Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 14. mars 1987 ORYGGI ISLANDS Hugmyndir um að Norðurlönd verði kjarnorkulaust svœði hafa verið allnokkuð til umrœðu að undan- förnu. Það er nauðsynlegt að allir átti sig á öll- um hliðum þess máls og málið sé skoðað í réttu samhengi. Á sama hátt er nauð- synlegt að afstaða ís- lands til málsins komi skýrt fram en á það hefur skort. Það er þá fyrst til að taka að gera verður verulegan greinarmun á því að lönd eða svæði séu kjarnorku- vopnalaus eða að þau séu yfirlýst kjarnorkuvopnalaus. Við erum án kjarnorkuvopna og það er staðfest að þau verða ekki flutt á íslenskt landssvæði án samþykkis okkar. til nyrztu odda álfunnar. Báðar hugmyndirnar eru reistar á þeirri grundvallarforsendu að takast megi samkomulag um afvopnun í Evr- ópu og slökun á spennu og kapp- hlaupi milli NATO-landanna ann- ars vegar og Varsjárbandalagsland- anna hins vegar. Það er þessi ósk og von sem er forsendan undir kjarn- orkuvopnalausu belti í Evrópu og svæði á Norðurlöndunum. Án þessarar forsendu stenzt svæðis- hugmyndin ekki. í öllum yfirlýsing- um ábyrgra norrænna stjórnmála- afla þ.á m. norræna jafnaðar- manna kemur þetta samhengi og þessi forsenda skýrt fram. Þar kem- ur líka skýrt fram að svæði af þessu tagi verði að ná yfir stærra svæði en Norðurlöndin ein. Og við íslendingar höfum látið í ljós þá skoðun að svæðið ætti að ná Kjartan Jóhannsson skrifar um varnarmál og kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd „Auðvitað höfum við áhuga á að ísiand verði lýst kjarnorkulaust svæði, ef það eykur öryggi okkar — en einungis ef það gerir það“ Pclta Viiá ailir sem vilja vita þ.á.m. stórveldin. Það er líka yfirlýst að við höfum ekki í hyggju að breyta afstöðu okkar í þessum efnum. Ætlun okkar og vilji er að við verð- um áfram kjarnorkuvopnalaust land. Til þess að það breytist þarf sérstaka ákvörðun íslenskra stjórn- valda. Kjarnorkuvopnalaust belti Hugmyndin um að lýsa Norður- lönd sérstaklega kjarnorkuvopna- laust svæði tengist hugmyndum um kjarnorkuvopnalaust belti um Evrópu þvera allt frá Miðjarðarhafi trá Grænlandsströndum til Ural- fjalla. í ályktun okkar um afvopn- unarmál kemur líka fram að við skoðum slíkt svæði í samhengi við almenna kjarnavopnaafvopnun. ísland áfram kjarnorku- laust land Auðvitað viljum við halda ís- landi áfram kjarnavopnalausu og ætlum okkur það. Auðvitað höfum við áhuta á að ísland verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, ef það eykur öryggi okkar — en einungis ef það gerir það. Slík yfirlýsing, ef af yrði, má einungis vera í fullviss- unni um aukið öryggi. Þess vegna getur hún ekki staðið ein, eða verið éinhliðá. Henni þarf að fylgja margt fleira. Þeir sem tala hér fyrir einhliða yfirlýsingu af íslands hálfu eða Norðurlandanna horfa fram- hjá þessari staðreynd, enda eru það i flestum tilvikum sömu aðilar og hafa viljað vestrænt varnarsam- starf feigt og hafa ekki fengist til að viðurkenna kosti þess og öryggi. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið, að við höfum verið og er- um þátttakendur í varnatsamstarfi vestrænna lýýræðisþjóða. Fram hjá því verður ekki litið að þau ár sem þetta samstarf hefur ríkt, þá höfum við notið friðar. Sá friður hefur byggzt á jafnvægi milli austurs og vesturs. Hluti af því jafnvægi hefur Kosningamiðstöðin: Laugardagsfundur með Hinrik Rætt um bankamál, lífeyrissjóði og sjávarútveg. Hinrik Greipsson, sem skipar 8. