Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 24. október 1987 VEROLD Þorsteinn Helgason í Tyrklandi skrifar TYRKLAND Á KROSSGÖTUM Tyrkland er á krossgötum — og það er engin frétt. Tyrkland hefur alltaf ver- ið á krossgöt- um, á mörkum þriggja heims- álfa, Evrópu, Asíu og Afríku. Sumir segja að Tyrkir séu „á leið inn í Evrópu“ af því að þeir hafa sótt um aðild að Evrópubanda- laginu. En á sama tíma stór- auka þeir við- skiptin við ís- lömsku löndin; frá 7% af heild- arútflutningi 1980 til 42% ár- ið 1985. Tyrkir eru engir græningjar í kaupmennsku. Assýríu- menn kenndu þeim undir- stöðuatriðin fyrir hartnær 3000 árum. Þess vegna yfir- gefa þeir ekki krossgöturnar. Meðan íranir og írakar hafa borist á banaspjótum undan- farin ár hafa Tyrkir stóraukið viðskiptin við báða. Þið mun- ið hvernig þetta var í Tyrkja- ráninu — sem var kaup- mennska á sinn háttt. „Heild- salan“ var í Norður-Afríku sem heyrði þá undir tyrkja- soldán, leiðangursstjórinn var hollenskur ævintýramað- ur og mestu ribbaldarnir voru enskir, franskir, spænskir, danskir, þýskir og norskir. Auðvitað hafa Tyrkir vit á því aö vera áfram á krossgöt- um. Laumukratar „Ég er hagfræðingur og sósialdemókrati," segirvið mig teppasali á bazaar í grennd við Bláu moskuna í Istanbul. „Menn eru alltaf að reyna að ota mér út í pólitík en ég kæri mig ekki um það. Þetta er svo tvístrað lið og kommar alls staðar innan um. Ég er nefnilega krati." Og með það býður hann mér að geyma ferðatöskuna með- an ég skoði höfuðguðshúsin i heimsborginni. Ég er í vafa; á ég að trúa þessum afkom- anda Hundtyrkjanna, sem lögðu eld að Landakirkju og brytjuðu niður saklaust fólk, fyrir jarðneskum eigum mín- um? En rifjast upp það sem sá herleiddi prestur Ólafur Egilsson sagði um Tyrkina: „Er það fólk ei mjög illilegt heldur hægt í viðmóti. En það kristið hefir verið og gengið af trúnni er... miklu verra og grimmara." Og veg- móður ferðamaður þiggur greiðann af Trykjanum, sósíaldemókratiska teppa- salanum sem veit að ég ætla ekkert að kaupa af honum. Hann hafði heldur aldrei heyrt getið um ránsferðina til íslands. „Ég er sósíaldemókrati," hvíslar velsnyrt kona að mér við borðsendann í ráðstefnu- veislu við Svartahafið og vandartil orðanna, hikandi, en reynist tala fágaða ensku. „Hægri stjórn Özals er verri en herforingjastjórnin sem við höfðum yfir okkur hér um árið því þessi er óútreiknan- leg. Nú er hann búinn að breyta kosningalögunum svo hann þarf ekki nema rúmlega 30% atkvæðanna í kosning- unum í nóvember til að halda meirihlutanum. Það veit eng- inn af ráðuneytisfólkinu að ég er sósíaldemókrati. Við megum ekki tala um stjórn- mál.“ Svo kemst hún ekki lengra því sýslumaður er ris- inn á fætur til að þakka Evrópuráðinu fyrir að efla ferðamannaatvinnuveginn i sýslunni með því að halda hér þessa námsstefnu ( kennslu um þróunarmál. Allir stjórnmálamenn tyrk- neska lýðveldisins hafa stað- ið i skugganum af Mustafa Kemal Ataturk, Tyrkjaföðurn- um sem leiddi landa sína til Ferðafélagar i rútunni: Betri tið í vændum? Alls staðar nálægur: Atatiirk hortir nlður at skólavegg. Atvlnnuleyslngiarnlr llykkjast i þéttbýlið: Beðlð ettlr rútunni til Ankara. nýs sjálfstæðis og lýðveldis 1923, aðskildi ríki og trú og fyrirskipaði vestræna siði í mörgum liðum. Ríkisforsjá var þáttur í stefnunni. Özal- stjórnin hefur hins vegar til- einkað sér ýmislegt úr fræð- um nýfrjálshyggjumanna. En hún ætlar þó ekki að missa hugmyndaforystuna. Til dæmis er nú bannað að nota önnur kennslugögn í skólum — svo mikið sem eitt blað- snifsi — án leyfis mennta- málaráðuneytisins í Ankara. Þetta er einmitt það sem Möggu dreymir um hjá okkur, seqja Bretarnir á ráðstefn- unni. Lífskjör Turgut Özal er farinn að selja ríkisfyrirtæki eins og nú er tíska víða um lönd. Eink- um þau sem bera sig vel, hin seljast ekki. Það var al- mannarómurað bilið milli ríkra og fátækra hefði breikk- að. „Hvernig á fólk að bjarga sér á laununum?" segir feröa- félaginn I næturlestinni frá Ankaratil Istanbul. „Verk- fræðingur í starfi eins og ég var í fær kannski 300 þúsund lírur i kaup á mánuði. Þaö er fyrir leigunni á sæmilegri ibúð f Istanbul. Verkamaður fær 100 þúsund; hann fær ekki sæmilega ibúð, hann býr í kofa. Allar íbúðir sem losna í miðbænum eru gerðar að pensjónum fyrir túrista og sprengja enn upp íbúðaverð- ið. Þegar ég kom fyrst til Istanbul frá vesturströndinni 10 ára gamall fyrir 50 árum var þetta friðsæll og ævin- týralegur bær. Nú er hann ófreskja með kannski 8 mill- jónir íbúa, örtröð og meng- un.“ Hvað sem öðru liður er enginn kyrrstaða í þessu heillandi landi: það er kaup- slagað og byggt og ofhlaðnir vörubilarnir baksa upp há- sléttuna frá Istanbul áður en þeir demba sér ofan í gróður- leysiö og mengunarskýið sem grúfir yfir Ankara. Þjóð- artekjur á mann eru ekki nema tiundi hluti þess sem tíðkast hér á landi. Þróunar- land? Tyrknesku ráðstefnu- Ijónin höfðu ekki komiö sér saman um það fyrirfram hvor- um megin hryggjar landið lægi og voru jafnan að leið- rétta hvert annað. Einnig þar er Tyrkland á krossgötum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.