Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 21
21 Laugardagur 11. apríl 1987 Fulltrúaráð verkalýðsfél. í Hafnarfirði: Vanefndir ríkisvaldsins Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði samþykkti á fundi þ. 2. apríl s.l. ályktun um vanefndir rík- isvaldsins á fyrirkomulagi um framlag í Byggingarsjóð verka- manna. í ályktuninni segir m.a.: „í febrúarsamningum aðila vinnumarkaðarins árið 1986 er sagt í fylgiblaði 1. grein 4, að: „Fé Bygg- ingasjóðs verkamanna verði aukið um 200 millj. kr. á árinu 1986. Lánsfé Byggingasjóðs verkamanna verði síðan aukið m.v. fast verðlag. “ Á móti m.a. þessu ákvæði lofuðu aðilar vinnumarkaðarins, að beita sér fyrir því, að lífeyrissjóðirnir keyptu skuldabréf af Húsnæðis- málastofnun fyrir a.m.k. 55% af ráðstöfunarfé. Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðirn- ir stóðu við sín loforð og meira en það á síðasta ári. Þrátt fyrir það var lánsfé Byggingasjóðs verkamanna ekki aukið á síðasta ári. Sömuleiðis liggur nú fyrir, að lánsfé Byggingasjóðs verkamanna hefur aðeins verið aukið um 200 millj. kr. á árinu 1987 og vantar þar einnig bæði verðbreytingu milli ára og áður lofaða aukningu m.v. fast verðlag. þannig hefur ríkisvaldið svikið þau loforð, sem gefin voru við und- irritun þessara samninga og skortir a.m.k. um 250 millj. kr. á að loforð hafi verið haldin. Framkvæmdaáætlun verka- mannabústaða í Hafnarfirði fyrir árið 1987 gerði ráð fyrir 70 íbúðum í kerfið og lengri tíma áætlun gerði ráð fyrir 150 íbúða aukningu á 3 ár- um. Núverandi bæjarstjórn tók mjög myndarlega á málinu og gerði ráð fyrir um 20 millj. framlagi til verka- mannabústaða 1987, en sú upphæð svarar til byggingar á um 70 íbúð- um. Nú bregður svo við vegna áður nefndra vanefnda ríkisvaldsins, að félagsíbúðnefnd verður að skera niður allar fjárveitingar til kaupa eða byggingar íbúða og er á lána- áætlun Byggingasjóðs verkamanna einungis gert ráð fyrir framlagi til 30 íbúða í Hafnarfjörð. Slík vinnubrögð eru gersamlega óþolandi og óverjandi auk þess sem þau kollvarpa algerlega öllum áætl- unum um úrbætur og skilja eftir sig algert neyðarástand. Það er stór spurning, hvort ríkis- valdið teljist ekki hafa einhliða rift öllum sarrmingum um skyldukaup lífeyrissj þoðanna með slíku fram- ferði.“ Bókavörður Laus er til umsóknar staða bókavarðar við Verk- menntaskólann á Akureyri frá 1. ágúst næst- komandi að telja. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 8. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Forstöðumaður Forstöðumaður óskast að Tannsmiðaskóla ís- lands. Um er að ræða stjórn, skipulagningu náms og kennslu tannsmiðanema. Um hluta- starf geturverið að ræða. Umsókn um starfið ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 28. apríl næstkom- andi. Menntamálaráðuneytið Utankjörstaðskrifstofa Alþýðuflokksins Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 er opin um helgina frá kl. 10—18, þar er veitt öll sú aðstoð sem unnt er í sambandi við komandi alþingis- kosningar svo sem upplýsingar um kjörskrá, aksturog leiðbeiningar. Athygli kjósendasem ekki veröa heima á kjördag 25. apríl n.k. er vakin á því að utankjörstaðakosning er hafin og fer fram hjá hreppstjórum og sýslu- mönnum utan Reykjavíkur. í Reykjavík fer kosning fram í Ármúlaskóla daglega frá kl. 10.00—12.00, 14.00—18.00 og 20.00—22.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. SUMARAÆTLUN 1987 fiv: vPraH mÍSíkt^'^' ~' APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 JÚNÍ 2 J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 JÚLÍ 4 JÚLÍ 28 ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöovar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. 29. apríl — 4 vikur — Verð frá 27.200.- Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. 311 FERÐA MIÐSTÖÐIN Ce+tlcai Jccmíí AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.