Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 3. október 1987 kotmarkið Viðtal: Þorlákur Helgason STEINGRÍMUR HERMANNSSON: Passið ykkur á stórveldunum t — í stjórnarsáttmála rikis- stjórnarinnar segir: „Sam- vinna viö þróunarlönd verður aukin í anda samþykkta Sam- einuöu þjóðanna um þróunar- aðstoð.“ Má búast viö stór- auknum framlögum, þar sem við erum víðs fjarri þessum samþykktum S.Þ. í dag? „Þetta er eitt af þeim mál- um sem ég hef sagt í ríkis- stjórninni að annað hvort eig- um við að hætta þessu eða reyna að gera þetta sæmi- lega myndarlega. Því miður standa fjármál ríkisins þann- ig núna, að við erum að mínu mati nær því að hætta þessu.“ — Hvað muntu gera, ef menn taka nú undir þessa skoðun þína og bera fram til- lögu um að hætta aðstoö- inni. „Þá verðum við að auka tekjur ríkissjóðs til að geta staðið við okkar skuldbind- ingar. Ég vil ekki auka erlend- ar skuldir vegna þessa, en ég sló því fram í fyrra að ef til vill væri rétt að spyrja þjóð- ina álits í þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál. Er hún tilbúin að leggja á sig svo sem eins fjórðungs hækkun söluskattsstigs til að aðstoða þessi lönd? Það getur vel verið að ég hreyfi þeirri tillögu aftur. Eg vil taka það fram að ég er þessari hækkun meðmæltur." — Þú hefur sagt að ekki sé um stefnubreytingu að ræða með nýjum utanríkis- ráðherra heldur sé um áherslubreytingar að ræða. Ef maður les ræðu þina á Allsherjarþinginu sem þú héist fyrir stuttu og ber hana saman við ræðu forvera þíns í fyrra, þá finnst manni að það sé ekki bara um áherslu- breytingar að ræða. Hvað viltu segja um það? „Það hafa orðið breytingar í heiminum. Til dæmis er orðið allt önnur þíða milli stórveldanna en var. Við eig- um að taka þátt í að þíða þennan klaka. Við eigum t.d. alveg tvímælalaust að greiða atkvæöi með tillögu Mexíkó og Svíþjóðar um „frystingu" kjarnorkuvopna." — Hver er afstaða þín til friðlýsingar svæða eins og hins vestnorræna á svæði ís- lands, Færeyja og Græn- lands? „Ég er hlynntur því að frið- lýsa viss svæði. Hins vegar tel ég að friðlýsing lands- svæða komi ekki að fullu gagni, því að kjarnorkuvopnin fara í hafið. Og þá vil ég segja, að þó að ég sé fylgj- andi því að Norðurlöndin verði kjarnorkuvopnalaus, þá hef ég alltaf verið á þeirri skoðun að þetta eigi að vera ákvörðun hvers lands fyrir sig.“ — Steingrímur. í ræðunni hjá S.Þ. fyrir skömmu sagðir þú m.a. að ísland muni „leggjast gegn þeim sem virða ekki fullveldi nágranna- rikja og hefja hernað og styrjaldir.“ „Þarna eru Afganistan vit- anlega mikið mál.“ — Eru fleiri dæmi? „Þetta er að gerast í Af- ríku.