Alþýðublaðið - 05.09.1987, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.09.1987, Síða 7
Laugardagur 5. september 1987 7 þetta bara þessi venjulegi suður- ameríski tilfinningaæsingur, sem verður gleymdur á morgun? Getur verið að frelsi sé í nánd? I dögun fundust fjögur lík á reki í ánni. Sumir segja að eftir pynting- ar lögreglunnar hafi þeim verið fleygt þangað. Nei, það getur ekki verið. Ég verð einhvern veginn að troða mér upp að kirkjunni. Felipe, Alvaro, hæ, þetta er Juan, hæ, halló... Komdu og taktu borða og armbindi. Gamanið er að byrja. Þegar ræð- an er búin hjá verkalýðsforingjan- um, þá fer gangan af stað. Þarna er Jorge við hliðina á don Rafael, með stóran fána og steyttan hnefa. Fram, fram, aldrei að víkja. Ræðan er búin. Nú á að ganga niður að þinghúsinu. Komið. Frelsi, frið, frelsi, frið. Niður með herforingja- stjórnina, niður með ófrelsið. — Juan, sjáðu bílana með vatnsbyssurnar! Þeir sópa fólkinu í burtu. Almáttugur, ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt. Höldum áfram! Göngum áfram, ekki gefast upp. Þeir eru að skjóta táragassprengj- um. Ekki gefast up(5 strákar. — Ég er farinn! Ég líka. Hlaup- um. Fljótt inn hliðargötuna fyrir aftan kapelluna. Fyrirsát. Lögreglan er með fyrirsát. Gatan lokuð. Fleygið spjöldunum og borðunum. Of seint. Lögreglan ræðst til atlögu og slær okkur niður með kylfum. Við erum bara að leika okkur. Sjáið þið ekki að við meinum ekkert með þessu. Þetta eru bara áhrif frá stúdentaupp- reisnunum í Evrópu. „She loves you, yeah, yeah.“ Þið skiljið. Flow- er power, Bítlarnir, Donovan og allt það. — Hjálp, mamma, hjálp þeir eru að berja mig. Tuttugu manns, öllum fleygt inn í lögregluvagn með vírnet fyrir gluggum. Hjálp hvað er að. Þeir berja okkur enn inni í bílnum. — Þeir eru að fara með okkur í „La Libertad", þeir eru að fara með okkur í fangelsið „La Libertad“, það alversta hér í borg. — Fangi númer sjö. Nafn? Juan Cordobes Diaz. Aldur? Tuttugu! Myrkar nætur, fimm saman í klefa. Þar sem ég var með sterk lungu, var ég notaður í veðmálaleik varð- manna. Mér var dýft sí og æ í vatns- ker, stálbala stórum fullum af við- bjóðslega skítugu vatni. Ég dró djúpt andann og mér var dýft ofan í og haldið þar af tveimur vörðum. Það sem átti sér stað ofan vatns- yfirborðs var eftirfarandi: Á veggn- um hékk krítartafla og á hana skráðu fangaverðir veðmál sín. Það var veðjað um sekúndur og mínút- ur. Hversu lengi „mér tækist" að vera í kafi. Ég mátti ekki reykja, það átti að halda lungum mínum í toppformi. Ég var eign fangavarð- anna í eystri væng. Ég keppti við fanga í nyrðri og vestari væng fang- elsisins. Það Ieið oft yfir mig við þessar aðfarir og vissi ég ekki af mér þá fyrr en ég vaknaði renn- blautur á köldu steingólfi fanga- klefa míns. Enginn hjúkraði mér. Það þótti hættuleg tilfinningasemi og gæti kostað afbrýðisköst og hefnd fangavarða. „Ég“ varð þess valdandi einu sinni að mínir verðir töpuðu stórfé að því er mér skilst og voru þá tveir samfangar látnir nauðga mér, vörðunum til mikillar skemmtunar. Eitt sinn leiddist vörðunum. Þann daginn höfðu engar