Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 3. október 1987 Nútíminn er að „lyfta“ fólkinu Hin árvissu neyðaróp skólakerfisins vegna skorts á kennurum eru að mestu leyti þögnuð að sinni. Nýtt skóla- ár er hafið og skólarnir teknir til starfa — einhvern veginn. Og getum við þá ekki öll and- að léttara? Krakkarnir eru þó allar götur komnir á sinn stað í skólastofunum, svo að ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim, meðan þeir sitja þar — eða hvað? Svo er auðvitað stórum steini létt af allri þjóðinni að þurfa ekki endalaust að hlusta á harmakvein hundrað skólastjóra, fræðsluráða og nefnda auk menntamálaráðu- neytisins bara af því að kenn- ara vanti. Henni er vafalaust löngu nóg boðið að mega ekki allt sumarið I sakleysi sínu Kta svo í blað eða opna fyrir fjölmiðla Ijósvak- ans til að sjá þar eða heyra eitthvað almennilegt án þess að hellt sé yfir hana hund- leiðinlegu væli um lausar kennarastöður og kennara- skort og það i glaðasólskini, þegar allir eiga að vera í góðu skapi og áhyggjulausir. En sjaldan er ein báran stök. Það er svo sem nóg af þessu argaþrasi út af alls konar smámunum, þó að skólarnir séu vonandi þagn- aðir, þartil sömu leiðindin hefjast á ný á næsta sumri. Hvenær fáum við t.d. frið fyrir þessum þreytandi jarmi um skort á fóstrum? Aldrei — hvorki sumar né vetur. Að því leyti eru dagheimilin ennþá þrautleiðinlegri stofnanir en skólarnir. Davíð borgarstjóri er a.m.k. dauðþreyttur á þessu fóstruleysisþvargi. Hann lokar bara dagheimil- um. Og þegið þið svo! Þaö var honum líkt að láta hendur standa fram úr ermum og sussa ofurlítið á þessar hjá- róma væluskjóður, sem trufla svo neyðarlega sinfóníu vel- ferðarþjóðfélagsins. En þetta eru nú bara krakk- ar, sem þarna eiga hlut að máli f skólunum og á dagvist- arstofnunum eðaeinhvers staðar annars staöar á flæk- ingi. Blessuð börnin! Framtið þjóðarinnar! Já, að vísu, en sú framtíð kemur nú ekki öll á moraun. Den tid, den sorg. Tími er til stefnu. Eða var það ekki áður nefndur Davíð, sem kvað fóstruvandamálið leysast á næstu árum? Ekki er þó enn öll sagan sögð, því ekki tekur skárra við, þegar röðin kemur að heilbrigðisþjónustunni. Það er látlaust grátbeðið um fólk, ef ekki er bókstaflega staðið á öndinni. Þakkan/ert að fá frið til að horfa á síðustu myndirnar i sjónvarpinu á kvöldin. Vantar hjúkrunarfræðinga, vantar sjúkraliða, vantar meinatækna, vantar röntgen- tækna, vantar fólk I heimilis- þjónustu! Hvað á annars allur þessi fyrirgangur að þýða? Er ekki bara hægt að loka sjúkra- deildum þegjandi og hljóða- laust, senda sjúklingana í bólið sitt heima og hrista upp koddana á heimilum gamla fólksins einu sinni I viku, án þess það þurfi að heyrast um landið þvert og endilangt? En meðal annarra orða: Hvers vegna vantar allt þetta fólk I Stjórnargrjótiö í Svið- insvík? Nennir það ekki að vinna eða þykist það ekki hafa þarna „í sig og á?