Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 14. mars 1987 „Höfuðeinkenni hinnar öfugu byggðastefnu, er að fjármagnið sem myndast í héruðum er dregið til miðstjórnarvalds ríkisins, og því næst er hluta þessa fjár skilað til baka sem ölmusu í nafni pólitískrar fyrirgreiðslu.“ sem yrðu afgreidd á augabragði heima i héraði. — Langtímaaðgerð- ir og stefnumótun í þjóðmálum hverfur ot týnist í smámála-þrasi. — Fólkið á landsbyggðinni á ekki aðgang að embættismönnum, sem í raun bera ábyrgð á velferð þeirra. Forsjárhyggjupostularnir í Reykja-. vík, hvort sem þeir sitja i ráðuneyt- um eða á Alþingi, hafa miðstýring- una í höndum sér og vilja stjórna með töfrasprota, sem ekki virkar. Það er óyggjandi, að ekkert er eins brýnt nú um stundir og að brjóta þetta miðstýrða fyrirhyggjukerfi niður. ffcyggðastefna Framsóknar bætir Fert úr — hún eyðileggur. Og gmyndir markaðshyggjumann- na um að markaðsöflin eigi að ráða þróun byggðar eru mann- fjandsamlegar og að engu hafandi. Hjá þeim mönnum eru einstakling- arnir bara tölur. í þessari umfjöllun minni um vanda landsbyggðarinnar, hef ég ekki vikið að einstökum vandamál- um landbúnaðarins. — Ég hef held- ur ekki tíundað þætti, sem snerta eitt byggðarlag og annað ekki, eins og t.d. gífurlega háan húshitunar- kostnað á nokkrum stöðum, sem enn eykur á misréttið. Svo rækilega hefur Alþýðuflokk- urinn varað við landbúnaðarstefnu síðustu áratuga, að ekki þarf að rifja þá sögu upp. Sú helstefna, sem ég ieyfi mér að kalla svo, hefur leitt bændur í gildru fjárfestingaút- gjalda annars vegar og framleiðslu- takmarkana hins vegar. Niður- skurðarhnífnum er beitt gegn bændum, en engin kerfisbundin viðleitni er höfð uppi til að knýja vinnslu- og dreifingaraðila til að y minnka kostnað og lækka verð. — Niðurstaða ríkjandi stefnu er eins- konar „leyniskýrsla“ um nauðsyn þess að skera niður, ekki fram- leiðslu, heldur um það bil 2000 bændur. — Alþýðuflokkurinn hef- ur engan hug á því að standa hjá að- gerðarlaus og segja: Sjáið hvernig fór. Við vöruðum ykkur við. Hann hefur lagt fram ítarlega stefnumót- un í aðgerðum til að draga úr vanda landbúnaðarins, en það yrði alltof langt mál að rekja þær hér. Hagsmunir allra landsmanna Áður en ég lýk máli mínu um vanda landsbyggðarinnar, vil ég segja þetta. í allri umræðunni um misréttið, ber að varast það umfram. allt, að skerpa andstæðurnar á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar, og að persónugerva vand- ann. Við erum ein þjóð í einu landi, hvort sem við búum fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan. Það eru hagsmunir heildarinnar að misrétt- ið sé leiðrétt. — Ég tel t.d. mikil og hættuleg mistök að stofna stjórn- málaflokk um málefni landsbyggð- arinnar eingöngu. Slíkt gæti kallað fram óeðlilega hart andsvar og raunverulega aukið vandannn. Við eigum að vinna að leiðréttingu þess- ara mála innan stjórnmálaflokk- anna, og hin þverpólitísku samtök um jafnrétti landshluta, eiga að knýja stjórnmálaflokkana til að- gerða. — Það eru hagsmunir höf- uðborgarbúa, að meiri jöfnuður náist. Þeim er enginn akkur í mis- réttinu. Vitur maður sagði eitt sinn: Lífið er eins og skáktafl, sem felur í sér óendanlega möguleika á tilfærslu mannanna. Valið er frjálst en hver leikur ræður á vissan hátt öllum þeim leikjum, sem á eftir koma. Með öðrum orðum: maður getur fært taflmennina að vild, en það sem á eftir fer er afleiðing þeirrar ákvörðunar sem maður tekur. Frá afleiðingum eigin verka getur eng- inn flúið. — Og nú flýr enginn leng- ur frá afleiðingum þeirra afleikja, sem leiknir voru við upphaf svo- kallaðrar byggðastefnu. Skákin hefur verið tefld, hún er töpuð og það verður að byrja á annarri. Það er mergur málsins í þeirri stöðu, sem við erum nú. — Og það er til fólk, sem lætur hlutina gerast, fólk sem sér hlutina gerast og fólk, sem hefur ekki hug- mynd um að nokkuð hafi gerst. Jafnaðarmenn láta hlutina gerast, jafnaðarstefnan er hreyfiafl. Hug- myndir okkar um jöfnuð og réttlæti eru jafnframt krafa um að stöðva það misrétti, sem nú ríkir á milli landshluta, og takast þegar á við það stóra verkefni, að koma á jöfn- uði. Við höfum tólin og tækin, hug- myndir og tillögur og það sem mestu máli skiptir — viljann. / minningu Knuts Frydenlund Benedikt Gröndal: Stjórnviska og hugrekki Við hið sviplega fráfall Knut Frydenlunds, utanríkisráðherra, hafa Norðmenn misst einn fremsta og virtasta leiðtoga þjóðar sinnar. Hann fór með utanríkismál í fjór- um ríkisstjórnum, og naut bæði virðingar og trausts um allan heim. Hann var persónugervi raunhæfrar og friðsamlegrar utanríkisstefnu Noregs og vildi leysa öll