Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 3. október 1987 Aukafjárveitingar úr ríkis- sjóöi settu svip sinn á fréttir vikunnar sem nú er á enda. Stöö tvö komst aö þvi á þriðjudaginn aö fjandmaöur aukafjárveitinga númer eitt, Jón Baldvin Hannibaisson hefur sjálfur skrifað undir all- margar slíkar síöan hann settist í stól fjármálaráðherra og gerðist prókúruhafi ríkis- sjóös. Dagblaöiö Tíminn lét ekki sitt eftir liggja og birti langan lista yfir aukafjárveit- ingar þeirra tveggja fjármála- ráöherra sem setið hafa aö völdum á þessu ári. í sjálfu sér er ekki ástæða til að strá salti í sár þeirra Tímamanna, en svo vildi til aö listinn sem þeir birtu náði aðeins fram til 3. júlí, þegar stjórnarskiptin fóru fram. Jóni Baldvin var því ofaukið í fyrirsagnarletr- inu sem ekki var skorið við nögl. Aukafjárveitingar hafa veriö stundaðar af mörgum fjár- málaráðherrum um langa hríð og sennilega verður seint unnt að losna við þær með öllu. Það er hins vegar eink- um tvennt sem gagnrýnendur hafa á móti þeim. Annars vegar geta aukafjárveitingar haft veruleg skekkjuáhrif á fyrirframáætlaðar tekjur ríkis- sjóðs, ef þeim erekki i hóf stillt. Þetta gerðist t.d. í fjár- málaráðherratíð Alberts Guð- mundssonar, þegar aukafjár- veitingarnar munu hafa farið upp í um 7% af útgjöldum ríkissjóðs. Að hinu leytinu geta vissar aukafjárveitingar verið nánast í óþökk Alþing- is, sem hefur jú m.a. það hlutverk að skipta hinum sameiginlegu fjármunum þjóðfélagsþegnanna niður til hinna ýmsu verkefna, Al- gengt er að aukafjárveitingar renni til aðila eða málaflokka sem aldrei sóttu um fé til Al- þingis, en hitt er þó öllu al- varlegra þegar veitt er fé til umsækjenda sem Alþingi hefur áður hafnað við gerð fjárlaga. Dæmi eru þó til um slík vinnubrögð fjármálaráð- herra. Flestir fjármálaráðherrar munu þó gegnum tíðina hafa varið mestu fé til ýmissa málaflokka sem Alþingi hefur þegar ákveðið að verja fé til, en af einhverjum ástæðum ekki dugað til. í þessu sam- bandi má vitna til orða Stein- gríms Hermannssonar, utan- rikisráöherra i sjónvarpsvið- tali í vikunni, þar sem hann sagði að við fjárlagagerð hefði yfirleitt aldrei verið gert nægjanlega ráð fyrir verð- bólgu og margar aukafjárveit- ingar hefðu komið til af þeim sökum. Þannig er sjálfsagt hægt að finna fjöldamörg dærTr'rþéS's að aukafjárveit- ingar hafi þurft til að Ijúka verkefnum í samræmi við yf- irlýstan vilja Alþingis. í tilvikum af þessu tagi er auðvitað vandséð hvernig losna megi við aukafjárveit- ingar, nema þvi aðeins að til komi gerbreytt vinnubrögð við fjárlagagérð og raunar þarf stjórn efnahagsmála einnig að vera með því móti að við fjárlagagerðina sé unnt að áætla verðbólgu nokkuð rétt. Fram að þessu hefur tæpast verið unnt að áfellast fjármálaráðuneyti eða Alþingi þótt verðbólgu- spár hafi ekki staðist. Margar aukafjárveitingar og undantekningarlítið stærstu liðir þeirra eru sem sagt ( nokkuð góðu samræmi við vilja Alþingis. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um ýmsar aukafjárveitingar þar sem fjármálaráðherrar hafa tekið sig til og skrifað út tékka úr ríkissjóði til aðila sem áður höfðu sótt um fé til Alþingis og fengið synjun eins og dæmi munu finnast um. Þegar slikt gerist er við- komandi fjármálaráðherra að ganga í berhöaa vKU4tf(ýsT^~ an vilja Áiþingis og ef ein lög giltu í landinu fyrir alla jafnt, myndu fjárveitingar af þessu tagi trúlega skoðast sem al- varlegt trúnaðarbrot. Fram að þessu hefur sú ekki orðið raunin, allavega hefur enginn fjármálaráðherra sögunnar enn verið látinn sæta refsi- ábyrgð fyrir að hafa misfarið með fé rikissjóðs. Á hinn bóginn mun þó ekki með öllu fráleitt að aukafjárveitinga- gleði Alberts Guðmundsson- ar, hafi átt sinn þátt í því þeg- ar stólaleikur Sjálfstæðisráð- herranna var settur á svið fyr- ir tveimur árum, beinlínis í þeim tilgangi að koma hon- um úr embætti fjármálaráð- herra. Aukafjárveitingar eru sem sagt af misjöfnum toga. Auk þess sem áður hefur verið getið