Alþýðublaðið - 21.05.1988, Qupperneq 14
14
Laugardagur 21. maí 1988
Rauði krossinn
með nýstár-
lega fjáröflun
Eþíópíski Rauði krossinn
hefur nú, í samvinnu við
Rauðakrossfélög ýmissa
landa, áform um að búa í
haginn fyrir framtíðina með
stórfelldu átaki til byggingar
brunna og verndunar linda i
Eþíópíu. Samhliða þessum
aðgerðum ereinnig fyrirhug-
uö umfangsmikil trjárækt til
uppgræðslu á örfoka land-
svæðum. Með trjárækt er
stuðlað að því að jarðvegur-
inn geti nýtt sér úrkomuna
og safnað vatnsforða. Þetta
er nauðsynlegt til að koma I
veg fyrir lækkun á yfirborði
grunnvatnsins sem er undir-
staða alls gróðurs.
Til þessara aðgerða þarf
aðstoð. Fyrst og fremst er
óskað eftir fjármagni til efn-
iskaupa en sá kostnaður er
um 75.000 ísl. kr. fyrir lind
sem þjónað getur um 3000
manns. Einnig er óskað eftir
því að sendifulltrúar vinni
með eþiópískum aðilum aö
áætlanagerð og eftirliti með
framkvæmdum.
| Sjúkdómur vegna mengaös
neysluvatns er oft helsti skaðvald-
ur meðal fátækra þjóða. Þessi
mynd er hins vegar frá vernduðu
vatnsbóli i Gojamhéraöi í Eþíópiu.
Til að afla fjár til þessara
framkvæmda mun RKÍ leita
til almennings í landinu um
stuðning. Söfnun hefst nú
um Hvítasunnuhelgina og
verða gíróseðlar sendir út til
allra heimila auk þess sem
fólki verður boðið að kauþa
hreint íslenskt drykkjarvatn á
dósum.
Fimleikasamband íslands
mun annast sölu á dósunum
og mun fimleikafólk vera við
fjölfarna staði á stór-Reykja-
víkursvæðinu, Suðurnesjum,
Vestmannaeyjum, Hveragerði,
Selfossi og víðar á föstudag
og laugardag. Á mánudaginn,
annan í Hvítasunnu, verður
gengið I hús sem víðast á of-
angreindum stöðum. Mark-
miðið er að safna 20 milljón-
um króna og heitir Rauði
kross Islands á landsmenn
að styðja þróunarverkefnið
með frjálsum framlögum á
gíróseöli eða kaupum á is-
lensku vatni.
fflegas á
faraldsfæti
Nú í kvöld, nánar tiltekið á
Höfn í Hornafirði, hefur
meistari Megas sína árlegu
tónleikaferð um landið okkar
kæra. Að venju verður vinur-
inn með kassagítarinn með
sér og mun hann leika og
syngja lög af sinni nýjustu
plötu, Höfuðlausnir, sem kom
út fyrir rúmri viku síðan.
Landsmenn eru eindregið
hvattir til þess að láta þetta
tækifæri ekki framhjá sér
fara því eins og flestir vita er
Megas einstaklega fær mað-
ur á sínu sviði. Viðkomustað-
ir á Megasartúrnum ’88 eru
eftirfarandi:
21. maí, laugard.
Höfn Hornafirði,
22. maí, sunnud.
Djúpivogur,
23. maí, mánud.
Breiðdalsvík,
24. maí, þriðjud.
Stöðvarfjörður,
25. maí, miðvikud.
Norðfjörður,
26. maí fimmtud.
Seyðisfjörður,
27. maí, föstud.
Egilsstaðir,
28. maí, laugard.
Voþnafjörður,
29. maí, sunnud.
Þórshöfn,
30. maí, mánud.
Kóþasker,
31. maí, þriðjud.
Húsavík,
1. júní, miðvikud.
Grenivík,
2. júní, fimmtud.
Akureyri,
3. júní, föstud.
Grimsey,
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Eftirtaldarstöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu-
stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Egilsstöðum, veitt frá 1. september 1988.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Ólafsvík.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Hólmavík.
4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð
Suðurnesja í Keflavík.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Þórshöfn.
7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina í Kópavogi.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv-
arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina í Asparfelli, Reykjavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Heilbrigdis- og tryggingamálaráðuneytiö
18. maí 1988.
555 Félagsstarf aldraðra i Reykjavík
fjí ORLOFSDVÖL
Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar í samstarfi við ísl. Þjóökirkjunatil
grlofsdvalar að Löngumýri í Skagafirði.
í sumar hafa eftirfarandi tímabil verið ákveðin.
1. hópur 30. maí til 10. júní
2. hópur 4. júli til 15. júlí
3. hópur 18. júli til 29. júlí
4. hópur 15. ágúst til 26. ágúst
5. hópur 5. sept. til 16. sept.
Innritun og allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu
félagsstarfs aldraðra í Hvassaleiti 56-58 simar:
689670 og 689671 frá kl. 9.00 - 12.00.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
4. júní, laugard.
