Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 3. október 1987 23 kjósa frambjóðendur í beinni kosningu, þannig að allir fé- lagar hafa jafnan atkvæðis- rétt, en þó þannig að verka- lýðsfélög ráði 40% atkvæð- anna. Vegna þess að breska kosningakerfið byggir á ein- menningskjördæmum og vinstri andstaðan og Trotsky- istar eru sterkastir í kjör- dæmafélögunum verður for- ystan að taka tillit til þeirra. Rekstrarform og jaðaratkvæði Forysta flokksins vill auka áherslu á jaðaratkvæði milli- stéttanna og höfða til þeirra með jákvæðri afstöðu til neyslusamfélagsins og hluta- fjáreignar launþega. Vinstri andstaðan er ekki andvíg hlutafjáreign launþega sem slíkri, en það eru í raun aðeins harðlínumenn og Tortskyistar sem telja það brot á stefnuskrá flokksins frá 1918, sem kveður á um að afnema skuli arðrán og koma fyrirtækjum í félagslega eign til að koma stjórn á efnahagskerfið. Öll þessi öfl, nema ef vera skyldi Trotskyistar, eru sammála um að svara beri einkavæðingu Thatchers með nýrri og stórfelldri útvíkkun félagslegra rekstrarforma og þá einkum samvinnufélaga og stofnun launþegasjóða sem munu kaupa fyrirtæki.. Með þessu vill Verkamannaflokkurinn tryggja aukið lýðræði laun- þega innan fyrirtækjanna, og svara þannig Thatcherisman- um með lýðræðisbaráttu. Þvi einkavæðingin og örfá hluta- bréf í eigu einstakra laun- þega breytirengu með raun- veruleg völd í samfélaginu og valdaeinokun borgarastéttar- innar. Valdadreifingin og sóslalískt lýðræöi er sú stefna sem sameinar Verka- mannaflokkinn. Eitt stærsta vandamál flokksins er að hann er ekki trausts verðugur í augum al- mennings þvi það var hann sem hóf niðurskurð velferðar- kerfisins í Callaghan-stjórn- inni fyrir 1979. Hann gafst upp í glimunni við atvinnu- rekendur og Alþjóða gjaldeyr- issjóðinn og glutraði efna- hagsmálunum. Almenningur hefur litla trú á að flokkurinn muni efna loforð sín um stór- aukin framlög til velferðar- mála. Hann hangir að mestu enn í snöru úreltrar, keynes- iskrar efnahagsstefnu og hef- ur engar raunhæfar áætlanir um hvernig fjárfestingum verði stýrt i hátækniiðnað. En þegartil skemmri tíma er litið snýst vandi flokksins um jaðaratkvæði, það er at- kvæði sem hann á möguleika á að vinna frá flokki Sósíal- demókrata, Frjálslynda- flokknum og íhaldsflokknum. í nýlegri Harris-skoðunar- könnun kom fram að flokkur- inn hefur nú um 35% fylgi kjósenda en á möguleika á að auka það um 21%. í könnuninni kom fram, þegar þessi vafaatkvæði voru beðin um að gefa þrjár ástæður fyrir því af hverju þau kysu ekki Verkamanna- flokkinn, sögðu 35% að verkalýðshreyfingin réði of miklu í flokknum, 33% sögö- ust andvíg varnarmálastefnu hans og 27% nefndu óein- ingu innan flokksins. 22% töldu flokkinn hins hins veg- ar of öfgasinnaðan en 19% töldu að hann myndi skaða efnahagskerfið. Þegar Harris spurði hvað flokkurinn yrði að gera til að tryggja sér atkvæði viðkom- andi, svöruðu 42% að hann yrði að sýna að hann tryggði þeim og fjölskyldum þeirra sama lífsstandard og þeir hefðu.“ 40% sögðu að hann yrði að sanna að hanh hefði stjórn áöfgaöflunum innan flokksins. Helstu samþykktir þingsins Þingið samþykkti m.a.: ★ Endurmat á öllum stefnumálum flokksins. ★ Að framkvæmdanefnd flokksins ákveði stefnu um útvíkkun félagslegra eignarforma, viðurkenni hlutafjáreign einstakl- inga og stofnana og hlutafjáreign launþega í þeim fyrirtækjum sem þeir starfa við. ★ Að hafna tillögu félaga námaverkamanna um þjóðnýtingu þeirra ríkis- fyrirtækja sem Thatcher- stjórnin hefur selt. ★ ítrekun kjarnorkuvopna- lausrar varnarmálastefnu, en hafnaði þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. ★ Mótmæli gegn óbeinum stuðningi Thatcherstjórn- arinnar við árásargjarna stefnu Bandaríkjamanna gegn Nigaragua. ★ Kröfu um efnahags- þvinganir gegn Suður- Afríku. ★ Vísitölubundna lág- markslaunastefnu sem gerir ráð fyrir að lág- markslaun verði % af meðallaunum á Bret- landi. ★ 35 stunda vinnuviku án launalækkana. ★ Að nema úr gildi lög sem íhaldsflokkurinn hefur samþykkt gegn verkalýðsfélögunum. ★ ítrekaða stefnu flokksins um að stofna jafnréttis- málaráðuneyti. -*• Að ellilífeyrir verði sam- bærilegur við meðallaun [ samfélaginu, aldraðir fái húshitunarstyrki og sjónvarpsgjöld þeirra verði lækkuð. ★ Að konum og fötluðum verði tryggt jafnrétti. ★ Stóraukin framlög til heiIbrigöis- og mennta- mála. ★ Að hafna starfsþjálfunar- áætlun ríkisstjórnarinnar sem neyöir ungt atvinnu- laust fólk til að vinna ódýrt fyrir atvinnuleysis- bætúr. ★ Komið verði á fót sér- stöku þingi i Skotlandi. Heitavatnið greiðir þú Hitaveitunm sjálfri M og með 5. okt. Mánudaginn 5. október tekur Hitaveita Reykjavíkur við innheimtu og gerð hitavatnsreikninga af Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem annast hefur hvort tveggja fram að þessu. Þér, ágæti viðskiptavinur, er vinsamlega bent á að ekki er unnt að greiða orkureikninga Hitaveitunnar hjá Rafmagnsveitunni eftir 2. október. Þeir óskast greiddir í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum eða á skrifstofu Hitaveitunnar, Grensásvegi 1 (opið mánudaga — föstudaga frá 8.20 - 16.15). Þessi breyting felur jafnframt í sér að nú þarf að tilkynna Hitaveitunni um aðsetursskipti. Allar nánari upplýsingar veitir Hitaveita Reykjavíkur í síma 82400 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Grensásvegi 1, Sími 82400 RAFMAGNSVEITA REYKIAVIKUR SUOURLANDSBRAUT34 S1MI686222

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.