Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. október 1987 3 FRÉTTIR Mannaráðningar hjá ríkinu: RAÐNINGARÞJONUSTA í STAÐ AUGLÝSINGA Nóbelsverölaunahafi ársins I bókmenntum, Jósef Brodsky, er víst ekki sérlega mikið þekktur á íslandi. Þeir sem best eru aö sér í bók- menntum þekkja þó vei til nafnsins. Viö snerum okkur til Árna Bergmanns og Jó- hanns Hjálmarssonar. Árni Bergmann: Innhverft skáld Það eru margir sem að verðskulda Nóbelsverðlaun- in og ég varð í rauninni dá- lítið hissa yfir þessari út- nefningu. Það er erfitt að skilja Brodsky. Hann er innhverft skáld, gerir tilraun til að tengja saman hluti sem eru ekki i rökréttu samhengi fyrir. Reynir að ganga eins langt og hann getur og kannski fer hann stundum einu skrefi of langt. Hann er ekki með miklar yfirlýsingar um pólitíska hluti og þess háttar en notar mikið boð- skap úr Biblíunni og einnig grískan skáldskap. Brodsky var gerður land- rækur úr Sovétríkjunum 1972 og því yrkir hann mikiö um útlagann og hans hugð- arefni. Utlaginn heyrir móð- urmál sitt ekki í kringum sig og er, eins og Brodsky reyndar sjálfur, hræddur um að týnast á milli tveggja tungumála. Jóhann Hjálmarsson: Ánægjuleg úthlutun Þetta er I alla staði mjög ánægjuleg úthlutun. Brod- ský er eitt af mestu skáld- um samtímans. Hann er ekki í hópi þeirra gömlu manna er fengið hafa Nóbelsverðlaunin áður, er einn af þeim yngstu. Hvað þessa verðlauna- veitingu varðar, virðist landafræði og stjórnmál skipta litlu eða engu máli, það er fyrst og fremst skáldskapurinn sem að sit- ur í fyrirrúmi. Það er dálítið gaman að því að viss tengsl eru á milli íslands og Brodský. Hann kom hingað 1978 og þá sagði hann m.a. að það væri margt líkt með Lenin- gradbúum og íslendingum, ekki síst hvað þeir hefðu mikið úthald í drykkju. Opinberar stofnanir eru nú teknar að nýta sér þjónustu ráðningarfyrirtækja til að ráða nýtt starfsfólk i vinnu, í stað þess að auglýsa störfin laus til umsóknar svo sem venja hefur verið. Lögum samkvæmt skal auglýsa allar opinberar stöður í Lögbirt- ingablaðinu, en misbresta- samt mun vera að því sé fylgt. Talsverður kostnaðar- í gær var búið að salta i um 42 þúsund tunnur upp í fyrirframsamninga við síldar- kaupendur í Sviþjóð og Finn- landi. Síldarsaltendur á Aust- auki mun í flestum tilvikum vera að þvi að ráða fólk gegn- um ráðningarþjónustur. Samkvæmt ákvæði í lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er skylt að auglýsa stöður hjá ríkinu eða stofnunum þess í lögbirt ingablaðinu. Alllöng hefð er hins vegar fyrir þvi að stöð- urnar séu auglýstar í blöðum og/eða útvarpi, enda tilgang- urlandi voru i gær langt komnir með að salta upp í sína síldarkvóta, þannig að flest stefnir í að hlé verði á söltuninni meðan samningar ur laganna augljóslega sá að sem flestum gefist færi á að sækja um þessar stöður. Til að uppfylla hina beinu laga- skyldu í þessu sambandi er hins vegar nægilegt að aug- lýsa í Lögbirtingarblaðinu. Þessari lagaskyldu mun nú orðið ekki sinnt nema að til- tölulega litlu leyti, „enda þyrfti Lögbirtingablaðið þá að koma út daglegá', eins og hafa enn ekki tekist við Sovétmenn. Eins og frá hefur verið skýrt gerði Síldarútvegsnefnd fyrirframsamninga við sildar- kaupendur í Svíþjóð og Finn- landi um fyrirframsölu á 50 þúsund tunnum af hausskor- inni