Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 24. október 1987 Séra Sigurbjöm Einarsson: NUTIMANS AÐ VERÐA HREIN SKELFING Biskupinn talar frá hjartanu skilningur að börn þurfi ekki að finna aðhald og vissan aga. Það veldur öryggisleysi hjá barninu ef það finnur ekki aðhald. Það lýtur leiösögn og á að gera það. Afi minn var Ijúfur og hlýr maður, en ákaflega sterkur persónuleiki. Hann þurfti ekkert að hafa fyrir því að halda sinum mörgu börnum i skefjum. Afi og amma áttu þrettán börn og ég var það fjórtánda, sem kom á litla pallinn hjá þeim í baðstof- unni í Háu-Kotey.“ Sr. Sigur- björn fæddist á Efri-Steins- mýri í Meðallandi 30. júnf 1911. Móðir hans dó er hann var eins og hálfs árs. Það kviknaði í á Steinsmýri, og móðir hans varð að vaða eld- inn til að bjarga yngri bróður hans sem þá var aðeins þriggja vikna. Við það brenndist hún svo að hún dó af brunasárunum. Einar, faöir sr. Sigurbjarnar hætti búskap og fór I húsmennsku ( Lágu- Kotey I Meðallandi og með yngri soninn með sér. Sr. Sig- urbirni var komið fyrir hjá móðurömmu og afa. Upp frá þvi og fram að 8 ára aldri voru þeir á sitt hvorum bæn- um ( Meðallandi, sr. Sigur- björn á öörum en Einar faðir hans og bróðir á hinum. „Það voru mér allir fjarska góðir hjá afa og ömmu, en maður missir mikið við móð- urmissinn. Slik merki ber maður dýpra en svo að mað- ur geri sér nokkurn tíma grein fyrir þvi. Mér er sagt að ég þýddist ekki fólkiö hjá afa og ömmu og átti mjög erfitt með að jafna mig. Atti greini- lega ekki heima þar. Það tók vist töluverðan tíma að ég yrði með sjálfum mér í Kotey. Ég heid að ailir sem missa móður slna beri inn á sér ein- hver merki þess. Hitt er ann- að mál að ég fékk eins gott fóstur hjá afa og ömmu og hægt er að hugsa sér. Og það þrátt fyrir mikla ómegð Sr. Sigurbjörn Einars- son og Magnea Þorkels- dóttir kona hans búa Fossvogsmejgin í Kópa- voginum. Eg banka upp á í vikunni á einum af þessum kyrrlátu og björtu haustdögum. Sr. Sigurbjörn kemur til dyranna eins og hann er klœddur, blíður, vin- gjarnlegur. Það er eins og hvíli einhver friður yfir honum. Sr. Sigur- björn leiðir mig til stofu, en á leiðinni verður fyrir teikning sem mér verður starsýnt á. Það er ekki um að villast. Listamaðurinn er Kjarval og fyrir- myndin er biskup. Myndin er kyrfilega merkt — og Kjarval hefur skrifað stórum stöfum á myndina að Meðallendingur hafi verið að verki. Sr. Sig- urbjörn og Kjarval eru frœndur og fœddir í sömu sveit, Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu. Biskup er upptekinn mað- ur, og virðist alls ekki sestur i helgan stein, þó að hann hafi látið af embættisstörf- um. Það reyndist ekki auðvelt að finna tlma aflögu fyrir við- tal. Margir leita til sr. Sigur- bjarnar. Hann segist sáttur við sitt hlutskipti, þvi að það sé ekkert leiðinlegt sem hann fáist við. „Kannski ætl- aði ég mér að færast i fang eitthvaö sem meíra kvæði að Síra Slgurbjörn Einarsson blskup. I ellinni. Vinnuviljinn er kannski ekki alveg eins og hann var.“ Hvað hefðirðu vilj- að gera? „Ég hafði neitað mér að sinna ýmsu á sviði guðfræðinnar, þvl að ég klippti á mjög sterkan þátt I llfi mlnu þegar ég hætti kennslustarfi og fór I biskupsstarfið. Kannski hafði ég einhverja drauma um að bæta mér það upp og skrifa. Tlminn hefur reynst of ódrjúgur til þess.“ Bernska Mig langar að biðja þig um að rifja upp eins langt aftur og þú manst. Ef þú stæðir á bæjarhólnum austur I Meðal- landi... „Fyrstu minningarn- ar eru kannski ekki mjög fjöl- skrúðugar, þó að þær hefðu áhrif á mig sem barn. Líklega er fyrsta minningin, sem ég geri mér grein fyrir sú að ég ranka við mér á túngarði, sem ég hafði skriðið eftir — og pælur sitthvoru megin. Ég var vfst á leiðinni suður á ból, þar sem ég hafði grun um að hún amma mln væri I kvlun- um að mjólka ærnar. Ég átti að vera heima, en þar var enginn nema hún langamma mín sem lá I kör. Hún átti víst að llta eftir mér á pallinum, en svo hafði ég komist út frá henni og ætlaði að halda til ömmu. Og þar fann hún mig á garðinum, dauðhræddan. Það var gott eins og endra- nær að hrjúfra sig upp að henni ömmu I fanginu á henni. Og maður fékk ekki bágt fyrir brek sem maður gerði. Hún var umburðarlynd og þó hafði hún mann I traustu taumhaldi eins og börn þurfa llka að finna. Eg held að það sé mikill mis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.