Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 24. október 1987 Þau fyrirtæki sem stunda rannsóknir á geimvarnarvopnum meb framleiðslu i huga. vlnna náið með yfirstjórn Bandarikjahers og hafa eigin striðsdeildlr sem mata Washington og Pentagon með upplýsingum um hertæknlleg atriði. Langstærsti hluti þeirra fjármuna sem þingið samþykkir á ári hverju til gelmvarnaráætlunarinnar rennur til vopnalramlelðendanna. GULLÆÐI I á þessum striðsútreikningum þegar geimvarnaráætlunin er annars vegar. Eins og að aka bíl Stórfyrirtækið TRW hefur lagt mikla áherslu á uppbygg- ingu stríðsdeildar sem matar aðalgeimvarnastjórnstöð Bandarikjahers í Huntsville, Alabama á niðurstöðum sin- um. Ég spurði Robert L. Walquist, forstjóra geimvarn- ardeildar TRW, hvort þetta væri ekki hagsmunaárekstur; að framleiðendur önnuðust upplýsingar fyrir herinn um varnir og stríðsmöguleika og gæfu þeim ráðleggingar um kaup á vopnaframleiöslu þeirra? „Þeir ráóa hvað þeir gera við þessar upplýsingar. Herinn getur hent þeim í körfuna ef honum sýnist svo,“ svaraði Walquist. Stríðsdeild TRW hefur haft mikla samvinnu við evrópsk fyrirtæki og borið saman varnarkerfi og striðsleiki þeirra. Sú spurning vaknar óneitanlega, hvort striösleikir fyrirtækjaog þrýstingur þeirra á stjórnvöld um meiri vopnaframleiðslu geti ekki hreinlega komið af stað kjarnorkustríöi. Bob Jones er yfirmaður stríðsdeildar TRW. Hann segir við Alþýðublaöið: „Geimvarnaráætlunin ertil aö koma í veg fyrir kjarnorku- strið, ekki til að koma því af stað. En auðvitað er aldrei hægt að útiloka slys. En þeir litlu möguleikar mega ekki koma í veg fyrir þróunina. Þetta er eins og að aka bíl. Keyri ég bíl á hraðbrautunum I Kaliforníu? Já, ég geri það. Get ég dáið við stýrið? Já, ég get það. En, ek ég ekki eftir hraðbrautunum engu að síður? Jú, ég geri það. Ég ýti hinum óhugnanlegu hugs- unum til hliðar; ég veit af þeim en læt þær ekki hindra mig í að komast leiðar minnar. Ef ég hins vegar vissi, að ég gæti ekki farið út á hraöbrautina án þess að lenda I árekstri og tapa lífinu, færi ég aldrei út á hraðbraut- ina.“ Hvernig er samningum náð? Það skiptir fyrirtækin miklu að ná samningum í geimvarnarkerfinu. Aðalatrið- in er að bjóða fram ódýra og góða „vöru“. En það eru einn- ig farnar aðrar leiðir. Stríðs- deildir er ein leið aö þrýsta á stjórnvöld. Gömul viöskipta- tengsl skiptaeinnig miklu. Fyrirtæki sem framleitt hafa heföbundin vopn fyrir Banda- ríkjaher áratugum saman hafa bæði tæknilegan, fjár- hagslegan og viöskiptalegan GEIMNUM forgang. Því var einnig stung- ið að mér að þarna væri hreppapólítík á ferðinni; þing- menn ýmissa kjördæma og fylkja berðust fyrir því á göngunum í Washington DC að „sín“ fyrirtæki fengju samninga í geimvarnaráætl- uninni. Kenneth W. McCulles, deildarstjóri við Hughes-verksmiðjurnar segir beint út við Alþýðublaðið: „Við reyndum mikið að „lobba“ (þrýsta á stjórnvöld) til að fá að rannsaka og fram- leiða þau vopn sem til þarf á lokastigi kjarnorkuárásar, en það gekk ekki.