Alþýðublaðið - 21.05.1988, Page 8
8
Laugardagur 21. maí 1988
úr sér og eigandinn kannski
kominn á aldur, gæti hann
selt sinn kvóta og hann
þannig sameinast öðru skipi.
I dag er þrýstingurinn á end-
urnýjun flotans vegna þess
að menn halda að í framtið-
inni fái þeir að veiöa meira
vegna þess að þeir eru með
betri báta og afkastameiri en
áður.“
Göslarahugsunarháttur
— Gætir sömu vantrúar
hjá ykkur sem öðrum á að
hlutirnir haldist og annars
staðar i samfélaginu?
„Já, mér finnst algjör
óþarfi að láta ríkja óvissu
hér. Svæðatakmarkanirnar
eru til þess að hindra veiðar I
smáfisk og hrygningarfisk og
kvótakerfiö á að vera þannig
að það séu hagsmunir sjó-
manna og útgerðarmanna að
auka verðmæti fisksins úr
sjónum. Það þarf að breyta
ríkjandi göslarahugsunar-
hætti.“
— Minnkar flotinn nokkuð
ef kvótinn flyst á milli þó að
bátar gangi úr sér?
„Við sjáum hvað er að ger-
ast. Þeir sem hafa verið að
missa báta hafa keypt þá inn-
anlands án þess að kvóti hafi
fylgt með. Þannig þjappast
veiðiheimildir saman.
Það verður aldrei friður um
minni flota nema menn hafi
hag af því sjálfir. Kapphugs-
unarhátturinn sem fylgir
sóknarkvótanum verður að
víkja fyrir þvi að menn geri
sem best úr því sem má
fiska. Við skulum ekki
gleyma því að kvótanum var
komið á, þegar afli dróst
saman.
Menn þurfa að kornast út
úr gamla hugsunarhættinum
um að Bretinn veiói fiskinn
ef við veiðum hann ekki
sjálf.“
— Viltu aö sóknarkvótinn
hverfi alveg?
„Já.“
— Er þá ekki veriö að
afhenda aðilum aðgang að
verðmætum?
„Það er ekkert óeðlilegt að
þeir sem hafa fjárfest í at-
vinnutækjum njóti þess. Þeir
eiga líka að fá að gera það á
hagstæðasta máta, og ég
treysti engum betur en sjó-
mönnum og útgerðarmönn-
um að ganga skynsamlega
um fiskistofnana."
Það liggur í augum uppi
„Ég sé fyrir mér að í
vinnslunni verði annars vegar
tiltölulega stór fyrirtæki eins
og Grandi og Útgerðarfélag
Akureyrar og hins vegar lltii
fyrirtæki.
Rekstur frystihúSs sem
vinnur fisk úr einum togara
og hefur enga gámamögu-
leika verður mjög erfiður í
samanburði viö fyrirtæki í
dreifðri vinnslu sem getur
staðið i gámaútflutningi til
sérhæfingar. Slíkt fyrirtæki
skilar mjög góðum arði.“
— Viltu hafa útgerð og
fiskvinnslu á einni hendi?
„Já, eða menn kaupi á fisk-
mörkuðum og nýti sér þann-
ig sérhæfingu."
— Menn hafa fyrirmynd af
hagnaöi i útgerð og vinnslu
af Utgerðarfélagi Akureyr-
inga..
„Þeir hafa stýrt vinnslu og
veiðum saman, og skila
hagnaði á sama gengi og
aðrir. Þeir eru að fá sömu
dollarana fyrir veiðina eins
og aðrir og greiða starfsfólki
launauppbót á sama tíma og
aðrir berjast í bökkum. Aðrir
hljóta þá að spyrja sig: Hvað
getum við gert til þess að ná
sömu afkomu og þeir eru að
ná? Það liggur í augum
uppi.“
— Ef þú litur til Vest-
mannaeyja, eru þá ekki allt of
mörg fyrirtæki hér?
