Alþýðublaðið - 30.05.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Síða 4
4 Laugardagur 30. maí 1987 __ Ingólfur Margeirsson skrifar Stjórnarmyndunin: KAPALLINN LAGÐUR AÐ NÝJU Hefðu viðræöur Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista þurft að sigla I strand? Vantaði frumkvæði þor °9 nugmyndir sem skilaö gætu lausnum? Bendir hinn tregi aðskilnaöur til þess að þessir þrlr flokkar reyni upp Þorsteinn Pálsson hefur skilað umboðinu til forseta. Eftir tveggja vikna stjórnarmyndunar- viðrœður Sjálfstœðis- flokks, Alþýðuflokks og Samtaka um Kvennalista, hefur strandað á kröfum kv.ennanna um lögbind- ingu lágmarkslauna og stirðleika Sjálfstœðis- manna varðandi hug- myndir Alþýðuflokks um fyrstu aðgerðir. Eftir að Steingrímur Hermanns- son gerði formanni Sjálf- stœðisflokksins Ijóst að Framsókn hefði ekki áhuga á stjórnarsamstarfi við Sjálfstœðisflokk og Alþýðuflokk, skilaði Þorsteinn umboðinu til forseta. Hvers vegna strönduðu viðrœðurnar? Voru það einungis ósœttanleg sjónarmið flokkanna þriggja? Eða var verk- stjórnin slök hjá Þorsteini? Vantaði hug- myndir, þor og frum- kvœði? Og hvað gerist nú? Það voru allir með skeifu. Laust eftir tíu á miðvikudagskvöld var ljóst að stjórnarmyndun Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks og Kvenna- lista myndi ekki ganga upp. Enginn af fulltrúum flokkanna þriggja var í hjarta sínu ánægður með þessa niðurstöðu. Og í raun vantaði ekki mikið upp á að tilraunin hefði tek- ist. En það skorti ákveðni, frum- kvæði, kjark og pólitískt raunsæi. Óvœnt afstaða Þegar fulltrúar flokkanna mættu til leiks á miðvikudag, voru menn reyndar ekki ýkja bjartsýnir. Við- ræðurnar höfðu þegar tekið á sig þunglamalegt yfirbragð eftir að Kvennalistakonur mættu með mun óhagganlegri kröfur í launa-j varn- ar-, og utanríkismálum en Alþýðu- flokkurinn og sérlega Sjálfstæðis- flokkurinn hafði búist við eftir óformlegar könnunarviðræður Þorsteins Pálssonar við fulltrúa Kvennalista. Hin harða afstaða Kvennalistans var eins og ískalt vatn í andlit formanns Sjálfstæðis- flokksins. A þriðjudeginum var einnig Ijóst að Sjálfstæðisflokkur- inn var ekki reiðubúinn að sam- þykkja kröfu Kvennalistans um lög- bindingu lágmarkslauna, né að víkja frá settri stefnu í varnar- og utanríkismálum. Þetta var reyndar afstaða sem menn gátu átt von á, og þurfti ekki að koma neinum á óvart. Það sem hins vegar kom full- trúum Alþýðuflokksins í opna skjöldu var stirðleiki Sjálfstæðis- flokksins gagnvart hugmyndum krata í fyrstu aðgerðum nýrrar rík- isstjórnar í ríkisfjármálum. Þrátt fyrir hlýja og heiðríka daga, var hið pólitíska andrúmsloft í Rúgbrauðs- gerðinni gömlu tekið að kólna og skýjabakkar teknir að hrannast upp. Kratarleggja fram tillögur Þegar viðræður hófust aftur á miðvikudaginn klukkan tvö var þó ekki öll von úti. Þorsteinn Pálsson hafði gengið á fund forsetans fyrr um daginn og skýrt Vigdísi Finn- bogadóttur frá gangi mála. Fundir stóðu síðan með hléum allan dag- inn þegar fulltrúar flokkanna fóru afsíðis og ræddu málin. Um miðjan daginn tók Alþýðu- flokkurinn af skarið og lagði fram tillögur um fyrstu aðgerðir. Það lyftist aðeins brúnin á Þorsteini og Friðrik Sophussyni og birtu sló á andlit kvennanna. Þarna gat verið smuga. Tillögur Alþýðuflokksins fólu í sér aðgerðir á sviði ríkisfjár- mála, leiðréttingar á kjörum ellir örorku- og lífeyrisþega, kjarabætur til hinna lægstlaunuðu gegnum skattkerfi og að ríkið framkvæmi nýja tekjujöfnunarstefnu með end- urmati á störfum kvenna — sem konur sjálfar hefðu frumkvæði að. í raun voru þetta fyrstu raun- hæfu tillögurnar. Sjálfstæðismenn höfðu ekki lagt fram neinar tillögur að marki og konurnar aðeins kom- ið með langan óskalista yfir óbreyt- anlegar