Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. aprll 1987 15 póstsendum íkosta) V_____________/ ÍBCÖY) Bankastræti 10 sími 13122. (á horni Ingóifsstrætis). FALLEGAR FERMNGARGJAFIRIKOSTA BODA Kertakúlur Þessar skemmtilegu kertakúlur, sem fást í Kosta Boda, eru ákaflega sniðug vinargjöf. Þær eru til í þremur litum, svörtum, hvítum og rauðum, og henta vel fyrir allan aldur. Ekki spillir verðið því kúlan kostar aðeins 390 krónur. í Kosta Boda er hægt að finna margar skemmtilegar og nytsamar gjafir til fermingar- gjafa, hvort sem á að gefa ódýrt eða í dýrari kantinum. Stjakasett Hjá Kosta Boda fást þessir sniðugu kertastjakar sem seldir eru sem þrenna - þrír kertastjakar í stíl, misjafn- lega háir. Þeir eru til hvítir og svartir og kosta aðeins 530 krónur - alveg tilvalin fermingargjöf. Hvers kyns kertastjakar eru mjög í tísku núna og flestir vilja gjarn- an lýsa upp heimilið með kertaljósum, enda gerir það umhverfið mjög hlýlegt. Snjóboltar og rósir Það má segja að Kosta Boda sé þekkt fyrir fjöl- breytt úrval af margs konar kertastjökum. Snjóboltarn- ir eru alltaf jafnvinsælir, enda til í þremur stærðum og á verði frá 550 krónum. Einnig fást þar rósin, klaka- stjakinn og hvað allt þetta heitir, fjölbreytta úrvalið af vinsælum kertastjökum frá sænska fyrirtækinu Kosta Boda. Englar með Ijósi Þessir englar á myndinni eru alltaf vinsælir, hvort sem er um jól eða páska, til fermingargjafa eða ein- hvers annars. Englarnir eru falleg gjöf en einnig hafa margir þá til að skreyta veisluborðin sín. Englarnir eru til í nokkrum stærðum á 695-1.295 kr. Þeir eru hvítir og þegar kveikt hefur verið á kertunum lýsist engillinn upp. Gluggaóróar Þeir eru skemmtilegir, gluggaóróarnir sem fást í Kosta Boda og lífga upp gluggana. Að vísu er hægt að hengja þá hvar sem er en þeir sóma sér mjög vel í gluggum. Gluggaóróarnir eru í mörgum misjöfnum útfærslum og kosta 1.295 krónur. Einnig fást margar fleiri gerðir af alls kyns skemmtilegum hlutum sem prýða herbergi fermingarbarnsins. Gluggahengi Hér er annars konar hengi sem einnig fæst í Kosta Boda. Þetta hengi kostar aðeins 495 krónur og er hægt að hengja það hvar sem er en þó kannski helst í gluggann. Margir unglingar vilja hafa sem minnst af gluggatjöldum fyrir glugganum sínum en vilja þess í stað hengja þar upp hina ýmsu skrautmuni. Hér kemur því ágæt hugmynd að gjöf fyrir unglingana. Sveppalampar Þeir hafa á undanförnum árum vakið mikla athygli, sveppalamparnir frá Kosta Boda, enda eru þeir frá- brugðnir öðrum lömpum. Sveppalampana er hægt að fá í nokkrum litum og stærðum og kosta þeir 3.905-5.510 kr. Sveppalampar eru kjörin gjöf fyrir unga fólkið og henta alveg jafnt fyrir stráka sem stelp- ur, enda sóma þeir sér hvar sem er. BÖRN HEIMSINS Þessar fallegu styttur, sem kaWast Börn heimsins því þær sýna börn frá ýmsum þjóðlöndum, hafa vakið mikla athygli. Þær eru handmálaðar og handunnar af Lisu Larson, þekktri, sænskri listakonu sem vakti meðal annars mikla athygli fyrir þessar styttur. Hvert barn kostar 1.495 krónur en þessum styttum er tilvalið að safna. Börn heimsins eru kjörin gjöf fyrir þá sem vilja listmuni og kunna að meta góða gjöf. Börnin fást öll hjá Kosta Boda í Bankastræti. Glæsilegar styttur Þær eru sannarlega glæsilegar, ballerínurnar hjá Kosta Boda, enda er hér um sanna listmuni að ræða frá hinu fræga postu- línsfyrirtæki Kaiser. Bal- lerínurnar eru til í nokkrum stærðum og gerðum og kosta frá 3.440 krónum. Þær henta mjög vel til fermingargjafa og að sjálf- sögðu einnig við önnur tækifæri þegar á að gefa eitthvað sérstaklega van- dað og fínt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.