Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 3. október 1987 U tlönd Ivar Jónsson skrifar frá Brighton ÞING BRESKA VERKAMANNAFLOKKSINS: Lýðskrum eða pólitískt raunsæi Bryan Gold, persónugervingur og helsti málsvari hægri sveiflunnar í Verkamannaflokknum, slappar af rétt fyr- ir þingsetningu á mánudaginn. Verkamannaflokkurinn mun framkvæma umfangs- mikla endurskoöun á stefnu- skrá sinni meö það fyrir aug- um aö höföa til millistétt- anna og velstæöra launþega. Flokkurinn mun þó ekki hverfa frá stefnu sinni um einhliða kjarnorkuafvopnun að hálfu Breta, en hann er ekki lengur skuldbundinn til aö þjóðnýta þau ríkisfyrir- tæki sem hann hefur selt til aö fjármagna öfgastefnu sína í efnahagsmálum. Þetta eru heistu niöurstöður þings breska Verkamannaflokksins, sem lauk í gær og haldið var hér í Brighton í þessari viku. Þingið var óvenju átakalítiö enda haldið í skugga þriöja kosningaósigurs Verka- mannaflokksins í röö. En mestu skipti að verkalýðs- hreyfingin stóö næróklofin aö baki kröfu Niel Kinnocks formanns flokksins um end- urskoðun stefnumála hans. Verkalýðshreyfingin ræöur um 90% atkvæöa á þinginu. Átökin á milli vinstri and- stööu flokksins og flokksfor- ystr/nnar snerust um áherslur en ekki grundvallarmarkmiö. Ágreiningur vinstri andstöð- unnar og flokksforystunnar um einhliða kjarnorku af- vopnunarstefnu flokksins var djúpstæðasta deilumál þingsins, því Kinnock boöaöi í ræöu formanns, aö varnar- málastefna flokksins yrði aö fara undir próf eins og öll önnur stefnumál hans. Þingið samþykkti þó, aö ekki yrði horfið frá kjarnorkuvopna- lausri varnarmálastefnu flokksins. Ræda Niel Kinnock’s Þingið samþykkti endur- skoöunarkröfuna á mánudag, á fyrsta degi þingsins og þvi biðu þingfulltrúar eftir ræóu formannsins, sem hann hélt á þriðjudag, meö mikilli eftir- væntingu. En þeir urðu fyrir miklum vonbrigöum, sem biöu eftir afdráttarlausum stefnuyfirlýsingum. Kinnock fjallaöi aöeins almennt og heimspekilega um vandamál flokksins og nauösyn sigurs í næstu kosningum 1991 eöa 1992. Hann sagði aö öll mark- miö flokksins yröu aö víkja ef kosningasigur krefðist þess, • en þaö þýddi þó ekki aö flokkurinn gæfi upp á bátinn markmið lýðræðislegs sósíal- isma. Flokkurinn berst fyrir sósíalfskum umbótum innan auðvaldskerfisins. Grundvall- arbaráttumál flokksins veröa eftir sem áöur baráttan gegn kynþáttamisrétti og sexisma, baráttan fyrir mannréttindum og jöfnum tækifærum allra þegna samfélagsins til mann- sæmandi lífs, sagöi Kinnock. En þótt sósíalismi Verka- mannaflokksins viðurkenni aö markaðslögmálin tryggi fullnægjandi verðmyndun á mörgum vörumörkuðum geta þau aldrei tryggt fullnægj- andi gæði í heilbrigðis og menntakerfinu eöa beina fjár- festingu í vísindum og list- um. Nýr félagslegur veruleiki Kinnock sagði að flokkur- inn yröi að aölaga grundvall- armarkmið sín aö félagsleg- um veruleika samtímans og aö þessi veruleiki fælist í stórauknum fjölda fbúöa ( einkaeign meðfram sam- drætti í íbúðabyggingum og auknum fjölda heimilislausra síöan Thatcher tók viö völd- um. Jafnframt felst hinn nýi veruleiki í styttingu starfsald- urs launþega meðfram auk- inni fátækt og einangrun aldraöra. Þá nefndi hann þversögn aukins fjölda þeirra sem hafa góö laun og eiga örfá hlutabréf í fyrirtækjum og hina láglaunuöu sem lifa viö aukna fátækt. Loks sagöi Kinnock aö breskt efnahags- Iff heföi tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Þaö heföi þróast frá stóriöju og þunga- iðnaði til hátækni og vinnu- freks iðnaðar meöfram skorti á fjárfestingum ( vfsindum og starfsþjálfun. Hann sagði aö flokkurinn yröi aö taka tillit til þessara breyttu forsenda og höföa til velstæðra laun- þega til að breikka fylgis- grundvöll sinn. Einkavæöing og hlutafjáreign launþega