Alþýðublaðið - 30.05.1987, Side 10
10
Laugardagur 30. mal 1987
SKERPLU-
HÁTÍfl
MUSICA
NOVA
Súld: Szymon Kuran (fiðla),
Steingrlmur Guðmundsson
(trommur og tabla), Stefán
Ingólfsson (bassi) og Þor-
steinn Magnússon (gltar) sem
vantar á myndina hér að ofan.
Páll Eyjólfsson gítarleikari.
Musica Nova heldur
sérstaka Skerpluhátíð
sem hófst fyrr í vikunni
og stendur fram yfir
helgi. S.l. miðvikudag var
íslensk tónlist 1967-86
kynnt með verkum eftir
Atla Ingólfsson, Karólínu
Sveinsdóttur, Atla Heimi
Sveinsson, Leif Þórarins-
son, Hjálmar H. Ragn-
arsson. Það var nýi mús-
íkhópurinn sem flutti þau
verk. Daginn eftir hélt ís-
lensk tónlist áfram að
hljóma og í þetta skipti í
Norrœna húsinu en þá
voru flutt verk eftir
Karólínu Sveinsdóttur,
Gunnar Reyni Sveinsson
og Herbert H. Ágústs-
son.
Á morgun, sunnudag
heldur Páll Eyjólfsson
gítarleikari tónleika í Ás-
kirkju og þriðjudaginn 2.
júní leika píanóleikararn-
ir Ástmar Ólafsson og
Sveinbjörg Vilhjálmsdótt-
ir lög eftir erlend tón-
skáld. Skerplutónleikum
Musica Nova lýkur á
miðvikudag, 3. júní á
Hótel Borg er tríóið Súld
flytur rafmagnaða tónlist
í djasstíl eftir innlenda og
erlenda höfunda.
Hér á eftir verður gerð
grein fyrir tónleikunum á
sunnudag, þriðjudag og
miðvikudag.
í inngangi Skerpluhátíðar Mus-
ica Nova segir:
„Tilgangur þessarar litlu hátíðar
er að vekja athygli manna á dálitlu
broti af þeirri tónlist sem er verið að
semja í kringum okkur.
Við vitum að tónlist er ekki sam-
in til að liggja kjur í möppum. Að
vísu hvílir mikill sægur tónsmíða
frá öllum tímum í grafarþögn að
verðleikum en við eigum líka bunka
af sprelllifandi tónlist sem heyrist
of sjaldan. Á íslandi vantar hvorki
góð tónskáld né flytjendur. Þá
skortir hins vegar næði til að vinna.
Hér eru flestir listamenn á hlaup-
um, vinna samt afrek en gætu af-
rekað miklu meira við betri skilyrði.
Listin getur aldrei blómstrað sem
tómstundagaman eða -alvara fá-
einna velviljaðra einstaklinga.
Á þessum tíma árs er þó við hæfi
að vera bjartsýnn. Án bjartsýni
væru reyndar engir tónleikar haldn-
ir í þessu Iandi“
Áskirkja, 31. maí:
Gítartónlist
Sunnudaginn 31. maí heldur Páll
Eyjólfsson gítarleikari tónleika í
Áskirkju kl. 20.30. Á efnisskránni
er Dans (1985) eftir Mist Þorkels-
dóttur, Preludio nr. 2 (1985) og Ton-
ada de Contrapunto (1984) og Im-
provisación nr. 2 (1986) (frumflutn-
ingur) eftir Eyþór Þorláksson. Þá
er á efnisskránni verk eftir Jana
Obrovska sem nefnist Hommage a
Béla Bartók (1972) og verk eftir
Francis Poulenc sem heitir Sarab-
ande (1960). Að loknu hléi flytur
Páll Eyjólfsson Fjórar bagatellur
(1984) eftir John Speight og Berg-
mál Orfeusar eftir sama höfund
(1986).
Um þessi verk er eftirfarandi að
segja:
Dans er ýmist spilaður sem ein-
leiksverk eða sem verk fyrir söng-
rödd og gítar við ljóð eftir Stein
Steinarr. Dansinn var skrifaði fyrir
Pál og frumfluttur af honum á
Musica Nova tónleikum vorið 1985.
Eyþór Þorláksson hefur samið
mikið fyrir gítar og þessi þrjú verk
eru hér öll flutt í fyrsta sinn.
Jana Obrovska er tékkneskt tón-
skáld sem skrifaði þetta verk Bart-
ók til heiðurs handa eiginmanni
sínum, gítarleikaranum Milan Zel-
enka.
Franska tónskáldið Francis Poul-
enc var í upphafi undir áhrifum frá
Eric Satie en tókst að skapa sér sér-
stöðu meðal franskra tónskálda á
þessari öld. Hann var í tónskálda-
klíkunni Les Six.
Sarabandan er samin í New York
handa gítarleikaranum Ida Presti.
