Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. október 1987 17 Venju fremur urðu allmikil blaðaskrif og umræður um grunnskólaprófið í íslensku síðastliðið vor. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa veriö sú, að uppskeran endurspeglaði slæma stöðu móðurmálsins í grunnskólanum — meðal- einkunn reyndist lakari en oftast áður, og átti hún þó ekki úr háum söðli að detta. Mörgum varð greinilega hverft við, er svo váleg tíðindi spurðust og brugðust við á ýmsa lund. Mesta athygli vöktu þó þær raddir kennara, sem fullyrtu að íslenskupróf- ið hefði verið of þungt. Þau viðbrögð kennara eru mann- leg og auðskilin að vissu marki. Kennarar hafa löngum mátt þola þann stóradóm að vera svörtu sauðirnir, þegar eitthvað gengur úrskeiðis í skólakerfinu og reyna þá stundum að bera hönd fyrir höfuð sér. Sú dapurlega staðreynd, að meðaleinkunn í sam- ræmdu prófi í íslensku færi niður fyrir 5 á síðastliðnu vori, hefði hins vegar átt að verða tilefni þess að ís- lenskukennarar settust niður í ró og næði ásamt þeim, er lagt hafa línurnar í íslensku- kennslunni f grunnskólanum á síðari árum, til þess að meta þar stöðu móðurmáls- ins og leita að ástæðum fyrir . þeirri niðurlægingu, að með- aleinkunn í íslensku skuli geta orðið slík eftir 9 ára nám í grunnskóla. Þá naflaskoðun hefði reyndar mátt gera fyrr, og enn er það ekki of seint. Þar mætti spyrja margra spurninga, ekki bara til þess að finna einhverja sökudólga, heldur til þess að kanna hvar pottur er svo hrikalega brot- inn og hvernig best megi í berja í brestina. Spyrja mætti t.d. eftirfarandi spurninga: • Er móðurmálinu þröngur stakkur skorinn á stundatöflunni? • Er nemendum og kenn- urum jafnframt ætlaö of mikið námsefni til yfir- ferðar, þannig að ekki gefist tóm til að gera móðurmálinu þau skil, að námsárangur sé tryggður? • A íslenskukennslan í vök að verjast vegna skorts á kennurum? • Bjóða nýju námsgögnin í Islensku upp á nægi- lega einfaldar og auð- veldar leiðir í kennslu og námi? • Er einhver brotalöm í ís- lenskukennslunni á grunnskólastiginu, þannig að sífellt sé ver- ið að byggja á ótraust- um grunni? • Eru gerðar of miklar kröfur til nemenda og kennara og prófin of þung í (slensku? Hér verður ekki reynt að svaraöllum þessum spurn- ingum né öðrum þeim, sem nú þarf að spyrja og leita svara við, enda eru þær flest- ar rannsóknarefni. Þó skal hér vikið að tveimur þeim síðustu: Eru prófin of þung? Er byggt á ótraustum grunni? UMRÆÐA Jón H. Guðmundsson skrifar Stefna í grunnskólanum KflFAÐ í FJÖLSKYLDUVANDAMÁL GÍSLA SÚRSSONAR Vœri nœr að nemendur og kennarar lœsu í heyranda hljóði góðar bœkur. Og Jón H. Guðmundsson hefur líka sitthvað útá málfrœðikennslu að setja Eru prófin of þung? Hér skal þá fyrst renna augum yfir hið margumtalaða grunnskólapróf frá síðast- liðnu vori og sérstaklega gef- inn gaumur að öðrum hluta prófsins, þ.e. beygingar, orð- flokkar, orðmyndun, setn- ingafræði og hljóðfræði. Sá hluti prófsins gaf 35 stig af 100 stigum l öllu prófinu. Til þess að væntanlegir lesendur þessara skrifa geti með eigin augum séð þær kröfur, sem gerðar voru til nemenda í jjessum hluta prófsins eftir 9 ára setu á skólabekknum, fara hér á eft- ir allar spurningarnar úr kafl- anum, 16 að tölu. Rúmsins vegna er verkefnunum sleppt, enda skiptir mestu máli, að spurningarnar feli í sér sann- gjarnar og viöunandi kröfur til nemenda og kennara, en jafnframt gengið út frá því að ekki sé verið vísvitandi að leggja snörur fyrir nemendur í sjálfum verkefnunum. Er það heldur ekki sýnilegt ( þessu prófi. Spurningarnar voru þessar: 1. Felldu mannanöfnin, sem í svigunum standa, rétt inn í eftirfarandi máls- greinar. 