Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 24. október 1987 Lítilræði af saurgerlamáli DEN KILDE ER FORGIFTET, MENNESKE (Dr. Stockmann I Þjóðníðingnum eftir Ibsen) Það voru eiginlega straumhvörf í iífi mínu, þegar ég, um árið, hætti að éta ket- bollur. Ketbollur höfðu um langan aldur ver- ið snar þáttur í lífi mínu, neyslu og nautna- munstri. Ketbollur voru mér, einsog sagt er uppá frönsku: algert jumm jumm. Þá var það að eitthvert fólk úr hollustu- geiranum lagði leið sína í kjötbúðina, sem lengi hafði séð mérfyrir landbúnaðarafurð- um. Tekin voru sýni úr ketfarsinu og þá kom í Ijós að í hverri ketbollu voru um það bil þrjúhundruð og sextíu milljón saurgerlar, gat svona rokkað til um nokkurhundruð milljónir, eftir því hvað ketbollan var stór. Þá hugsaði ég sem svo: — Þessi matur er mestanpart manna- skítur. Og mig steinhætti að langa í ketboll- ur, hef raunar ekki lagt þær mér til munns síðan. Ég man að ég spurði kunningja minn — matvælafræðing — að því hvernig stæði á því að svona mikill kúkur væri í ketfarsinu og hann svaraði: — Þetta er bara sóðaskapur. Það er skemmtileg tilviljun, bráð- skemmtileg, að um þessar mundir eru ná- kvæmlega hundrað ár síðan Henrik Ibsen skrifaði „Þjóðníðinginn", leikritið um dr. Stockmann, lækni í litlu sjávarþorpi ávest- urströnd Noregs, sem kemst að því að vatnsbólið er mengað og þess vegna hættu- legt heilsu manna. Góðir menn í plássinu, sem auðvitað eru pólitíkusar í leiðinni og eiga hagsmuna að gæta, reynaað fálækninn til að lítaframhjá óþverranum í vatninu, en hann neitar að éta ofaní sig staðreyndir málsins. Þá er honum einfaldlega tortímt og hann stimplaður „þjóðníðingur". Ófremdarástandinu er aflétt og hægt að fara að drekka skólpið aftur. Og nú erþessi dæmalausi „gamanleikur" endurtekinn á Bíldudal 105 árum seinna. Munurinn er bara sá að nú erekki á ferðinni „þjóðníðingur" heldur „valdníðingur11. Vald- níðsla mannsins felst í því að fella þann dóm að sláturhúsið á Bíldudal fullnægi ekki kröfum um hreinlæti og hollustuhætti í matvælaframleiðslu meðal annars vegna þess — einsog segir í rökstuðningi: Vatnið í Bíldudal er saurgerlamengað yf- irborðsvatn. Það staðfesta sýni sem tekin voru nýlega. Þessi orð hafa enn ekki verið hrakin. Dýralæknirinn gleymir því bara að Vest- fjarðakjördæmi er lítið og þarvegur hvert at- kvæði talsvert og þessvegna er málið stór- pólitískt. Það gæti kostað einhvern þing- sæti ef Bílddælingar fengju ekki að nota „saurgerlamengað yfirborðsvatn11 við mat- vælaframleiðslu handa okkur neytendum. Annars ættum við neytendur ekki að vera að skipta okkur af þessu. Af misjöfnu þríf- ast börnin best og við erum orðnirvanirsvo- litlum „kúk í ketfarsinu“ og þó svolítill taugaveikibróðirgeri vart viðsig svonaaf og til, hvað gerir það til ef hægt er með því að halda jafnvægi í byggð landsins. Tífus og salmónella eru orðnir góðkunn- ingjar neytenda og það er léttspennandi áhættuþáttur þegar farið er í skírnarveislu, fermingu eða brúðkaup hvað mikið veikur maðurverði af veislukostinum og hvort mat- areitrunin stafi af tífusi eða salmonellu. Þegar verið var að ferma í vor