kröfur. Talsvert magn af plöggum hafði borist inn á fundina, þar á meðal vangaveltur Björns Björnssonar, hagfræðings ASÍ og Vilhjálms Egilssonar, formanns VSÍ um lágmarkslaun. Þar er m.a. bent á víðtækar afleiðingar sem lög um lágmarkslaun geta haft á allan launastigann. Þeir félagar nefndu einnig áhrif slíkrar lögbindingar á laun ófaglærðra og faglærðra, og röskun á ýmsar greiðslur sem eru í samræmi við lága viðmiðunartaxta eins og elli- og örorkulifeyri, at- vinnuleysisbætur o.fl. Þá var minnst á ólík launakerfi í plagginu og hve torvelt það gæti reynst að yf- irfæra lágmarkslaun í opinbera geiranum yfir á launakerfi hins al- menna vinnumarkaðar, og rætt um frjálsan samningsrétt. Niðurstöður vangaveltna þeirra Björns og Vil- hjálms voru þrenns konar. í fyrsta Iagi spurðu þeir hvenær íhlutun löggjafans í beinar launaákvarðan- ir á almennum vinnumarkaði væri til góðs. í öðru lagi sögðu þeir tæknilega annmarka ákaflega mikla. Og í þriðja lagi töldu þeir meira en líklegt að slík lög væru í reynd ávísun á almenna kauplags- veltu með tilheyrandi verðlags- sveiflu. Síðan klykktu þeir út með því að minna á að launahlutföll hefðu verið mjög svipuð í Mesó- pótamiu þúsund árum fyrir Krists burð og á íslandi nútímans. Hin kalda rökhyggja fræðing- anna þerraði hins vegar ekki tár Kvennalistans yfir bágum hag lág- tekjufólks. Og þegar útreikningar Þjóðhagsstofnunar bárust loksins síðar um daginn þar sem stóð skýr- um stöfum að kröfur kvennanna hefðu þýtt 90% verðbólgu, var það heldur ekki nóg til að fá konurnar að hugsa upp á nýtt varðandi lög- bindingu lágmarkslauna. Vík milli vina Hins vegar samþykktu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Kvennalista að setjast niður milli klukkan fimm og sex og freista þess að ná sam- komulagi eftir línunum í tillögum Alþýðuflokksins. Klukkan sex var siðan boðað hlé, menn fengu sér matarbita og ræddu málin afsíðis. Klukkan niu hófust viðræður að nýju. Niðurstaðan kom fljótlega: Konurnar sögðust ekki geta fallist frá kröfum sínum um lögbindingu lágmarkslauna. Þorsteinn Pálsson sagði þá stutt og laggott að þetta væri fullreynt og hann sæi ekki ástæðu til að halda þessum viðræð- um áfram. Síðasta hálmstráið var þó gefið með smá fundarhléi, þar sem fulltrúar Alþýðuflokks stungu saman nefjum í því skyni að finna einhverja hugsanlega leið til að koma flokkunum saman um. En þeir fundu enga, og stjórnarmynd- unarviðræður Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista höfðu farið endanlega út um þúfur. Og allir settu upp skeifu. Menn hafa spurt: Þurfti þetta að fara svona? Margir eru til að svara því neitandi. Það voru uppi snerti- fletir í þessum viðræðum sem betur hefði mátt hlúa að. Brúarsmíðin var vissulega erfið en ekki vonlaus. Menn virðast sammála um að verk- stjórn þessara viðræðna hafi ekki verið sem skyldi og forysta Sjálf- stæðisflokksins hafi verið fremur dauf og frumkvæðalítil. Þá er enn- fremur bent á klofning Kvennalist- ans; sumar konurnar voru jákvæð- ar og áhugasamar um stjórnar- myndun þessara þriggja flokka, aðrar tortryggnar og sumar alfarið andvígar slikri þriggja flokka stjórn. Hinir stöðugu grasrótar- fundir á Hótel Vík juku ágreining kvennanna fremur en hitt. Góður skilningur hafi myndast milli Jón Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins og Þor- steins Pálssonar en óskhyggja og stirðbusaháttur Hótel Víkur hafi verið fleinn í samstarfið. Húmorist- ar í þingsölum segja að Vík hafi ver- ið milli vina. Steingrímur afneitar Þorsteini Þorsteinn Pálsson skilaði af sér umboðinu á föstudagsmorgun, og efndi til blaðamannafundar klukkutíma síðar. Á blaðamanna- fundinum kom ekkert nýtt fram nema ef vera skyldi að Steingrímur Hermannsson var ekki tilkippilegur í stjórnarmyndun með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki. „Vilji var ekki fyrir hendi hjá Framsóknar- flokknum!