Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. október 1987 15 IÞROTTIR Umsjón: Halldór Halldórsson Eru kaflaskipti i íslenskri knattspyrnu? Slgfrled Held Guðnl Kjartansson Fleiri landsleiki er mál málanna Það vakti athygli s.l. þriðjudagskvöld á gervigrasveilinum þegar iandsliðið var að æfa fyrir síðasta leik sinn í Evrópu- keppni landsliða að þessu sinni, sem er gegn Rússum i ytra, — að strákunum var úthlutaður annar vítateigurinn sem æfingarsvæði á meðan eitthvert fyrirtæki hafði allan völlinn til umráða. Slík framkoma gagnvart landsliði ís- lands er í hæsta máta móðgandi. Eftir frábæra frammi- stöðu undanfarið og mikilvægi þess að undirbúningur fyr- ir leikinn gegn Rússum takist sem best þá eiga strákarnir skilið betra en þetta. Alþýðublaðið hitti Guðna Kjartansson landsliðsþjálf- ara að máli eftir æfinguna þar sem hann fylgdist með æf- ingu hjá mfl KR. Guðni var spurður að því hvort honum fyndist s.l. keppnisár marka einhver tímamót og þá með hliðsjón af hinni góðu frammistöðu landsliðanna. Hann hafðj þetta að segja: „Óneitanlega er árangurinn nokkuð góður undanfarið. En ég get ekki sagt að einhver sérstök tímamót séu geng- in í garð. Það þarf verulegar breytingar á allri tilskipan i málefnum landsliðanna til að svo geti talist. Ég er t.d. hjartanlega sammála Sigga Held þegar hann talar um að nauðsynlegt sé að lengja keppnistímabilið á íslandi. Sjáðu KR-ingana hérna. Þeir eru á æfingu núna. Þessir strákar gætu alveg eins verið að spila leik. Varðandi landsliðið er alveg klárt að leikmenn bæta sig ekki að neinu gagni nema að spila miklu fleiri landsleiki. V.-Þjóðverjar léku fyrir skömmu gestaleik gegn Dönum sem var í raun bara æfingarleikur fyrir leikinn gegn Wales í Evrópukeppni landsliða. Þetta gerðu þeir bara til þess að halda mönnum í keppnisformi. Það er ekki nóg að æfa saman eingöngu, þótt það sé nauðsynlegt með, menn bæta sig ekkert verulega á því. Það er leikjafjöldinn og helst gegn sterkum andstæðingum sem skiptir mestu máli. Við eigum mjög frambærilegt landslið undir 21 árs og Olympíuliðið hefur einnig staðið sig mjög vel. í þessum liðum eru margir mjög efnilegir strákar sem myndu bæta sig verulega frá því sem nú er fengju þeir aukna kennslu og þá ég við virkilega kennslu í knattspyrnu plús marga landsleiki. Það er málið. Ef við tölum um félagslið eins og Liverpool, þá kemur í Ijós að uppistaðan í þeirra æfingarkerfi eru leikir og aftur leikir og það eru engir dútlleikir — það er spilað af fullum krafti!“ Þetta hafði Guðni að segja. Vonandi ber næsta KSÍ-þing gæfu til að marka róttæk- ari stefnu i málefnum landsliða íslands til framdráttar knattspyrnunni í landinu. Stefnu, sem kæmist alla leið ekki bara á pappírinn. Olík vinnubrögð Undirbúningur allur hjá handknattleiksiandsliði okkar fyrir ólympíuleikana í Seoul að ári var m.a. til umfjöllunar i síð- asta helgarblaði Alþýðublaðs- ins. Þar kemur fram í viðtali við Jón Hjaltalín Magnússon for- mann HSÍ að liður í undirbún- ingi sé hvorki meira né minna en 40 landsleikir á næstu ell- efu mánuðum. Þetta er yfir- þyrmandi þegar hafður er í huga sá undirbúningur sem landsliðið i knattspyrnu fær. Þar er ólíku saman að jafna. Maður hefur svona einhvern veginn á tilfinningunni að gera megi betur. Stendur íslensk knattspyrna á vegamótum? Úrslit síðustu leikja A-landsliðsins, undir stjórn V-Þjóðverjans Sigfried Held, hefur vakið mikla athygli viða um Evrópu. Hún er af sú tíð þegar landsliðið okkar sigraði leik með löngu miliibili og þá voru svo sannarlega jól hjá knattspyrnuunnendum. Undanfarið hefur verið mikið um hátíðir, því