Alþýðublaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. mars 1987
17
Flóttinn frá
landsbyggðinni
Vandamál lands-
byggðarinnar hafa
verið mjög í brenni-
depli að undanförnu,
og ekki að undra.
Um þessar mundir
búa íbúar lands-
byggðarinnar við
mun lakari kjör en
íbúar höfuðborgar-
svœðisins. Þetta kem-
ur fram í ýmsum
myndum, en kristall-
ast í fólksflótta frá
landsbyggð tíl höfuð-
borgar.
Góðœrið hefur ekki
komið til landsbyggð-
ar.
Sumir tala um að landið sé að
sporðreisast; Það er ekki ofmælt,
þegar sagt er, að hin neikvæða
byggðaþróun sé eitt alvarlegasta
vandamálið, sem nú er við að etja.
Þetta kemur m.a. fram í eftirtöld-
um staðreyndum:
Fyrsta:
Launakjör eru yfirleitt lakari á
landsbyggðinni en á Reykjavíkur-
svæðinu. í mörgum starfsgreinum
munar verulegum fjárhæðum.
Meginástæðan er sú, að lands-
byggðarfólk hefur ekki notið þess
launaskriðs, sem verið hefur á
Reykjavíkursvæðinu. Þetta kom
skýrt fram í könnun kjararann-
sóknarnefndar, sem birt var fyrir
nokkru.
Annað:
Vandi landbúnaðarins hefur sjald-
an verið meiri en nú um stundir. Af-
koma bænda hefur versnað veru-
lega, og það hefur haft bein og
óbein áhrif á margvíslegan þjón-
ustuiðnað og úrvinnslu landbúnað-
arafurða á þéttbýlisstöðum lands-
byggðarinnar.
Þriðja:
Fjármagn frá landsbyggðinni hefur
leitað í stríðum straumum inn í fjár-
magns- og verðbréfamarkað í
Reykjavík, þar sem frjáls vaxta-
stefna og tilboð um tugi prósenta
ávöxtun fjár hefur sogað til sín fjár-
muni einstaklinga, banka og lífeyr-
issjóða. Hin óhefta markaðshyggja
hefur dregið þennan dilk á eftir sér.
— Afleiðingarnar blasa við. Tök-
um Norðurland eystra. Fjármagns-
skortur háir bönkunum, — það lít-
ilræði, sem er Iánað, er lánað með
leyfi að sunnan.
Fjórða:
Fólksfækkun á Iandsbyggðinni Iæt--
ur ekki á sér standa. Arlega flytja
um 1.100 landsbyggðarmenn til
Reykjavíkur, sem í mörgu er farin
að minna á borg;ríki, sem í raun
líður stórlega fyrir þessa öru fjölg-
un, sem hefur margvísleg vand-
kvæði í för með sér við stjórnun
borgarinnar, og alvarleg þenslu-
áhrif. Byggðaröskunin er Reykja-
vík ekki til hagsbóta. Á síðasta ári
fjölgaði íbúum á höfuðborgar-
svæðinu um 1.7% og um 0.4% á
Suðurnesjum. íbúafjöldi stóð í stað
á Austurlandi. Á Vesturlandi og
Suðurlandi fækkaði um 0.2% og á
Vestfjörðum um 0.5%, á Norður-
landi eystra um 0.6% og á Norður-
landi vestra um 1.1%. Þetta er meiri
blóðtaka en tölurnar gefa til kynna.
í fámennum sveitahreppum hefur
fólksfækkun margfeldisáhrif. Um
leið og fólkinu fækkar, minnka
tekjur sveitarfélaganna og það
dregur úr hverskonar þjónustu, sem
aftur hvetur til enn meiri brottflutn-
ings.
Fimmta:
Fasteignir eru nánast óseljanlegar í
mörgum byggðarlögum, og í öðrum
hefur fasteignaverð hríðfallið. Það
er ekki lengur samanburðarhæft
við fasteignir í Reykjavík. Bygging-
arkostnaður er þó hinn sami og í
sumum tilvikum hærri en í Reykja-
vík. Að þessu Ieytinu hefur byggða-
röskunin valdið eignaupptöku hjá
stórum hluta þjóðarinnar, og getur
á vissan hátt hneppt íbúa í átthaga-
fjötra; þeir komast ekki í burtu frá
eignum sínum, þótt þeir vildu.
Sjötta:
Vöruverð á landsbyggðinni er yfir-
leitt hærra en í Reykjavík. Þessi
munur getur orðið allt að tíu af
hundraði eins og á Vestfjörðum.
Sjöunda:
Stór hluti af opinberri þjónustu á
landsbyggðinni er lakari en í
Reykjavík. Það má nefna heilbrigð-
isþjónustu, í mörgum tilvikum
menntun og félagslega þjónustu af
ýmsu tagi.
