Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 30. maí 1987 „ÉG VÆRI ÁNÆGÐUR MEÐ TVÖFAU FLEIRI STARFSMENN" Byggingarfulltrúinn í Reykjavík heitir Gunnar Sigurðsson og það hafa blásið um hann hvassir og kaldir vindar síðustu vikuna. Blaðamenn hafa verið á höttunum eftir honum þennan tíma, en símastúlkan á skrifstofu byggingarfulltrúa hefur fœrt þeim þau skilaboð að hann sé upptekinn. Sem trúr embœttismaður hafði hann ákveðið að byrja á því að skýra mál sitt fyrir yfirmönnum sín- um í byggingarnefnd borgarinnar, en að lokum varð þrýstingurinn of mikill og hann féllst á að tala við fjölmiðla. Gunnar dregur ekki úr þeirri ábyrgð sem hann telur sjálfan sig bera. Hann er líka að nokkru leyti beygður, vegna þess að undirmenn hans hafa farið á bak við hann. En að hluta til snýr hann vörn í sókn. Hann full- yrðir til dœmis að til að stofnun hans geti sinnt verkefnum sínum sóma- samlega þurfi að tvöfalda starfsliðið. Og niður- stöðum skýrslu höfunda tekur hann, vœgt sagt, með fyrirvara. Þar færir hann fram gild rök. Ég heimsótti Gunnar á skrifstofu hans við Borgartún undir kvöld á fimmtudaginn. Það var uppstigningardagur, sem er almennur frídagur, en Gunnar hafði verið í vinnunni allan þann dag. Ein af skrifstofustúlkum hans sem líka var að vinna, færði okkur kaffi og ég spurði hann: Hversu margir starfsmenn eru hér? Það má segja að þetta skiptist í tvær deildir. Annars vegar eru bygg- ingarnefndarteikningarnar og und- irbúningur undir afgreiðslumál í byggingarnefnd. Við erum tveir í því, byggingarfulltrúinn og skrif- stofustjórinn auk þess sem ég hef hálfan arkitekt. í skrifstofustörf- unum eru þrjár stúlkur auk síma- stúlkunnar. Þær sjá um afgreiðslu vélritun og annað sem til fellur. Síð- an hafa verið tveir menn, verkfræð- ingur og tæknifræðingur sem hafa séð um eftirlit með sérteikningum, þ.e. burðarþols- og lagnateikning- um. Tveir til viðbótar eru svo í út- tektum, verkfræðingur og bygg- ingafræðingur. Svo var hér tækni- fræðingur í steypueftirliti, en hann er nýhættur. í eftirlitsdeildinni eru sem sagt fimm stöðugildi og auk þess er ég búinn að fá leyfi fyrir einu til við- bótar. Það má segja að eftirlits- deildin hafi alltaf fengið þá fjölgun starfsfólks sem orðið hefur við þetta embætti. í öðrum störfum má heita að hafi verið sami mannskap- ur í 30 ár, fyrir utan þennan hálfa arkitekt sem ég gat um áðan. Hversu mörg stöðugildi þyrftu að vera í eftirlitsdeildinni til að þú gœtir verið nokkurn veginn viss um að dcildin gœtisinnt öllu sem hún á að sinna samkvœmt ítrustu kröf- um. Til að hægt sé að svara þessari spurningu þarf náttúrlega að skil- greina hverju hún á að sinna. Það hefur aldrei verið litið þannig á að það ætti að fara reikningslega yfir allar teikningar. Kerfið hjá okkur er þannig að það er krafist mjög mik- ils af þeim sem eiga að standa fyrir byggingum og líka gerðar miklar kröfur til hönnuða. Byggingarnefnd veitir bygginga- meisturum, húsasmíðameisturum, múrarameisturum og pípulagn- ingameisturum réttindi til að standa fyrir byggingu. Þarna þarf sem sagt meistarapróf og meistara- skóla. Frá því að nýju byggingalög- in komu til 1979, er það ráðherra sem veitir þessi réttindi. Á þessu byggist allt kerfið. Við gerum þessar miklu kröfur og ætl- umst til að þessir menn standi fyrir sínu og því sé hægt að minnka eftir- litið. Miðað við að við ættum að halda uppi reikningslegu eftirliti er ógerningur fyrir mig að áætla hversu margir starfsmennirnir þyrftu að vera. En til samanburðar má vísa til þess hvað þessir sex- menningar voru lengi að fara yfir þessi tíu hús. Eitthvert reikningslegt eftirlit hlýtur þó að þurfa. Mætti ekki t.d. taka einhverjar stikkprufur? Einhverjar stikkprufur mætti taka og sæmilega glöggir menn geta verið fljótir að átta sig á þessu. Áður en ég varð byggingarfulltrúi, var ég yfir þessari deild. Það eru nú ein fimmtán ár síðan og það hefur ákaflega mikið