frammistaða landans í Evrópukeppni landsliða hefur farið fram úr vonum þeirra bjartsýnustu. Jafntefli gegn Rússum og Frökkum og tveir sigrar yfir Norömönnum. Slik frammistaða hlýtur að kalla á vangaveltur um hvað sé raunverulega að gerast. Er íslensk knattspyrna á hrað- ferð upp á við eða er þetta stundarfyrirbrigði? Þáttur Sigga Held Þótt svo að frammistaða landsliðsins sé ekki óaðfinn- anleg þá hefur margt snúist til betri vegar undir rólegri og yfirvegaðri stjórn Sigga Held. Það er skoðun margra að þetta sé bara rétt að byrja og landsliðið eigi eftir að taka mildum framförum. Held er kominn til að vera og fái hann tíma til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd geta gerst góðir hlutir. — En það er fleira sem kemur til. Unglingalandsliðin 15. júlí 1980 skrifaði ég grein í Dagblaðinu undiryfir- skriftinni: „Unglingalandslið- in eru púls íslenska A-lands- liðsins," þar sagði m.a.: „Miklar kröfur eru gerðar til A-landsliðsins í keppni gegn sterkum landsliðum. En til þess að þær kröfur geti talist raunhæfar verður KSÍ að stuðla að því að yngri landsliðsmenn njóti betri að- stöðu en þeir hafa nú hvað þjálfun og alla kennslu varð- ar. — Unglingalandsliðin eru jú sá nægtarsjóður sem A- landsliðið tekur úr og hafi verið lagt vel í þann sjóð og á góðum vöxtum, er af ein- hverju að taka.“ Sfðan þá hafa orðið miklar breytingar til batnaðar varð- andi unglingalandsliðin. Starfræktur hefur verið Knattspyrnuskóli KSÍ að Laugarvatni núnatvö síðustu arin og njóta unglingarnir þar kennslu i öllum grundvallar- atriðum góðrar knattspyrnu ásamt ýmsu öðru sem kemur þeim til góða siðar, en of langt yrði upp að telja. Unglinganefnd KSÍ undir stjórn Helga Þorvaldssonar á heiður skilinn fyrir að hrinda þessu miklaverki í fram- kvæmd árið 1986 og vonandi er skólinn orðinn fast fram- tíðarverkefni unglinganefndar KSÍ. — Viðbrögð drengjanna sem dvalið hafa í skólanum eru mjög jákvæð á alla lund. Það er ekki hvað sist happasæl starfræksla skól- ans svo og allur annar undir- búningur hinna ungu lands- liðsmanna á komandi tímum sem eykur bjartsýni manna. Öll undirvinna skiptir jú auð- vitað miklu máli. Heimamenn í sókn Þó svo að atvinnumennirn- ir okkar leiki stórt hlutverk i landsleikjum þá þarf að vera til staðar sterk sveit heima- manna til að fylla þann hóp og í leikjunum undanfarið hafa þeir sýnt mjög góða leiki og hafa í engu verið eft- irbátar þeirra sem eru i atvinnumennskunni. Þetta er skemmtileg þróun og sýnir okkur fram á að breiddin er að aukast, en þessari þróun þarf að fylgja fast eftir. Boltinn er hjá KSI Sigfried Held landsliös- þjálfari hefur oft haldið því fram aö lengja þurfi knatt- spyrnutimabilið á íslandi ef aukinn árangur eigi að nást. Því f leiri sem leikirnir eru þvi meiri möguleikar séu á því að leikmenn bæti sig. Sama gildi um landsiiðið. Landsieikjum þyrfti að fjölga að mun, þvi eigi landsliðsmenn að halda form- inu þurfi stöðuga keppni gegn sterkum andstæðingum. Það veiti mönnum besta aðhaldið. Knattspyrnuforustan hlýtur að leggja eyru við orð lands- liðsþjálfarans hvað þetta varð- ar. Fróðlegt verður að fylgjast með. Held hefur gefið linuna. Boltinn hlýtur þvi að vera hjá KSÍ. Myndln er frí landsliðsæfingunnl s.l. þriðjudag. Það er stutt stund milll stríða, en Friðrik Friðrlksson markvörður vill ölmur halda áfram. Það eru tvelr nýllðar i hópnum, pelr Rúnar Kristlnsson KR sem valinn var efnllegastl leikmaður I. delldar fslandsmótsins og hlnn snjalli KA-maður Þorvaldur ðrlygsson. AR óskar nýliðunum góðs gengls. - AR-myndlr: HH.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.