Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 11. apríl 1987 alþýðu iZLEHL Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Simi: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf.., Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf„ Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Síöumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 ■RITSTJÓRNARGREIN’ Dæmisagan af gamla bakaríinu öamstarfi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags I bæjarstjórn Sigurfjarðarer lokið. Samstarfiö sprakk á gömlu bakaríi. Alþýðubandalagið sat hjá við at- kvæðagreiðslu um að kaupa 40 ára niðurnítt hús, gamla bakarlið á Sigurfirði fyrir 23 milljónir og inn- rétta þar8 leigulbúðir, 50—70 fermetra að flatarmáli. Afgreiðsla Alþýðubandalagsins á þessu máli er eitt samfellt hneyksli. Við drög að fjárhagsáætlun sem fór til fyrri umræðu 16. mars, var hvergi gert ráð fyrir þessum leigulbúðum né lántökum til þeirra sem eigaaðvera100%. Hins vegarvoru samþykktarýms- araðrar aökallandi aögerðireins og stórátak I gatna- gerð, útboð á seinni áfanga elliheimilisins, fram- kvæmdir við Iþróttahúsiö auk annarra smærri og stærri verka. Alþýðubandalagið var reiöubúið að setja allar þessar framkvæmdir I hættu, og útiloka aðrar framkvæmdir eins og við kirkjugarðinn, gras- völlinn og byggingu leikskóla. Það gerði Alþýðu- bandalagiö með því að stinga rýtingi I bakiö á sam- starfsflokki slnum, lýsa yfir stuðningi við tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknrflokks og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Hv Ivers vegna kemur Alþýðubandalagið I bakiö á samstarfsflokki slnum? Byggingarfélagiö sem á gamlabakarlið heitir Bútur. Aðaleigandi þesseryfir- lýstur Sjálfstæðismaður. Hann er ennfremur einn aðaleigandi Húseininga og situr þar I stjórn. Þar vinnur bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins sem tæknifræðingur og situr auk þess I stjórn fyrirtæk- isins. Menn geta sföan getið I eyðurnar og velt þvl fyrir sér hvort það sé hagkvæmni eða umhyggja fyrir peningum bæjarbúasem ræðurferðinni hjáAlþýðu- bandalaginu I þessu máli. Sagan af gamla bakarlinu á Sigurfirði er pólitísk dæmisaga. Alþýðuflokkurinn neitar að taka þátt í sérhagsmunagæslu og miðstýrðri ríkisyfirbygg- Ingu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Alþýðu- bandalags. Alþýðuflokkurinn vill ekki gömul bakarí um land allt; hvort sem leiktjöldin heita grasköggla- verksmiðjureðaeitthvað annað; leiktæki sem spillt- ir stjórnmálamenn afhenda flokksbræðrum slnum til eigin ágóða, meðan framleiðslan skilar stórtapi I rlkissjóð. Alþýöuflokkurinn neitar aö taka þátt I spilltu bruðli. Alþýðuflokkurinn vill reisa við velferð- arríkið með nýsköpun I efnahagsmálum, en ekki gömlum bakaríum. Laug swm oq stórar plöntur ---- . • i o+ArQT Um er að ræðapbreyttúnjalamilegurn og Tiiboðið gildir fram að paskum. mm Gróðurhúsinu viö Sigtún: Símar 36770-686340 Albert? í beinni línu hjá DV var Albert Guðmundsson m.a. spurður út í skattfríðindi ellilíf- eyrisþega. Fyrirspyrjandi sagði að sér væri kunnugt að Albert hefði átt mikinn þátt í því að ellilífeyrisþegar, sem voru að Ijúka starfi sínu, yrðu undan- þegnir sköttum síðasta starfsár- ið. Síðan segir fyrirspyrjandi að sér skiljist að þetta eigi ekki við lengur, þegar nýja staðgreiðslu- kerfið verður tekið upp. Síðan er spurt hvort Borgaraflokkur- inn muni halda í þessi skattfríð- indi. Albert svarar: „Jú, þannig skii ég þetta. Ég mun beita mér fyrir því að öruggt verði að þeir sem eru að Ijúka starfsævi sinni verði skattlausir það árið, þ.e. síðasta starfsárið. Það urðu mér mikil vonbrigði þegar ég sá að þessi skattfríðindi yrðu tekin af fólki.“ Hér hagræðir Albert eilítið sannleikanum, — eða lýgur, réttara sagt. Hið rétta er að Albert Guðmundsson var einn þeirra sem með handaupplyft- ingu greiddi atkvæði gegn til- lögum Alþýðuflokksmanna í löggjafarsamkundunni um breytingar á frumvarpinu um tekjuskatt og eignaskatt, sem fólu í sér skattfríðindi ellilífeyr- isþega. Bæði Kjartan Jóhanns- son og Stefán Benediktsson vildu bæta nýjum lið við frum- varpið sem var svohljóðandi: „Tekjur samkvæmt 1. tölulið A- liðs 7. greinar, þegar frá þeim hafa verið dregnar þær fjár- hæðir sem um ræðir í 1—3. tl. þessa stafliðar, sem maður hef- ur aflað á síðustu tólf starfs- mánuðum sínum áður en hann lætur af störfum vegna aldurs. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en 700 000 kr., enda hafi viðkomandi náð 55 ára aldri eða öðlast rétt til eftir- launa eða ellilífeyris úr lífeyris- sjóðií1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.