Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. mars 1987 11 friLLITSSEMI ^-ALLRA HAGUR yujraDAn t.a.m. í baráttu við allt kerfið. Þor- steinn Pálsson og Sjálfstæðisflokk- urinn vilja ekki ganga inn á okkar tillögur. Það eru fleiri ASÍ, Ás- mundur og allt sjóðakerfið stendur á móti þessu. Við teljum hins vegar óþolandi að fólk skuli ekki hafa líf- eyrisréttindi og að sumir skuli hafa margfaldan rétt meðan aðrir hafa engan. Við teljum að lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn megi koma á með svæðafyrirkomulagi, þannig að fjármagn sogist ekki «Jlt suður. Þetta mál hefur verið hjartans mál hjá okkur kosningar eftir kosn- ingar og ég hygg, að ef við fáum góð úrslit verði það skilaboð um að fólk vilji fá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og við höfum lagt fram. í þessu máli er afstaða okkar skýr og allt kerfið á móti okkur. I skattamálum hefur málum ver- ið snúið á þann veg að við séum á móti staðgreiðslu skatta. Þetta er auðvitað alrangt því við höfum bar- ist fyrir þessu kerfi. Við viljum hins vegar vanda þetta þannig að fólk fái trú á kerfinu, og farið sé til betri vegar og jafnrétti aukið. Eins og þetta kerfi er hugsað núna, er enn og aftur verið að ráðast á launa- menn. í þessu nýja kerfi er engin trygging fyrir því að atvinnurek- endur greiði til jafns við launa- menn. Það er þetta sem við gagn- rýnum. Við erum hlynnt stað- greiðslunni, en það þýðir ekki að búa til nýjan skatt ef réttlætisvitund fólks er ekki treyst um leið. Ekki má heldur gleyma húsnæð- ismálunum og hugmynd okkar um kaupleiguíbúðir. Við lögðum t.a.m. þunga áherslu á þetta í sveitar- stjórnarkosningunum og við höf- um flutt breytingartillögur á þingi, en ekki fengið fram. Þessa hug- mynd þarf að framkvæma hið fyrsta, því menn eiga eftir að átta sig á því að þetta fyrirkomulag er það besta sem völ er á“ Bjarni sagði að auðvitað væri fjöldi annarra mála sem Alþýðu- flokkurinn berst fyrir í þessum kosningum s.s., aðstoð við fatlaða, menningarmál og heilbrigðismál. „Ég vona bara að fólk eigi eftir að finna vel í kosningabaráttunni hvaða afl flokkurinn er. Ég er reyndar sannfærður um það, að æ fleiri eigi eftir að taka undir með okkur þegar fjölmiðlarnir hafa opnað sínar gáttir og flokkarnir fara að ræða málefnalega um stóru málin. „Stefnan er því upp á við“ Sigurður í Gangskör Málverkasýning Sigurðar Eyþórs- sonar stendur yfir í Gallerí Gangskör (Torfunni), alla virka dagafrá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18 að sunnudeginum 15. mars meðtöldum. Galleri Gangskör er að Amt- mannsstíg 1. (Torfunni) Útboð á smíði Breiðafjarðarferju Skipatækni hf., f.h. Bygginganefndar Breiðafjarð- arferju, óskar eftir tilboðum frá innlendum skipa- smlðastöðvum I smlði ferju til siglinga yfir Breiðafjörð. Útboðsgögn liggjaframmi hjáSkipa- tækni hf. Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. Opnun tilboða fer fram að Rauðarárstfg 25 hjá for- manni Byggingarnefndar, Guðmundi Malmquist, þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 14.00. Skipatækni hf. veitirfrekari upplýsingaref óskað er f síma 91—681610. F.h. Bygginganefndar Breiðafjarðarferju Skiptatækni hf. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið REYKJANES Skrifstofan er að Esjugrund 40, Kjalarnesi. Opin daglega frá kl. 10—11. Slmi 666004. Kosningastjóri Hulda Ragnarsdóttir. Skrifstofan er að Hamraborg 14, Kópavogi. Opin daglega f rá kl. 13—19, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13—17. Slmi 44700. Kosningastjóri Guðrún Emilsdóttir. Skrifstofan er að Strandgötu 32, Hafnarfirði. Gpin daylega f ía m. ---on n/. *- /- — I ___r^^nn 1,1 II — isuy e.KJ.OU — í I.OU oy Iduyaiuaya IM. 14—17. Sími 50499 — 51506 — 51606. Kosningastjóri Elln Harðardóttir. Skrifstofan er að Hafnargötu 31, Keflavlk. Opin daglega frá kl. 14—19. Sími 92-3030. Kosningastjóri Haukur Guðmundsson. VESTURLAND Skrifstofan er að Vesturgötu 53 (Röst), Akranesi. Opin daglega frá kl. 16—19, fyrst um sinn laugardaga frá kl. 14—19. Sími 93-1716. Kosningastjóri Sigurbjörn Guðmundsson. NORÐURLAND—EYSTRA Skrifstofan er að Strandgötu 9, Akureyri. Opin daglega frá kl. 9—17. Slmi 96-24399. Kosningastjóri Jón Ingi Cesarsson. AUSTURLAND Skrifstofan er að Skrúð, Fáskrúðsfiröi. Opin daglega frá kl. 20—22 fyrst um sinn. Sími 97-5445. Kosningastjóri Rúnar Stefánsson Skrifstofan er að Bláskógum 9, Egilsstöðum. Opin daglega frá kl. 9—24. Simi 97-1807. Kosningastjóri Karl Birgisson. SUÐURLAND Skrifstofan er að Heiðarvegi 6, Vestmannaeyjum. Opin daglega frá kl. 17—19 fyrst um sinn. Sfmi 98-1422. Kosningastjóri Þorbjörn Pálsson. Fleiri kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins verða opnaðar á næstu dögum og verður þeirra getið nánar siðar. Frekari upp- lýsingar um nýjar kosningaskrifstofur veitir kosningamið- stöð Alþýðuflokksins aö Slðumúla 12. Simi 689370. jzT feo sé.'PÖ»MðMH ,ifíenga‘’Uboð ^endUrneftu>n nMtvo^- I Einkasímstöö fyrir ríkisspítala Óskað er tilboða i stafræna einkasimstöð (PABX) fyrir rikisspitala. Stærð: 900 númer, stækkanleg I a.m.k. 2000 60 línur með beinu innvali, stækkanleg (a.m.k. 100 * 60 úthringingarlinur, stækkanleg i a.m.k. 100 4 skiptiborð, stækkanleg i a.m.k. 8 Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 1.000.-, frá og með þriðjudeginum 17. mars 1987. Tilboð verða opnuð á sama staö, föstudaginn 22. maí 1987 kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 25844

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.