“ Vara er vara Að lokum má spyrja: Finnst yfirmönnum þessara stórfyrirtækja sem flestöll teygja sig um gjörvallan hnöttinn, ekki ógeðfellt að lifa á framleiðslu tóla sem út- rýma mönnum og jafnvel mannkyninu? Hvernig tilfinn- ing er það að vera sölumaður dauðans? Þessum spurning- um veigruðu menn sér við að svara. Þeir menn sem ég ræddi við, litu ekki á fram- leiðslu sína sem dauðavopn. Þeir héldu yfirleitt fast í þá kenningu að vopnafram- leiðsla væri til að tryggja frið. „Við byggjum ekki vopn til að drepa, heldur til að koma i veg fyrir dráp,“ sagði einn forstjórinn við mig. Það er einnig sláandi hvernig vopna- framleiðendur líta á vopn eins og hverja aöra fram- leiðsluvöru; þeir tala margir hverjir um kjarnorkuvopn eins og hverja aðra ryksugu eða frystikistu. Vara er vara. Það er allt og sumt. Og kaup- andi er kaupandi. Stríð og fjöldamorð eru einhvers stað- ar hinum megin á hnettinum eða í tölvulíkönum. Þá er einnig eftirtektarvert, að vegna hinnar geysilegu stærðar fyrirtækjanna sem velta tugum milljarða dollara árlega, ber enginn siðferði- lega ábyrgð á vopnafram- leiðslunni. Deildarskiptingin gerir það að verkum að. hver er að fást við sitt í sínu horni. George F. Aroyan, forstjóri geimvarnardeildar Hughes- verksmiðjanna endurspeglar þessi viðhorf vopnaframleið- enda þegar hann segir við Al- þýðublaðið: „Ég fæst við vopnaframleiðslu, ekki við stjórnmál. Það eru stjórn- málamennirnir sem taka ákvarðanirnar um framleiðsl- una. Ég er ekki stjórnmála- maður. Það er ekki minn bisness. Ég hef aldrei haft vit á pólítík. En ef viðskiptavin- urinn biður um vöru, þá fær hann vöruna." NÆST: VÍSINDAMENNIRNIR HELGARSJÓNVARP Dagskrá Rikissjónvarpsins Laugardagur 24. október 15.30 Spænskukennsla. 16.30 íþróttir. 18.30 Kardimommubærinn. 18.55 Táknmólsfréttir. 19.00 Smellir. 19.30 Brotiö til mergjar. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir. 21.05 Maður vikunnar. 21.25 Alþjóðl. matreiðslubókin. 21.45 Flying Pickets í Háskólab. 22.45 Þefararnir (Izzy and Moe) 00.15 Hundalíf. Hundalif. Bandarísk biómynd frá 1980 meö Robert Foxworth og Paula Prentiss i aðalhlutv. Myndin segir frá lögreglumanni sem er orðinn heldur leiður í starfi sinu og leitar á náðir Bakkusar en brátt kemur kona sem kveikir eld í gömlum glæð- um. 02.00 Útv.fréttir I dagskrárlok. Dagskrá Stöðvar 2 Laugardagur 24. október 09.00 Með afa. 10.35 Smávinir fagrir. 10.40 Perla. Teiknimynd. 11.05 Svarta stjarnan. 11.30 Mánudaginn á miðnætti. 12.00 Hlé 14.35 Ættarveldið Dynasty. 15.30 Fjalakötturinn/Tintromman 17.45 Golf. 18.45 Sældarlíf. 19.19 19.19 20.00 íslenski listinn. 20.45 Klassapíur. 21.10 lllur fengur Lime Street. 22.05 Og bræður munu berjast. 00.20 Konan sem hvarf. Konan sem hvarf. Þetta er end- urgerð samnefndrar Hitchcock myndar. Með aöalhlutverk fara Angela Lansbury, Cybill Sheperd og Elliott Gould. 02.00 Einkatlmar. 03.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 25. október 09.00 Kum, Kum, teiknimynd. 09.20 Paw, Paw, teiknimynd. 09.45 Sagnabrunnur. 10.00 Klementlna, teiknimynd. 10.20 Albert Feiti, teiknimynd. 10.45 Hinir umbreyttu, teiknim. 11.10 Þrumukettir, teiknimynd. 11.30 Heimilið. 12.00 Sunnudagssteikin. 12.55 Rólurokk. 13.50 1000 Volt. 14.15 Zaruela. Spánskt efni. 15.25 54 af stöðinni 15.50 Geimálfurinn Alf. 16.15 Heldri menn kjósa Ijóskur. 