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur framsögu um bankamál, lífeyrissjóðsmál og sjáv- arútveg í kosningamiðstöðinni að Síðumúla 12, laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Allir velkomnir. Umræður að loknu erindi. verið talinn til gagnkvæmrar fæl- ingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sérhver aðgerð sem hefur í för með sér röskun þessa jafnvæg- is eykur á ófriðarhættu. Þess vegna eru gagnkvæmni í afvopnun og jafnvægi lykilatriði sem hafa verð- ur að leiðarljósi. Einhliða yfirlýsing skaðar öryggi okkar Einhliða yfirlýsing varðandi svæði, sem er hluti af varnarsvæði lýðræðisþjóðanna, þýddi röskun á jafnvægi. Til að jafnvægi héldist þyrfti gagnkvæmni af hálfu Var- sjárbandalagsins og Sovétríkjanna. Einhliða yfirlýsing kemur þess vegna ekki til greina. I annan stað eru þrjú Norður- Iandanna þ.á m. við hluti af varnar- keðju NATO. Yfirlýsing varðandi þessi lönd krefst endurmats á heild- arvörnum bandalagsríkjanna. Þess vegna verður engin yfirlýsing gefin án slíks endurmats sem fram færi meðal og af hálfu bandalagsríkj- anna. Þó ekki væru nema þessar tvær ástæður, nægja þær til að sanna að einhliða yfirlýsing kemur ekki til greina því að hún mundi skaða ör- yggi okkar en ekki auka það eins og hlyti þó að eiga að vera grundvallar- forsenda þess að gefa slíka yfirlýs- ingu. Hugsanlegar ábyrgðir stórveld- anna á því að virða yfirlýsingu af þessu tagi verður á hinn bóginn að skoða í Ijósi áreiðanleika þeirra. Sá áreiðanleiki er kominn undir því að um raunverulegan vilja beggja sé að ræða og að traust en ekki tortryggni ríki milli þeirra. Tortryggi annar hinn mun yfirlýsingin ekki gagnast í reynd. Þess vegna er forsendan sú að víðtækt samkomulag náist milli stórveldanna um slökun spennu og afvopnun þar sem eftirlit sé með þeim hætti að ekki bara við, heldur ekki síður þau, geti treyst því. Ég hef hér rakið nokkrar for- sendur þessa máls. Þótt umræðan sé í gangi hefur þeim að mínum dómi ekki verið haldið nægjanlega til haga. Að því er svæðið sjálft varðar er á hinn bóginn augljóst að ísland hefur sérstakra öryggishags- muna að gæta vegna Norður-At- lantshafsins. Hápólitískt mál íslandi ber því að halda því til haga að svæðið sjálft verði að taka ekki einungis til þeirra landssvæða, heldur líka hafsins. Umræðan um þessi mál á Norð- urlöndunum snertir okkur vissu- lega. Því ber okkur að taka þátt í henni og halda fram okkar sjónar- miðum. Hér er á ferðinni hápólitískt mál. Afvopnunarmál og slökun spennu eru og eiga að vera pólitísk mál. Fáir ítrekuðu það oftar en Olof Palme, sem lagði á það áherzlu að þessi mál ættu að vera í höndum pólitíkusa en ekki hershöfðingja eða sérfræðinga. Út frá því sjónarhorni hef ég ekki talið að fela ætti þessi mál neinum öðrum en þeim sem bera pólitíska ábyrgð. Stofnun embættismanna- nefndar án skilgreinds hlutverks eða án pólitískrar yfirstjórnar er frávik frá þessu grundvallarsjónar- miði. Frávik sem ég tel varasamt. Á hinn bóginn er fagleg rann- sókn undir pólitískri leiðsögu á for- sendunum fyrir og afleiðingunum af framkvæmd kjarnorkuvopna- lauss svæðis og þeim skilyrðum sem hvert ríkjanna telur að fullnægja þurfi, til þess að varpa ljósi á hug- myndina. ísland ætti að beita sér fyrir að frekari umfjöllun um málið félli í þann farveg. Og þá hefðu þær Norðurlandaþjóðir sem aðilar eru að varnarsamstarfi lýðræðisþjóð- anna samráð við bandalagsþjóðir sínar og gerðu bræðraþjóðum sín- um á Norðurlöndum grein fyrir þeim viðhorfum sem þar kæmu fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.