breyst á þeim tíma. Það hefur fjölgað gríðarlega í þess- um stéttum. Maður hafði betra yfirlit þá og gat betur metið hverj- um maður þyrfti sérstaklega að vara sig á! Bæði verkfræðingum og tæknifræðingum hefur fjölgað gríðarlega og námið hefur orðið meira skipt. En þótt reikningslega eftirlitinu sé sleppt, þá er ýmislegt fleira sem kemur til. Þú ert t.d. sjálfur að vinna hér á uppstigningardag og þú sagðir, þegar ég kom að hér væri verið að vinna flestar helgar. Þetta og raunar margt fleira bendir mjög ákveðið til að stofnunin sé verulega undirmönnuð. Hversu marga starfsmenn þyrftir þú að hafa til að gera verið heima um hetgar og haft hreina og góða samvisku gagnvart því að stofnunin standi undir öllum þeim kröfum sem hægt er að gera með sanngjörnu móti? Það er ógurlega erfitt að slá á ein- hverja tölu í þessu sambandi. Einn af þeim verkfræðingum sem ég hef haft tal af að undan- förnu í þessu sambandi, sagði að það vœri svona 380 sinnum von- laust að embættið stæði undir því sem til væri œtlast. Ertu sammála honum? Nei, ég er ekki á því. Ég þættist góður ef ég fengi tvöföldun á starfs- liðinu á stofnuninni í heild. í þessu sambandi verður þó að geta þess að það er ekki sama hvaða fólk maður fær. Ef við eigum að hafa eftirlit með teikningum og öðru slíku, þá þarf mjög hæfa og reynda verk- fræðinga. Og reynda menn er vonlaust að fá til þessara starfa, eða hvað? Á þessu kaupi, já. Það er alltaf verið að tala um að allir þurfi að vinna tvöfalda vinnu. Það má segja að miðað við þessi launakjör sem opinberir starfsmenn vinna við, þá fáum við hingað nýgræðinga frá prófborðinu, sérvitringa sem af ein- hverjum ástæðum vilja ekki fara út á einkamarkaðinn og svo gamla karla eins og mig. Við skulum líka athuga það að menn þurfa að hafa bein í nefinu til að fara yfir og setja út á teikningar eftir reynda verkfræðinga úti í bæ. Það er hæpið að menn treysti sér til þess, sem eru nýskriðnir út úr skóla. Hvað hafa verkfræðingar í kaup hérna? Ég býst við að það séu svona 50-60 þúsund. Ég skammast mín nú fyrir að segja það en það er ekki meira en svo að ég viti það. Það eru nú nýkomnir nýir kjarasamningar. Þetta eru væntanlega dagvinnu- launin. Svo hafa menn trúlega ein- hverja fasta yfirvinnu og bílastyrk o.s.frv. er það ekki? Jú, það er náttúrlega mikil keyrsla í sambandi við þessar út- tektir. Þetta var mælt á sínum tíma og er áætlað og ég held að þeir sem eru mest í úttektum verði ekki of- saddir af því. Flestir verkfræðingar hér hafa orðið að vinna eftirvinnu. Það er algengt að yfirvinnan hér sé svona 25-30 tímar á mánuði stund- um meira. Ég er sjálfur með fasta yfirvinnu og fæ sem sagt ekki greidda yfirvinnu sem ég kann að vinna umfram það. Ef við förum úr yfirvinnunni í aukavinnuna, þá hefur það tíðkast íár og kannski áratugi að verkfræð- ingar hér hafa fengið að taka sér sjálfstœð hönnunarverkefni íauka- vinnu. Eru einhver dæmi þess að verkfræðingar hér hafi unnið þessi aukaverk sín hér á vinnustað eða kannski í vinnutímanum. Nei, ég held ég geti fullyrt að svo hefur ekki verið. Það er satt að segja svo mikið að gera hér að ég myndi strax verða var við ef eitt- hvað slíkt kæmi fyrir. En hafa mennirnir tíma til að sinna þessum aukaverkefnum þeg- ar tekið er tillit til að þeir þurfa að vinna svo og svo mikla yfirvinnu hér? Hvort þeir hafa tíma. Það kann að vera svo með þessa menn mína sem ekki hafa skilað inn teikning- um að þessum aukaverkefnum sín- um, að það stafi að einhverju leyti af Jjví. Attu við að þeir hafi aldrei gert teikningarnar? Þeir hafa haft nauman tíma. Þeir hafa gert teikningar, en ekki full- lokið við þær og svo svikist um að koma þeim í skjalasafnið. Þeir hafa sem sagt ekki haft tíma til að Ijúka nægilega vel við teikn- ingarnar til að hœgt væri að sýna þær hér? Ég verð að meta það þannig í þessu sambandi. Gunnar Torfason, verkfrœðing-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.