Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 11.04.1987, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 11. apríl 1987 Erill og ferill Jón Sæmundur Sigurjónsson, í efsta sæti á A-listanum í Norðurlandskjördæmi vestra, skrifar Þessi ríkisstjórn hefur markvisst dregið fjármagn og ákvörðunar- vald til Reykjavíkur: Ef stjórnarflokkurinn stóri hefði ekki tekið upp á því að skipta sér og fjölga líkt og eyðnifruma, þá hefði umræðan á síðasta skeiði kosningabarátt- unnar getað snúist meira um þau alvöru- vandamál sem blasa við þjóðinni, heldur en um það, hvort ferðakostnaðar- og skattsvikamál Alberts Guðmundssonar hafi verið nægjanlega ómerkileg til að rétt- Iæta hallærisleg við- brögð og framkomu Þorsteins Pálssonar í því máli. Jafnt vinir sem pólitískir and- stæðingar Alberts Guðmundssonar eru sammála um það, að Þorsteinn Pálsson hafi gert of lítið og of seint það sem hann ætlaði sér í þessu máli. Það er langt síðan að meint misferli Alberts lágu ljós fyrir án þess að nokkuð væri aðhafst gegn honum. Það var því greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn svaf á mál- inu og hafði alla tilburði til að vilja sópa því undir teppið. Viðbrögðin komu því mjög á óvart og eins og þau voru viðhöfð gat fólk ekki komist hjá þvi að finnast þau lúaleg að auki. Það er ástæðan fyrir hinni miklu tilfinningaöldu, þar sem fólk var óspart tilbúið til að heiðra skálkinn. Svo geta menn deilt enda- laust um það, hver hefur brenglaða réttlætiskennd. Ferill stjórnarinnar Þótt fólk hafi þannig látið Sjálf- stæðismenn draga sig inn í eins konar bófahasar, verður ekki fram hjá því litið, að þeir hafa allir setið saman i ríkisstjórn undanfarin fjögur ár og hljóta því að verða dæmdir af verkum sínum. Þeir eru því allir undir sömu sökina seldir, þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé deildaskiptur um þessar mundir. Minnisvarðar á ferli ríkisstjórnar- innar eru m.a. þessir: 1. Það hefur kostað fólkið í land- inu gífurlegar fórnir að greiða verð- bólguna niður. Samt hefur meðal- verðbólga þessa stjórnartímabils verið yfir 27%. Ríkisstjórnin, Al- bert og Þorsteinn, héldu niðri kaupi og kjörum mest allt tímabilið. 2. Fjármálaráðherrarnir tveir stóðu ekki i stykkinu. Albert, sem sagan segir að vilji gera allt fyrir alla, lét verkafólk og opinbera starfsmenn vera mánuð í verkfalli, samdi svo og tók kauphækkunina af fólkinu daginn eftir með gengis- fellingu. Þorsteinn rekur svo ríkis- búskapinn í 10 milljarða góðæri með 6 milljarða halla. Hver væri hallinn hjá honum í venjulegu ár- ferði? 3. Þessi ríkisstjórn hefur mark- visst dregið fjármagn og ákvörðun- arvald til Reykjavíkur. Hvorugur stjórnarflokkurinn hefur sýnt í verki, að þeir hafi áhuga á að flytja völd heim í héruð. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur þvert á móti ver- ið skertur stórlega, þannig að svig- rúm sveitarfélaga til athafna minnkar verulega til hagsbóta fyrir ríkissjóð. 