Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 7
7 „Ég vil raunverulegan átta stunda vinnudag“ „Eg verð að segja eins og er að mér hefur lengi fundist skrýtið að við íslendingar skulum enn þurfa að vinna jafn óheyrilega langan vinnudag og raun ber vitni. Mér er stundum nær að halda að við séum álíka langt frá því að fá raunveru- legan átta stunda vinnudag og þeg- ar krafan um hann var fyrst sett fram. Þótt vissulega séu nú margir áratugir síðan vinnudagurinn var opinberlega styttur i átta stundir, þá fer því enn víðs fjarri að þú getir lifað af dagvinnulaunum. Og jafn- vel þótt þú treystir þér til þess, þá myndu sjálfsagt ekki margir at- vinnurekendur líta við þér í vinnu ef þú ætlaðir að fara heim að lokinni dagvinnu. Mér er hins vegar ljóst að raun- verulegur átta tíma vinnudagur næst ekki nema með einhverjum samræmdum aðgerðum og mér líst satt að segja afar vel á tillögu Al- þýðuflokksins í því efni og þær höfðu úrslitaáhrif um það hvernig ég ákvað að verja atkvæði mínu í þessum kosningum“ Hefur þú kynnt þér tillögur Alþýðuflokksins um styttingu vinnutíma á fullum launum og aukin afköst? í stefnuskrá flokksins fyrir kosn- ingarnar i vor segir m.a. um þetta atriði: „Alþýðuflokkurinn vill að gert verði átak, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, um að draga úr yfirvinnu uns því marki verði náð að heildarlengd vinnutíma launa- fólks á íslandi verði svipuð og í ná- grannalöndunum. Minnkun yfir- vinnutekna verði bætt með hækkun dagvinnulauna samhliða því að markvissari stjórnun leiði til auk- inna afkasta i atvinnulífinu. Með þessu verða lífskjör stórlega bætt, fjölskyldulíf eflt og dregið úr launamismun í landinu. Stytting vinnuvikunnar með þessum haetti myndi færa vinnu og lífskjör á íslandi í það horf sem er í nágrannalöndunum. Sú kjarabylt- ing sem þessi leið felur í sér er líkleg til að stuðla að meiri stöðugleika í þjóðfélaginu, efla fjölskyldulíf, bæta vinnusiðgæði, auka hagræð- ingu og draga úr átökum á vinnu- markaði. Alþýðuflokkurinn vill að vinnu- markaðurinn verði lagaður að því að taka frekari mið af þörfum fjöl skyldunnar en nú er, með hóflegum og sveigjanlegum vinnutíma.“ „Eg vil nýtt, einfalt og réttlátara skattakerfi“ „Ég sá einhvers staðar að 90 þús- und framteljendur hefðu ekki þurft að borga neinn tekjuskatt á síðasta ári. Það er ekki nema von að það komi nokkuð mikið í hlut okkar hinna. Og þegar jafnvel ráðherrar verða að segja af sér vegna skatta- mála, er kannski kominn tími til að fara að huga að skattsvikum meira en gert hefur verið hingað til. Ann- ars er skattakerfið eins og það er nú allt of flókið og býður beinlínis upp á ýmiss konar ranglæti. Ég held þess vegna að þótt staðgreiðslukerf- ið sé auðvitað gott og gilt svo Iangt sem það nær, þá þurfum við heildar endurskipulagningu á skattakerf- inu. Eitthvað í líkingu við það sem Alþýðuflokkurinn hefur verið að boða. Ég hef reyndar margar aðrar ástæður til að kjósa Alþýðuflokk- inn, en þessi vegur þungt. Hefur þú kynnt þér hvað Alþýðuflokkurinn vill gera við skattakerfið? í stefnuskrá flokksins fyrir þess- ar kosningar stendur m.a.: „Núverandi skattakerfi er rang- látt og þjónar illa tilgangi sínum. Enn hefur lítið verið gert til að vinna bug á stærstu göllum skatta- kerfisins. Staðgreiðsla skatta er já- kvætt skref, en hún er þó aðeins eitt af fjölmörgum skrefum sem taka þarf. Alþýðuflokkurinn gerir hcildar- endurskoðun, einföldun skatta- kerfisins og aðgerðir gegn skatt- svikum að forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Skattakerfið þarf að afla riki og sveitarfélögum nauðsynlegra tekna til sameigin- legra verkefna landsmanna á þann hátt, að allir — einstaklingar jafnt sem