* sagði Þorsteinn. Þegar nánar var gengið á Þorstein, svaraði hann með því að vísa til fréttar í Morgunblaðinu í fyrradag þess efn- is að Framsókn geti ekki hugsað sér stjórnarsamstarf með Alþýðu- flokki. En skýringar Þorsteins og Morgunblaðsins á áhugaleysi Framsóknar á stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki eru ekki alls kostar réttar. Það er ekki það, að Steingrímur sé fomem- aður út í Jón Baldvin sem veldur ■ þykkju Framsóknar. Steingrímur tók nefnilega fremur kuldalega á móti Þorsteini í fyrradag. Fram- sóknarflokkurinn er alls ekki ánægður með þær yfirlýsingar Þor- steins Pálssonar í Morgunblaðinu og viðar eftir kosningar að áfram- haldandi stjórnarsamstarf með Framsókn komi ekki til greina held- ur verði að breyta áherslum og mynda stjórn um ný stefnumál. Af- neitun Steingríms í fyrradag er fyrst og fremst skilaboð þess efnis, að Framsókn mun ekki sætta sig við Þorstein Pálsson sem næsta forsæt- isráðherra. Steingrímur vill sjálfur fá umboðið til að mynda ríkisstjórn þessara þriggja flokka, eða jafnvel sjá það í höndum Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins. Geta kratar og Framsókn sœst? Framhaldið — hvað verður það? Sennilegast er að forseti íslands bíði i einn eða tvo daga, og láti for- menn flokkanna reyna að finna ein- hverja fleti í óformlegum könnun- arviðræðum. En Vigdís Finnboga- dóttir getur heldur ekki beðið of lengi með að afhenda umboðið að nýju. Samkvæmt stöðunni er erfitt fyrir hana að ganga framhjá Jóni Baldvin Hannibalssyni, en vera má að Steingrímur Hermannsson sé einnig á lista hennar, ef hann getur Iagt fram einhvern kapal sem hugs- anlega gengur upp. En hvað getur Jón Baldvin gert með umboðið í höndunum? Er hugsanlegt að hann gæti sýnt meira frumkvæði og vilja til myndunar ríkisstjórnar með Kvennalista og Sjálfstæðisflokki en Þorsteinn? Er hugsanlegt að hann freistaði þess að mynda ríkisstjórn með erkióvininum Framsókn og Sjálfstæðisflokki? Sannleikurinn er nefnilega sá, að þrátt fyrir hefð- bundnar yfirlýsingar og kaldar kveðjur milli formanna Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks, er Fram- sóknarflokkurinn mun líklegri til að samþykkja stefnumál Alþýðu- flokksins í málefnasamningi ríkis- stjórnar en Sjálfstæðisflokkurinn. Að vísu fengju kratar litlu áorkað í umbótum landbúnaðarmála. En hugsanlega gætu þeir komið í gegn afgerandi málum. Settust þessir þrír flokkar niður til viðræðna um myndun ríkisstjórnar er ljóst að Sjálfstæðismenn verða enn erfiðari í aðgerðum ríkisfjármála en þeir hafa verið hingað til. Það er öllum ljóst, að áhrifamiklir hagsmunaað- ilar innan Sjálfstæðisflokksins vilja sem minnsta uppstokkun i þeim málum. Til að mynda stöðvun endurgreiðslu söluskatts til sjávar- útvegs og iðnaðar. Hvað segir LÍÚ við því? Og hvað með stóreigna- skatt? Eða aukna skattlagningu fyrirtækja og aukinn eignaskatt? Þar yrði Framsókn mun auðveldari viðfangs en Sjálfstæðisflokkur séð frá sjónarhóli krata. Minni- Viðreisn? Staðan er erfið. Klukkan gengur á forsetann og formennina. Ef hilla fer undir stjórnarkreppu gæti hins- vegar margt gerst. Möguleikarnir eru of margir til að fjölyrða um þá í þessari grein. Einn möguleiki sem ræddur hefur verið innan Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks er myndun minnihlutastjórnar þess- ara tveggja flokka — eins konar Minni-Viðreisn. Þá hefur verið tal- að um ýmsar fjórflokkastjórnir en einna helst um Kvennalista, Al- þýðubandalag, Alþýðuflokk og Framsókn. Um slíkt er erfitt að spá. En fylgist með. Lesið áfram Al- þýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.