má nefna að ýmis ófyr- irséð atvik geta kallað á aukafjárveitingu. Sem dæmi um þetta má nefna eina af aukafjárveitingum Jóns Bald- vins Hannibalssonar frá ( sumar, 509 þúsund krónur til að greiða fyrir auglýsingar um sölu á hlutabréfum rikis- sjóðs í Útvegsbanka íslands ~M. Ef á annað borð stóð til að selja hlutabréfin, varð væntanlega ekki hjá því kom- ist að auglýsa þau til sölu. Enn má nefna að fjölda- margar aukafjárveitingar hljóta að vera matsatriði. Þannig veitti Jón Baldvin t.d. á þessu sumri aukafjárveit- ingu upp á tvær og hálfa milljón til að kosta ferð sin- fóníuhljómsveitar íslands til Grænlands, þar sem hún lék á menningarhátið í tilefni af opnun norrænnar menningar- miðstöðvar á Grænlandi. Þessi ferð hljómsveitarinnar hefur ekki verið séð fyrir við gerð síðustu fjárlaga og kannski má hafa misjafnar skoðanir á þvi hvort sinfóniu- hljómsveitin átti eitthvert er- indi á þessa menningarhátíð Grænlendinganna. Núverandi fjármálaráðherra hefur gagnrýnt aukafjárveit- ingar forvera sinna i embætti talsvert harkalega og það er því kannski ekki að undra þótt það hafi talist fréttnæmt þegar ( Ijós kom að hann hef- ur sjálfur veitt þó nokkrar aukafjárveitingar síðan hann tók við embætti fjármálaráð- herra. Eins og að framan hef- ur verið rakið er þó alveg frá- leitt að setja allar aukafjár- veitingar undir sama hattinn svo misjafnar sem þær eru í eðli sínu. Á þetta er llka bent í frétta- tilkynningu sem samstarfs- menn Jóns Baldvins í fjár- málaráðuneytinu, Björn Björnsson og Karl Th. Birgis- son sendu frá sér á miðviku- daginn í fjarveru hans. Þar er fullyrt að fjármálaráðherra sé nú sem fyrr þeirrar skoðunar að itrasta aðhalds þurfi að gæta í aukafjárveitingum. Þeir taka hins vegar fram að beiðnir um aukafjárveitingar séu bæði fleiri og hærri nú en endranær, þar sem verð- lags- og launaþróun hafi orð- ið allt önnur en reiknað var með þegar gengið var frá fjár- lögum yfirstandandi árs. Slík- ar aðstæður gera það auðvit- að að verkum aö einstakar ríkisstofnanir lenda í fjár- hagsörðugleikum sem veröur að leysa úr. Að sögn þeirra Björns og Karls er það þetta sem hefur verið gert í ráð- herratið Jóns Baldvins, „enda þvi ekki til að dreifa, að farió hafi verið út fyrir almennar heimildir viðkomandi stofn- ana til greiðslu launa- og rekstrar- eða stofnkostnaðar." Þótt aukafjárveitingar að einhverju marki virðist óhjá- kvæmilegar, heyrir það þó sennilega sögunni til að fjár- málaráðherrar ausi út pening- um jafn óhóflega og ýmsir þeirra hafa tíðkað á undan- förnum árum. Eftir að um- ræðan um aukafjárveitingar hófst að marki í sumar, virð- ast æ fleiri komast á þá skoðun að nauðsynlegt sé að stilla þeim í hóf og ekki er ótrúlegt að settar verði reglur um þær á næstunni. Nefna má að Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, aðhyllist nú þessa skoðun. Það hefur t.d. ekki tiðkast fram að þessu að aukafjár- veitingar hafi verið ræddar á ríkisstjórnarfundum, heldur hefur fjármálaráðherra jafnan tekið ákvörðun um þær upp á eigin spýtur og án þess að spyrja kóng eða prest. Bara það að ræða aukafjárveiting- arnar á ríkisstjórnarfundum myndi trúlega verka í þá átt að draga úr þeim. Þá er ekki heldur ólíklegt að einhverjar þær reglur verði settar um aukafjárveitingar sem banni a.m.k. fjárveitingar sem Al- þingi hefur þegar hafnað og vald fjármálaráðherra kunni að verða takmarkað og háð ákveðnum skilyröum. Ef aukafjárveitingar eiga að geta heyrt til undantekn- inga í framtíðinni, er þó mik- ilvægast að breyta vinnu- brögðum við fjárlagagerð þannig að fjárlögin fái stað- ist. Til þess þarf að vera unnt að áætla verðbólgu betur og nákvæmar en nú er, en auk þess hefur viljað brenna við að menn hafi skotið sér und- an þvi að glíma við vandamál- in með því að áætla verð- bólguna lægri en nokkur skynsemi gat talist. Þess háttar vinnubrögð kalla auð- vitað á aukafjárveitingar og alþekktar ístoppunaraðgerðir ríkisstjórna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.