Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. október 1987 7 „Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en Ríkharður var búinn að skora þrjú mörk og staðan orðin 3:0.“ „Ef ég ætti að nefna 2 menn, væru það Ríkharður og Púskas." Viðtal: Þorlákur Helgason Svona voru ummælin um Rikka. Hann varð aldrei at- vinnumaður úti í hinum stóra heimi. Skaginn var honum allatíð næg landspilda. „Við vorum að byggja upp lið á Akranesi og það var okkur mikið metnaðarmál — einnig fyrir sveitarfélagið. í dag myndi ég hins vegar ekki depla auga, ef mér byðist at- vinnumennska og tilboð eins og ég fékk. En ég veit ekki, hvort það skiptir máli, að ég varð ekki atvinnumaður í knattspyrnu. Ég hef haft það svo gott um ævina.“ Þannig farast Rlkharði Jónssyni, málarameistara, orð ( dag. Og hvar á spjall okkar að fara fram — nema uppi á Skaga. Hann á auðvelt með að rifja upp árin, þó að fjórir áratugir séu liðnir — og gott betur. 1946 klæddist Rikki fyrst landsliðsbúningn- um. Það var lika fyrsti lands- leikur íslands. Mótherjinn var erkifjandinn á vellinum æ og sið — Danmörk. Rikki var að- eins 16 ára. Og í eina skiptið varamaöur. „Um morguninn var ég i aöalliðinu — en síðdegis var ég kominn út úr þvi. Ég geri mér engar grillur út af þvi. Ég hafði auðvitað engan mæli- kvarða á sjálfan mig, og hinir voru allt frambærilegir spilar- ar.“ En það átti ekki við Rikka að dvelja á varamannabekk. Næstu árin, reyndar áratug- inn, volgraði hann ýmsum markmanninum og skoraði flest mörk allra. 1959 voru (Dau orðin 13 með landslið- inu. Hvernig stendur á þessum mikla áhuga á knattspyrnu á Akranesi? „Ég veit það ekki,“ segir Rikki, „en Axel Andrésson, íþróttaleiðbeinandi, kom upp á Skaga ár eftir ár. Við strák- arnir vorum mikið spenntir ( hvert sinn er von var á Andrési uppeftir. Enginn gerði iþróttum eins mikið gagn á þessum árum og Axel, held ég.“ Axel þjálfaði mörg herrans ár frá 1933. Af gömlum mynd- um má sjá að gróska hefur verið I (þróttalifi á Skaganum þessi ár. Það var þó ekki fyrr en 1946 sem kapplið af Akra- nesi tók þátt i meistara- flokkskeppni i knattspyrnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.