Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. október 1987 19 SMÁFRÉTTIR Enn fjölgar bílunum! Ekkert lát e,r á bílafjölgun landsmanna. í september skráði Bifreiðaeftirlitið 1580 nýja bíla og stór bifhjól, sam- kvæmt fréttatilkynningu í gær. Á fyrstu 9 mánuðum ársins eru nýjir bílar nærri 18 þúsund talsins. Til samanburðar við þessa tölu má nefna að nýskráning- ar allt árið 1986 voru innan við 16 þúsund. Það var þó einmitt í fyrra sem bílainn- flutningurinn sló öll met, eft- ir að tollar voru lækkaðir af bilum í kjölfar kjarasamning- anna í febrúar. Bílainnflutningur stefnir greinilega yfir 20 þúsund fyr- ir lok ársins, ef ekki dregur þeim mun meira úr honum þá þrjá mánuði sem enn lifa eftir af árinu. U.N.M. í Osló 1988 Stjóm U.N.M. á íslandi ósk- ar eftir vérkum til flutnings á næstu U.N.M. hátíð í Osló dagana 14.—21. ágúst 1988. Valin verða sex íslensk verk til flutnings á hátíðinni og verða greiddar ferðir og gist- ing fyrir þau tónskáld sem fyrir valinu verða. Það skal tekið fram að aðeins verða valin verk eftir þau tónskáld sem eru fædd árið 1958 eða síðar og geta verið virkir þátt- takendur í hátíðinni. Tekið er við hverskonar verkum; hljómsveitar-, kamm- er-, raf- eða einleiksverkum og er sérstök ástæða til að benda á það að Dómkórinn í Osló verður meðal þátttak- enda og eru kórverk því vel þegin. Skilafrestur er til 1. janúar 1988 og skulu tónverkin send til: U.N.M. c/o Tónskáldafélag íslands Laufásvegi 40 101 Reykjavík Nánari upplýsingar gefa þau Mist Þorkelsdóttir í síma (91)-656586 og Ríkharður Frið- riksson i síma (91)-688943. Áhyggjur af þyrlu Landhelgisgæslunnar Stjóm Slysavarnafélagsins hélt nýverið fund þar sem fram komu meðal annars áhyggjur vegna þess að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki alltaf tiltæk til leitar- og björgunarstarfa að mati fé- lagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun í þessu sambandi: „Fundur stjórnar Slysa- varnafélags íslands og um- dæmisstjóra björgunarsveita félagsins, haldinn 26. og 27. september 1987, lýsir áhyggj- um sinum af því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF— SIF, skuli ekki ætið vera til- tæk til leitar- og björgunar- starfa. Beinir fundurinn því til stjórnvalda, að séð verði til þess að hérverði breyting á og að þetta mikilvæga björg- unartæki verði jafnan tiltækt þegar þörf krefur. Jafnframt ítrekar fundurinn fyrri ályktanir landsþinga og aðalfunda S.V.F.Í. um að hug- að verði að kaupum á stærri og fullkomnari þyrlu til við- bótar þeim, sem fyrir eru.“ Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Reykjavík- urhafnar, óskar eftir tilboðum í framleiðslu á steypt- um staurum undir sporbita fyrir gámakrana á Kleppsbakka. Um er að ræða: Framleiðslu á 134 steyptum staurum, 12 til 17.5 m löngi^i. Áætlað steypumagn er 245 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. október n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við að innrétta baðstofur og fl. í eldra húsi Sundlaugar Vesturbæjar í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 27. október kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholt 878 — 101 Reykjavik Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkju- deildar Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á leiktækjum á ýmsum gæsluvöllum og dagvistarheimilum í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 27. október n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik Auglýsing Frá afgreiðslunefnd vegna styrkveitinga til bif- reiðakaupa. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Tryggingastofn- un ríkisins og hjá umboðsmönnum Trygginga- stofnunar ríkisins um allt land. Einnig í heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Umsóknum skal skilað til greiðsludeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins fyrir 31. október 1987. Afgreiðslunefnd V/ veitinga í notalegu umhverfi Okkar er ánægjan að bjóða yður til borðs í sérstœðu umhverfi í hjarta borgarinnar, þar sem þér njótið þjónustu og góðra veitinga. Sérstakur morgunverðarseðill er frá kl. 9:30 - 11:00 og síðdegis eru á boðstólum kaffiveitingar auk smá- rétta. í hádegi og á kvöldin bjóðum við Ijúffengar máltíðir, þ.á m. fjölbreytta sjávarrétti sem eru okkar stolt. Bankastræti 2 Sími 14430 Opið 9.30—23.30 Leigjum út veislusalinn Litlu-Brekku x

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.