Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 3. október 1987 ókmenntir Magnea J. Matthiasdóttir skrifar Rithöfundar sem borga sig Allir þeir, sem einhvern tíma hafa fengist við skáldskap og skriftir með stjörnur í augunum og í þeirri von aö geta um síðir skrimt nokkurn veginn af starfanum, hljóta að hafa átt and- vökustundir yfir íslenskri tungu og málkennd, eða að minnsta kosti hald- ið stutta tölu um það efni á áttunda glasi og góðri stund. Og ekki að undra: áðurnefnt er að góðra manna mati á leiðinni til húrrandi helvítis með tilkomu myndbanda og mötunar á öllum sviðum. Blessuð börnin vaxa úr grasi allt að því ómálga á móður- málið, spila tölvuspil öllum vöku- stundum og hvæsa „fökk jú“ milli samanbitinna tannanna þegar illa gengur eða kennararæfillinn reynir með blíðmælgi að fá þau til að leggja á minnið einhverja perluna úr menn- ingararfinum: „En Gunnarvildi heldur biða hel en hætta að ganga í stutt- buxum með röndum.“ Ættjarðarljóðin hafa hvort eð er tapað öllum tilgangi og samhengi og ekki annað en páfa- gaukalærdómur sem hver er fegnastur að gleyma undireins og skólanum lýk- ur og prófskírteinið er komið upp á vasann, nema þá auðvitað sérvitringar sem kunna ekki að greina á milli þessa heims gæða og annars og leggja fyrir sig íslensku og bókmennt- ir eða jafnvel skáldskap meö fyrr- greindar stjörnur í augunum og enga von til að hagnast nokkru sinni eða Millispil (Intermezzo) heitir bandar- ísk kvikmynd sem sýnd verður í sjón- varpinu i kvöld, laugardag kl. 23.10. í myndinni leika tvær stórstjörnur fjórða og fimmta áratugarins, Ingrid Bergman og Leslie Howard. Inter- mezzo er frá árinu 1939 og I leikstjórn Gregory Ratoff. Myndin fjallar um giftan fiðluleikara (Leslie Howard) sem verður yfir sig ástfanginn af píanókennara dóttur sinnar. Hinn ungi píanókennari (Ingrid Bergman) svarar tilfinningum fiðluleik- arans en þau verða fyrst um sinn að fara dult með tilfinningar sínar. Að lokum taka þau saman opinberlega og ferðast um heiminn og halda hljóm- leika. En hið nýja llf verður þó fiðlu- leikaranum ofviða og söknuður hans til dóttur sinnar og fyrra fjölskyldulifs togar stöðugt í hann og truflar hann i hinu nýja lífi. Lék tvisvar í sömu myndinni Intermezzo er fyrsta kvikmynd Ingr- id Bergman í Bandaríkjunum. Það er ennfremur eftirtektarvert hve ung hún er í myndinni. Hollywood-jöfrarnir höfðu tekið eftir henni í sænskri mynd sem hét einmitt Intermezzo — gerð 1936 og í leikstjórn Gustav Mo- lander — og féllu bókstaflega í stafi þegar þeir sáu þessa yndisfögru leik- konu með persónutöfrana. Og eins og Ameríkana er siður keyptu þeir hand- ritiö og réttinn að kvikmyndinni, fluttu Ingrid Bergman til Hollywood og kvik- mynduðu Irrtermezzo upp á nýtt og i þetta skipti á ensku. eignast skuldlausa kjallaraholu. Aðrir og veraldlega vitrari komast illa eða ekki skrifandi og talandi til metorða og áhrifa og veggfóðra með ólesnum bókmenntaarfinum í dynastystofunni. Æjá, mikil er sú mæða, stynja menntamálaráðherrar og aðrir íslenskuvinir daprir á svip og sjá enga leið til úrbóta nema skikka sjónmiðl- ana til textaþýðingar sem eins konar menningarvarnar. En Jón borgari lætur sér ekki segj- ast, hvað sem menningarvitarnir tauta og raula. Af brjóstviti sínu veit hann, að ekkert er þess virði að fást við það nema þaö sé launað (helst vel og skattfrjálst) og fráleitt að sitja öllum stundum við óarðbærar skriftir og textadútl þegar miklu er nær að semja eitthvað „sem fólk vill lesa,“ undan- skiliö auðmelta sögu með réttum spennupunktum eins og í góðum sjónvarpsmyndum og kókauglýsing- um, og hætta allri blóðtöku úr al- menningi þessa lands sem streitist við myrkranna i milli að hafa í sig og á samkvæmt nýjustu skilgreiningu um nauðþurftir. Bókmenntunum er svo hægt að sinna á sérlegum hátíðum þar sem boðið er erlendum skraut- fuglum að laða þá að sem ekki myndu nenna að fara langa leið til að hlusta á Thor og Guðberg, Pétur Gunn, Einar- ana og Jakobínu, nema auðvitað væri það gulltryggt að Guðbergur sé i Hitler lét myröa Howard Mótleikari Ingrid Bergman í sænsku myndinni hét Gösta Ekman, frægur sænskur leikari og leikstjóri. Þegar Intermezzo var endurgerð ári síðar í Ameriku, valdi leikstjórinn breskan leikara í hlutverk fiðluleikarans, og það engan minni mann en Leslie How- ard sem þekktur var fyrir kvikmyndir á borð við Á hverfanda hveli (Gone with the Wind). Howard er ótiemjulikur Gösta Ekman í útliti, en ekki skal það „skammaskapinu“ og segði andans mönnum að halda kjafti og fara heim í misskilinni samstöðu með alþýðu landsins og íslenskri tungu. Bókmenntahátíðir eru auðvitað gott og blessað fyrirbæri og ánægjulegt að fylgjast með þeim, ekki síður en það er að fara í kirkju á jólunum: skemmtilegt til hátíðabrigða og „upp- lífgandi" en ekkert sem ætti að kom- ast upp í vana. Þær eru nefnilega ekki arðbærar, að minnsta kosti ekki með- an á þær er boðið höfundum á borð við Kaari Utrio, Tor Obrestad og Rauni-Magga Lukkari (og ekkert slæmt um þau að segja, nema síður sé) sem fulltrúum frá Norðurlöndum, auk allra hinna Skandinavanna sem enginn les eða skilur (hvað þá þýðir eða gefur út). Fyrir valinu á slíkar há- tíðir ættu þó ekki endilega að verða „góðir kjaftaskar og vondir rithöfund- ar,“ svo vitnað sé í Guðberg ég hætti á gæsalappir þó tilvitnunin sé kannski ekki hárnákvæmt orðuð), heldur höf- undar sem eru í hvað mestum metum hjá þjóðinni: þ.e.a.s. Margit Sandemo, Louis Masterson og Sven Hassel og lengra komnir gestir t.d. Judith Krantz og P.D. James, sem eru blessunarlega farnar að koma þýddar í handhægri vasabrotsútgáfu og aðgengilegar öll- um í lestri sem sjónvarpi. Umræðurnar og fyrirlestrarnir yrðu ekki af lakara taginu. Sandemo og staðhæft hvort að leikstjórinn Greg- ory Ratoff hafi tekið mið af því er hann valdi Howard í hlutverkið. Leslie Howard lék ávallt tilfinninga- næma, listræna og fágaðar persónur sem unnu gáfum og góðum listum. Hann var mikið i uppáhaldi hjá veikara kyninu og reyndar frægur Shake- speare-leikari. Leslie Howard lék í all- mörgum þekktum kvikmyndum, þar á meðal Rauöa akurliljan (The Scarlet Pimpernel) sem gerð var f strlðsbyrj- Krantz gætu sem best borið saman reynslu sína af sögusviði aftur í öld- um (ísfólkið) og í uppasamfélagi nú- tímans (Ég tek Manhattan) og Master- son og Hassel hina hörðu lífsbaráttu kúrekahetju (Morgan Kane) annars vegar og aðpkiljanlegra stríðshetja hins vegar. íslensku fulltrúarnir læsu þá upp úr innlendum metsölubókum, opinskáar lífsjátningar athafnamanna sem „láta allt flakka,“ öllum til yndis og ánægju og vegna mikillar reynslu af að greiða úr flækjum gæti P.D. James svo túlkað niðurstöður og ár- angur hátíðarinnar. Þessi stutti nafnalisti er tíndur sam- an í flýti og án mikillar íhugunar, þvi pistilhöfundur fylgist sorglega lítið með metsölu á hverjum tíma, enda gegnsýrður af aumingjahugsunar- hætti (og nú vitna ég i nafnlaust lesendabréf) svonefndrar ’68-kynslóð- ar um að menningu og listir beri að styrkja og ekki telja arð af slíkri iðkan endilega i krónum og aurum (þó eitt- hvað rámi mig í að bókaútgáfa skili drýgri skilding í ríkiskassann ár hvert en úr honum rennur til höfunda). Ef- laust eru aðrir færari um að safna saman völdum hópi höfunda „sem borga sig“ og leiða fyrir landslýð í anda hinnar nýju menningarviðmiðun- ar. Kannski taka menn sér þá frí úr vinnu til að fylgjast með. un. Myndin umbreytti sögunni um rauðu akurliljuna sem fjallar um ævin- týramann sem bjargar frönskum að- alsmönnum til Bretlands undan fallexi byltingarmanna I frönsku stjórnarbylt- ingunni. Kvikmynd Howards fjallaði um breskan vísindamann sem bjarg- aði þýskum gyðingum, einkum vís- indamönnum, út úr Þýskalandi nas- ista. Leslie Howard lék vísindamann sem ferðast um Þýskaland með há- skólanemum sínum undir því yfirskyni að vera prófessor en smyglar gyðing- um á laun úr landinu. Vel gerð mynd og spennandi og full af bröndurum um nasista. Hitler er sagður hafa ærst þegar hann sá myndina, enda var hún bönnuð í Þýskalandi öll stríðsárin. Nokkru síöar var farþegaflugvél, sem Leslie Howard var um borð i skotin óvænt niður af þýskri orrustuvél, og er því enn haldið fram að það hafi veriö bein skipun frá Hitler að eyða hinum hættulega leikara Leslie Howard með þessum hætti. Allir farþegar vélarinn- ar fórust i árásinni. En þótt að Leslie Howard hafi ekki náð að gera margar kvikmyndir telst hann sannarlega í hópi sígildra kvik- myndaleikara. Samleikur hans og Ingr- id Bergman er ógleymanlegur í Inter- mezzo. Takið sérstaklega eftir atriðinu þegar þau fella fyrst saman hugi er þau leika óvænt saman lagstúf fyrir píanó og fiölu i einkasamkvæmi á heimili fiðluleikarans. Iirtermezzo, laugardag, kl. 23.10 Leslie Howard og Ingrid Bergman horfa djúpt í augu hvors annars í Intermezzo. Þau sýna frá- bæran samleik, bæði sem leikarar og á fiðlu og pianó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.