur hafi brugðist skjótt og vel við og endurreist útveggi, þak og turn í upprunamynd svo halda mætti 200 ára afmælishátíð með fullri reisn. Geta ber þess sem gert er en ekki má gleyma óbættum skaða. — Baðstofa iðnaðarmanna, tréskurðarlistaverk Ríkharðs Jóns- sonar, eyðilagðist í eldinum. Fiestir hefðu harmað tjón en lagt síðan ár- ar í bát. Ekki brást Iðnaðarmannafé- lagið við á þann máta. Til eru nákvæmar lýsingar og teikningar af baðstofunni og út- skurði öllum. Því mun unnt að end- urgera Baðstofu iðnaðarmanna og að því stefnir félagið nú — fámennt og fjárvana en félagsmenn eru gæddir þeim baráttuanda og bjart- sýni sem dugað hefur í 120 ára sögu. Þeir eru nú flestir í eldri aldurs- flokkum en að undanförnu hafa í hópinn bæst ungir menn og röskir. Enn er þó rými nokkurt fyrir vaska menn sem vilja standa að næstu af- reksverkum elsta og merkasta iðn- aðarmannafélags í landinu. Hér hefur verið á stóru stiklað og framhjá mörgu gengið sem verð- skuldar vandlega umfjöllun. Stór- brotnu og fjölþættu starfi Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík verður ekki gerð verðug skii í biaðagrein. En vilji menn fræðast um félagið vek ég athygli á myndarlegri sögu þess sem Gísli Jónsson, mennta- skólakennari á Akureyri, samdi og félagið gaf út á aldarafmæli sínu 1967. Bókin er prýðilega úr garði gerð og samboðin félagi sem verið hefur menningarlegt forystuafl iðnaðar- manna stórt hundrað ára. Jón Böðvarsson ritstjóri Iðnsögu Islendinga Skattlausa Framh. af bls. 5 þess vegna ósköp einfaldlega sú að fjármálaráðherra taki af öll tvímæli í þessu efni og eyði öllum efasemd- um með því að leggja á borð þing- manna þegar í stað það frumvarp sem hann hefur lofað. Það er hætt við því að hinn aldni og djúpvitri hagfræðingur Benjamín Eiríksson hafi raunsærra mat á þessu máli en hinn aðþrengdi stjórnmálamaður Þorsteinn Pálsson fyrir kosningar. Benjamín segir réttilega að eina lífs- von „skattlausa ársins" sé á landi kosningaloforða en eftir standi að ekkert sé visst í lífi mannsins annað en dauðinn og skattarnir. Breytingar Framh. af bls. 19 kynja — hvatning til kvenna að brjóta sér leið á nýjum vettvangi. Samskonar verkefni eru í gangi í hverju hinna Norðurlandanna. Segja má að nú sé verið að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem varpað hefur verið fram á undan- förnum árum í jafnréttismálum. Við munum fylgjast spennt með hvern- ig gengur, og ef vel tekst til má hugsa sér að hrinda í framkvæmd svipuðu verkefni víðar um land. Ágætu gestir. Eg vildi koma með þessa punkta hér því um þetta hlýtur jafnréttis- umræða komandi ára að fjalla. Við höfum öðlast öll formleg réttindi fyrir löngu. En samt hefur hægt miðað í átt til raunverulegs jafnrétt- is. Þess þjóðfélags þar sem fólki er ekki mismunað eftir kynferði. Þar sem foreldrar hafa jafna foreldra- ábyrgð og sömu tækifæri að vera samvistum við börn sín. Þar sem laun karla og kvenna eru þau sömu. Þar sem stúlkur og drengir öðlast sömu menntun. Þar sem einstakl- ingurinn er metinn að verðleikum en ekki kynferði. Nú gæti verið lag, ef rétt er á málum haldið. Öllum réttindum fylgir ábyrgð. Ábyrgð sem konur verða að axla jafnt og karlar. Á meðan jafnrétti hefur ekki náðst mun vera full þörf fyrir Kven- réttindafélag íslands. Ég vil svo að lokum þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn til að gera þessa afmælisveislu að veruleika, konunum í stjórn KRFÍ, afmælis- nefnd og framkvæmdastjóra og bið fólk að njóta veitinga. Bankamál Framh. af bls. 7 að vera að ná öruggari dreifingu út- lána og viðskipta yfirieitt. Ástæða virðist til að ætla, að fjármagnseig- endur, innlendir sem erlendir, hefðu síst minni áhuga á að leggja fé í nýtt félag um bankarekstur, sem stofnað væri á þennan hátt, en með sam- runa einkabanka við Útvegsbank- ann. Viðskiptasambönd og við- skiptaþekking, sem fólgin eru í starfsemi ríkisbankanna, mundu án efa geta nýst á ákjósanlegan hátt í hlutafélagsbanka, sem stofnaður yrði með hér um bil helming núver- andi ríkisbankakerfis. Jafnframt væri með þessu móti stuðiað að efl- ingu bankakerfis, þar sem nokkurt jafnræði væri með ríkisbönkum og hlutafélagsbönkum, sem án efa gæti átt drjúgan þátt í að efla efna- hagslegar framfarir hér á landi í framtíðinni. Það er mikilvægt að, sem víðtæk- ust pólitísk samstaða geti náðst um lausn þessa máls, því bankaskipu- lagið þarf að vera nokkuð varan- legt, og ekki um of háð flokkapóli- tík. Tillögur Alþýðuflokksins eru meðal annars samdar í þeim anda. Það er búið að segja það nokkuð oft um Útvegsbankamálið, að lausn BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN - sama hve gömul eru. UMFERÐAR RÁÐ þess þoli enga bið. Biðin er nú orðin heilt ár, og á eftir að lengjast enn. Þetta er til vandræða. Nú verður málinu að ljúka. En þótt lausn á fjár- hagskreppu Útvegsbankans sé ákaf- lega aðkallandi viðfangsefni, er ekki síður brýnt að taka almennt á stjórnkerfi og skipulagi bankanna, því vandi Útvegsbankans á sér djúp- ar rætur í úreltu bankaskipulagi. Bankamálið er í reynd próf- steinn á vilja manna og flokka til að gera raunhæfar breytingar í átt til heilbrigðari og ábyrgari starfshátta í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Höfundur er hagfræðingur og hefur verið valinn til að vera i fyrsta sæti á framboðstista Al- þýðuflokksins í Reykjavík í næstu þingkosningum. I LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRINUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM m. g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Aðalumboðid hf. V,r F'lf- A*1 ? ' ' 4hrr; f ‘> ■ Eigum til fyrirliggjandi: Wagoneer LTD 1986 m/öllu: ss. 6 cyl., vökvastýri, litað gler, álfelgur, rafdrifnar rúður, rafdrifin sæti, 5 dyra, 6 Jensen-hátalarar, útvarp og segulband, fjarstýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, topp- grind. Selec Trac þróaðasta fjórhjóladrifið. Verð 1280 þús. Sýningarbíll á staðnum. Jafnframt fyrirliggjandi m/lntercooler Turbo diesel vél með sama útbúnaði. Verð 1320 þús. Getum útvegað allar gerðir bíla eftir óskum hvers og eins. Cherokee Chif med sama búnaði + sóllúgu. Verð 1180 þús. Upplýsingar gefur v/Miklubraut sími 621055.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.