Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 3. október 1987 MPYÐUBIMÐ Sfmi: 681866 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson. Blaðamenn: Ingibjörg Árnadóttirog Kristján Þorvaldsson. Umsjónarmaóur helgarblaðs: Þorlákur Helgason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttirj Eva Guömundsdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heióur Þorsteinsdóttir og Guölaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Enn vex Alþýðublaðið Alþýðublaðið heldur áfram að vaxa og taka á sig nýjan svip. í vor var útliti blaðsins breytt og meðal annars hann- aður nýr haus á blaðið. Helgarútgáfa blaðsins var efld og efnisvalið gert fjölbreyttara. í leiðara Alþýðublaðsins þ. 14. apríl s.l. sem fylgdi endurbættu blaði úr hlaði, sagði með- al annars: „Þessar breytingar á Alþýðublaðinu er liður í átaki að skipa blaðinu aftur á tilhlýðilegan sess meðal dagblaða á íslandi en á undanförnum árum hefur útgáfa blaðsins verið í láginni og hefur það varla farið framhjá lesendum og almenningi." í sama leiðara gaf einnig að lesa: „Útgáfa Alþýðublaðsins verður ekki bætt og aukin á einni nóttu. Breytingarnar munu standa fram eftir sumri og vonum við að endurbætt útgáfa Alþýðublaðsins mæl- ist vel fyrir hjá lesendum blaðsins." Lesendurblaðsins hafatekið breytingunum áblaðinu vel og við teljum okkur hafa fengið góðan hljómgrunn meðal almennings og samkeppnisfélaga okkar. Nú er hins vegar komið að næsta skrefi í uppbyggingu blaðsins.í dag kem- ur nýtt og endurbætt helgarblað Alþýðublaðsins fyrir sjónir lesenda. Helgarblaðið verður framvegis gefið út reglulega á laugardögum, 24 síður að stærð og mun leit- ast við að veita lesendum alhliða upplýsingu, fræðslu, skemmtun og umhugsun. Meginmálsletri Alþýðublaðs- ins hefur verið breytt, svo og öllum gerðum fyrirsagna, og dálkastrik tekin upp. Við höfum með öðrum orðum teikn- að útlit Alþýðublaðsins upp á nýtt. Ráðinn hefur verið sér- stakur umsjónarmaður að helgarblaði Alþýðublaðsins, Þorlákur Helgason og býður Alþýðublaðið hann velkom- inn til starfa. En við ætlum ekki að láta staðar numið við myndarlegt helgarblað. Strax eftir helgi stækkum við Alþýðublaðið um helming — úr fjórum síðum í átta, jafnframt sem við stóraukum við okkur lesefni og stórfjölgum föstum penn- um Alþýðublaðsins. Mörgfftm finnst ef til vill átta síður harla lítil lesning þegar dagblað er annars vegar. Við telj- um hins vegar að búa megi til vandað og hnitmiðað átta siðna dagblað; og sjáum reyndar þann kost við slíkt blað að það þreytir ekki lesendur sínar á tilgangslausu fletti gegnum auglýsingar og froðudálka. Alþýðublaðið mun leggja metnað í að koma fréttum og fréttaskýringum svo og baksviði þjóðlífs umbúðarlaust til lesandans. Það er engin tilviljun að við höfum valið slagorðið: Alþýðublaðið — beint að kjarnanum. Jafnframt þvl sem við höfum breytt blaðinu, stækkað það og eflt, förum við nú með afurðina út á markaðinn í meira mæli en hingað til hefur tlðkast. Alþýðublaðið hefur und- anfarin ár verið aðeins fáanlegt f áskrift að einstaka sölu- stað undanskildum. Frá og með þessari helgi verður Al- þýðublaðið fáanlegt í lausasölu áöllum blaðsölustöðum landsins, alla daga vikunnar auk þess sem blaðið er að sjálfsögðu selt í áskrift. Umræddum leiðara þ. 14. apríl s.l. lauk með eftirfarandi orðum: „Þær breytingar sem unnið er að, miða fyrst og fremst að því að gera blaðið aðgengi- legra, áhugaverðaraog skemmtilegrafyrir lesendurna, því það er kaupendum blaðsins sem ritstjórnin á fyrst og f remst að þjóna. Þess vegna vonum við að lesendur okkar taki breytingunum á Alþýðublaðinu með jákvæðu hugar- fari og hjálþi okkur með ábendingum og skrifum til að stuðla að bættu og efnisrikara blaði.