Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.10.1987, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 24. október 1987 'S»t> „jr. * -' WU ■* Wk mm & wí §§| || & 9&v mmnil §§ íl ' i V-’Sr íl, - Við prestavigslu útl I Lyngby i Danmörku i sumar er leið. BJörn Sigurbjornsson var þá vigður tll að gegna þjónustu á Danagrund. Frá vlnstri: Sr. Sigurbjörn Einarsson, Árni Bergur Slgurbjörns- son, Karl Sigurbjörnsson, Einar Slgurbjörnsson, Bernharð Guðmundsson, sem er tengdasonur blskups og Björn Slgurbjörnsson. 4 synir prestiærðlr og tengdasonurinn. lagði ekki mikið upp úrsmá- atriðum. Ég fékk góðan grunn i þýsku og latínu. Pálmi kom að skólanum í miðjum klíðum. Hann átti erfitt uppdráttar, en var ein- stakur kennari — alveg í sér- flokki sem kennari." Að loknu stúdentsprófi, sem Sigurbjörn tók utanskóla 1931, kenndi hann, en innrit- aöist í guðfræðideildina við Háskóla íslands. Sr. Sigur- björn hafði þó „lítt við í námi.“ „Mig langaði að fara út og vlkka sjóndeildarhring- inn. Ég vildi fá betri grundvöll sérstaklega í fornum málum og heimspeki." Sigurbjörn nam almenn trúarbragðavís- indi og mál i Uppsölum í Sví- þjóð. Þangað hélt hann 1933. „Ég var jafnákveðinn í þvi að verða prestur, en vildi fá grundvöll i biblíumálum, grísku og hebresku og al- mennum trúarbragðafræð- um.“ Námi lauk sr. Sigur- björn úti 1937. „Þá átti guð- fræðin að taka við, en ég var þrotinn af fé og fór því heim og tók guðfræðipróf heirna." Sr. Sigurbjörn ætlaði sér að halda áfram námi i Uppsölum en stríðiö lokaði fyrir jiann möguleika. Sigurbjörn varð prestur í Breiðabólsstaða- prestakalli á Skógaströnd 1939 og Hallgrimssókn i Reykjavik 1941. Síðan lá leið- in ( kennslu ( Háskóla ís- lands og biskup varð hann yf- ir íslandi 1959. Þjóðaruppeldi „Trúin er mér persónulega meiravirði en allt annað. Ég bý llka lengst og best að þeirri mótun sem ég þáði ( fyrstu bernsku minni, hjá afa og ömmu meðal annars hús- lestrarnir sem voru á hverju vetrarkvöldi og auk þess á sunnudögum og öðrum helg- um dögum. Hugblærinn sem hvíldi yfir þessum stundum er feikilega sterkur í minning- unni og sterk reynsla. Þó að ég skildi ekkert sem var farið með, og þættu lestrarnir stundum nokkuð langir, lifði maður helgina. Þessi vistar- vera í baðstofunni komst í eitthvert samband við heim sem var bjartari og betri en það daglega líf. Fyrir þetta lúna fólk, sem var hálfdrepið af erfiði, var sunnudagshelg- in ekki lítils virði. Og þarna eins og annars staðar lyktaði öllum dögum með þessari kyrrlátu stund í vökulok. Þá var lesin hugvekja og kannski sunginn sálmur og það rfkti þessi djúpa algjöra þögn. Það er óafminnanlega greipt í minninguna hvernig lúin andlitin mýktust og færðist yfir þau einhver. annarlegur blær, friðar og öryggis. Það þýðir engum að segja mér að guðræknisiðkun sé þýðingar- laus.“ Sr. Sigurbjörn dvelur við minningar úr barnæsku, við þær myndir sem barniö skynjar, trúarmótunina sem hann varð fyrir. „Hún fylgir manni alla tlð og er upp- spretta sem maður sækir styrk i án þess að maður geri sér grein fyrir þvf, og jafnvel þótt það sleppi tökum á manni á timabili, þá lifir það og vakir f undirvitundinni. Undirvitundin er nýtt hugtak í vísindalegri sálfræði, en gamla fólkið vissi töluvert um tilveru undirvitundarinnar. Okkur er kennt það núna að allt eða ekkert fari fram hjá okkur, að hugurinn innbyrði allt sem aö berst. Þess vegna er þjóðaruppeldi nútímans að verða hrein skelfing. Þá á ég fyrst og fremst við fjölmiðl- ana og einkum sjónvarpið. Hvað ríkiö, þessi allsherjar forsjá okkar leyfir sér að dæla inn á fólk af ófögnuði. Það er alveg hryllilegt. Ég hafði enga trú á sjónvarpinu þegar það kom fram og fékk bágt fyrir það hjá sumum menningarvitum. Ég spurði bara: Liggur svona mikið á? Hvað ætlið þið ykkur með þessu? Á hverju á að mata þessa þjóð ? Nú er