Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 3. október 1987 f ítilrœði ■ Flosi Ólafsson af skriftamálum Ég vona að það sem hér verður sagt kvis- ist ekki. Ég má ekki til þess hugsa að hugrenn- ingasyndirmínarverði lýðum Ijósar, hvað þá að einkamál mín og fjölskyldu minnar kom- ist í hámæli, þó ég hafi af undarlegum og líklega annarlegum hvötum stundum fund- ið mig knúinn til að setja helgustu leyndar- mál mín og stundum annarra á þrykk. Mér skilst að það sé ein af frumþörfum mannskepnunnar að „leysa frá skjóðunni", eins og það er stundum kallað, og ákaflega oft þarf slíkt að gerast í trúnaði. í kaþólskum löndum halda menn geð- heilsunni með því að skrifta reglulega fyrir presti inní þartilgerðum skriftastóli, en í löndum þar sem menn eru að brjástra við það að vera trúlausir er gengið reglulega til skrifta hjá sálfræðingi og við það tapa menn geðheilsunni, svona einsog gengur og gerist. Það sem meginmáli skiptir er það að allir þurfa að „létta á sér“, „moka út“, trúa ein- hverjum fyrir búksorgum sínum, hugrenn- ingasyndum og myrkraverkum. Mann- skepnunni virðist óbærilegt að búa yfir leyndarmáli, án þess að deila því á einhvern hátt með einhverjum. Og þannig hætta leyndarmál að vera leyndarmál og verða á allra vitorði. Fræg er sagan af rakara Mídasar kon- ungs, sem komst að því að kóngurinn hafði asnaeyru og fannst óbærilegt að búa einn yfir leyndarmálinu. Hann gróf holu í jörðina og hvíslaði ofaní hana: — Mídas konungur er með asnaeyru. Við þetta létti rakaranum stórlega þar sem hann hugði leyndarmálið eilíflega graf- ið. Þegar frá leið óx á staðnum reyrrunni og æ síðan hvíslaði laufkrónan þessi orð, þeg- ar vindurinn lék um hana: — Mídas konungur er með asnaeyru. Árum saman hef ég hvíslað mínum helg- ustu leyndarmálum á aðra síðu Þjóðviljans í þeirri veiku von að það sem þar stóð færi ekki lengra. Og til að byrja með gekk þetta svosem ágætlega. Ég gat — án þess að eftir því væri tekið — skrifað eitt og annað sem enginn sómakær maður ætti að látá frá sér fara, líklega annaðhvort vegna þess að hug- renningar mínar áttu lítið erindi við lesend- ur, eða þá vegna þess hvað Þjóðviljinn er sjaldgæft blaó. Á síðari árum hefur það svo gerst æ oftar að helgustu leyndarmál mín og minna hafa komist í hámæli bara vegna þess að ég skrifaði um þau í Þjóðviljanum. Það er sem sagt á hreinu að því er ekki lenguraðtreystaaðenginn lesi Þjóðviljann. Öðru máli gegnir um Alþýðublaðið. Ég hef það fyrir satt að það málgagn — stund- um kallað safnaðarbréf kratanna — komi aldrei fyrir augu nokkurs manns. Þess vegna ætti mér að vera óhætt að skrifa í Al- þýðublaðið hvað sem mér dettur í hug, án þess að þurfa að óttast að það sem þar er tí- undað fari lengra. Vonandi fer ekki fyrir mér einsog rakara Mídasar. Ef einhverskyldi hinsvegar, fyrirslys, rek- ast á þessi skriftamál mín, þá bið ég þann hinn sama að taka þau sem algert trúnaðar- mál sem við getum þá átt saman, hann, Al- þýðublaðið og ég. Það er þá fyrst til að taka — og ég vona að það fari ekki lengra — að mérer gersamlega fyrirmunað að vera alvarlegur þegar mjög al- varlegar uppákomur eiga sér stað í íslensk- um stjórnmálum. Ég ferbara að skellihlæja. Huggulegt ef þetta fréttist. Allasíðustu viku erég búinn að vera í sól- skinsskapi útaf umbrotunum í Borgara- flokknum og Alþýðubandalaginu. Landsfundur Borgaraflokksins hefur aó mestu snúist um viðbrögð við ótímabærum getnaði. Fróðir menn telja að ótímabærasti getn- aður allrar íslenskrar stjórnmálasögu sam- anlagðrar hafi verið þegar Borgaraflokkur- inn kom undir fyrir slys, einfaldlega vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins var of bráðlátur í hita augnabliksins og passaði sig ekki „í suðunni“, einsog það er kallað. Útúr þessum ástlausaflumbrugangi kom svo undanvillingurinn í heiminn og á áreið- anlega eftir að verða íslensku þjóðinni til mikillar gæfu einsog svo margir aðrir bast- arðar mannkynssögunnar. Enda