Alþýðublaðið - 21.05.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Side 7
7 Það verða sömu mennirnir sem kvarta undan kvótaleysi í haust og voru harðastir í að moka upp fiskinum Sigurður Einarsson er framkvœmdastjóri fyrir Hraðfrystistöðinni í Vestmannaeyjum. Það- an eru gerðir út bátar og loðnuskip, og vinnsl- an er hefðbundin fryst- ing og söltun ásamt loðnubrœðslu. Velta fyrirtækisins var í fyrra tœpur milljarður og þar af launagreiðslur 2-3 hundruð milljónir. Það var hlýtt og hœg- ur á austan úti í Eyjum daginn sem ég heimsótti útgerðarmanninn, aðeins 6 vindstig á Stór- höfða, og fólk að undir- búa vorverkin eftir kalt vor í Vestmannaeyjum eins og víðar um land. Sigurður býr austan- vert í bœnum, og aðeins nokkur hundruð metrar í hraunið sem ruddist upp fyrir hálfum öðrum áratug. Sigurður fluttist út í Eyjar eftir gos og frá því hefur hann rekið Hraðfrystistöðina, sem faðir hans var um árabil kenndur við. Nú hefur fyrirtœki Einars Sig- urðssonar verið skipt í tvennt, og annan part- inn rekur Ágúst, bróðir Sigurðar, suður í Reykjavík. Einhvern veginn gengur þetta — Hvað hefur breyst í út- gerð á fimmtán árum eða frá því þú tókst við rekstrinum? „Eg veit nú ekki, segir Sig- urður. „Það er meiri afli nú en þá. Annað er eins — verð- bólgan t.d. hin sama.“ — Það eru fastir liðir eins og venjulega að útgerðar- menn kvarti. „Jú,jú. Þeir kvarta á hverju ári, en einhvern veginn geng- ur þetta sarrnt." Menn hafa reynsluna — Hvernig var staðan hér i Eyjum fyrir gengisfellingu? „Hún var mjög slæm hér sem annars staðar. Kostnað- ur hefur allur verið að hækka allt of mikið, svo að þetta var orðin afleit staða, og ég er ekki þúin að sjá aö gengis- fellingin breyti öllu.“ — Útgerðinni er öðrum fremur kennt um aö þaö þurfti að fella gengið, en þið segið að hún ein komi að litlu gagni. Leysir hún ekkert, og verðum við aö búast við annarri í kjölfarið? „Hún leysir bara yfir ákveð- ið timabil, svo er hættan að allt fari í sama farið aftur, launin hækki og erlendur til- kostnaður vaxi aftur. Menn hafa reynsluna frá því fyrir nokkrum árum, þegar gengið var fellt á þriggja mánaða fresti. Allir sáu hvað þaö færði þeim.“ — Hvað þarf að breytast, ef gengið breytir takmörk- uöu? „Þaö þarf að ná kostnaði niður, en náist það ekki, er óhjákvæmilegt að eitthvað af fyrirtækjum hætti rekstri. Annað gerist ekki, en okkur hættir til að halda fyrirtækj- um í vonlausum rekstri. Verð- eða gengistrygging skulda gagnvart útgerðinni breytti öllu. Við gengisfellingu vaða allar skuldir uþþ að nýju, en áður fyrr gátu menn nokkuð reiknað með að gengisfelling strikaði skuldir að mestu út.“ Með þriðjungi of stóran flota — Er þaö offjárfestingin sem skapar vandann? „Það er ekki bara offjár- festing, þó að hún hafi tölu- vert að segja hér sem annars staðar i þjóðfélaginu. Það er viðurkennt að við erum með 30% of stóran flota, og á meðan eru menn að þurðast við að greiða af of stórum flota og láta hann veiða. Og fiskvinnslufyrir- tækin eru of mörg miðað við aflamagn og vinnuafl." — Útgerðarmenn vilja ekki grisja flotann sjálfir, og að 3-4 mánuðum erum við kom- in í sama farveg og fyrir gengisfellingu. Hver á að taka á vandanum, ef útgerð- armenn gera það ekki sjálfir og rikisvaldið leggur aðeins plástur á sárið með gengis- fellingu? „Kannski aðstæður knýi þetta fram. Ef þær eru þann- ig aö menn hafa ekki rekstr- argrundvöll og tapi sínum fjármunum, nema þeir geri eitthvað, þá neyðast menn til að taka á þessu.“ — Nú er knúið á um geng- isfellingu, og þá fá menn smá frið til að safna skuldum á ný — en enginn tekur á meðan á vandanum. Á ríkið aö gripa til harðra aðgeröa? „Ríkið getur aldrei annað en búið atvinnurekstrinum skilyrði, en það er síðan at- vinnufyrirtækjanna að ákveða hvað þau gera.