töluverð umræða um fjölmiðlana. Ung stúlka spurði um daginn: Hvað er haft fyrir okkur t.d. í sjónvarpinu ? Það var verið að ræða hvernig unglingar haga sér m.a. í qamla miðbænum um helgar. Mér datt í hug þegar þetta viðtal kom: Vitið þér enn eða hvað ? Hvað ætla forsjármenn sjónvarps- ins bæði ríkissjónvarpsins og þessara svokölluðu frjálsu sjónvarpsstöðva að gera ? Hvað á að lengi að ofbjóða allri heilbrigöri velsæmis- kennd, og hvað á lengi að leyfa sér að undiroka heimil- in undir þennan ófögnuð. Nú tala ég gífurlega vegna þess að það slæðist eitt og annað með sem er viðhlitandi og gott, en nálega allt er þetta afþreyingarefni. Manneskjan virðist ekki eiga að fá að njóta næðis til þess að lifa sínu eigin lífi á heimilum. Ég öfunda ekki þá sem eiga að ala upp börn nú á tímurn." Sr. Sigurbjörn fjallar um fyrri tíma fjölmiðlanna, þegar út- varp sendi aðeins hluta af degi. „Það átti m.a. mikinn þátt í því að kynna tónþyrstri þjóð tónlist og á ævarandi þökk fyrir það.“ Þú talar um þjóðaruppeldi. Hvað áttu við? „Sjónvarpið hefur sjálfsagt ekki litið á það sem hlutverk sitt að taka að sér uppeldi þjóðarinnar. En það á mjög ríkan þátt í að móta hugsun þjóðarinnar. Hefur það staðið sig vel í þeirri grein. Tökum tunguna. Það er ekki ástæðulaus gagnrýni sem hefur komið á öllu þvi stórflæði af ensku, sem meira að segja ríkissjón- varpið hefur haft meðal- göngu um. Okkur þótti ekki gott að fá dagskrá Kanasjón- varpsins svokallaða yfir okk- ur. Spurning er hvort framfar- irnar urðu svo miklar, þegar allt kom til alls. Hver óskar eftir því að fá allan þann hroða sem er i sjón- varpi. Gera menn sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að gera meö því að sýna myndir sem eru ekki fyrir börn. Er ekki nóg að láta vídeóframleiðendum og öðr- um skúrkum eftir að hella sllku efni yfir fólk.“ Sr. Sigur- björn hefur verið óþreytandi að minna þjóðina á að halda vöku sinni ( varðveislu tungu og menningar. Enginn hefur náð að tala til þjóðarinnar af slíkum sannfæringarkrafti og hann. Um það geta allir verið „Afi og amma áttu þrettán faörn og ég var það fjórtánda, sem kom á litla pallinn hjá þeim í baðstofunnl í Háu-Kotey.“ sammála. Það er því í meira lagi eftirtektarvert að sá mað- ur sem öll þjóðin hafði um hver jól heima ( stofu hjá sér í gegnum sjónvarpið, skuli þykja stefnuleysið á þeim bæ keyra úr hófi fram. Ég spurði sr. Sigurbjörn hvort honum þætti eins mikil ástæða nú og áður að minna þjóöina á. Hvert stefnum við? „Það er erfitt að segja hvert þjóðin stefnir. Ég hef gripið á einu atriði í menningarstefnu nútímans, sem eru fjölmiðl- arnir og ábyrgð þeirra sem þeim stjórna. Við íslendingar erum ekki einir um þetta. Þetta er almennt vandamál. Ég geri mér vonir um að smátt og smátt segi heil- brigðir eðlisvísar fólksins sjálfs til sín, þannig að fólk láti ekki fara með sig eins og ómyndugan pening, sem tek- ur við hverju sem er frá svo- kölluðum húsbændum sín- um. Við búum í svokölluðu lýðræðislandi, þ.e.a.s. landi frelsisins og gott og blessað er það að njóta frelsins. En maður spyr sig hvar er frelsið í reyndinni. Sú mikla frelsis- hugsjón sem hefur verið kynnt í sambandi við fjöl- miðlun er sú aö gera rekstur útvarps og sjónvarps frjálsan. Að hver og einn geti sett hann á fót. Það vita allir að sllkan rekstur setja ekki aðrir á fót en þeir sem hafa veru- lega peninga — og það eru ekki allir sem hafa þá. í öðru lagi nær frelsið ekki til þess að ég og mínir líkar hafi nokkuð að segja hvað boðið er upp á. Það hefur t.d. aldrei verið leitað atkvæðis til þjóð- arinnar um hvernig dagskrá sjónvarpsins á að vera. Og ég hef vissa reynslu tyrir pvi að það er takmarkað hvaö menn hlusta á óskir. Þessum stóru og mjög merkilegu tækjum stjórna menn að þvf er virðist eftir slnu höfði —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.