Alþýðublaðið - 21.05.1988, Page 18

Alþýðublaðið - 21.05.1988, Page 18
TONLIST Gunnar H. Arsælsson skrifar Pálmi Gunnarsson Good morning Vietnam Úr kvikmynd Sumir eru sérvitrir og vilja lesa bókina áöur en þeir sjá bíómyndina sem er gerð eftir bókinni. Aörir dunda sér viö aö lesa bókina eftir aö þeir sáu myndina. Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlistinni úr myndinni hlustaö á hana jafnvel áöur en myndin er sýnd. Þetta á viö um lögin úr ofangreindri kvikmynd sem ekki er byrjað aö sýna þegar þessi orö eru skrifuö. Þau (lögin) eru flest komin á þrítugsaldurinn en eru góö og klassísk sum hver engu að síður. Á plötunni eru lög meö goðum á borö við James Brown, Louis Arm- strong, sem flytur hió klass- íska What a wonderful World. Og á plötunni eru líka lög meö uppáhaldshljómsveit Reagan-hjónanna, The Beach boys sem samkvæmt óáreiö- anlegum heimildum eru á kafi í stjörnuspeki þessa dag- ana. Einnig fylgja brandarar úr myndinni með i kaupunum eins og t.d. þessi: (Það er útvarpsmaöurinn og aðal- söguhetja myndarinnar, Adrian Cronauer sem talar viö hermann úti á vígvellin- um) Þulur: „Hey, ég er Adrian Cronauer og ég verö meö ykkur til kl. fjögur í dag. Viö fórum útá vígvöllinn og tók- um hermenn tali, sæll hvaö heitir þú?“ Hermaður: (mjög hátt) „Ég heiti Bob Brimmer!!“ Þulur: „Og hvaö gerir þú?“ Hermaður: (öskrar) „Ég er í stórskotaliðinu!" Þulur: „Viltu fá eitthvaö óska- lag?“ Hermaður: (öskrar hærra) „Hvaö sem er, en spilaðu þaó hátt!!“ Enigma Compilation 1988 Safnplata meö verkum hljómsveita sem eru á samn- ingi hjá Enigma hljómplötu- fyrirtækinu i Bandaríkjunum. Hér kennir margra góöra grasa s.s. Dead Milkmen, Agent Orange, Wednesday Week, Game Theory og Mojo Nixon & Skid Roper með frábært lag „Burn down the malls“ eöa Brenniö Kringl- urnar. Hress plata en Ijótt umslag. Sinead O 'Connor The Lion and the Cobra Efnilegt byrjendaverk frá irsku söngkonunni Sinead O’Connor. Var mjög ódæl í æsku og gisti oftar en ekki á heimilum fyrir vandræða- unglinga. Greinilegt er aö þaó hefur gert stelpunni gott og hún tekiö sig saman I andlitinu eins og sjá má á umslagi plötunnar. Góö klipping! Á plötunni sýnir hún okkur aö hún er ágætis lagasmiður og enn betri söngkona, meö gífurlega kraftmikla rödd sem því miö- ur hefur ekki tekist að fara nógu vel meö í hljóðverinu. Aðalgalli Ijónsins og gler- augnaslöngunnar er aó mínu áliti hljóðblöndunin og skort- ur á heildarsvip. Það sem stúlkukindin þarf er virkilega góöur upptökustjóri og þá fyrst má vænta meistara- stykkis frá þessari írsku skvísu. Magnús Eiriksson Föstudagurinn 13. Hræði- legurdagur. Fólk lokaði sig inni í massavís og margir þorðu ekki fyrir sitt litla líf í vinnuna, hringdu sig inn veika. Færri bílar voru því aö vonum á götum borgarinnar. Já, fólk getur veriö ótrúlega hjátrúarfullt og látið smá- smugulegustu hluti hafa áhrif á sitt daglega líferni. En forráðamenn Skífunnarog hljómsveitin Mannakorn voru ekki á þeim buxunum. Þenn- an föstudag fyrir rúmri viku því þá kom út fimmta plata frá Mannakorn(um) og Bræðrabandalaginu sem ku vera sá mannskapur sem aó- stoöaöi „kornin" á plötunni. Af tilefni útkomu plötunnar var fulltrúum popppressunn- ar boðið í bátsferð til Viðeyj- ar og var ætlunin aö hitta Mannakorn (Magnús Eiríks- son og Pálma Gunnarsson) einhversstaöar á þessari perlu höfuöborgarbúa. Sjó- ferðin gekk vel, enginn datt útbyröis eöa slíkt og þegar á þurrt var komið hófst leitin aö þeim félögum, Magnúsi og Pálma. Eftir skamma stund fundust þeir viö skála einn á eyjunni, Pálmi plokk- andi kontrabassann og Magnús kassagítarinn. Þeir voru semsagt í góöum „fílíng" eins og þaö heitir á vondu máli og var ekkert þvi til fyrirstöðu aö spyrja þá nokkurra spurninga varðandi nýjustu afurð Mannakorna: — Hvar fóru upptökur fram? „Viö hljóðrituðum plötuna í Hljóðrita í Hafnarfiröi.” — Hver stjórnaði upptök- um? „Það má segja aö Pálmi hafi séð um þá hlið plötunn- ar.“ — Magnús, gekkstu útfrá einhverju sérstöku þegar þú varst aö semja plötuna eða kom þetta bara svona af sjálfu sér? „Það má segja að þetta hafi allt komið af sjálfu sér.“ — Þú hefur ekki sest nið- ur og ákveöið að semja vinsældalag? Ljósm. Gunnar H. Ársælsson fyrr en Pálmi kemur og segir: „Magnús, hvar eru lögin?“.“ Pálmi játaöi þetta og bætti því jafnframt viö að hann not- aði þaö sem þumalputta- skrúfu á Magnús aö hann fengi ekki að koma með sér í næsta veiðitúr ef hann færi ekki aö semja. — En hvernig finnst þeim þessi plata í samanburði viö þá siðustu? „OkKur finnst þessi plata áferðarfallegri og „mýkri“ ef svo mætti að orði komast. Núna lögöum viö meiri áherslu á t.d. hljómborösleik og við erum meira aö segja með alvöru Hammond orgel á plötunni sem Karl Sighvats- son fyrrum Þursaflokkamaö- ur spilar á af mikilli list.“ — