Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 24. október 1987 SKOTMARKIÐ Viötal: Kristján Þorvaldsson JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁDHERRA: ekki límd við stólinn“ Nokkrir þingmenn Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks hafa harðlega gagnrýnt frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi og felur í sér breytingu á útlánareglum Húsnæöis- stofnunar ríkisins. Þeir gagnrýna ekki aöeins efni frumvarpsins, heldur líka hvernig Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur staðið að málinu. Jóhanna er í Skotmarkinu í dag og svarar þessari gagnrýni og lýsir skoðunum sínum í ýmsum málum. — Ertu aö sprengja ríkis- stjórnina? „Nei. Ég á ekki von á því, heldur vona ég að ríkisstjórn- in, sem stendur að þessu frumvarpi, beiti sínum áhrif- um til þess að þetta frumvarp verði að lögum.“ — Heföi ekki verið hægt að standa þannig að máium, að ekki hefði þurft að koma til „uppþota" í herbúðum stjórnarflokkanna? „Ég tel að ég hafi staðið að undirbúningi þessa máls eins og best var hægt. Upp- haflega óskaði ég eftir þvf við húsnæðismálastjórn að fá til- lögur um þetta og hún sendi mér sinar tillögur. í húsnæð- ismálastjórn eru fulltrúar allra flokkanna. Þetta mál var kynnt í ríkisstjórninni í byrjun september mánaðar og einn- ig i þingflokkunum. Rikis- stjómin samþykkti síðan fyrir sitt leyti 19. september, að málið yrði lagt fram á Alþingi og afgreiöslu þess hraðað, eftir að hætt hafði verið við bráðabirgðalög. Hálfum mán- uði fyrir þing, 7. október, var málið fullbúið fyrir þingflokk- ana og þeir hafa þvl haft það í hálfan mánuð. A þessum tíma hafa mér engar breyting- artillögur borist frá þingflokk- unum. Ég tel því, að það hafi verið staðið þannig að undir- búningi að ekki hafi þurft að koma til þeirra atburða sem átt hafa sér stað á undan- förnum dögum.“ — Þú hefur verið óvægin í gagnrýni þinni á húsnæðis- lánakerfiö. Má ekki segja að þú hafir verið að strá salti i sár framsóknarmanna og Alexanders Stefánssonar, sem fór með húsnæðismálin i siðustu ríkisstjórn? „Ég vil ekki líta á það svo, og get auðvitað ekki verið að velta fyrir mér hvernig einn eða annar stjórnarþingmaður hugsar ( þessu máli. Eg stend einfaldlega frammi fyr- ir því að við erum með hús- næðislánakerfi sem taka þarf á. Það verður að sníða af þessu verstu vankantana, og koma í veg fyrir að kerfið þurfi að lokast." — Það er gagnrýnt að ver- ið sé að hafna eða skerða láns.rétt hjá fólki? „Ég bendi á að hér er um að ræða 8% umsækjenda, 700—800 manns sem eiga fyrir fleiri en eina íbúð eða stórar skuldlausar eignir og eru að minnka við sig. Þetta er hópur sem tekur til sín 1200 milljónir króna, sem er sama og framlag í allt félags- lega kerfið. — Á meðan við höfum úr takmörkuðu fjár- magni að spila þá verður ein- hvers staðar að taka á þessu kerfi og það veröur að líta til þess að við erum með félags- lega íbúðakerfið í neyð, fjár- svelt. Ef við eigum ekki til fjármagn í félagslega kerfiö, þá getum við varla átt pen- inga til þess að láta niður- greitt fé renna til efnafólks. Ég taldi mig þvi knúna til þess að taka á þessu kerfi með þeim hætti sem ég hef gert. Eins vil ég nefna að á sl. árum, að einu ári undan- skildu, hafa ekki oröið eins miklar veröhækkanjr á fast- eignamarkaðnum. Ég tel að þetta stafi að verulegu leyti af nýja húsnæðislánakerfinu og tel að það sé ábyrgðar- hluti að opna aftur fyrir kerf- ið án þess að breyta af- greiðsluröðun á lánum eins og ég hef gert. Það bíða fjög- ur þúsund umsóknir og þær kosta sex og hálfan milljarð. Við fáum tuttugu milljarða frá lifeyrissjóðunum úr ný- gerðum samningum. Þeir peningar klárast á nokkrum vikum. Þess vegna er nauö- synlegt að taka á þessum málum eins og ég hef hér gert. Þeir sem tala stöðugt um skömmtunarkerfi verða þá að benda á hvar eigi að taka meiri peninga." — Sumir segja, að það hafi ekki verið nægilega skýrt í stjórnarsáttmála hvernig taka ætti á húsnæð- ismálunum. Þú og aðrir fram- bjóðendur Alþýðuflokksins hélduð húsnæðismálunum mjög á lofti fyrir síðustu kosningar. Ertu ekki hrædd um að verið sé að svíkja kjósendur? „Ég vísa því alfarið á bug að þetta mál sé ekki nægi- lega vel undirbúið. Það er tekið tram I