Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 21
Laugardagur 24. október 1987 21 TRW-fyrlrtaklt er eitt þeirra fyrirtækja sem þróar nó nýja vnpnatæknl i stjörnustriði. Hér sést neðri hluti af TITAN I eldflaug skotlnn i sundur al sérstakri leyslgeislabyssu af MIRCL-gerð. armiðstöð Rockwell var stofnuð I fyrra því verkefnin verða æ fleiri,“ segir Dr. Yarymovych, „og Rockwell hefur nú 9% af heildarsamn- ingum hersins við fyrir- tækin.“ Rockwell framleiðir vopn og varnarkerfi í öll stig varn- aráætlunarinnar, þ.e.a.s. á skotstigi árásarflaugar, mið- braut og lokastigi. Þetta er heldur óvenjulegt, þv( flestöll fyrirtækin framleiða vopn eða skynjara fyrir ákveðin stig áætlunarinnar. Þannig hyggst Lockheed framleiða ERIS-flaugar fyrir siðara stig miðbrautar, þar sem um- ræddar gagnflaugar eiga að skjóta niður kjarnaodda rétt áður en þeir fara inn í gufu- hvolfið aö nýju. „Við erum komnir svo langt með þróun ERIS-flaugina að við getum sett hana í flug í maímánuði á næsta ári,“ segir R. Dougl- ass aðstoðarstjóri ERIS- áætlunarinnar við Lockheed, glaðbeittur, dökkhærður maður á miðjum aldri: „Og ég get lofað þér þvi að þessi gæi (ERIS-flaugin) getur virki- lega flogið. Mig langar til að búa til 10 þúsund slíkar flaugar. En sennilegasta framleiösluáætlunin verður um eitt þúsund ERIS- flaugar." Eins og kvennafar Sumir framleiðendanna eru ekki alveg jafn öruggir með framleiðslu slna. Hluturinn er nefnilega sá, aö tæknin þró- ast svo ört, að vopnin sem verið er að teikna I dag, eru orðin úrelt á morgun. Og þegar mörg fyrirtæki berjast um samningavið herinn, ríkir alltaf mikil taugaveiklun inn- an fyrirtækjanna hvað sam- keppnisaöilinn er að rann- saka og hanna: Er hann kom- inn fram úr okkur? Jafnvel þegar fyrirtæki eru komin vel á veg með þróun vopna, seytlar efinn inn í vitund for- stjóranna ef fréttir af nýrri, hugsanlegri tækni berast. Robert L. Walquist, aðal- forstjóri og yfirmaður geim- varnardeildarinnar hjá TRW- fyrirtækinu segir við Alþýðu- blaðið: „Þetta er eins og að sitja á bar og hitta föngulega konu. Þú ferð að spjalla við hana og samræðurnar ganga vel. Kvöldið lofar góðu. Þegar samræðurnar eru sem bestar, opnast dyrnar og inn kemur sú mesta skutla sem þú hef- ur augum litið. Hún sest við borð. Nú kemur upp vafi í huga manns. Á maöur að halda sig við þá fyrri sem maður er greinilega orðinn öruggur með, eða sleppa af Hughes-verksniiéjumar i Kaliforniu eru meðal þeirra fyrlrtækja sem gert hala samnlnga viö Bandarikjaher um þréun vopna og njésnabúnaðs i gelmvarnarkertlnu. Hér eru sértræðlngar verksmiðjanna að yfirtara skynjara sem komlð verður tyrir i sérhannaðri Boing 767 flugvél og ÞJónar þelm tllgangl að vara við hugsanlegri kjarnorkuárás á Bandarikln. henni hendinni og taka séns- inn á draumadisinni?" Enginn sem starfar hjá stórfyrirtækjum vopnafram- leiðenda efast um að hægt sé að byggja upp geimvarnar- kerfi. Spurningin er aðeins sú, hvenær það verður hægt, og hvað það muni kosta. George F. Aroyan er for- stjóri geimvarnardeildar Hughes-verksmiðjanna. Hann segir við Alþýðublaðið „Sum- ir vísindamenn segja að geimvarnaráætlunin sé erfið framkvæmdar, en enginn segir að hún sé ófram- kvæmanleg. Spurningin er ennfremur hvað áætlunin megi kosta. Ég trúi persónu- lega á geimvarnir og að þær séu af hinu góða. En hve umfangsmikið geimvarnar- kerfi eigum við að byggja upp? Hve mikla peninga höf- um við til ráðstöfunar? Um þetta snýst framtlð áætlunar- innar. Við verðum að hafa það góðar varnir að Sovét- menn trúi því, að árás sé vonlaus." Vopnanotkun vidskiptavinarins áformuð Dr.Peter Moriarty er áætl- unarstjóri geimvarnardeildar Hughes-verksmiðjanna. Hann orðar hlutverk fyrirtækisins síns á eftirfarandi hátt: „Allt sem við höfum gert undanfar- in 25 ár er til að mæta vax- andi og breytilegri hernaöar- ógnun frá Sovétríkjunum. Geimvarnarkerfið og þátttaka Hughes-verksmiðjanna í þeirri áætlun er rökrétt fram- hald af vopna- og hergagna- framleiðslu okkar fyrir NATO. Fyrirtækið gerir ekki aöeins áætlun fyrir eigin fram- leiðslu, heldur reiknar út og áformar vopnanotkun fyrir viðskiptavininn í einstökum aðgerðum." Talsmenn flest- allra fyrirtækja nota oröið „viðskiptavinur" yfir Banda- ríkjaher þegar vopnafram- leiðsla er annars vegar. „Þannig setjum við upp út- reikninga á herkerfi Banda- ríkjahers; kostnað, hergögn, eyðileggingarmátt vopna og svo framvegis. Við gerum einnig áætlanirog útreikn- inga hvernig hergagnafram- leiðsla okkar nýtist best ( heildarherkerfi Evrópu og NATO. Sömu sögu er að segja af geimvarnarútreikn- ingum okkar,“ segir Dr. Moriarty. Stríðsdeildir fyrirtækja Þama kemur dr. Moriarty inn á athyglisvert mál. Innan fyrirtækja stærstu vopnafyrir- tækjanna starfa deildir sem sjá um útreikninga og áætl- anir yfir varnarkerfi. Fyrirtæk- in búa til alls kyns módel yfir alla hugsanlegar breytingar á varnarkerfi vestrænna landa og reiknar út ýmsa striðs- leiki, þ.e.a.s. möguleika á vopnaðri árás Sovétmanna og hvernig slíkt stríð myndi þró- ast. Þessa stríðsleiki byggja strlðsdeildir fyrirtækjanna á ýmsum flóknum upp- lýsingum um herstyrki, strauma I alþjóðlegum stjórn- málum, nýjum vopnum, breyttri hátækni, pólítfskum breytingum innan ýmissa þjóðlanda, og stefnum f utan- ríkispólítík o.s.frv. Stríðs- deildir fyrirtækjanna koma upplýsingum sfnum reglu- lega til Washington DC og til Pentagon þar sem þær eru metnar hverju sinni og born- ar saman við upplýsingar hersins sjálfs og mat hans á varnar- og hernaðarþróun. Upplýsingum fyrirtækjanna fylgja ávallt ráð um hvernig vopnaframleiðsla þeirra gæti komið inn i dæmið og sporn- að við hættu á árás og þar fram eftir götunum. Fyrirtæk- in gera enga undantekningu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.