“ — 10-12% gengisfelling er kannski engin ósköp til að koma mönnum á flot aftur, en munu menn ekki láta segjast og reyna að draga úr rekstri eða hætta rekstri, hvernig svo sem það gerist? „Það er ekki víst að menn geri neitt, heldurmalli þetta bara svona áfram." Þjóðarsátt ekki í augsýn — Gengisfellingin rekur verðbólguna upp að nýju og bitur í skottið á ykkur, en hvaö hefðuð þið, útgerðar- menn, þá viljaö gera? „Ég veit það ekki, en menn koma alltaf að því sama, ef gjöld eru meiri en tekjur. í fyrra voru hlutföll ekki svo slæm. Frá þeim tíma hefur kostnaður hins vegar aukist um 20-30%, en tekjur hafa haldist óbreyttar. Slíkt geng- ur auðvitað ekki. Launin eru stærsti kostn- aðarliðurinn, en hvernig eig- um við að koma fólki í skiln- ing um að tökum við meira út úr atvinnugreininni en hún þolir að okkar mati, þá fáum við verðbólgu?" — Ekki litum við á það sem neikvætt ef launin eru stór liður, og grisjun flotans yrði ekki á kostnað launanna — en vilja útgerðarmenn ekki taka hana á sig? „Hverjum og einum finnst ekki sinn floti of stór.“ — Er engin „þjóðarsátt“ til? „Ég veit ekki. Fiskveiði- stefnan hefur veriö að skapi útgerðarmanna og við höfum talið að með henni væri hægt að ná flotanum niður, en hinn hluti þjóðarinnar hef- ur ekki verið á því. Við megum þó ekki gleyma því að útgerðarmenn sjálfir hafa komist að samkomulagi um að nýr bátur megi ekki veiða meira en sá gamli.“ Hafa ekki trú á því sem er gert — Gera menn ekki samt út á einhverja framtíð þar sem reiknað er með sömu lausnum m.a. þvi að rikið tryggi meiri veiðiheimildir en gilda í raun? „Jú, menn hafa ekki almennilega trú á því sem verið er að fást við. En viö megum ekki gleyma því að það er ekki bara i út- gerð sem fjárfestingarnar eiga sér stað. Fólk almennt er ákaflega ómeðvitað um kostnaðarhlið mála í verð- bólgunni. Allir vilja þjösnast áfram meöan gefst, því að menn trúa því að það verði allt dýrara á morgun. Það er aðalatrióið að almennur sparnaður sé auk- inn, en það má þá ekki skerða það sparifé sem hefur myndast. Það má t.d. alls ekki taka lánskjaravísitöluna úr sambandi, því að þeir sem spara verða að hafa einhverja tryggingu. Fólk ætti líka að geta gengistryggt peninga á bankareikningum." Þeim mun meira frelsi... „Þeim mun meira frelsi sem menn hafa á flestum sviðum, þeim mun betra verður hagkerfið," segir Sig- urður. „Ég geri mér fulla grein fyrir þvi að í fiskveiðum verða að gilda strangar regl- ur, en þeim mun opnara sem samfélagið er þeim mun skynsamlegra er það.“ — Hefur ekki verið gert út á þetta frelsi — treyst á gengisfellingu og að ríkis- valdið tryggi „eðlilegan“ rekstrargrunn? „Það eru ekki bara atvinnu- vegirnir sem hegða sér þannig. Verkalýðshreyfingin er líka að gera alls konar samninga sem hægt er velta yfir á gengisfellinguna. Það má lika segja að þjón- ustugeirinn kalli á kostnaðar- hækkanir, sem fólk borgar þegjandi og hljóðalaust í sköttum." Sömu mennirnir kvarta „Það er mikið talað um gámaútflutning, en í sjálfu sér er þetta ekkert nýtt. Spurningin er þara sú hvað menn vilja senda mikið út og á hvaða veröi þeir vilja selja, en útgerðin reynir að fá sem mest fyrir sinn snúð. Því verður ekki breytt.“ — Finnst þér að þessi beina sala á fiski hafa skilað sér nógu vel þjóðhagslega? „Nokkuð vel. Þaö urðu slys, þegar verð var mjög lágt. Fyrir því eru skýringar. Það var haldið áfram að veiða fisk án þess að menn vissu hvað ætti að gera við hann, en þessi fiskur hefði ekkert verið unnin hér heima. Við skulum átta okkur á þvi að það verða sömu menn- irnir sem kvarta undan kvóta- leysi í haust og voru harðast- ir í að moka upp fiskinum á þessum tima.“ Festa kvótann til frambúðar „Mér finnst eini ókosturinn við kerfiö að kvótinn er of rúmur. Menn hafa ekki lent í nógu miklum vandræðum með kvótann. Ef menn væru með litinn kvóta myndu þeir ekki moka upp fiski sem þeir fengju litið fyrir.“ — Finnst þér sem sagt að þaö eigi að takmarka kvótann meira? „Maður veltir því fyrir sér, hvort hann sé ekki of stór, þegar hægt er að fara svona með hann.“ — Er það ekki gamli hugs- unarhátturinn að menn stóla á aö kvótinn stækki? „Jú, það er byrjað að kvarta undan þvi að hann sé ekki nógu stór, en það má ekki láta undan því.“ — Þú vilt ekki breyta kerf- inu t.d. meö útboðum? „Nei, mér finnst að það ætti að festa kvótann til framþúðar á viðkomandi bát. Þávissu menn fyrirfram hvað mætti veiða og reyndu að gera sem mestan pening úr þessari eign sem er kvótinn, og byggju ekki við óvissuna um einhverja allt aðra reglu í framtíðinni. Flotinn gæti minnkað þannig að þegar bátar gengju

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.