Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 21
VftOC >pf!rif>ín f. UiriP.b'iBDUPj 0rv Laugardagur 3. október 1987____________ 21 manns og álíkra.“ — Þú segist samt vera hlynntur frelsi fjármagnsins. Hvar eru þá mörk frelsisins? „Frelsið á að vera að þvi marki að hinir fátæku verói ekki fátækari og hinir riku ekki rikari i gegnum þetta frelsi. Ef við tökum húsnæð- iskerfið. Þá má ekki mismuna þar að þeir sem ekki hafa fjármagnið geti ekki fjárfest í húsnæði." — En á rikið aö niður- greiða vexti til allra, ríkra og fátækra? „Já, upp að eðlilegri há- marksstærð tel ég vera í lagi." — En hvar lýkur forsjá rík- isins? „Forsjá ríkisins lýkur í raun hvergi þegar um heilsu manns er að ræóa. Og ég tel heilsu mannsins hans dýr- ustu eign.“ — En endurspeglast ekki vanmat ríkisins i þessum efn- um í dag. Það er ekki hægt aö manna sjúkrahús, uppeld- isstofnanir. Er þetta ekki mat ríkisvaldsins hverju sinni, hvers viröi þetta er? „Það verður alltaf mat þeirra sem stjórna. Hins veg- ar er það rétt að launin eru vandamál hjá hinu opinbera, og þess vegna er erfitt að manna sjúkrahúsin. Þetta er samtvinnað mál með launa- málum almennt í þjóðfélag- inu. Hitt er svo annað að mér finnst við hafa gengið hæfi- lega langt hér i heilbrigðis- kerfinu. Eg tel hins vegar að skattheimtan sé of lág fyrir það stig velferðar sem við er- um að halda uppi. Viö ættum að hafa skattinn svona 38% af þjóðarframleiðslu. — Hvernig viltu þá breyta skattakerfinu? „Ég hef alltaf verið fylgj- andi stighækkandi tekju- skatti. Meðaltekjur eiga að mínu mati að vera skattfrjáls- ar, en ekki það sem er um- fram. Það er satt að segja með hangandi hendi sem ég hef gengið til þess að lækka skatta svona mikið sem við erum að gera. Það eru alltof margir í þjóðfélaginu, sem sleppa hjá. Ég bind miklar vonir við að Jóni Baldvin muni takast það ætlunarverk sitt í sambandi við skattsvik- in, og ég mun fylgja hverri þeirri tillögu sem dregur úr skattsvikum." — Hvað viltu gera við þá peninga, sem innheimtast i skatti miðað við kerfið í dag? „Ef við förum upp í 38% getum við lokað gatinu i fjár- lögum, greitt upp í erlendar skuldir, og svo þurfum við peninga í ýmislegt sem við höfum vanrækt — eins og þróunarhjálp." — Jón Baldvin hefur sagt það að Uf ^ess a* mé asark- miðwm velferðarkerfteins þurfi hugsamlega að hækka skatta. „Ég er honum sammála. Og ég styð hann heilshugar í því að ná niður halla ríkis- sjóðs. En ég hefði viljað gera það með því að ná inn meiri sköttum. Það er hins vegar yfirlýst stefna Sjálfstæðis- flokksins að lækka skatta fremur en að hækka þá.“ — Ef þessi stjórn situr ekki lengi, viltu þá að vinstri menn taki höndum saman og myndi næstu stjórn? „Ég tel ákaflega mikilvægt í því ástandi sem er hér að hafa stöðugleika í stjórnmál- um. Þess vegna vil ég að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Ef hins vegar fer svo illa að þetta samstarf nú sundrast, þá segi ég já. Mjög margur misskilningur hefur leiðrést milli Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Ég fagna því. Ég tel að grundvallarstefnur flokkanna séu mjög skyldar — eins og í velferðarmálum. Og að þeir eigi þess vegna að geta unnið saman.“ Alþýðuflokksfólk Hafnarfirði Fundurmeð Jóni Baldvin í Alþýðuhúsinu, Hafnar- firði á mánudagskvöld, 5. október kl. 20.30. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar. S.U.J. Fundarboð Sambandsstjórnarfundur verður haldinn laugar- daginn 3. október í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði kl. 13.00. Oagskrá: 1. Erindi: Jón Baldvin Hannibalsson. 2. Kosning. 3. Rædd starfsemi sambandsins. 4. Endurskoðun laga sambandsins. 5. Önnur mál. Gestir fundarins verða Eydolv Dímon, formaður SU í Færeyjum, Hallsteinn Sigurdsson, í stjórn SU, og Katarína Johansen, í stjórn FNSU. Sambandsstjórn. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Breytturopnunartími: Fráog með 1. októberverð- ur skrifstofan að Hverfisgötu 8-10 oþin alla virka daga frá kl. 10-12 og 14-17. Reikningar verða afgreiddir á þriðjudögum frá kl. 10-12. Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Línumenn — Línumenn Aðalfundur félags íslenskra línumanna verður hald- inn laugardaginn 10. október kl. 13.00 í Félagsmið- stöðinni Háaleitisbraut 68. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjaramálin 3. Kosning fulltrúa á 9. þing R.S.Í. 4. Önnur mál. Stjórnin. Tilboð Óskast i eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðju- daginn 06. okt. 1987 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundfr Arg. 1 stk. Mitsubisht Pajero Turbo 4x4 diesel 1984 1 stk. Daihatsu Taft 4x4 diesel 1982 1 stk. GMC pic-up m/húsi 4x4 diesel 1977 1 stk. Toyota Land Cruser 4x4 (skemmdur)diesel 1984 1 stk. Toyota Land Cruser 4x4 diesel 1982 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1984 4 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1980—82 2 stk. Mitsubishi L-200 pic-up 4x4 bensin 1981—82 2 stk. Subaru 1800 pic up 4x4 bensín 1981—83 1 stk Peugot 505 station bensín 1983 1 stk. Mazda 929 station bensín 1982 1 stk. Lada 1500 station bensín 1982 1 stk. VW Double cab diesel 1983 2 stk. Toyota Hi Ace sendibifr. bensín 1982 2 stk. Ford Econoline E-150 sendibifr. bensín 1979—80 1 stk. Dodge Sportman B200 7 farþ. bensín 1979 1 stk. Chevy Van sendibifr. bensín 1979 1 stk. Moskvitch IJ 2715 sendibifr. bensín 1981 1 stk. Chevrolet Suburban 8 farþ. bensín 1979 1 stk. Volvo N 87 fólks- og vörub. 10 f. diesel 1966 Til sýnis hjá Vegageró ríkisins Grafarvogi. 1 stk. Veghefill Caterpillar 12-E ógangf. 1963 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri. 1 stk. Vélskófla Bröyt X-2 1963 Tilboðin verðaopnuð samadag kl. 16:30 aö viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast við- unandi. am INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS Borgartuni 7, simi 25844 - m 1 i f91 REYKJÞNÍKURBORG 191 'T Aautew Stöcáir Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsfólk óskast í eftirtalin störf: Hjúkrunarfræðinga, á næturvaktir. Allskonar vakta- munstur koma til greina, á 60% næturvaktir eru greidd deildarstjóralaun. Sjúkraliðar Þettaerorðsending frá félögum ykkar á Droplaugar- stöðum. Okkur langartil að bendaykkur á að hingað vantarsjúkraliða, til starfa. Hérermjög góð vinnuað- staða, skemmtilegt umhverfi, góður starfsandi og staðurinn er miðsvæðis í borginni. Hvernig væri að koma og skoða? Upplýsingar gefur forstöðumaður í sima 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. H1 REYKJKSIIKURBORG 'I' Aeuc&vi Sfádun, Seljahlíö, dvalarheimili aldraðra Staða forstöðumanns mötuneytis Seljahlíðar er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi sé mat- reiðslumaður með meistararéttindi. Einnig vantar ófaglært starfsfólk í eldhús. Nánari upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður í síma 73633 milli kl. 9-12 virkadaga. Umsóknarfresturertil 19. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. m REYKJKSIÍKURBORG 111 k .<*•». k______________________k >■—> k **>»*•>»•< k ** Aau&an Stödun MT Ártúnsholt Á nýtt dagvistarheimili, sem opnar innan skamms vantar fóstrur og annað uppeldislega menntað fólk. Um er að ræða störf á 17 barna dagheimilisdeild og blandaðri leikskóladeild e.h. Er ekki einhver sem hefur áhuga á að vera með frá upphafi að byggja upp nýtt dagvistarheimili. Sláið á þráðinn og kynnið ykkur málin. Upplýsingar í síma 673199. Aiílf RÍKISÚJVARPIÐ Samkeppni um minningaþæt h, í ið Ríkisútvarpið efnir til samkeppni um þætti um efni sem tengist hlutdeild íslensku þjóðlífi á fyrri tíð. Um er að minningar frá árdögum útvarpsins, um einstaka útvarpsmenn, eftirminnilega atburði sem útvarpi tengjastog almenn not fólks af útvarpk^toeðan það var einstæður fjölmiðill í sinni^B Heimilt er að fá til skrásetjara sem riti id&r eftir frásögn sögumanns. Tvenn verðlaun veroWwtt, 40 og 20 þúsund krónur, auk óskertra höfunOerlauna, en Ríkisútvarpið áskilur sér flutningsrétt á þeim þáttum sem það kýs. Þættirnir skulu ekki vera lengri en 10—12 síður vélritaðar. Handritum sé skilað til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík í síðasta lagi 1. febrúar á næsta ári, merkt Útvarpsminningar. i*cfy ✓ R/K/SUTVARP/Ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.