“ Þessi orð eiga enn við. ÖNNUR SJÓNA RMIÐ EINN slyngasti stjórnmála- maður landsins, Steingrímur Hermannsson, forsætis ..., fyrirgefiö, utanríkisráöherra, er ómyrkur I máli þessa dag- ana. Steingrímur er farinn aö boöa utanríkisstefnu íslend- inga meö þeim hætti aö eftir er tekið, alla vega á íslandi. Ljóst er af yfirlýsingum Steingríms síóustu daga og vikur aö gamla utanríkis- stefnan hans Geirs Hall- grimssonar sem ráóið hefur ferðinni síöan Geir steig úr stóli utanríkisráðherra, er nú úr sögunni. Ekkert meira kanadekur og hjáseta á Sam- einuðu þjóðunum. Aldrei aft- ur aö biða eftir því hvernig hin Norðurlöndin greiða at- kvæði og síðan að gera slikt •hið sama. Nei, Steingrímur vill hysja upp sjálfsvirðingu íslendinga á alþjóðaþingum og það er vel i sjálfu sér. Sér- staklega er það gott fyrir Steingrím og Framsóknar- flokkinn, því þetta er pólitík sem landinn kann að meta. í Tímanum í gær er vitnað i ræðu Steingrfms sem hann hélt í vikunni á hádegisverð- arfundi hjá Landssambandi framsóknarkvenna. Stein- grimur sagði meðal annars: „Ég sætti mig ekki við það að Isiendingar sitji hjá við til- lögu sem komið hefur fram frá Svíum og Mexíkönum á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um svokallaöa frystingu kjarnorkuvopna, sem er i raun bann við tilraunum með kjarnorkuvopn." Og Stein- grimur lætur ekki þar við sitja: „Ég er þeirrar skoðunar að smáriki eigi ekki aðeins rétt á að reyna að hafa þau áhrif og afskipti af alþjóða- málum sem það getur, heldur beri því í raun skylda til þess.“ Steingrímur vill að rödd íslands heyrist í sem flestum alþjóðamálum, að við eigum ekkert að fallast sjálfkrafa á það álit sem vinir okkar hafa á ýmsum málum, að við eigum þó að vera áfram í Atlantshafsbandalag- inu og eigum að vera fylgj- andi frjálsri alþjóðaverslun. Nú verður spennandi að fylgj- ast með Steingrimi á þingi Sameinuðu þjóðanna I fram- tiðinni. Mun hann nota skó- inn eins og Krúsjoff forðum? Hvað gera stóru Ijónin og tígrisdýrin þegar hvutti frá ís- landi geltir voffvoff? Ef les- endur vilja fræðast nánar um sjónarmið Steingrims Her- mannssonar er þeim bent á að fletta upp á blaðsíðu 40 í Alþýðublaöinu í dag þar sem birt er ítarlegt viðtal við utan- ríkisráðherrann. ÞAÐ er mikil og góð mór- ölsk visbending til ríkis- stjórnarinnar að lesa Tfmann í gær. Þar stendur stórum stöfum að hundar og kettir búi saman í dýraspítalanum Kattholti. Upphaflega var nefnilega gert ráð fyrir þvi að Kattholt hýsti einungis ketti eins og nafnið bendir reyndar til. En líkt og í rikisstjórnar- mynduninni, þegar Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hlutu ekki at- kvæðastyrk til að mynda ein- ir ríkisstjörn, varð að hleypa hundunum einnig inn, því hundar þurfa einnig geymslu og aðstöðu til meðhöndlunar. Þau sjónarmið ríkja á Katt- holti að kettir geti vel búið þétt upp við hunda og dýra- læknar sem leitað