Alþýðublaðið - 16.12.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 16.12.1987, Side 4
4 Miðvikudagur 16. desember 1978 BÓKMENNTIR Jón Friðrik Árnason skrifar ERINDI A GONGUFOR „Þaö bregður ofl fyrir gáska, risi og spennu. Það er þung alvara og und- irfónn í ætt við lifs- háska, sem fylgir bókinni út í gegn,“ segir Jón Friðrik Arason m.a. i um- fjöllun sinni um bók Gyröis Elías- sonar, „Gangandi ikorn“. Gyrðir Eliasson: Gangandi íkorni. Mát og menning, 1987. Gyrðir Elíasson er ungur höfundur, með nokkrar Ijóðabækur að baki og nú fyrir jólin kom út hans fyrsta skáld- saga sem ber nafnið „Gangandi ikorn'i1. Þetta eru gleðitíðindi fyrir unnendur bóka því hér kveður við dálítið sér- stakan tón. Bókin skiptist í tvær frá- sagnir, sú fyrri um dreng og hin seinni um fkorna. Gyrðir hefur fyrst og fremst komið fram sem Ijóðskáld til þessa og má glöggt sjá það í skáld- sögu hans sem er ærið Ijóðræn og barmafull af líkingamáli. Frásagnastíll er lipur og svipar helst til tónsmíða með ýmist þungu eða léttu taktföstu hljómfalli sem rís og hnígur á víxl við djúpan undirtón, hefst og lýkur á sama stefi. Það er ekki settur punktur við lok bókarinnar, heldur þankastrik. Gyrðir sýnir í þessari bók kunnáttu- samleg vinnubrögð sem ég ætla ekki að fara nánar útí hér. En sem dæmi um Ijóðstíl hans ... „Steinþögnin brotnar; hverflarnir hökta af stað. Kuflveran kemur út, tek- ur hönd mina þegjandi. Skriðbyttan logar, hverflarnir snúast. Við göngum aðra leiö til baka, rétt ofan mógrafanna slygrónu. Þær vekja mér hroll sem úlpan nær ekki að úti- loka til fulls. Kaldar. Djúpar." Slíkar tónmyndir eru hér og þar, þær skilja eftir bragð i munni, sæt- súrt. Þetta er eins og áður segir saga um dreng í kunnuglegu umhverfi og hið hversdagslega líf er hann ekki alveg tilbúin að sjá með sama sjóngleri og flest fólk. Því verða dagarnir honum tilefni margbreytilegrar upplifunar. „Hér hefur hins vegar aldrei verið köttur, þeir þrifast ekki hér,“ segir Björg. „Dræpust bara úr leiðindum. Kettir þurfa tilbreytingu, þeir eru þannig skepnur, annars horast þeir niður og byrja að emja dagana út.“ Þetta segir Björg, og hugsanlega er ég þá nokkurs konar köttur." Gyrðir gefur sögu sinni sérstakt líf og þegar kemur að síðari frásögninni þar sem íkorni leiðir lesandann um furðuveröld leikur um mann kaldur gustur sem minnir helst á heimsend- isboðun eða kjarnorkustyrjöld. I upphafi bókar er eins og drengur- inn sé að vakna upp af draumi sem boðaður er í lok bókarinnar... „Draumsólir vekja mig, andartak er ég óviss um staðsetningu mína í þessum eða hinum heiminum." Ég minntist á i upphafi frásagnar um dreng og íkorna sem tvær persón- ur en þegar upp er staðið er þetta ein og sama persónan, drengurinn bregð- ur sér í líki íkorna og ferðast um heim dýra og þannig tengjast frásagnirnar og tvinna heillega mynd. Margt ber fyrir augu íkornans og á göngu verða á vegi hans undur... „Apótekarinn hellti úrannarri smá- flöskunni, til hálfs í glasið. íkorninn sá að á henni stóð BRENNISTEINSSÝRA. Hin flaskan var ómerkt. Apótekarinn hellti úr henni og fyllti glasið að börmum. Síðan leit hann snöggt á íkornann, greip glasið, bar að vörum, tæmdi það í einum teyg. Hann dæsti ánægjulega og þurrkaði sér um munn- in á slopperminni. íkorninn varorðlaus. Hann beið eftir að sjá apóterkarann lyppast emjandi niður.