17.45 Um víða veröld. 18.15 Amerlski fótboltinn. 19.19 19.19 20.00 Ævintýri Sherlock Holmes 20.55 Nærmyndir. Guðbergur Bergsson. Gaman verður að sjá og heyra hvað þessi vinsæli höfundur hefur að segja. 21.30 Benny Hill. 21.55 Vísitölufjölskyldan. 23.30 Hjónabandserjur. 23.55 Þeir vammlausu. 00.50 Dagskrárlok. A FJÖLUNUM Sunnudagur 25. október 15.20 Voru guðirnir geimfarar? 17.00 Helgistund. 17.10 Sköpunarsagan. 18.00 Stundin okkar. Stundin okkar. Umsjónarmenn eru Helga Steffensen og Andrés Guðmundsson. I þættinum eru Hektor og Lúlli kynntir. Gestur sem á heima í Bolungavik er heimsóttur, einnig verður farið í berjamó. 18.30 Leyndard. gullborganna. 19.00 Á framabraut. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Dagskrárkynning. 20.45 Heim I hreiðrið. 21.15 Maður er manns gaman. 21.45 Verið þér sælir, hr. Chips. 22.40 Hvalastrlðið 23.40 Meistaraverk. 23.50 Bókmenntahátlð ’87 00.10 Útv.fréttir í dagskrárlok. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ HÁDEGISLEIKHÚS Eru tigrisdýr i Kongó? Laugard. 24/10 kl. 13.00 Sunnud. 25/10 kl. 13.00 Laugard. 31/10 kl. 13.00 82 sýningar hafa verið á leik- ritinu. En nú á að fara I alla fram- haldsskóla landsins með verkið. Alþýðuleikhúsiö er einnig að æfa tvo einþáttunga eftir Harold Pinter undir Leikstjórn Ingu Bjarnason. Einskonar Alaska I þýðingu Jóns Viðars Jónssonar og Kveðjuskál I þýðingu Sverris Hólmarssonar. Áætlað er að frumsýna I byrjun nóvember. mm ÞJÓDLEIKHÚSID Frumsýnir Brúðarmyndina eft- ir Guðmund Steinsson og var frumsýning I gær föstudag. Leik- stjóri erStefán Baldursson. Leik- mynd Þórunn S. Þorgrimsdóttir. Tónlist Gunnar Reynir Sveins- son. 2. sýn. sunnud. 25/10 kl. 20.00 3. sýn. miðvikud. 28/10 kl. 20.00 4. sýn. föstud. 30/10 kl. 20.00 Rómúlus mikli laugard. kl. 20.00 síðasta sýning. Yerma eftir Gerderico Garcia Lorca. Laugard. kl. 20.00. Tinna í hlutverki sínu i Yermu. Litla sviðið Lindargötu 7 Bíla- verkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sunnud. kl. 20.30 uppselt leikfElag REYKJAVlKUR SÍM116620 Dagur vonar Laugard. 24/10 kl. 20.00 Fimmtud. 29/10 kl. 20.00 Laugard. 31/10 kl. 20.00 takmark- aður sýningafjöldi Faðirinn: eftir August Strind- berg Sunnud. 25/10 kl. 20.30 Miðvikud. 28/10 kl. 20.30 fáar sýningar eftir. Þar sem Djöflaeyjan rís I leik- gerð Kjartans Ragnarssonar eftir skáldsögu Einars Kárasonar sýnd I leikskemmu LR v/Meist- aravelli. Laugard. 24/10 kl. 20.00 Sunnud. 25/10 kl. 20.00 Æ Æ MIÐASALA §JÍ 96-24073 Lgikfglag akurgyrar Lokaæfing. Höfundur Svava Jakobsdóttir Leikstjóri: Pétur Einarsson Leikmynd: Gylfi Gislason Lýsing: Ingvar Björnsson Frumsýning var I gær föstudag, en þá var uppselt. 2. sýn. er I kvöld laugard. 24/10 kl. 20.30 3. sýn. 30/10 kl. 20.30 4. sýn. 31/10 kl. 20.30 Leikfélag Akureyrar frumsýnir á annan I jólum Pilt og stúlku eftir sögu Jóns Thoroddsens. Þá er leikrit sem frumsýnt verður I febrúar eftir Arthur Mill- er, Horft af brúnni. EIH leikhúsið sýnir Sögu úr dýragarðinum I Djúpinu sunnud. 25/10 kl. 20.30. Leikhúsið i kirkjunni sýnir Kaj Munk sunnud. 25/10 kl. 16 og mánud 26/10 kl. 20.30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.