“ — En hvað með afskipti Bandaríkjanna? „Jú, ég var aldrei hrifin af afskiptum Bandaríkjanna i Víetnam. Og ég verð að taka undir það sem sá vísi leið- togi og gamli Kínverji, Deng Sjaó Ping sagði við mig: Passið ykkur á stórveldunum. Þau eru alltaf með puttana á vitlausum stöðum. Ég held að það sé mikið til I þessu. Stórveldunum hættir til að líta á sig sem sjálfskipað lög- regluvald. Ég tel lika að af- skipti Bandaríkjanna af hlut- um sem eru að gerast i Mið- Ameríku ákaflega varasöm. Það er mín persónulega skoðun, aó með afskiptum sínum séu Bandaríkjamenn að ýta þjóðum til kommún- isma eins og i Nígaragúa. Þarna eru að visu af rikis- stjórn landanna framin hroðaleg mannréttindabrot, og líka í Panama. Panama hefur þó verið undir verndar- væng Bandaríkjamanna. Þarna var áður lýðræöi til mikillar fyrirmyndar, en ein- ræðisstjórnin virðist njóta stuðnings Bandaríkjamanna. Það sama virðist nánast ger- ast i Chile." — Þú hefur lýst þeirri skoðun þinni að bætt sam- búð stórveldanna, muni verða til þess að þau fari að ræða önnur mál, t.d. mann- réttindamál. Fannst þú í við- ræðum þinum við Gorbatsjof í mars að hann væri inn á því? „Já, þegar við ræddum „Glasnost," lýsti ég þeirri skoðun minni að mannrétt- indi, ferðafrelsi og allt það eitt það allramikilvægasta. Hann tók þá mjög ákveðið frám að það yrði áreiðanlega sleppt fleiri föngum og sagði að ég þyrfti ekki aö hafa áhyggjur af því, bráðum yrði ferðafrelsið meira I Sovét en í Bandaríkjunum. Eins og hann tók til orða. Hvernig svo sem það verður. — Ef viö snúum okkur að innanlandsmálum. Er Útvegs- bankamálið dæmi um ágrein- ing milli hins frjálsa fjár- magns og samvinnuhreyfing- arinnar? „Ég lít svo á aö samvinnu- hreyfingin sé líka frjálst fjár- magn. Það er bara önnur leið. Þarna hafa menn kosið að bindast samtökum i félags- formi. Ég tel það alveg fárán- legt sjónarmið, að svo öflug hreyfing sem samvinnuhreyf- ingin megi ekki eiga einn meðalstóran banka.“ — Hvaða lausn viltu? „Ég taldi og tel enn að samvinnuhreyfingin hafi verið búin að kaupa bankann. Ég held að viðskiptaráðherra muni ganga erfiðlega að finna lausn eftir þeim leiðum sem hann fer.“ — Ef Jóni tekst ekki að leysa þennan hnút, heldur verði að höggva á hann, hvernig viltu þá ... „Mín skoðun er Ijós. Ef það þarf aö höggva á hnút- inn, þá var samvinnuhreyfing- in að minnsta kosti siðferðis- lega búin að kaupa bankann. Og þá á að láta hana fá hann.“ — En ef Jón afhendir samvinnumönnum bankann, óttastu þá ekki að Sjálfstæð- isflokkurinn muni slíta stjórn- arsamstarfinu? „Hann getur ekki gert það. Málið er i höndum viðskipta- ráðherra. Hann hefur valdið. Hann hefur gengið eins langt ' til samráðs og hægt er aö krefjast af nokkrum ráð- herra.“ — Þú hefur sagt aö ekki sé lengur sami ágreiningur milli launafólks og fjár- magnseigenda í þjóðfélaginu og áður. Hefurðu þá kannski ekki sama áhuga og áður á að vinstri menn sameinist? „Jú, ég hef talið það eitt mesta mein í okkar þjóðfé- lagi að vinstri- og miðflokks- menn hafi ekki sameinast." — Heidurðu ekki, Steín- grímur, að 90% af öllum Al- þýðuflokksmönnum séu þér almennt sammála? „Jú, Alþýðuflokksmenn. En að vísu hef ég ekki verið allt of hress með hægri hljóö eins og um mjög mikið frelsi fjármagnsmarkaðarins. En ég hef alltaf litið svo á að grund- vallarstefna Alþýðuflokksins væri velferðarkerfið og sam- hjálpin. Ég er hræddari við svokallaða nýkapítalista sem aöhyllast kenningar Fried-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.