“ Hvað sagði ekki Pétur Þrí- hross, þegar karlarnir I Stjórnargrjótinu I Sviðinsvík ætluðu að stofna verkalýðs- félag: Nútiminn er ekki að hafa í sig og á. Nútíminn er að hafa flugvél til að lyfta fólkinu. Þessi spakvitru orð voru reyndar sögð fyrir 50 ár- um, þegar Pétur Þríhross var næstum því einn um það á íslandi að láta sig dreyma um flugvél. Hvað haldiði hann hefði sagt í dag? Nú eigum við ótal flugvélar og við eig- um Kringlu og við eigum Flugstöð Leifs Eiríkssonar — allt á heimsmælikvarða! Er þetta ekki nóg til að „lyfta“ fólkinu, eða vill það líka hafa „I sig og á?“ Fleiri orðum er varla eyð- andi á þetta fólk, sem ekki fæst til að vinna í Stjórnar- grjótinu. Þar á nú heldur ekki að gera neitt annað en gæta barna, kenna börnum og hjúkra sjúkum. Og hvað ætli líka að fáist fyrir svo löður- mannlegt tútl! Við skulum þvl heldur snúa okkur að alvörunni. Fólk vantar nefnilega I fisk- vinnsluna líka, og þá erum við loks komin að alvarlegu vandamáli. Hvað skeður, ef frystihúsin verða að loka eða ef þau fara á hausinn af því að ekki fáist fólk til að vinna þorskinn upp úr sjónum í verðmæta útflutningsvöru? Hvar á þá að fá gjaldeyri til að borga allar erlendu skuld- irnar, til að greiöa erlendan kostnað af byggingu Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og Kringlunnar og til að kaupa alla þessa forstjórabíla? Enda þótt þessir bílar séu keyptir meö láns- og leigu- kjörum og þar að auki frá- dráttarbærir í skatti, (óþekkt fyrirbæri i Stjórnargrjótinu) þá hlýtur samt að þurfa að borga þá einhvern veginn og einhvern tímann. Fleira þurfum við auðvitað að kaupa og borga með gjaldeyristekjunum af fisk- afurðum okkar, þó að hér hafi aðeins verið nefnt það helsta, sem „lyftir" fólkinu í landinu og gerir okkur að heimsborgurum. Þessar alvarlegu fréttir úr fiskiðnað- inum snerta þvi okkur djúpt og á þær hlustum við með athygli og kviða. Mitt í öllu þessu argvítuga fólksleysi er þó ein Ijósglæta i tilverunni. Einn er, með öðr- um orðum, sá atvinnuvegur, sem aldrei kvartar upphátt undan fólksleysi. Sá atvinnu- vegur sýslar með það hlut- ve'rk að koma höndum yfir kúfinn af þjóðartekjunum og sjá svo um að honum verði ekki sólundaó i óþarfa. Þetta er vandasamt hlut- verk og sérhæft. Enda hafa menn á þeim bæ „einfaldan srnekk" og þeir geta „valið það bestá‘ — meira að segja úr Stjórnargrjótinu. Nútíminn í þessari atvinnugrein er hins vegar sá að hafa „í sig og á.“ Eða gefur það ekki auga leið, að þeir verði að hafa ( sig og á, sem axlað hafa það hlut- verk að „lyftá' fólkinu? Kannski er þó ofsagt, að þennan atvinnuveg vanti aldrei fólk. Við sjáum stund- um auglýsingar í blöðum frá nafnlausum og dularfullum fyrirtækjum, þar sem auglýst er eftir sérstöku hæfileika- fólki með sérhæfða menntun á ýmsum sviðum. Þessum látlausu og hógværu auglýs- ingum fylgirenginn hávaði og gauragangur af því að enn er framboð af sliku fólki. En til hvaða ráða ætlar þessi atvinnuvegur Péturs Þríhross að grlpa í framtíð- inni, ef skólarnir drabbast niður vanbúnir kennurum, þó að ekki sé nú tæpt á því, að fólk neiti að eignast börn út á engin eða lokuð dagvistar- rými? Spurningin kemur reyndar eins og fjandinn úr sauðar- leggnum og á vist ekkert heima hér. Kannski á hún hvergi heima í þessu „upp- lyfta" þjóðfélagi okkar. Enn er komið haust Enn er komið haust og það