“ Það er alltaf eitthvað að gerast á hverri síðu og Gýrðir hefur sérstakt dálæti á skáldlegum tónmyndum sem spretta fram og maður fær ósjálfrátt á tilfinninguna að höf. Ofdekri við tón- stigann og sælkeralegir réttir eru á borð bornir. „Tíminn er fugl. Margar nætur þutu stjórnlaust gegnum vitund og veru íkornans. Dökkbrýnn dagur rann upp. Ský hrönnuðust ytir húsþökunum." Þaó bregður oft fyrir gáska, risi og spennu. Það er þung alvara og undir- tónn í ætt við lífshás,ka, sem fylgir bókinni út í gegn. „ .. ._ég er búinn að vera hér of lengi. Ég fer heim. Fjandinn hafi það, mig langar heim. Þetta er ekki minn staður. Eintómur steypumassi. Ég fer. Það er ekki eftir neinu að bíða, ég hef ekkert hér að gera. Hvers vegna kom ég hingað?" Gangandi íkorni er bók sem má lesa oftar en einu sinni og er því gædd kostum góðrar bókar. Gyrðir Elíasson hefur með þessari skáldsögu fært lesendum sínum eitt góðverk til. Jón Friðrik Árnason Höt er rithöfundur. BÓKMENNTIR Sigríður Hermannsdóttir skrifar BLINDFLUG Blindflug. Höf. Ómar Þ. Halldórsson Almenna bókafélagið gefur út. 156 bls. Bók þessi ber nafn með rentu. Les- andinn er í sannkölluðu blindflugi alla bókina. Ég velti því fyrir mér við lestur bókarinnar hvort konur væru höfundi óskiljanlegar og óleysanleg ráðgáta, eða hvort skiIningsleysisyfirlýsingar I bókinni væru almenn viðhorf þjóðfé- lagsins um óskiljanleika kvenna yfir- leitt. Á bls. 49 segir; „Þær voru báðar óskiljanlegar, ósamræmanlegar, samt hún sjálf.“ Og seinna á sömu síðu; „Og jafnvel maðurinn hennar hafði á endanum orðið skiljanlegur, skiljan- legri en hún sjálf. En hún hélt áfram að vera óskiljanleg ... Sjálfri sér óskiljanleg." Ég skildi bókina þannig, að sögu- persónan, konan nafnlausa, væri að reyna að skilja sjálfa sig, í samhengi við líf sitt. Bókin minnir á myndaröð. Minningar, atburðirog umhverfi renna saman í llkingamál. Líkingamál er sótt i margar áttir og lesandinn á fullt í fangi með að fylgja höfundi eftir í ferðinni. Myndirnar sem notaðar eru koma af sjónum, skipa- ferðum og öldubroti. Flug í sjón og blindflugi. Leiksvið með leik og nekt. Fuglar sem ýtt er af bjargbrúnum, ófleygum. Allt eru þetta þættir sem myndmálið spannir ( likingamáli lífs- ins. Ég óskaði oft eftir nánari kynnum við þessa óskiljanlegu konu. Líkinga- málið olli því að aðalpersóna bókar- innar var jafn fjarlæg mér við upphaf og enda bókarinnar. Ef til vill er það hluti af líkingunni. Konan í bókinni fékk hvorki andúð, samúð né skilning minn. Sá hluti bókarinnar sem höfðaði sterkast á mig voru upplýsingar sem aðalpersónan gaf um sig í samtals- formi við fyrrverandi eiginmann. Þar kemst lesandinn næst konunni. Þá klæðist þessi draumavera mannlegum eiginleikum og talar. Líkingamál bókarinnar gerir það að verkum að oft gleymir lesandinn sögu- persónunni, en er minntur á hana jafn- óðum. Sögupersónan fjarlægist og líkingin er aðalatriðið og síðan er aft- ur skipt um hlutverk þannig að verkið samræmist i innihaldi og gerð. Málræktartilfinningu minni var mis- boðið með setningum eins og „kvæt normal“ og „djók“, þó bókin sé annars skrifuð á góðu máli. Hugarheimur konunnar i bókinni er þungur og dapurlegur, og samlíking- arnar í samræmi við það. Ég fylltist löngun til að hrista sögupersónuna til og fá fram viðbrögð. Uppgjafartónninn er svo þrúgandi, s.s. á lokasíðu bókar- innar, þar sem miskunnarleysi lífsins er líkt við fuglana sem hrapa og berja ölduna. Fuglar sem ekki höfðu hæfi- leika til að fljúga, því eitthvað skorti svo þeir mættu lifa. Svo sem áður er sagt skildi bókin ekki eftir neinar tilfinningar til kon- unnar í bókinni nema löngun til að kynnast henni. Þrátt fyrir hugleiðingar hennar sem fylla heila bók er hún óþekkt. Líkingamál bókarinnar er e. t. v. bæði veikleiki hennar og styrk- ur. Styrkurinn felst i að þetta myndmál er vel sett saman. Veikleikinn aftur á móti kemur fram í að konan, sem les- andi vildi kynnast, hverfur í öllum myndunum. Sigríður Hermannsdóttir Höf. er félagsráðgjafi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.