stjórnarsáttmál- anum að draga eigi úr sjálf- virkninni og ég tel mig vera að stíga fyrsta skrefið í þá átt með þessu frumvarpi. Ég er ekki sátt við kerfið eins og það er og tel að það þurfi aö gera fleiri breytingar. Það þekkist t.d. hvergi að það séu niðurgreidd lán til allra, með þeim sjálfvirka þætti sem héi er gert. Eftir fjögur ár fer t.d. allt ríkisframlagið í niður- greiðslu í almenna húsnæð- islánakerfinu. Auðvitað ætti húsnæðiskerfið að vera þannig að hægt sé að veita góð lán til þeirra sem eru að byggja og kaupa í fyrsta sinn og til þeirra sem eru að stækka hóflega við sig auk þeirra sem búa við slæmar félagslegar aðstæður." — Það halda margir því fram að Alþýöuflokkurinn hafi færst til hægri og að flokkinn vanti félagslegar áherslur og yfirbragö. Það sama er sagt um þessa rikis- stjórn. Hvað finnst þér? „Það eru félagslegar áherslur og yfirbragð í stjórn- arsáttmálanum. — Það er komin stutt reynsla á þetta stjórnarsamstarf og það reyn- ir rauðvitað á í framkvæmd- inni hver viljinn er til þss að framkvæma þessar félags- legu umbætur. — Þú segir að þetta frum- varp nú aðeins fyrsta skrefið í átt til breytinga i húsnæðis- málunum. Það stendur styr um þessar breytingar og margir eru til þess að verja húsnæðislánakerfið, sem eitt afkvæmi þjóöarsáttarinnar. Heldurðu virkilega að það sé hægt að breyta einhverju? „Ef menn horfa æsingar- laust á þessi húsnæðismál og reynsluna sem komin er, þá held ég að menn hljóti að sjá að það þurfi að taka miklu meira á þessu kerfi helduren menn eru tilbúnir til í augnablikinu. Þvi tel ég að þegar mesti móðurinn rennur af mönnum verði þeir tilbúnir að skoða þessi mál með jákvæðum hætti.“ — Átta samtök með þús- undir félagsmanna knýja nú á um breytingar á félagslega íbúðarkerfinu. Hvað vilt þú gera? „Ég tel kaupleiguíbúðir vera lausnina á okkar félags- lega kerfi og það hefur sýnt sig að það viröist vera mjög mikill áhugi fyrir þessu hjá sveitarfélögum og félagasam- tökum. Ég tel því þetta vera valkost sem hati verulega þýðingu til þess að leysa þau vandamál sem uppi eru í fé- lagslega íbúðakerfinu og fyrir landsbyggðina. Þessi átta fé- lagasamtök sem þú nefndir eru samtök aldraða, fatlaðra, námsmanna og láglaunafólks sem hafa saméinast í kröf- unni um að það verði gert átak i félagslegum íbúða- byggingum. Ég var á fundi hjá þessum samtökum og mér var einmitt hugsað til þess, vegna þess að verið er að gagnrýna þær tillögur sem ég er að leggja fram, að það hefur stórum hluta lág- launafólks verið hafnað i al- menna kerfinu. Það er álíka stór hópur og verið er að tala um núna, að eigi að hafna og skerða lán hjá, 700—800 manns. Þetta eru sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum og ég veit ekki til þess að þeir aðilar sem hafa hátt núna hafi haft nokkuð um það að segja að þessu fólki væri hafnað i húsnæðislánakerfinu." — Þarftu aö gjalda fyrir þaö í þínu ráðuneyti að for- maður flokksins heldur um budduna og gætir rikiskass- ans? „Ég held að við getum ver- ið vel sæmd af þeim árangri að tvöfalda framlagiö til fé- lagslega íbúðakerfisins og auka verulega framlag til mál- efna fatlaðra. Hitt er annað mál að ég er ósátt við að ekki fæst meira ríkisframlag í almenna húsnæðislánakerfið. Ég tel að þangað hafi of lítið farið. Lengra var ekki komist og ég má ekki ein viö mörg- um.“ — Þetta frumvarp sem liggur fyrir, er að margra mati prófsteinn á hvernig þér muni takast að ná fram breyt- ingum i húsnæðismálunum almennt. — Stendur þú og feflur með þessu frumvarpi? „Mér væri sjálfri ósárt um það að standa upp úr þess- um stól, þó að það væri strax á morgun. En ég geri mér grein fyrir því að sem félags- málaráðherra, hef ég von til þess að ná fram þeim málum sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir á undanförnum ár- um. Þess vegna á ég mér þá ósk að þegar ég stend upp úr þessum stól, þá geri ég það í sæmilegri sátt við eigin sam- visku og gagnvart því fólki sem treystir mér til þess að ná fram ýmsum málum. Með- an ég hef það á tilfinning- unni að það sé hægt, þá tel ég mig hafaerindi í þennan stól. Komi annað á daginn, þá verð ég ekkert límd við þennan stól sem ég sit í hérna núna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.