fyrirtæki — leggi sitt af mörk- um. Sníða verður skattareglur á þann veg, að álagning verði réttlát en jafnframt skilvirkari en nú er. Skattakerfið á enn f remur að stuðla að jöfnun afkomu í þjóðfélaginu. Þessum markmiðum verði náð með því að fækka undanþágum og sérreglum, afnema álagningu á al- mennar launatekjur, og hækka skattfrelsismörk með aukningu persónuafsláttar og barnabóta. Við endurskoðun skattakerfisins verði lögð áhersla á að loka skatt- svikaleiðum og bæta leiðbeiningar af hálfu skattyfirvalda." „Brjótum upp kynskipt- inguna“ „Ég vil að unnið verði að auknu jafnrétti kynjanna frá því sem nú er. Á undanförnum árum og áratugum hefur vissulega ýmislegt áunnist í jafnréttisbaráttu kvenna, en þó er enn ótrúlega langt í land með að fullkomnu jafnrétti verði náð. Mér líst vel á þær hugmyndir, sem fram koma í stefnuskrá Alþýðuflokksins um að brjóta upp kynskiptinguna á vinnumarkaðnum. M.a. þess vegna ætla ég að kjósa Alþýðuflokkinn í vor“ Hefur þú kynnt þér stefnu Alþýðuflokksins í jafnréttismálum? í stefnuskrá flokksins fyrir kosn- ingarnar í vor segir svo um jafnrétti kynjanna: „Laga þarf þjóðfélagið betur að atvinnuþátttöku kvenna og afnema launamisrétti. Þetta kallar á að- gcrðir í jafnréttisátt á vinnumark- aði, í skatta- og lífeyrismálum, og við mótun launastefnu. Alþýðuflokkurinn vill brjóta upp hinn kynskipta vinnumarkað, m.a. með því að leggja aukna áherslu á jafnréttisuppeldi í skólum og starfsfræðslu, efla endurmennt- un og fullorðinsfræðslu til að auð- velda konum leið inn í hefðbundnar karlagreinar atvinnulífsins. Stefnt verði að því að konur skuli einskis missa í launa- né stöðuhækkunum vegna barneigna. Unnið verði að endurmati á störfum kvenna, sem miði að því að leggja ábyrgð á lifi og limum að jöfnu við ábyrgð á fjármunum og tækjum. Konur verði hvattar til að gera sömu kröfur til launa og karlar og taka á sig ábyrgð til jafns við karla.“ „Ég vil einn lífeyrissjóð" „Það sér hver heilvita maður sem kynnir sér lífeyrissjóðafrumskóg- inn, eins og kalla mætti núverandi kerfi, að það er í algerum ólestri. Sumir stóru lífeyrissjóðirnir eru að vísu tiltölulega sterkir, en það eru líka til lífeyrissjóðir, sem fyrirsjáan- lega geta ekki staðið undir lífeyris- greiðslum til þeirra sem nú eru að borga í þá. Þetta er mál sem mér finnst Iöngu kominn tími til að taka á og með tilliti til þess sem Alþýðu- flnlíkurinn vill eera i málinu. bá er ég staðráðinn í að kjósa hanní' Hefur þú kynnt þér stefnu Alþýðuflokksins í þessu máli? í stefnuskrá flokksins fyrir þess- ar kosningar er meðal annars að finna þetta hérna: „Lífeyrismál landsmanna eru í ólestri og lífcyrisréttindum mis- skipt. Lífeyrissjóðir eru afar margir og starfa eftir ólíkum regluin, auk þess sem þeir eru misjafnlega í stakk búnir til að tryggja sjóðfélög- um lífeyrisréttindi. Alþýðuflokkur- inn vill samræma og jafna rétt fólks með því að koma á fót einum lífeyr- issjóði fyrir alla landsmenn. Sjóð- urinn verði deildaskiptur eftir landshlutum. Hver deild starfi sjálfstætt hvað varðar ávöxtun fjár- ins og fjárfestingar, til dæmis i at- vinnulifi, en deildirnar starfi saman sem einn sjóður hvað varðar lifeyr- isréttindi. Taki Alþingi ekki þegar á þessu máli, telur Alþýðuflokkurinn að skjóta eigi málinu undir dóm fólks- ins í landinu í þjóðaratkvæða- greiðslu.“ FERMINGARTILBOD FRÁ «|| SAMSUIMG Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) — Simi 62 20 25 PD-70LS: Pottþétt feröatæki meö inngang fyrir plötuspiiara, 5 banda tónjafnara, 4 bylgjum, tvöföldu kassettutæki, tvöföldum upptöku- hraða, lausum hátölurum, 10 watta mögnun o.fl. PD-70LS Fermingaverö kr. 15.960stgr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.