Siglufjörður,
5. júní, sunnud.
Sauðárkrókur,
6. júní, mánud.
Skagaströnd,
7. júní, þriðjud.
Hólmavík,
8. júní, miðvikud.
Súðavík,
9. júní, fimmtud.
ísafjörður,
10. júní, föstud.
Bolungarvík,
11. júní, laugard.
Þingeyri,
12. júní, sunnud.
Bíldudalur,
13. júní, mánud.
Patreksfjörður,
14. júní, þriðjud.
Stykkishólmur,
15. júní, miðvikud.
Ólafsvík,
16. júnf fimmtud.
Akranes.
Svo lítur út hin árlega tón-
leikaferð Megasar um landið
sem fylgja mun eftir útkomu
nýju plötu hans „Höfuðlausn-
ir“.
Vikivaki
í sjónvarp
Á fundi tónlistarstjóra nor-
rænu sjónvarpsstöðvanna
sem fram fór dagana 4. til 6.
maí s.l. i Osló, var gengið frá
framleiðslu og upptökuáætl-
un á íslensku Sjonvarpsoper-
unni Vikivaki, sem byggð er á
samnefndri skáldsögu Gunn-
ars Gunnarssonar. Thor
Vilhjálmsson gerir Ijóða-
söngvana, en tónlistina sem-
ur Atli Heimir Sveinsson.
Leikstjóri er Hannu
Heikinheimo. Framleiðandi
fyrir hönd Sjónvarpsins verð-
ur Hrafn Gunnlaugsson.
Þá var íslensk tónlist
kynnt, og þar á meðal út-
færsla hljómsveitarinnar
Rikshaw á kvæðinu Völusþá í
sjónvarpsgerð Gunnlaugs
Jónassonar.
Sjónvarpsstöðvarnar á
Norðurlöndunum hafa óskað
eftir að fá þessa dagskrá til
sýningar, og verður hún sýnd
þar á haustdögum.
Þá var einnig kynnt söng-
dagskráin Söngvaseiðir, þar
sem íslenskir einsöngvarar
koma fram og Björn Emils-
son stjórnaði upptöku á og
verða kaflar úr henni sýndir
hjá frændum okkar. Jafn-
framt mun flutningur Þursa-
flokksins á Saemundi Klem-
enssyni, sem íslenski dans-
flokkurinn dansaði og var
tekinn upp fyrir nokkrum ár-
um, verða sýndur um Norður-
lönd.
Sprækustu
unglingarnir
æfa
í gær hófst í Reykjavík
keppni úrvalsliða landshlut-
anna í 3. og 4. flokki í knatt-
spyrnu.
Keppnin er liður í undir-
búningi fyrirval á liði íslands
sem tekur þátt I Norðurlanda-
móti drengjalandsliða sem
fram fer í Vesterás í Svíþjóð í
sumar og fyrir val á leik-
mönnum í Knattspyrnuskóla
KSÍ í haust. Alls verða þarna
saman komnir um 150 leik-
menn sem tilnefndir hafa ver-
ið af félögum hvaðanæva af
landinu.
Fjögur lið verða valin til
keppni úr hvorum flokki,
þannig að eitt kemur frá
Reykjavik (lið A), eitt frá
UMSK-svæði (lið B), eitt frá
Suðurnesjum, Suður- og Suð-
vesturlandi (lið C) og eitt frá
Norðurlandi, að viðbættum
Vestfjörðum og Austfjörðum
(lið D).
Keppnin hefst í dag kl. 9.45
á gervigrasvellinum í Laugar-
dal, en keppnin verður endur-
tekin fyrir norðan 18. og 19.
júní.
Þjálfari drengjalandsliðs-
íns er Lárus Loftsson, sem
hefur sinnt unglingastarfi um
árabil, en aðstoðarþjálfari er
Jón Þór Brandsson.
AUGLYSING
Um lausar stöður veiöieftirlitsmanna
Sjávarútvegsráöuneytiö óskar aö ráða veiöieftirlits-
menn.
Umsækjendur sem til greina koma þurfa að uppfylla
eftirfarandi skilyröi:
1. Hafa lokiö fiskimannaprófi II. stigs.
2. Hafa starfað sem yfirmenn á fiskiskipi.
3. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og
veiðarfærum.
4. Æskilegur aldur 30-50 ára.
Umsóknir þurfa aö hafa borist ráöuneytinu fyrir 15.
júní n.k. og skal þar greina aldur, menntun og fyrri
störf.
Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1988.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Innritun nýnema í öldungadeild fer fram í skólanum
24., 25. og 26. maí kl. 15-19 gegn greiðslu 1000 krónur
staófestingargjalds.
Rektor.
Gerið skil
vorhappdrætti Krata
Dregið var í happdrættinu 10. maí s.l. þar sem ennþá
hafa ekki verið gerö skil á útsendum miðum, eru
vinningsnúmer geymd hjá Borgarfógetanum í
Reykjavík.
Þau veröa birt þann 27. maí n.k.
Skrifstofa Alþýðuflokksins