skipanir komið um pynding- ar né önnur óþrifaverk og hafa þeir eflaust ákveðið að hressa upp á að- gerðarleysið og stofna til vand- ræða. Mér var boðin sígaretta af fangaverði einum. Ég þáði hana og rétti þá vörðurinn mér pakkann og sagði að ég mætti eiga hann en láta engan vita um þetta. Gladdist ég mjög við þetta og var þetta eina skiptið sem ég brosti og mér hlýnaði um hjartarætur þau tíu ár sem ég sat í dýflissu frelsisins í Monte- video. Fimm mínútum síðar koma verðirnir hlaupandi fimm saman, berja alla klefa að utan og skipa öll- um fram á gang með hendur útrétt- ar lagðar upp að vegg. Það hefur einhver stolið sígarettupakka af fangaverði, kölluðu þeir. Viljið þið sem stóðuð að því játa strax annars verða allir teknir út og alvarlega áminntir með dvöl í einangrun. Þarna er sígarettupakkinn, ég sé hann í vasanum á Juan, sagði einn fangavörðurinn. Hinn sami og hafði gefið mér sígaretturnar örfá- um mínútum áður. Var ég tekinn og mér hent út ganginn, hálfskreið, eftir öll spörk, bæði meðfanga og varða. Var tekin inn í lokað herbergi og strekktur á trébekk og brenndur með sígarettum. Ég átti að fá nóg að reykja, eins og þeir komust svo skemmtilega að orði. Var komið með heljarmikla svonefnda „geld- ingartöng“ og man ég að hún var ís- köld. Henni var rennt upp á milli læranna á mér og klipið þó nokkuð fast um punginn, þannig að leið yfir mig. Þetta þótti vörðunum fyndið og gerðu oft við mig, en aldrei það fast að þeir sprengdu eistun, eins og þeir gerðu við svo marga. Ég veit að þetta hljómar allt eins og lygasaga, en svona var þetta nú. Við vorum tíu félagarnir sem þarna dúsuðum mismunandi lengi. Mér var haldið í tíu ár. Hafði þá um margra ára skeið farið fram barátta mannréttindasamtaka til þess að ná mér úr dýflissunni. Foreldrar höfðu á laun komið nafni mínu og hinna félaga minna til ættingja sem flúðu til Svíþjóðar. Var þar haft samband við mannréttindarsamtök, sem auglýstu á meðal félaga sinna að þeir skyldu skrifa forseta landsins bréf og óska eftir að við yrðum látn- ir lausir. Allt í einu á tíunda ári fangavistar minnar, einn febrúardag var komið inn til mín og mér sagt að ég yrði brátt látinn laus. Ég var leiddur inn í aðra álmu fangelsisins. Álmu þar sem gestir fangelsisstjórnar eru leiddir um. Allt hreint og fínt og meira að segja spegill, glanspússað- ur stálspegill í klefanum. Ég leit í spegilinn og brast í grát. Ég var orð- inn hvíthærður, djúpar hrukkur í andliti. Ég hafði elst um mannsald- ur. Ég fékk mannsæmandi mat í hálfan mánuð, tónlist var leikin í klefanum. Einhver blæbrigði af popptónlist sem ég þekkti ekki. Verðirnir í þessari álmu voru kurteisir á yfirborðinu. Ég fékk að sofa út á hverjum morgni, en ekki vakinn klukkan fimm eins og í eystri væng. Það komu aðrir fangar og þrifu klefann minn og ég fékk sígarettur inn á borð, en hreyfði þær aldrei. Þetta gæti ekki verið satt. Þetta hlytu allt að vera klækir til þess að búa til tilefni til þess að ráðast á mig á nýjan leik. Eftir alla þessa góðmennsku hlyti að koma hræðilegt tímabil. Þetta er örugg- lega allt lygi. Mér verður ekki