John Speight skrifaði Bagatell-
urnar fyrir Símon ívarsson sem
frumflutti þær síðastliðið sumar en
tónverkið Echoes of Orpheus var
skrifað handa Páli vorið 1986 og
hann frumflytur það á þessum tón-
Ieikum.
Páll Eyjólfsson lærði hjá Eyþóri
Þorlákssyni í Gítarskólanum og
lauk þaðan burtfararprófi 1982.
Hann hefur síðan dvalið á Spáni
um þriggja ára skeið og stundað
framhaldsnám hjá Jose Luis Gonz-
ales.
Norrœna húsið, 2. júní:
Píanódúó
í Norræna húsinu, þriðjudaginn
2. júní, fáum við að hlýða á píanó-
dúó þeirra Ástmars Ólafssonar og
Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur. Um
þetta góða fólk er eftirfarandi að
segja:
Ástmar Ólafsson lærði á píanó
hjá Sveinbjörgu í Tónskóla Sigur-
sveins og lauk þaðan burtfararprófi
árið 1978. Síðan stundaði hann
nám í sex ár hjá Philip Jenkins við
Royal Academy of Music í London
og að því loknu sótti hann einka-
tíma hjá Luis Kentner í London til
ársins 1986 þegar hann fluttist til ís-
lands. Hann kemur nú fram í fyrsta
sinn á tónleikum á íslandi.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir lærði
á píanó hjá Jóni Nordal í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Hún var bú-
sett í London um árabil og lauk þá
meðal annars einleikaraprófi í
píanóleik frá Guildhall School of
Music and Drama. Hún hefur verið
virk í flutningi kammertónlistar og
leikið mikið með söngvurum, eink-
um eiginmanni sínum John
Speight.
Efnisskrá þeirra Ástmars og
Sveinbjargar lítur svona út:
Mariko Kabe (1950), Fantasía I,
Willem Pýper (1894-1947), Sónata
(1935), Allegro aperto ma pesante,
Grave, Moderato assai. Hlé.
Lennox Berkley (1903), Capr-
iccio, Nocturne e Polka, John
Speight (1945), Tónlist á júníkvöldi
(1987), Preludio, Notturno, Inter-
mezzo, Canto, Scherzo, Benjamin
Britten (1913-1976), Mazurka El-
egiaca (1941) im memoriam I.J.
Paderewski, Inngangur og Rondó
alla Burlesca.
Og um höfundana er það að
segja að því miður vitum við ekkert
um Mariko Kabe annað en það að
hún er japönsk og hefur ekki áður
átt verk á íslenskum efnisskrám.
Hollenska tónskáldið Willem
Pýper starfaði sem gagnrýnandi og
kennari í Utrecht og Amsterdam og
skrifaði alls konar músík, I dúr og
moll og síðustu æviárin atónal.
Lennox Berkley var lengstaf pró-
fessor í tónsmíðum við Royal Áca-
demy of Music í London en nam
sjálfur sín fræði í París.
Benjamin Britten byrjaði ungur
að semja og hafði tíu ára gamall
lokið við allmarga strengjakvart-
etta og píanósónötur. Nú er hann ef
til vill þekktastur fyrir óperur sínar.
Mazurka Elegiaca er saminn til
minningar um pólska píanistann og
forsætisráðherrann Ignacy Jan
Paderewski (1860-1941).
Music for a June Evening eða
Tónlist á júníkvöldi er samin fyrir
Ástmar og Sveinbjörgu. Verkinu
var lokið í maí 1987.
Hótel Borg, 3. júní:
Súld
Súldin var stofnuð haustið 1986
sem tríó en varð síðar kvartett, fyrst
með Tryggva Húbner á gítarinn.
Þeir félagar hafa frá upphafi samið
sjálfir alla þá tónlist sem þeir hafa
flutt í nafni Súldarinnar. Þeir hafa
nýtt sér margvísleg form jazz-tón-
listar og farið út fyrir hefðbundinn
ramma og reynt að móta sína eigin
tónlistarstefnu. Sú tónlist sem þeir
flytja gæti hugsanlega fallið undir
það sem nefnt hefur verið „Ad-
vanced Jazz“ á ensku.
Annars er Súldin opin fyrir öll-
um nýjum straumum og hræring-
um í tónlistinni.
Efnisskrá Súldarinnar er á þenn-
an veg:
Szymon Kuran, Augliti til auglit-
is (1987), (Konfrontacja). Hlé.
Steingrímur Guðmundsson,
Paughkeepsie (1986), Stefán Ing-
ólfsson, Augnablik (1987), Szymon
Kuran, “11’8“ (1986), Þorsteinn
Magnússon, Myndyrði úr meðvit-
und (1987), (Frumflutningur).
Tónleikarnir eru sem sagt á Hótel
Borg og hefjast kl. 21.00. Og þar
með lýkur Skerpluhátíð þótt Mus-
ica Nova haldi áfram góðu starfi og
gleðji okkur með tónlisf nútímans
áfram.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ástmar Ólafsson.