2. Greindu föll undirstrik- uðu orðanna í eftirfarandi málsgrein. 3. Strikaðu undir þau orð í eftirfarandi setningum sem standa í lýsingar- hætti þátiðar. 4. í eftirfarandi málsgrein eru sagnorð í viðtenging- arhætti. Hvaða hlutverki gegnir viðtengingarháttur þar? 5. Greindu undirstrikuðu orðin í eftirfarandi máls- grein í orðflokka. 6. Myndaöu þrjú nafnorð af sagnorðinu að aka, með eða án hljóðbreytingar. 7. Myndaðu lýsingarorð af eftirtöldum nafnorðum. (þögn, synd, Svíi). 8. Skrifaðu eftirfarandi texta og lagfæröu málfar án þess að merking raskist. 9. Til hvaða setningarhluta teljast undirstrikuðu orð- in ( eftirfarandi máls- greinum? 10. Settu sviga utan um for- setningarliði (eftirfarandi málsgrein. 11. Hver eftirfarandi skil- greininga á best við frumlag? 12. Skiptu eftirfarandi máls- grein í setningar með lóðréttum strikum og skrifaðu á línuna fyrir of- an hvort þær eru aðal- setningar eða aukasetn- ingar. 13. Breyttu beinni ræðu í eft- irfarandi málsgreinum í óbeina ræðu. 14. Dragðu hring um þá stafi í eftirfarandi málsgrein sem tákna önghljóð. 15. Skrifaðu tvö orð sem í eru nefhljóð. Dragðu hring um þá stafi sem tákna þau. 16. Strikaðu undir þau orð í eftirfarandi málsháttum sem borin eru fram á mismunandi hátt eftir landshlutum. Séu þessar spurningar skoðaðar ein af annarri kem- ur í Ijós, að frammistaða nemendanna byggist fyrst og fremst á því, að þeir kunni skil á orðflokkum málsins og beygingum og hafi einhverja þekkingu á orðmyndun. Allt eru þetta fyrstu skrefin á langri leið í móðurmálsnám- inu, og hvarættu nemendur að stíga þau annars staöar en I grunnskólanum? Takist ekki að byggja þess- ar undirstööur þar á traustum grunni og á réttum tima, ger- ist hvort tveggja í senn: öll áframhaldandi kennsla i þeim hluta móðurmálsins verður út í hött, nemendur missa áhugann og fá beinlinis and- úð á náminu, þegar þeir finna, að þeir vaði stöðugt í villu og svima og ráði ekki við neitt. Hvaða tilgangi þjónar það t.d. að leggja fyrir nemendur að læra setningafræði, ef þeir kunna lítil eða engin skil á orðflokkum málsins? Hvernig er unnt að ætlast til að nemandi geti svarað 10. spurningu hér að framan, ef hann þekkirekki forsetningar eða 12. spurningu, ef hann þekkir ekki einu sinni sam- tengingar, svo dæmi séu tek- in úr þessu prófi? Verður samt ekki að ætlast til þess að flestir nemendur geti svar- að slíkum spurningum að loknu námi í grunnskóla — eða hvað? Hér er ekki verið að gera þv( skóna að allt íslensku- nám eigi að kaffæra í ein- tómu málfræðistagli og for- rita eigi hugarfar nemenda þannig, að þeir sjái ekkert í kvæði Jónasar „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum“, annað en orðflokka, föll og beygingar. Aftur á móti skal hér ekki dregið í efa, að sá sem hefur lært að gagni þau undirstöðuatriði islenskrar málfræði, sem m.a. birtast í prófspurningunum hér að framan, hlýtur strax að hafa öðlast betri skilning á móður- málinu og næmari tilfinningu fyrir meðferð þess í ræðu og riti. Sé hins vegar öll mál- fræði tungunnar einhver óskiljanlegur hrærigrautur í vitund nemenda að grunn- skólanámi loknu, er „ást- kæra, ylhýra málið“ okkar illa á vegi statt, og má líkja þeirri uppskeru við það að hafa al- ist upp í sveit og þekkja