Kinnock sagði það ekki stangast á viö sósíalfsk markmiö aó launþegar eigi hlutabréf í fyrirtækjum. Þrátt fyrir þessi sinnaskipti snerist Kinnock harkalega gegn einkavæðingu íhaldsflokks- ins. Einkavæöingin felst aö- eins í því aö koma ríkiseinok- unarfyrirtækjum í einkaeign án þess að afnema einokun- ina. Aöeins félagsleg eign á slíkum fyrirtækjum tryggir eölilegt eftirlit almennings með þeim. Reynslan sýnir, sagði hann, aó þjónusta þessara fyrirtækja hefur versnað og verð hækkað. Þar á ofan hefur einkavæöingin leitt til þess að bestu fyrir- tækin eins og t.d. Jaguar hafa verið seld bandarfskum og japönskum fyrirtækjum. Það var aðeins á einu sviöi sem formaðurinn tók skýra afstööu, en þaö var þegar hann útilokaði algjörlega hugsanlega samsteypustjórn meö flokki Sósfaldemókrata og Frjálslyndaflokknum. Stefna vinstri andstöðunnar Kinnock kraföist sjálfsaga af flokksmönnum og pólitísk raunsæis. En vandamálið er óneitanlega aö enn hefur ekki veriö fundinn neinn óumdeilanlegur mælikvaröi á raunsæi eöa pólitískan veru- leika. Að vonum gagnrýnir vinstri andstaðan ínnan flokksins sinnaskipti foryst- unnar og dekur við millistétt- ina og „uppana.“ Hún kallar þetta óraunsæi, uppgjöf og örvæntingu. Vinstri andstað- an meö Tony Benn og Ken Livingston í broddi fylkingar, heldur því fram að flokkurinn muni auka fylgi sitt mun meira meó aukinni áherslu á að virkja láglaunahópa, at- vinnulausa og konur, og minnihlutahópa eins og svertingja, kynhverfa og fleiri. Hún leggur jafnframt megin- áherslu á valddreifingu og aukiö atvinnulýöræði. Slík stefna samrýmist betur sósíalískum markmiöum. Ken Livingston lýsti því yf- ir í ræöu á miðvikudagskvöld aö ef flokkurinn hyrfi frá kjarnorkuvopnalausri varnar- stefnu sinni myndi þaö leiða til „borgarastyrjaldar" innan flokksins. Þingið ítrekaöi meö miklum meirihluta þessa stefnu sína daginn eft- ir og það samþykkti meö miklum meirihluta einhliöa kjarnorkuafvopnun- þar með taliö fjarlæging allra kjarn- orkuvopna af bresku láöi og legi á kjörtímabili næstu stjórnar Verkamannaflokks- ins. Forysta flokksins telur sig þó ekki bundna af ein- hliða kjarnorkuafvopnunar- stefnu. Valdahlutföllin innan flokksins Þaö liggur Ijóst fyrir, aö óvíst er hversu langt Verka- mannaflokkurinn mun ganga f endurmati sínu á stefnu flokksins. Þaö veltur á styrk- leikahlutföllum innan hans. í kosningum til framkvæmda- nefndar flokksins, sem er ein valdamesta stofnun hans og mun hafa endurmatið með höndum, hefur Kinnock og forystan mikinn meirihluta sem hefur aukist á þessu þingi. Kinnock haföi nær óskorað fylgi verkalýösforyst unnar á þessu þingi, en hún ræöur um 90% þingatkvæða og fjármagnar 75% af veltu flokksins. Ekkert bendirtil þess að forystan muni glata þessum stuöningi á næstu þingum. Staöavinstri andstööunnai hefur hins vegar ekki veikst ( kjördæmafélögunum og eftir aö Ken Livingston var kjörinn í fyrsta sinn f framkvæmda- nefnd flokksins á þessu þingi, á hún þar afar áhria- mikinn fulltrúa auk Tony Benn. Styrkur Trotskyista hefur minnkað á síðustu árum og þeir hafa einangrast æ meir eftir ósigur kolanámuverk- fallsins 1984—85 og vegna hreinsana sem Kinnock hefur staðiö fyrir. En þeir eru eftir sem áður sterkir í sumum kjördæmum, eins og í Liver- pool. Þeir munu berjast með kjafti og klóm gegn hvers kyns „endurskoðunarstefnu forystunnar." Styrkur vinstri andstööunnar getur haft úr- slitaáhrif þegar nær dregur kosningum, því á þessu flokksþingi var ákveðið, aö frumkvæöi Kinnocks, aö auka lýöræði í flokknum meö því að veita almennum flokksfélögum f kjördæmafé- lögunum, rétt til þess að Verkamannaflokkurinn sækirá „uppamið" og skilurgömlu klisjurnar eftir. Skopteikning úr „The Guardian.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.