lá við land- auðn á Vesturlandi. Menn sem gerðust svo djarfirað gæðaséráveislukosti landbúnað- arins hrundu niður unnvörpum fárveikir af matareitrun og sumir víst ekki staðnir upp enn. Sem betur fer á þetta sér eðlilega orsök. Þetta er bara sóðaskapur. Yfirdýralæknir mun líta svo á að sóða- skapur sé ekki æskilegur við framleiðslu matvæla, en sumir þingmenn munu hins- vegar álíta að eitthvað af saurgerlum skipti minna máli en vinsældir hjá kjósendum í kjördæminu. Nú varð dýralækninum auðvitað á sú skyssa að fella dóm á sláturhúsið í Bíldudal án þess að ráðfærasig fyrst við Matthías og hina þingmenn kjördæmisins sem eiga til- veru sína að einhverju leyti undir Bílddæl- ingum. Þar lágu danir í því. Á hinu háa Alþingi hefurekkert komist að dögum saman annað en þetta dæmalausa saurgerlamál með þeim afleiðingum að sumir þingmanna eru farnir að viðhafa tungutak sem kalla mætti „saurgerlamál" og á þessu saurgerlamáli æpa þeir um land- búnaðarmafíu, dýralæknamafíu, SÍS mafíu og guð má vita hvaða mafía kemur næst. Að- spurður sagði forseti sameinaðs þings í blaðaviðtali í vikunni að orðið „mafía“ til- heyrði götumáli og þess vegnaværi að hans dómi í lagi að nota það á þingi, þóÓlafur Jó- hannesson hefði nú að vísu verið dæmdur fyrir það um árið. Einhver kom þeirri hugmynd á framfæri við landbúnaðarráherra hvort ekki væri hugsanlegt — ef saurgerlar væru í vatninu — að skipta um vatn. Landbúnaðarráðu- neytið svaraði því til að sláturhúsleyfi yrði veitt ef skipt yrði um dýralækni, sem erauð- vitað miklu handhægaraen skipta um vatn. Sem betur fer eru allar líkur á því að þetta þjóðþrifa saurgerlamál fái farsæla lausn og það verði afgreitt sem lög frá hinu háa Al- þingi að „hæfur“ maðurveiti sláturleyfið úr því dýralæknar neita að starfa eftir öðru en landslögum. Með nýju lögunum mun hinn „hæfi“ mað- ur — lögum samkvæmt — geta leitt það hjá sér þó svolítill kúkur og piss sé í vatninu. Jafnvægi helst í byggðum landsins, þing- menn kjördæmisins verða enn vinsælli en áðurog allir verða svo undur glaðir og kátir, nema náttúrlega „valdníðingurinn“, dýra- læknirinn, sem fórað gömlu landslögunum og neytaði að gefa sláturleyfi af því að saur- gerlar voru og eru í vatninu. Sagt er að venjulegu fólk finnist þessi saurgerlaátökáhinu háaAlþingi íslendinga bendatil þess að rétt væri að taka heilasýni úr fleiru en heimaslátruðu í haust, jafnvel sumu af því sem enn er á fæti. ÓDÝRAR HELGARFERÐIR TIL STÓRBORGA EVRÓPU London ...................................verð frá kr. 17.630.- Luxemburg ................................verð frá kr. 14.830.- Glasgow ..................................verð frá kr. 16.620,- Hamborg ..................................verð frá kr. 17.490.- Kaupmannahöfn ............................verð frá kr. 18.510.- Amsterdam ................................verð frá kr. 16.235.- Verð er miðað við tvo í herbergi m/baði og morg- unverði. Þægileg hótel - hagstæð innkaup - fjölbreytt leikhúslíf — íþróttaviðbutílyr - úrval veit- inga- og skemmtistaða. Starfsmannafélög og hópar hafi samband sem fyrst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.