„Jú, en það kemur alltaf að
því sama hvernig ætla menn
að breyta hlutunum og bæta
hag fyrirtækjanna. Fjárfest-
ingin er til staðar." _
— Þú sérö ekki fyrir þér
sameiningu eins í Granda
t.d.?
„Það liggur Ijóst fyrir að
menn verða að skoða málin.
Það verður kannski ekki meiri
sameining, heldur sérhæfing.
í Granda er í öðru húsinu
unninn karfi og í hinu bol-
fiskur og það er þetta sem
menn verða að hugsa um á
stöðum eins og hér í Eyjum.“
— Hver á að hafa frum-
kvæði að breytingum?
„Við sjáum breytingarnar
alls staðar í þjóðfélaginu.
Þær eru að eiga sér stað.
Efnahagsmálin eru öll að
breytast. Við raunvexti urðu
fyrirtæki að endurgreiða lán
með réttum krónum en ekki
lengur með litlum krónum.
Þetta gerir allt aðrar kröfur til
stjórnenda fyrirtækja hvernig
fjármagnið er notað. Áður
fyrr gátu menn gert regin-
skissur án þess að það setti
menn út af laginu — svo
kom gengislækkun einhvern
tíma seinna og þurrkaði lánið
út.
Umræðan um kaupfélögin,
Álafoss og iðnaðardeild Sam-
bandsins sýnir glöggt að um-
ræðan er á öðrum nótum en
áður.
Það er greinilegt að það er
ákveðinn vendipunktur al-
mennt í atvinnulífi."
— Er ekki fjárfestingin í
verslun á Reykjavíkursvæð-
inu þvert á þessa skoðun
þina um breytta hugsun i at-
vinnulífinu?
„Það er bara ekki komið aö
þeim. Og ég held að verslun-
in í Reykjavík sé ekki þessi
dans á rósum sem menn úti
á landi vilja vera láta. Deilan í
VR leiddi það í Ijós að kjör
fólks í stórmörkuðunum voru
ekki betri en í fiskvinnslunni.
Kaldur raunveruleikinn tek-
ur þar við sem annars staðar
í atvinnulífinu, — og þá tekur
almannavaldið ekki við eins
og Byggðasjóður hefur gripið
inn í víða úti á landi.
Þaö er best að menn beri
sjálfir ábyrgð á því sem þeir
gera.“
Lán Byggðasjóðs mesta
böl fyrir útgerð og
fiskvinnslu
— Sérðu að fólk og fyrir-
tæki geti boriö ábyrgð ein án
þess að ríkið gripi inn, ef út
af bjátar?
„Þessi ríkistrygging þarf
að hætta. Ég held að eitt-
hvert mesta böl fyrir útgerð
og fiskvinnslu á landsbyggð-
inni sé að Byggðasjóður
skuli lána til útgerðar og fisk-
vinnslu. Það þýðir að stjórn-
endur gera ekki ráðstafanir til
að tryggja rekstrargrundvöll
heldur er einhver sjóður lát-
inn útvega lánsfé til þess að
hægt sé að halda áfram tap-
rekstri — og það þýðir líka
að stjórnendur gera ekki ráð-
stafanir sem þyrfti aö gera
vegna utanaðkomandi að-
gerða, þar sem mönnum eru
gefnir peningar. Á lista
Byggðastofnunar yfir fyrir-
tækin sést að ár eftir ár eru
þetta sömu fyrirtækin. Þetta
eru smáskammtalækningar
fram og til baka, og þetta er
ein ástæða þess að fisk-
vinnsla á í vök að verjast.
Fyrirtæki þurfa að vera rekin
með hagnaði, og sveitarfé-
lögum er ekkert gagn í þess-
um fyrirtækjum, ef þau geta
ekki borgað fólki gott kaup
og gjöld til sveitarfélaganna."
— Er ekkert til í því aö
fyrirtækin gengu ekki viða úti
á landi, ef ekki væri þessi að-
gangur að ódýru lánsfé?
„Eg held að þetta mismuni
bara fyrirtækjum. Sum eiga
rétt og önnur ekki. Mér finnst
eðlilegra að öll fyrirtæki fái
lán gegnum sína banka. Þá
neyðast stjórnmálamenn og
stjórnendur fyrirtækja til að
láta fyrirtækin ganga þannig
að þau skili hagnaði."