sumar sem aldrei átti að taka enda hefur runnið sitt skeið. Elstu menn segjast ekki muna annað eins sumar, slík var veðurblíðan. Annars hef ég aldrei skil- ið til fullnustu þetta hugtak, elstu menn muna ekki annað eins. Á þess- um tölvuvæddu tæknitímum hef ég ekki trú á að nokkur maður nenni yfir- leitt að spyrjaelstu menn um nokkuð sem mæla má með tækjum og tólum. Mælieiningum eins og hitastigi eða úrkomu er einfaldlega skellt inní tölv- una og henni sagt kurteislega að reikna út meðaltal og bera svo saman við meðaltöl fyrri ára og skila ein- hverri útkomu sem allir fallast á. Ég á bágt meö að trúa þvi að einhver fari að rölta um elliheimili og sjómanna- heimili til að taka gamla menn tali og inna þá álits á veðurfari eða veður- bllðu sumarsins. En það er nú önnur saga. Alþýðublaðiö mun vera að stækka þessar vikurnar og skipta um búning. Það varð að ráði milli okkar Ingólfs Margeirssonar ritstjóra, að ég ritaði hálfsmánaðarlegan þátt I blaðið I vet- ur um það sem máli skipti að mínu mati hverju sinni. Við Ingólfur höfum nefnilega áður gefið út blöð saman. Einu sinni gáfum við meira að segja út blað sem birti útfellimynd (fold out mynd) af Sverri Hólmarssyni mennta- skólakennara I baði. Það blað þótti ekki ýkja gott af öðrum en okkur Ing- ólfi, en við vorum hæstánægðir meö blaðið okkar. Slðan þetta blað kom út og dó hinum margfræga blaöadauða, hefur Ingólfur gefið út mörg blöö, mis- jöfn að stærð og gæðum eins og gengur. Sjálfur hef ég fiktað við blaða- útgáfu og skrifað I blöð sem horfið hafa I dá og gleymsku ásamt svo mörgum öðrum blöðum á íslandi. Einhver sagði einhvern tlmann að íslendingar væru mestu blaðalesend- ur I heimi og sennilega er það rétt. Alla vega eru þeir mestu blaðaútgef- endur í heimi og er ekkert samræmi milli þess fjölda blaða sem út eru gef- in og þess sem lesið er I blöðunum. Sennilegaeru íslendingar mestu flett- endur blaða sem uppi eru I heiminum þessa stundina. Þegar maður spyr hvort menn hafi lesið blöðin, þá segj- ast allir hafa flett þeim en enginn hef- ur lesið neitt I þeim af einlægni. Blöð- unum er flett og fyrirsagnir lesnar á hraðferð og heimsmyndin sem menn fá að flettingunni lokinni er oft heims- mynd fyrirsagnanna. Þetta er auðvitað gott og blessað en fyrir suma blaðalesendur held ég að fyrirsagnaheimsmyndin sé stund- um ansi kyndug. En tímaskorturinn og hraðferðin sem allir eru á gera það að verkum að enginn nennir eiginlega lengur að lesa langhunda I blöðum nema þá helst höfundarnir sjálfir, eig- inkonur þeirra og mæður. Börnin nenna ekki fyrir sitt litla lif að lesa einhverjar spaklegar greinar sem for- eldrarnir eru að skrifa af kostgæfni I blöö. En við hverju er eiginlega hægt að búast. Framboðið er svo gífurlegt af alls konar lesefni og fjölmiðlum að enginn starfandi einstaklingur getur I raun haldið reiöu á öllum þessum skynhrifum sem hann veröur fyrir úr fjölmiðlaheiminum. Á þessu sviði trúi ég þó því sem sagt er að elstu menn muni ekki annað eins framboð af blaðaefni, útvarpsstöðvum og sjón- varpi og nú er. Kemur þar margt til. Elstu menn eru held ég þeir einu sem geta notið af öllu