kemur það fram í stjórnmálaálykt- uninni að flokkurinn ætlar, umfram allt, að beita sér fyrir málefnum sem varða þjóðar- heill og öðrum hefur ekki áður hugkvæmst að snúa sér að. Borgaraflokkurinn ætlar til dæmis að taka á verðbólguvandanum, launa og skattamisrétti, byggðastefnunni, afvopnun- armálum, mengunarmálum, vega- og sam- göngumálum, sérþörfum lítilmagnans og beita sér fyrir umbótum þar sem þeirra er þörf, ekki síst með því að stuðla að því — einsog segir í stjórnmálaályktuninni — „að landið byggist einsog landkostir bjóði“. Þegar kom að því að ræða það, hvernig bregðast ætti við ótímabærum getnaði stóð Hulda Jensdóttir upp og sagðist hafa gengið í flokkinn útaf stefnuskránni. Þá setti marga hljóða. Menn voru einfaldlega ekki klárir á því hvort stefnuskráin hefði nokkurntímann verið samin, hvað þá birt. Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins virðist það hinsvegar hafa verið ríkjandi skoðun að ófarirnar í síðustu kosningum hafi stafað af skorti á reynsluleysi flokksfor- ystunnar. Þess vegna er nú efst á blaði í Alþýðu- bandalaginu að sparka eigin þingmönnum útaf Alþingi, þ.e.a.s. þeim sem þjóðin var ekki þegar búin að hafna í kosningunum. Með þessum aðgerðum hyggst æsku- og kvennablómi Alþýðubandalagsins leiða flokkinn til sigurs í náinni samvinnu við fé- lags og sálfræðinga, því öllum er Ijóst að nú þarf Alþýðubandalagið á félagslegri sál- gæslu að halda. Það er semsagt talið fullvíst að þeir sem setið hafa þrjú kjörtímabil á þingi fyrir Al- þýðubandalagið hafi þar með glatað reynsluleysi sínu og þá eigi þeir eða þær að takavið sem enn hafatil að bera umtalsvert reynsluleysi. Guð láti gott á vita. FRETTAGETRA UN Okkur langar að hefja hér svolítinn leik — eins konar spurninga- leik. Þið, kæru lesendur, eigið að geta upp á atburðum liðins mánaðar. Leita svara við því sem hefur verið ofarlega á baugi i fréttum. Leikurinn er auðveldur. Þið svarið með þvi að setja X i þann reit sem er réttur að ykkar mati. Þrír kostir verða gefnir hverju sinni, og aðeins einn er réttur. MERKIÐ X í RÉTTAN REIT. Hefjum leikinn: a) Ráðherra var sagður lagö- ur inn vegna þess að gamalt bros tók sig upp. Ráðherra þessi var: ( ) Þorsteinn Pálsson ( ) Jóhanna Sigurðardóttir ( ) Halldór Ásgrímsson b) Bæjarstjórn Siglufjarðar lenti í óvanalegu máli í september. Samþykkt var með eins atkvæða meirihluta að: ( ) Heimila Síldarverksmiðj- um ríkisins að opna sjoppu. ( ) Leyfa vitaverðinum á Siglunesi að leggja veg heim til sin. ( ) Mynda samstjórn allra flokka i bæjarstjórn. c) Myndin er af þekktum þjóðarleiðtoga — nefnilega: ( ) Páfanum ( ) Kohl, þeim þýska ( ) Gorbatsjoff úr Sovét. d) Á íslandsmótinu í knatt- spyrnu vann Valur i karla- flokki, en hverjar unnu í kvennaflokki? ( ) Valur ( ) Akranes ( ) Leiftur e) Hvalavinir keðjuðu sig fasta við hvalveiðiskip í sólar- hring. Forstjóri Hvals taldi þá ■ •; ( ) Utsendara páfagarðs ( ) Leppa geðlæknis í Reykjavík ( ) Grænfriðunga í dular- gervum. f) Fjármálaráöherra greindi frá því, að um 1 þúsund mill- jónir króna væru notaðar i kaupleigukerfi til þess að i fjármagna ... ( ) Bifreiðakaup ( ) Niðurgreidda vexti ( ) íbúðir láglaunafólks g) Skuttogari bættist í flot- ann fyrir skömmu og heitir sá Sjóli. Sjóli er gerður út frá... ( ) Hólmavík ( ) Grundarfirði ( ) Hafnarfirði h) Samkvæmt taxta ASÍ eru mánaðarlaun skúringakvenna sem hafa 18 ára starfsreynslu (miðað við septembertaxta): ( ) 43105 krónur ( ) 34105 krónur ( ) hálf ráðherralaun i) Verðlagsráð kærði stórfyr- irtæki, vegna þess að með eintaki af keyptri vöru var lofað: ( ) 100 þúsund króna fund- arlaunum ( ) Gulli og grænum skógum ( ) Maíjorkaferð Sendið svörin á Alþýðublaðið — laugardagur — Ármúla 38 — 108 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnum og eru verðlaun hin glæsilega bók ísabellu Allende: HÚS ANDANNA. Mál og menning gefur bókina út.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.