— Nú heyrast þær raddir
að byggðastefnan sem trygg-
ir byggð í öllu landinu sé
úrelt. Þéttari byggð sé nauð-
synleg. Mun ekki sú grisjun í
byggð sem afleiðing af fisk-
veiðistefnunni eiga sér stað
sjálfkrafa?
„Það er erfitt að segja fólki
að flytja af stað, en ég held
að það sé æskilegra að
þjappa byggð saman. Eins og
nú er finnst manni víða von-
laust og allir tapi í barátt-
unni. Félagslegar aðstæður
eins og skólar og þjónusta
við fyrirtæki krefst ákveðinn-
ar byggðar, og það er greini-
legt að fólk er að gefast upp
á þessu."
Sameiginlegir
hagsmunir
„Það er miklu æskilegra að
taka allar atvinnugreinar und-
ir eitt og hugsa um starfs-
skilyrði þeirra i einu lagi.
Samstaða atvinnugreina er
lika miklu meiri en menn
ætla. Auðvitað hefur t.d. at-
vinnurekstur í landinu hag af
ódýrri orku, en ekki bara sjáv-
arútvegur. Hið sama á við um
samgöngur til dæmis.
Hagsmunir atvinnulífsins
eru betur tryggðir saman en í
sundrungu sem nú ríkir.“
— Er skynsamlegt að
hugsa þetta land sem eitt,
hafa sama orkuverð um allt,
simakostnað o.s.frv.?
„Það er dýrara að rafvæða
á stað með hundraö manns
en þar sem 5 þúsund eru
fyrir og þá er alltaf spurning
hver borgar brúsann.
Framleiðendur sem flytja
út geta ekki velt orkuverði út
í verðlagið, því að erlendir
kaupendur vilja að sjálfsögðu
ekki taka þátt í að jafna orku-
verð á íslandi — en raf-
magnsverð til iðnaðar hér á
landi er með því allra hæsta i
Evrópu.
Ég held að það sé hættu-
legt að jafna starfsskilyrðin
með því að blekkja með
gjaldskrám. Meö því móti er
hvatt til sóunar. í stað þess á
að styrkja byggöarlög beint.
Það er blekking ef kostnaður-
inn er ekki látinn koma beint
fram."
Bakslag við
gengisfellinguna
— Hvernig list þér á
landsstjórnina?
„Það er erfitt að stjórna
landinu í þriggja flokka
stjórn. Þær eru veikar og
erfiðara að taka á málum."
— Finnst þér það jákvætt
sem hefur verið gert í efna-
hagsmálum?
„Mér finnst þaö. Það er já-
kvætt að koma á stað-
greiðslu skatta og það er já-
kvætt að breyta tollum og
láta allar vörur bera sölu-
skatt, og það er jákvætt að
taka upp virðisaukaskatt. Ég
held að rnenn séu að mörgu
leyti á réttri leið, en hvort
menn hafa tíma eða úthald til
að halda út er annað mál.
Menn koma alltaf að því
sama í efnahagsmálum að
menn eyða ekki meiru en
aflað er. Ef menn byggja flug-
stöð fyrir tvo og hálfan millj-
arð verða einhverjir að vinna
fyrir henni."
— Hafa menn úthaldið eft-
ir gengisfellinguna?
„Ég er voða hræddur um
að við lendum í veróbólgunni
aftur. Aðhaldið sem stjórn-
málamenn þurfa að fá og
vilja hafa, hverfur að nýju.
Við það að verðbólgan fór þó
niður byrjaði fólkið að átta
sig á því hvað hlutirnir
kosta."
— Heldurðu að komi bak-
slag við gengisfellinguna?
„Ég er mjög hræddur um
það.“
Eitthvert mesta böl
fyrir útgerð og
fiskvinnslu á lands-
byggðinni að Byggða-
sjóður skuli lána til
útgerðar og fiskvinnslu