sleppt. Hérna er farmiði til Gautaborgar í Svíþjóð. Aðra leið. Mér var ekið út á flugvöll og settur um borð í flug- vél sem flutti mig til Lundúna. Þar tóku á móti mér hópur manna og kvenna og réttu mér blómvendi og kysstu mig í bak og fyrir. Hópurinn stillti sér upp við hliðina á mér og voru teknar margar myndir. Ég var drifinn á blaðamannafund, en man ekkert nú eftir neinu sem þar fór fram. Eftir tveggja tíma viðdvöl á Heathrow flugvelli var mér fylgt upp í SAS vél sem flutti mig til Kaupmannahafnar. Þar endurtók sig sagan. Einhverjir menn og kon- ur kysstu mig í bak og fyrir og gáfu mér blóm. Ég gaf þeim blómin þeg- ar ég fór. Ég gaf þeim blómin þegar ljósmyndarar höfðu tekið myndir af mér „ánægðum“ yfir „frelsinu“. Ég gaf þeim blómin á nýjan leik eft- ir að þau voru orðin að hetjum. Þau „frelsuðu" mig. Þegar ég kom til Svíþjóðar komu og menn og konur og tóku á móti mér. Blaðamenn voru alls staðar. Allir fögnuðu. Það tókst að „frelsa“ mig. Alls kyns ráðgjafar ræddu við mig. Erfiðlega gekk að fá spænskutúlk, en ég veit að fólkið meinti vel. Mér var fengin lítil íbúð einhvers staðar í úthverfi. Ég þekkti engan nema félagsráðgjafann, sem kom annan hvern dag með grænan pappír í þríriti, sem ég varð að kvitta undir. Ég mátti halda bleika afritinu. Ég safnaði bleiku afritunum í kassa. Þau voru tengiliður minn við mannlífið. Ég fór út að ganga, ég sá margar stelpur í stuttum kjólum. Ég hafði aldrei verið með kven- manni, aldrei á ævinni. Einu kynni mín af kynlífi voru þau ótal skipti sem mér var nauðgað í fangelsinu. Hér er frelsi, almáttugur hvílíkt frelsi. í bókabúðum fást kynlífs- blöð. Mig hryllir við þessu öllu sam- an. Af hverju kemur maðurinn ekki lengur. Af hverju fæ ég ekki fleiri bleik afrit? Málið er afgreitt í kerfinu. Það er búið að frelsa mig^nú á að frelsa aðra. Ég get ekki meir, ég er að brotna fyrir fullt og allt. Hér er of mikið frelsi. Ég get ekki horft á þetta lengur. Ég ræðst á unga stúlku og leggst ofan á hana í skemmti- garði rétt hjá sporvagnastöðinni. Hún streitist á móti og kallar á hjálp. Hér er allt of mikið frelsi. Lögreglumenn koma brátt að og rífa mig af stúlkunni og berja mig, handjárna og fleygja upp í bíl. Eg vissi að þetta gat ekki verið satt. Þetta var aðeins draumur. Nú á að fara með mig á nýjan leik í fangels- ið. Ég berst um á hæl og hnakka og bít mennina í aftursætinu. Ég er sleginn í framan. Ó hversu gott er að vera sleginn á nýjan leik. Það er svo vinalegt að verða sleginn af sveittum leðurklæddum mönnum. Ég þekki þetta svavel. Ég er kom- inn heim. Ég var lokaður inni á lög- reglustöð í sólarhring, þá birtist maður með þrírit. Ég kvittaði undir og fékk að halda bleika afritinu. Ég vissi að þeir höfðu ekki yfirgefið mig. Mennirnir með bleiku afritin. Hélt ég afritinu fast að mér í klefan- um og sofnaði. Daginn eftir var ég fluttur hingað á hælið. „Ég er maður, ég er maður. Ég skai sýna þeim. Ég get elskað konu. Mig langar heim til mömmu!“ NYTT UTIBU NÝR AFGREIBSUITÍMl ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI. HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.