hefur verið álits hjá, telja engin vand- kvæði á slíkri sambúð og eru mjög hlynntir þessari hug- mynd. Kattavinir verða hins vegar að átta sig á að hundar gelta og eru þurftafrekir á mat. En allflestir eru góðir fjárhundar. ÓTRÚLEGUSTU menn eru orðnir að framsóknar- mönnum. Þannig er að sjá að Haraldur Blöndal, lögfræð- ingur, gamall og gegn fylgis- maður Sjálfstæðisflokksins, sé genginn yfir til Steingríms og kó. Haraldur skrifar grein í DV i gær, þar sem hann skammar Sjálfstæðisflokkinn og þó einkum ritstjóra Morg- unblaðsins fyrir aumingja- skap í hvalamálinu og tepru- skap gegn aðalandstæðingi fslenska lýðveldisins þessa KjaHariim Haraldur Blöndal ^ lögfræðingur Er Haraldur Blöndal genginn i Framsókn? Steingrímur: Voffvoff á Sameinuðu þjóðunum? „Hvalireru greindari en margir Bandaríkjamenn, skrif- ar lögfræðingurinn og eru nú menn hættir að skilja hvað snýr upp og hvað niðu-“ Har- aldur lofar einnig Steingrím Hermannsson i hástert og rómar þjóðlegt stolt hans en niðir skóinn af Sjálfstæðis- mönnum fyrir að ganga ekki lengur uppréttir: „Sjálfstæð- ismenn hafa vanist því að for- ystumenn flokksins gangi uppréttir og sjálfstæðismenn skiljaekki hvað mönnum gengur til sem tilbúnir eru að fórna öllu ef varnarliðið er annars vegar.“ En klikkjum út með lýsingu lögfræðingsins á meintum tvískinnungs- hætti Bandaríkjamanna. Klausan er reyndar á við þrjár Keflavikurgöngur: „Tvískinnungsháttur Bandarikjanna er svo öllum Ijós. Þeir hafa barist fyrir því að eski- móar i Alaska fái að drepa gráhval, en sú hvalategund er í hvað mestri útrýmingar- hættu. Þetta hafa þeir fengið m.a. með stuðn- ingi fylgiríkja sinna í Alþjóða hvalveiðiráð- inu. Þetta er byggt á því að verið sé að vernda þjóðlega menn- ingu. Eskimóarnir þurfa ekkert á þessum veið- um að halda — það eru veiddir of margir hvalir og þegar vertíðin hefst koma eskimóarnir í skinnfötum og láta Ijósmynda sig og drepa siðan hvalina á fornan hátt með sveðjum og lagvopnum. Eftir veið- arnar fara eskimóar sið- an aftur f gallabuxurnar sinar og aka brott í amerlskum köggum og drekka budweiser en Ijósmyndarar geta ekki haldið vatni yfir vernd- un þjóölegs arfs.“ Alþýðublaðið 25 þúsund eintök um helgar Átta síður daglega og kemur beint að kjarnanum Frá og með deginum í dag kemur helgarblað Alþýðu- blaðsins út i 24 siðum á hverjum laugardegi og að sjálfsögðu sprengfullt af góðu og skemmtilegu les- efni. Helgarblað Alþýðublaðs- ins er prentað ( 25 þúsund eintökum, dreift til áskrif- enda og selt í söluturnum um land allt. Auk þess mun standa yfir sérstök kynning- ardreifing næstu vikurnar, og blaðið borið í einstök hverfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Jafnframt því sem að Al- þýðublaðinu vex fiskur um hrygg á laugardögum, stækk- ar Alþýðublaðið um helming á virkum dögum, úr 4 síðum í 8. Fyrsta tölublað í nýju formi kemur út þriðjudaginn 5. október og verður Alþýðu- blaðið frá og með helginni í sölu í söluturnum um land allt, alla daga vikunnar. Við vonum að nýtt og betra Al- þýðublað fái góðar viðtökur á markaði. Við trúum þvi að hægt sé að gefa út vandað og meitlað dagblað án þess að eyða tíma lesenda um of í að fletta sig þreytta í leit að efni. Alþýðublaðið er blað- ið sem kemur beint að kjarn- anum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.