Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 3. október 1987 17 Er ekki upplagt að hafa dálk í blaðinu, þar sem komið er til móts við óskir lesenda. Öll- um liggur eitthvað á hjarta. Og margir liggja á einhverju hjartans máli, sem ekki hefur fengist svar við. Er þá nokk- uð eðlilegra en leita svara á þessari síðu laugardagsblaðs Alþýðublaðsins: SPURT OG SVARAÐ. Skrifaðu okkur eða hringdu i sima 681866 (91). Heimilis- fangið er: Alþýðublaðið — laugardagur — Ármúla 38, 108 Reykjavík. Við ýtum úr vör með sþurn- ingu um hjúskap — eða öllu heldur hjúskaparslit — og leitum svara við henni. Kona sem stendur í skiln- aði spyr, hvernig mál gangi fyrir sig í kerfinu, frá því að annar hvor aðili hefur farið fram á skilnað að borði og sæng. Sifjadeild dómsmálaráðu- neytisins fer með umboð ráðuneytis og gefur út skiln- aðarvottorð. Til þess að hægt sé að gefa út vottorð verður að liggja fyrir samkomulag um: — forræði yfir börnum og umgengnisrétt þess aðila sem ekki hefur forræði, — lífeyri maka, ef aðilar semja um slíkt fyrir þann tima, sem skilið er að borði og sæng. SMÁFRÉTTIR Besti sjávarrétturinn 1987 reyndist vera „Innbakaðar fiskkökur sækonungsins". Það var a.m.k. niðurstaða dómnefndar i verðlauna- keppni sem Marska á Skaga- strönd efndi til, en úrslit voru kunngerð nýlega. Höfundur verðlaunaréttarins er Margrét Þórðardóttir Reykjavík. Staðarskáli í Hrútafirði kynnir hangið lambakjöt af nýslátruðu um þessar mundir i samvinnu við Markaðsnefnd landbúnaðarins og ferðaskrif- stofuna Ferðabæ. Matargest- um gefst ennfremur kostur á að spreyta sig á verðlauna- getraun og rneðal vinninga eru utanlandsferð og 30 kg af lambakjöti frá Jóni bónda á Skarfhóli. Mun hér vera um að ræða kjöt umfram kvóta sem honum var nýlega dæmt í undirrétti og talsvert var fjallað um í fréttum í sumar. Vetrarstarf aldraðra er nú hafið á átta stöðum ( Reykjavík. Starfið er nánar kynnt í fréttabréfi sem öllum ellilífeyrisþegum í borginni hefur verið sent. Meðal ann- ars er fjölbreytt námskeiða- hald á dagskrá félagsmið- stöðvanna í vetur og ellilífeyr- isþegar geta þar menntað sig f smiðum, teikningu og ensku svo nokkuð sé nefnt. Til viðbótar við þær átta fé- lagsmiðstöðvar aldraðra sem nú eru í notkun, er sú níunda væntanleg i gagnið seint í þessurn mánuði. Þessi nýja félagsmiðstöð verður til húsa í Bólstaðarhlíð 43. ^^purt og svarað Þá verður og að vera geng- ið frá: — eignaskiptum, og — meðlagi. Ráðuneyti gefur ekki út skilnaðarvottorð fyrr en sam- komulag liggur fyrir um fram- angreind atriði. Flestir leita til lögfræðings til að ganga frá sínum mál- um. Langur tími getur liðið frá samvistarslitum og þar til skilnaðarvottorð liggur fyrir. Einkum getur dregist á lang- inn, ef deilur eru um forræði yfir börnum. Þá verða barna- verndarnefndir viðkomandi sveitarfélags að fjalla um og komast að niðurstöðu. Með- albiðtími hjá nefndum er ekki ósennilegur V? ár, og er það mörgum óskiljanlega langur tími. Að sögn starfsmanna félags- málastofnunar á höfuðborg- arsvæðinu er fyrst og fremst um að kenna manneklu á stofnunum. Meðan umsögn barnavernd- arnefndar liggur ekki fyrir, getur annar aðili að því er virðist, neitað að ganga að óskum eða kröfum hins aðila. Getur sá hinn sami lát- ið lita út sem um sambúð sé enn um að ræða (þó að aðilar hafi sannanlega slitið sam- vistir). Konur sem í langflestum til- vikum hafa lægri tekjur en karlarnir, hafa að því er best verður séð, orðið undir í þessum málum. Um það höf- um við vitnisburði til stað- festu. Kona sem hafði sam- band við okkur fannst að það ætti að vera einhver hlutlaus aðili í kerfinu, sem hægt væri að leita til, þegar skiln- aður er eini útgangur. Rakti hún dæmi um það að konur hafi gefist upp á lögfræðing- um ... Önnur kona furðaði sig á því, að ekki væri stofn- aður þrýstihópur þeirra sem verða útundan í málum af þessu tagi. Úti i kuldanum eru blessuð börnin, sagði hún. 5uður\/eri og Hraunbergi mm Ertu í góðu formi? Þarftu að fara í megrun? /iltir fírrrrm/l ogm^Z^z ilturótógaii tímWpWp 31 er flá iHU 'inn Wkþlqk LÍKAM5IVEKT OG MEGKUH Fyrir honur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. 2.KERFI FRAMHALD5FLOKKAR Lokaðir flokkar. Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. 3.KERFI RÓLEGIR TIMAR Fyrir eldri konur, eða þær sem þurfa að fara varlega 4.RERFI MEGRUHARFLOKKAR aukaknom 5.RERFI FYRIR UHGAR OG HRE55AR Teygju - þrek - jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu. ttýjar perur í öllum fömþum ávallt ífararbroddi Morgun-, dag-og kvQldtímar - Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.