þessu framboði og setið á rúmstokknum sínum á ævi- kvöldinu, róið fram í gráðið og hlustað á malandann í stöðvunum sem kenna sig við bylgjur eða stjörnur. Ég er ákveðinn I því að gera ræki- lega úttekt á öllu þessu framboði af blaða og útvarpsefni þegar ég er orð- inn einn af elstu mönnum þessa lands og er kominn á flókainniskóna og hættur þessum æðibunugangi milli staða, úr og I vinnu, heim og aö heiman, gegnum dagblöðin eða út- vörpin, gegnum bækurog kvikmyndir I þessari örvæntingarfullu leit aö ein- hverju spennandi og nýju sem komi manni á óvart. í raun hefur keppni fjölmiðlanna fyrst og fremst snúist um það að koma fólki á óvart á sama hátt og þeir þóttu hvað bestir sögumenn á liðnum öldum sem kunnu sem mergjaðastar sögurnar um yfirnáttúrulega hluti. Sögumaður sem gat sagt frá nýfædd- um tvíhöfða lömbum eða sæskrýmsl- um og útburðum þótti mun meiri aufúsugestur en hinn sem sagði ein- ungis fregnir af heyskap og harðind- um. Nýlega voru t.d. allir fjölmiölar fullir af einstaklegri ómerkilegri frétt um konu eina sem andast hafði heima hjá sér I útlöndum. Þetta er I sjálfu sér ekki fréttnæmt en konan hafði verið óhemju feit og þess vegna þurfti mik- ið lið til að koma henni til grafar. Þarna var enn á ný fréttin um þetta afbrigðilega sem gerði hana bita- staeða á sama hátt áður. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að halda áfram með þessa grein. Eg er nú þegar búinn að gera mér grein fyrir þvl að sennilega verða ekki marg- Óttar Gudmundsson skrifar ir til að lesa hana frekar en annað sem I fjölmiðlunum er og auk þess inniheldur hún ekki neina „sensasjón" sem geri hana verulega krassandi og spennandi. Ég ætla því að reyna aó snúa mlnu kvæði I kross og enda með krassandi sögu úr daglega lífinu sem ég heyrði um daginn. Einu sinni voru hjón sem gerðu sér dagamun einn laugardag og fóru í Kringluna sér til skemmtunar. Þegar inn var komið sagði maðurinn við kon- una, Jæja góða eigum við ekki að skipta liði og þú ferð I kellingabúðirn- ar en ég I herrabúðirnar og bygginga- vöruverslanirnar og svo hittumst við hress og kát eftir svosem klukkutíma. Konan var til I þetta og fóru þau síöan í sitthvora áttina. Þegar þau hittust svo aftur höfðu þau frá mörgu að segja, en það sem vakti athygli þeirra hvors um sig var að þau höfðu eigin- lega ekki keypt neitt. Afhverju keyptir þú ekki neitt, heillin, sagði maðurinn. Afþví að ég hafði ekki veskið mitt með mér með öllum kontókortunum, en af- hverju keyptir þú ekki neitt, góurinn. Afþvi að ég hafði gleymt veskinu mínu I bílnum á stæðinu og þorði ekki að fara og ná I það af ótta við að einhver væri búinn að stela því eða ég mundi missa af þér. Að svo búnu fóru þau hjónin útl bllinn og náðu I veskið og fóru nú saman I búðirnar og keyptu allt sem hugurinn girntist. Mórallinn I þessari sögu erauðvitað sá að enginn eigi að fara I Kringluna nema með veskið sitt með sér og fyrir mig er mórallinn sá að enginn ætti að vera að skrifa greinar I fjölmiðla nema hafa eitthvað að segja. Mun ég taka mér það til eftirbreytni á næstu vikun- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.