ekki kind frá kú. Nú er það mála sannast að við lærum ekki málfræði á sama hátt og við lesum landafræði eða íslandssögu. Þeir kennarar, sem kennt hafa og kenna íslensku í grunnskólum, hljóta að hafa komist að þeirri niöurstööu, að það sé afar árangurslítið að segja nemendum að „lesa“ málfræðina slna, jafn- vel þótt hún sé matreidd i ný- tískulegum kennslubókum, bæði að útliti og framsetn- ingu. Nemendur á grunn- skólaaldri læra því aöeins málfræöi, að þeir fái stöðugt skrifleg verkefni til að leysa undanbragðalaust í skóla- stofunni undir handleiðslu kennarans. Með þeirri kennsluaðferð getur kennar- inn í mörgum tilfellum m.a. notað einfaldar og auöskildar aðferðir til að kenna í sam- hengi ýmis málfræðiatriði, sem nemendum finnast oft óskiljanleg í framsetningu á mörgum blaðsiðum í mál- fræðibókinni. Einu sinni þótti það t.d. góð latína að láta nemendur beygja sagnir i háttum, mynd- um og tíðum á eftirfarandi hátt: Hér er ekki verið að gefa ( skyn, að kennarar láti ekki nemendur fást við skriflegar æfingar í málfræði, en það er eins víst að kennarar segi réttilega, að þeim gefist aldrei nægurtími til að leggja þann grundvöll að is- lenskukennslunni, sem ætl- ast er til, kennslustundir séu of fáar og námsefni of yfir- gripsmikið í heild. Ef svo er, hvers vegna er þá ekki stungið við fótum og öll staða móðurmálsins í grunnskólanum endurskoð- uð? Það er ekki nóg að mark- miðin séu háleit, ef stiginn þangað upp er hrófatildur. Er það ekki stigið fullþungt til jarðar? Síðasti kaflinn í þessu margrædda prófi heitir Les- skilningur, og gefur hann 50 stig. Um þann kafla verður ekki fjallað hér, þótt hann gæti einnig verið áhugavert umræðuefni. Þar gæti aftur á móti sú spurning átt rétt á sér, hvort í sumum tilfellum sé ekki verið að leggja fyrir nemendur námsefni með þeim hætti, að það reynist ofviða þroska þeirra. Erekki stundum verið að eyða dýrmætum tíma í há- fleygar bókmenntalegar vangaveltur, er fara fyrir ofan garð og neðan hjá þessum unglingum og þeim t.d. gert að kafa i fjölskylduvandamál- um Gisla Súrssonar og frænda hans í stað þess að nemendur og kennari lesi í heyranda hljóði eins mikið af góðum bókum og skáldskap og við verður komið og spjalli síðan um efnið á máli, sem nemendur skilja? Svo læra börn málið að fyrir þeim sé haft. Með því móti mætti vonandi auka málþroska grunnskólanemenda og opna augu þeirra fyrir þeirri staö- reynd, að afþreyingarefni sé ekki einasta að finna í mynd- bandaleigum heldur einnig á bókasöfnum og í bókahillum heimilanna. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir ekki meginmáli hvort þessi umfjöllun um stöðu íslenskunnar f grunn- skólanum líkar betur eða verr. Hér hefur þó fyrst og fremst verið leitast við að vekja athygli á því, að móður- málið sé þar ekki á nógu góðum vegi statt, án þess að einn eða annar sé sóttur til saka. Aðalatriðið er, að við viður kennum án allra ýfinga að úr- bóta sé þörf og að við leitum þeirra, en læðumst ekki úr- ræðalaust umhverfis vanda- málið eins og kettir i kring- um heitan graut. Útkoman úr grunnskóla- prófinu á liðnu vori var að- vörun, sem ekki er unnt að láta sem vind um eyru þjóta. Germynd Framsöguháttur Miðmynd Þolmynd Nt. ég tel ég telst ég er talinn Þt. ég taldi ég taldist ég var talinn Viðtengingarháttur (er að týnast úr málinu) Nt. þótt ég telji ég teljist ég sé talinn Þt. þótt ég teldi ég teldist ég væri talinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.