Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 3
Nafnlausa kerfið í klessuþ j óðfélaginu „Hvað hef ég verið að gera snið- ugt! Það sem ég er að gera og hef verið að berjast við í mörg ár er að reyna að fá fólk til að átta sig á hrá- efninu sem við eigum í þessu landi, sem býr t.d. í hönnunarfólki. Þarna liggur algerlega ónotað hráefni. Við höfum lagt stórfé í Kröfluævintýri og þess háttar, aðeins vegna þess að við heyrum krauma ofaní jörðinni og við komumst ekki hjá því að heyra það, en hönnunarfólkið er ekki með neinn hávaða og þess vegna er því enginn gaumur gefinn. Þar að auki er þetta fólk sem er að vinna að hönnun og slíkum hlutum ekkert inn í bókhaldsheimi og til þess að koma málum áleiðis þá er eins og fólk verði að vera inni í öll- um hlutum sjálft, vegna þess að öll samvinna virðist vera harðbönnuð. Passar ekki saman Gallinn er sá að þess er alltaf krafist, ef þú ert með einhverja hug- mynd í kollinum að þú sért líka með viðskiptafræðimenntun. Og þetta gengur Iíka í hina áttina, þannig að fólkið sem hefur þessa bókhalds- menntun, það ber ekki skynbragð á hina hlið málsins, t.d. hönnun og verkkunnáttu. Þannig er þetta eins og þú sért með enska kló en amer- íska innstungu — hvort í sínu lagi er ágætt en það passar bara ekki sam- an. Aðgangur bannaður En við eigum kost á hvoru tveggja: Við erum með fullt af vel menntuðu fólki í viðskiptafræðum, en ég bara veit ekki hvar ég á að finna þetta fólk. Og þetta fólk sem er í þessum hugamyndatilraunum, hinir ýmsu sem vilja leggja fram nýjar hugmyndir og reyna eitthvað, við höfum ekki aðgang að þessu fólki sem okkur vantar svo sárlega. Við höfum ekki fjármagn til þess að leita það uppi og alls ekki fjár- magn til þess að mæta þess kröfum. Allt okkar fjármagn liggur í bönkunum. Allur aðgangur að fjármagni er í gegnum banka og til þess að geta gert góða hluti þá verð- ur að hafa aðgang að vissu fjár- magni, en til þess að fá þetta fjár- magn þarf endalausar skýrslur og útskýringar og píslargöngur milli stofnana og það er oft á tíðum það sem einstaklingurinn kann ekki á, þótt hann sé ágætur að öðru leyti með góðar hugmyndir og ef til vill snilldarhönnuður, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna þarf að koma til samvinna þeirra sem kunna að út- vega peninga annars vegar og svo hinna sem geta framleitt fyrir þá og margfaldað þá í þágu þjóðarinnar allrar. Bankastofnanir og aðrar fjármagnsstofnanir verða að bera meira skynbragð á hvernig best er að tengja þessa aðila saman. Og það er ef til vill það háskalega að ég hef aldrei fundið neina manneskju, hversu menntuð sem hún er, sem telur það vera sitt hlutverk að tengja saman þessa tvo nauðsynlegu þætti. Enginn áhugi Iðnaðarráðuneytið virðist ekki hafa neinn áhuga á þessu, allavega hef ég ekki getað fundið þann áhuga hjá neinum í því ráðuneyti. Ég hef reynt að vera opin og tilbúin til að ræða þetta en það virðist ekki vera neinn áhugi. Og einhverra- hluta vegna virðist ekki heldur vera neinn áhugi um samvinnu hjá Sam- bandinu eða Álafossi, sem ntanni sýnist þó að eigi mikið undir því að þessir hlutir séu í sífelldri endur- skoðun. Því miður. Það er eins og þessi fyrirtæki séu hrædd um að það sé verið að taka eitthvað frá þeim. Það eru einhvern veginn allir að verja sitt skinn af ótta við að missa eitthvað sem enginn veit einu sinni hvað er. Þegar ég hef reynt að tala við ráðamenn í þessum fyrir- tækjum, þá er eins og enginn viti hver ræður og allir benda á ein- hvern annan og áður en ég veit af, þá er ég búin að labba nokkra hringi í fyrirtækinu, vegna þess að það benda allir á annan. Myrkrinu mokað út Ég er mjög hrifin af íslenskum þjóðsögum og sagan af Bakka- bræðrum er mín uppáhalds þjóð- saga. Og það er sú saga sem við er- um alltaf að sanna á okkur sjálfum að er sönn, vegna þess að við erum sífellt að moka út myrkrinu. Og fyr- ir bragðið gerist aldrei neitt. Vissu- lega er ég ekkért alvitur um iðnað- armál á Islandi, en mér sýnist þó að þetta gangi nú ekkert of vel og mér hefur fundist að þetta fari einhvern veginn þannig fram, að fyrst færðu góða hugmynd, en þú færð enga að- Rabbað við Gerði í Flónni um riddara hring- bankans — ónýtan velvilja — geldar gullbeljur og fleiri þjóðar- einkenni sannra íslendinga. Texti: Örn Bjarnason. Gerður Pálmadóttir I Flónni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.