4. Skattakerfið er í rúst. Fyrir- tækin græða meðan launþegar blæða. Loforð um afnám tekju- skatts af almennum Iaunatekjum var svikið, en í stað þess var sýndar- plagg um staðgreiðslukerfi skatta launamanna lagt fram á síðustu vikum þingsins. Samkvæmt því áttu skattar hátekjumanna að lækka, en skattbyrði hins almenna 6. Nú er 55% af tekjum lífeyris- sjóða skellt á niðurgreiddu verði í húsnæðislánakerfið. Húsnæðis- verð hækkar og étur lánahækkun- ina upp. Engar ráðstafanir voru gerðar til að lækka útborgun eða aðrar þær ráðstafanir er héldu hús- næðisverði skaplegu. Öfugt við Viðreisnarstjórnina, sem lánaði ekki til hálaunafólks, þá lánar þessi stjórn ekki til láglaunafólks. Það fær neitun. Byggingasjóður verka- manna er sveltur. 7. Litið er á kvótakerfi í sjávarút- vegi sem framtíðarlausn. Allt er njörvað niður skv. úreltum aflatöl- um frá fyrri árum. Kvótakerfið er afleiðing af offjárfestingum Fram- sóknarmanna í fiskveiðiflotanum. Hundgamlir kláfar eru seldir á upp- sprengdu verði ef þeim fylgir kvóti, meðan eðlileg endurnýjun getur vart farið fram á flotanum nema úr- elda skipin. 8. Kvótakerfi er líka komið á í landbúnaði. Áratugalanga og ranga landbúnaðarstefnu átti að leiðrétta í einu vetfangi, með skelfi- legum afleiðingum fyrir bænda- fólk. Þessi ríkisstjórn er að gera bændur að fátæklingum. Eyðibýla- stefna er það heiti, sem bændur sjálfir hafa valið þessari stefnu rík- isstjórnarinnar. Nú senda þeir henni margir sínar hinstu kveðjur. 9. Ríkisstjórnin ber ekki einu sinni gæfu til að koma sér saman um lausn í veigamiklum málum, sem henni finnst sjálfri viðunandi. Lausn Útvegsbankamálsins var á þann veg, sem Seðlabankinn kall- aði versta allra. Stjórnarflokkarnir gátu ekki sameinast um annað en verstu lausnina í þessu sem öðru. Útvegsbankinn var vandamál vegna þess, að áhættufé Hafskips- spekúlanta endaði sem skellur á þjóðinni. Eftir Kröfluævintýrið er þetta i annað sinn sem Sjálfstæðis- menn og Framsóknarmenn velta Lausn Útvegsbankamálsins var á þann veg sem Seðlabankinn kallaði versta allra. Þeir eru því allir undir sömu sök- ina seldir, þótt Sjálfstœðisflokkur- inn sé deildaskiptur um þessar mundir. Þessi ríkisstjórn hefur aðeins klippt á kjörin og fengið góðœri í happdrœttisvinning. launamanns að hækka. Nú á milli- þinganefnd að endurvinna plaggið og málið verður athugað og endur- skoðað fram á haust. 5. Enn situr við sama misréttið í lífeyrismálum. Ekkert gerði Albert og ekkert gerði Þorsteinn. Raun- vextir kratanna, seni íhaldið af- skræmdi upp í vaxtaokur, björguðu fjárhag lífeyrissjóðanna og lögðu grunninn að fjármögnun húsnæð- iskerfisins. Alexander hefði átt að berjast meira á móti raunvöxtum á sínum tíma. En hann tók þátt í að afnema vísitölubindingu launa án þes^ að gera nokkuð fyrir ber- skjaldaða húsbyggjendur um leið. stórkostlegum skuldabagga yfir á þjóðarbúið. Ábyrgð ber enginn. 10. Eftir þessa rikisstjórn liggja engin stórvirki, sem hönd á festir. Stórframkvæmdir á við Breiðholts- áætlun, Búrfellsvirkjun, togara- væðingu eða stóriðnað eru og hafa hvergi verið á dagskrá. Ekkert. Þessi ríkisstjórn hefur aðeins ' klippt á kjörin og fengið góðæri í happdrættisvinning, sem borgað hefur niður gengið og verðbólguna. Ef ytri skilyrði versna, erum við mjög illa undirbúin til að mæta þeim erfiðleikum sem að okkur kunna að steðja. Það er arfur þess- arar ríkisstjórnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.