vandamál með sanngirni og samningum. íslendingar hafa við lát Fryden- lunds misst góðan vin, sem kom meira við sögu utanríkismála okkar en flestir vita, og ávallt á jákvæðan hátt. Hann sá yfir stormasamt Norður-Atlantshafið, að Norð- menn og íslendingar yrðu að hafa með sé rnáið og traust samband. Hann sá einnig, að sama gilti um aðrar þjóðir við þetta haf, og hjálp- aði til að leysa deilur, sem hans eigin þjóð var ekki aðili að. Frydenlund gekk í norsku utan- ríkisþjónustuna 1952 og hóf frama- braut sína sem sérfræðingur á því sviði, þar sem hún reis hæst. Hann var um skeið aðstoðarmaður Hal- vard Lange, hins merka utanríkis- ráðherra Norðmanna árin eftir styrjöldina. Er líklegt að þar hafi hann fyrst lært, hve nauðsynleg samstaða Norðmanna og íslend- inga var í utanríkis- og öryggismál- um. íslenskir leiðtogar ráðguðust oft við Lange á þeim árum. Frydenlund varð eftirmaður læriföður síns og kosinn á þing í Osló. Ráðherratímabil hans, frá 1973 til síðustu stundar, mótaðist af örlagaríkum málaflokkum, olíu- málum og landhelgismálum, auk hinnar viðkvæmu og erfiðu stöðu Noregs í öryggismálum. Uppbygging olíuvinnslu úti fyrir ströndum Noregs var flókið og við- kvæmt mál. Afla þurfti mikillar, nýrrar þekkingar og móta skynsam- lega stefnu heimafyrir og gagnvart erlendum aðilum. Landhelgismálin voru umsvifa- mikil vegna hinnar löngu strand- lengju Noregs, Svalbarða og Jan Mayen. Þurftu Norðmenn að semja við margar þjóðir um markalínur og síðan um auðlindirnar. Deilan við Sovétríkin um stór svæði á Bar- entshafi er enn óleyst og framvinda Svalbarðamála að ýmsu leyti óljós. En deilan um línu milli Jan Mayen og íslands tókst að leysa. Hún stóð 1978—80 og fór Knut Frydenlund sjálfur með samninga fyrir land sitt. Hann flaug með föruneyti til íslands, og fyrstu lotur viðræðna gengu engan veginn vel í ráðherra- bústaðnum við Tjörnina. Við ís- lendingar gerðum harðar kröfur, en lögfræðingar og sjómannafulltrúar Noregs stóðu þverastir fyrir. Við hurfum í lokin frá ítrustu óskum okkar, en mest var fórn Norð- manna, er þeir féllust á að ísland fengi óskertar 200 mílur, þótt norska krafan hefði verið um mið- línu. Þeir gáfu eftir 25.000 ferkíló- metra af loðnusjó — eins og fjórð- ung íslands. Þarna var Knut Frydenlund að verki, og hann vissi, hvað hann var að gera. Hann var að byggja upp samstöðu og vináttu þjóðanna — og forða báðum frá stórdeilu, sem hefði haft alvarlegar afleiðingar. Frydenlund hlaut harða gagnrýni vissra hópa í Noregi, en það leið ekki á löngu, uns allir sáu, að skyn- semin hafði ráðið, friðurinn var báðum nauðsynlegur. Samningar ríkjanna um auðæfi á hafsbotni, sem gerðir voru síðar, eru fyrir- mynd á alþjóða mælikvarða. Stjórnviska Frydenlunds og hug- rekki var í þessu máli bæði fyrir Noreg og ísland sögulegt afrek, sem ekki mun gleymast. Hann hafði nokkrum árum áður komið við sögu landhelgismála okkar á annan hátt. Þorskastríðin við Breta voru stærra og örlagarík- ara mál. Þar gegndi Frydenlund mikilvægu hlutverki sáttasemjara, því að bæði íslendingar og Bretar báru sérstakt traust til hans. Nú hafa örlögin hagað þvi svo, að bæði hann og Einar Ágústsson, þáver- andi utanríkisráðherra okkar, hafa verið skyndilega burtu kallaðir, og er því óvíst, að sú saga verði öll skráð. Ég hafði mikil kynni af Knut Frydenlund um langt árabil og sat andspænis honum við borðið í Jan Mayen-deilunni. Ég hef ekki kynnst betri manni að starfa með (eða á móti). Aldrei brást stilling hans eða vinsemd. Aldrei skorti hann þolin- mæði eða þekkingu. Hann var stundum kallaður Prúðmennið frá Drammen heima- fyrir, og fjandmenn átti hann fáa eða enga í norskri pólitík. Hann naut hvarvetna virðingar, enda „Ég sat andspænis honum við borðið í Jan Mayen-deilunni. Aldrei brást stilling hans eða vinsemd. Aldrei skorti hann þolinmæði eða þekkingu.“ hafði hann einstæða reynslu og yf- irsýn yfir þau mál, sem hann sýslaði með. Eitt sinn sátum við í garðinum við embættisbústað hans í Oslo og ræddum um sambúð Norðmanna og íslendinga — í skugga Jan May- en. Við urðum sammála um, að nú væri ekki lengur hægt að byggja samskipti þjóða okkar eingöngu á Snorra Sturlusyni. Nú yrði að taka mið af aðstæðum og tækni okkar tíma. Ég hitti Knut Frydenlund í síð- asta sinn á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki tveim dögum fyrir andlát hans. Hann var jafn spurull og áhugasamur um íslensk málefni og alltaf áður. En nú er hann allur. Líklega verður ýmsum hugsað til þess, að hann skrifaði fyrir nokkr- um árum bók endurminninga. Hún bar heitið: Litla land, hvað nú?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.