Hér læt ég staðar numið í þessari
upptalningu. En víkjum nú að
ástæðunum fyrir þessari þróun.
Núverandi stjórnarflokkar hafa
haldið fram svokallaðri byggða-
stefnu, og einkum hefur Framsókn-
arflokkurinn státað af henni á liðn-
um árum, og gjarnan bent á Við-
reisnartímabilið til samanburðar.
En Sjálfstæðisflokkurinn ber jafn-
mikla ábyrgð á þessari stefnu, sem
nú hefur snúist upp í andhverfu
sína, og ég hef leyft mér að kalla öf-
uga byggðastefnu; hún hefur valdið
samdrætti á landsbyggðinni.
Pólitísk fyrirgreiðsla
Höfuðeinkenni þessarar öfugu
byggðastefnu er það, að fyrst er
fjármagnið, sem myndast í héiuð-
unum, dregið til miðstjórnarvalds
ríkisins gegnum núverandi skatta-
kerfi og núverandi skipulag banka-
og fjármálakerfis, opinbers sjóða-
kerfis og núverandi skipunar inn-
og útflutnings og þjónustustarf-
semi. Því næst er hluta þess fjár
skilað til baka sem ölmusu í nafni
pólitískrar fyrirgreiðslu. Afleiðing-
ar þessarar betlistafs-byggðastefnu
blasir hvarvetna við.
Ég vil víkja sérstaklega að hinni
pólitísku fyrirgreiðslu og afleiðing-
um hennar. Hinir svokölluðu fyrir
greiðslupólitíkusar hreykja sér af
því að „redda“ hinum og þessum
einstaklingum og fyrirtækjum. það
er oftar en ekki gert án nokkurra
hagkvæmnissjónarmiða eða heild-
inni til heilla. Það er gert í nafni
sameiginlegra pólitískra áhuga-
mála; fyrir góða flokksmenn. Fyr-
irgreiðslupólitíkusarnir ganga í op-
inbera sjóði, banka og lánastofnan-
ir. Allt er gert án skipulags, án áætl-
unargerðar. Þegar svo afla þarf fjár
til verkefna, sem varða heildina, eru
sjóðir tæmdir, skammturinn búinn.
En fyrirgreiðslupólitíkusarnir eru
ánægðir með sinn hlut; þeir hafa
tryggt sér atkvæði. — Önnur hlið
þessarar fyrirgreiðslu er þegar
stjórnmálamenn sitja dögum sam-
an á rökstólum um það hvernig
skipta skuli fjármunum til vega og
hafna í einstökum kjördæmum.
Þar gildir einskonar samtrygging-
arkerfi: ef þú færð þína ósk upp-
fyllta, þá ég mína. Skipulegar áætl-
anir Vegagerðar eða Vita- og hafn-
armála eru pappírar, sem lítið er
gert með. Þetta er hluti hinnar öf-
ugu og röngu byggðastefnu.
Lítum svo á landbúnaðinn. Sam-
dráttur í hefðbundnum landbúnaði
hefur keðjuverkandi áhrif á fækk-
un starfa við úrvinnslu landbúnað-
arafurða. — Milliliðakerfið hefur
fjárfest í nýjum vinnslustöðvum,
þar sem hagsmunum þess hentar
best, það er í Reykjavík. Þannig
hefur störfum við úrvinnslu land-
búnaðarafurða verið fækkað í stór-
um stíl á landsbyggðinni á undan-
förnum árum. — Flest ný störf falla
til í opinberri stjórnsýslu og þjón-
ustu, en þessar starfsgreinar
blómstra á höfuðborgarsvæðinu, á
sama tíma og hin arðrænda frum-
framleiðsla býður landsbyggðinni
upp á einhæft og sveiflukennt at-
vinnulíf. Að óbreyttu beinir skóla-
kerfið atgervisfólki í vaxandi mæli,
til starfa í stjórnsýslu og þjónustu,
það er burt frá landsbyggðinni. —
Nokkur endurtekning á fyrri orð-
um mínum, en fólksflóttinn af
landsbyggðinni á næstliðnum ár-
um, endurspeglar vantrú á framtíð-
ina, vantrú á vöxt og viðgang lands-
byggðarinnar. Samdráttur og
stöðvun í byggingarstarfsemi og
verðfall fasteigna segir sömu sögu.
Miðstýringin: örlaga-
valdur landsbyggðar-
innar
Yfir þessu öllu trónir svo hinn
eiginlegi örlagavaldur landsbyggð-
arinnar; miðstýringin úr Reykjavík,
sem höfundar byggðastefnunnar
gleymdu.
Miðstýringin hefur drepið alian
fjölbreytileika í dróma, svo og
frumkvæði og tilraunir. Hver endist
til eilífra Reykjavíkurferða og til að
ganga með betlistaf í hendi fyrir
stórfursta sjóðakerfis og banka og
biðja álútur um ölmusu — og
hverfa oft bónleiður til búðar?