og slógdreginni síld og 9000 tunnum af söltuðum síldarflökum, þetta magn svarar til um 83 þúsund tunna af heilsaltaðri síld. Auk þess hafa tekist sölur um takmarkað magn af nokkrum tegundum af sérverkaðri síld til annarra landa. Síldarsöltunin hófst 9. október og hafa síldveiðarnar gengið vel. Menn biða þvi óþreyjufullir eftir samningum viö Sovétmenn, en sam- kvæmt upplýsingum fráSíld- arútvegsnefnd er samninga- umleitunum haldið áfram. einn af viðmælendum blaðs-' ins orðaði það í gær. Eiríkur Grímsson, skrif- stofustjóri á Námsgagna- stofnun, sem nýlega hefur ráðið viðskiptafræðing til starfa gegnum ráðningar- þjónustu, sagði i samtali við Alþýðublaðið í gær að þessi þjónusta kostaði vissulega peninga, en það kostaði lika sitt að auglýsa í blöðum. Eft- irtekjan eftir slíkar auglýsing- ar væri stundum rýr, sagði hann og sérvirtist því skyn- samlegt að nýta þessa þjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýöublaðið aflaði sér I gær, taka ráðningarþjónustu- fyrirtækin ákveðið grunngjald fyrir að taka að sér að útvega starfsmann. Þetta grunngjald mun I flestum tilvikum vera milii 5 og 6 þúsund krónur. Við það bætist svo hlutfall af fyrstu mánaðarlaunum við- komandi starfsmanns. Þetta hlutfall er mishátt eftir atvik- um en mun í mörgum tilvik- um nema helmingi fyrstu mánaðarlaunanna. Það kost- ar því a.m.k. einhverja tugi þúsunda að ráða starfsfólk í gegnum ráðningarþjónustu. Hafnarfjörður: Kaþólikkar vilja byggja stórt — og hraða fram- kvæmdum, því von er á páfanum í heimsókn Kaþólsku söfnuðurnir i Hafnarfirði og á Suðurnesj- um hafa sent bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði teikningar til kynningar af miklum bygg- ingum sem fyrirhugað er að reisa á lóð kaþólikka að Jó- fríðarstöðum. Búist er við að formlegt erindi verði lagt fram fljótlega. Byggingarnar sem fyrirhug- aö er að reisa eru kapella, Iverustaður fyrir prest og Jósefssystur auk safnaðar- heimilis. Talið er að gamla húsið á Jófríðarstaðarhól þurfi að víkja fyrir nýju bygg- ingunum, sem myndu setja mikinn svip á Hafnarfjarðar- bæ. Knútur Jeppesen arkitekt gerði teikningarnar ásamt Kristjáni Ólafssyni sam- starfsmanni. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins leggja kaþólikkar áherslu á að hraða framkvæmdum, ef bæjaryfir- völd fallast á byggingu, þvf von er á páfanum ( heimsókn hingað til lands árið 1990. Nýir pennar Alþýðublaðsins: í dag birtist 2. grein Þor- steins Helgasonar um þró- unarlönd: „Tyrkland á kross- götum. Þorsteinn kennir sögu við Menntaskólann í Kópavogi, og þróunarsögu í Háskóla íslands. Auk þessa hefur hann veriö upplýs- ingafulltrúi Þróunarsam- vinnustofnunar íslands og þýtt fyrir sjónvarp. Það er mikill fengur að fá sérfræð- ing sem Þorstein að blað- inu. Átta félagasamtök héldu i gær ráðstefnu um það hvernig standa skyldi aö fjármögnun og framkvæmdum við byggingar íbúðarhúsnæðis i félagslegri eigu. Ráðstefnan var haldin á Hótel Sögu og nefndist ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ. Meðfylgjandi mynd sýnir að liklega fá prjónarnir aö fylgja með undir þakið. A-mynd/Róbert. Síldarsaltendur langt komnir með kvótann — Stefnir í aö hlé verdi á söltuninni meðan samningar hafa enn ekki tekist við Sovétmenn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.