Miðstýringin hefur gert sveitarfé-
lögin alltof háð duttlungum ríkis-
valdsins. Hér um slóðir þarf ekki að
minna á fræðslustjóramálið og
hvernig það hefur upplýst þjóðina á
skömmtunaraðferðir menntamála-
ráðuneytisins.
Miðstýringin veldur því, að ríkis-
stjórn og stofnanir hennar einbeita
sér að lausn smáverkefna í stað þess
að móta heildarstefnu og langtíma-
aðgerðir.
Miðstýringin veldur því, að
ákvarðanir eru teknar hjá embætt-
ismönnum, sem eru fjarlægir kjós-
endum og eru aldrei dregnir til
ábyrgðar.
Miðstýringin er fjarlæg verkefn-
um og einkennist af þungu skrif-
ræði.
Völd heim í héruð
Við þeirri þróun, sem hér hefur
verið lýst, er aðeins til eitt svar. Að
færa valdið heim í héruð. — tvær
leiðir eru færar. Önnur er þessi: Að
stækka sveitarfélögin og fækka
þeim verulega. Viðmiðunarstærð
þeirra á að tryggja að þau geti veitt
íbúum sínum þá lágmarksþjón-
ustu, sem dugir í samkeppni við
höfuðborgarsvæðið. í sumum til-
vikum þarf að bjóða betur en höf-
uðborgin gerir. Það þarf að marka
skýrar línur í verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Sveitarfélögin
þurfa að fá nýja tekjustofna, t.d.
aukna hlutdeild í beinum sköttum
og skattlagningu á bifreiðaeign
landsmanna, og aukið sjálfræði um
álagningarhlutfall og gjaldskrár
þjónustufyrirtækja. — Bættar
samgöngur innan héraðs verði for-
gangsverkefni ríkisvaldsins á næstu
árum. Það er aftur forsenda þess að
unnt sé að byggja upp í hverjum
landsfjórðungi öflugar þjónustu-
miðstöðvar á kjarnastöðum. Þann-
ig eiga að vera í hverjum landsfjórð-
ungi, eða ef menn vilja hverju kjör-
dæmi, byggðakjarnar, þar sem er
aðsetur opinberrar stjórnsýslu hér-
aðsins og þjónustu við fólk og fyrir-
tæki. — Þessi leið kann að verða
þungfær, m.a. vegna tregðu margra
sveitarfélaga til breytinga og vegna
þess að hún krefst mikilla lagasein-
inga og lagabreytinga. Árangurinn
getur látið á sér standa.
Hin leiðin er róttækari og allrar
athygli verð. Hún er um þriðja
stjórnsýslustigið, fylkjaskipulag.
Samkvæmt þessari leið yrði land-
inu skipt í fylki, sem tæki mið af
hefðbundnum samskiptum fólks
og náttúrlegum staðháttum. í
hverju fylki yrði kosin fylkisstjórn í
almennum kosningum á fjögurra
ára fresti. Fylkisstjórnirnar hefðu
víðtæk völd, sem efía myndu sjálfs-
forræði ibúanna, styrkja heima-
stjórn þeirra og vinna gegn núver-
andi miðstýringu efnahagslífsins.
Þær hefðu fjárveitingavald, bæði
af eigin skattfé og fjárframlögum
frá Alþingi. Hvert fylki yrði sjálf-
stætt lögsagnarumdæmi með
embætti fylkisdómara og fylkislög-
reglustjóra.
Ýmsum kann að finnast hér djúpt
tekið í árinni. En þetta er raunhæf
leið til að brjóta upp hið saman-
snúrraða, miðstýrða valdakerfi.
Ýmsir hafa sagt, að með þessu væri
miðstýringin bara færð til — gagn-
vart þessu kjördæmi frá Reykjavík
til Akureyrar. En valdið yrði engu
að síður komið heim í hérað.
Geðþóttaákvarðanir
Hugum að því, að völd, verkefni
og tekjur sveitarfélaga sveiflast til
eftir geðþótta ríkisstjórnar og
meirihluta Alþingis hverju sinni.
Þó talað sé um nauðsyn á sjálfs-
stjórn og frumkvæði sveitarfélaga,
hefur það farið minnkandi síðustu
árin. — Hugum að öllum þeim
smáverkefnum, sem ráðuneytin eru
að fást við á hverjum tíma — inn-
réttingar í fræðsluskrifstofu, krani,
hurðarhúnn. Allt er að kafna í
skriffinnsku við lausn verkefna,
Fjármagn frá landsbyggðinni
leitar í strfðum straumum inn á
fjármagns- og verðbréfamarkað í
Reykjavík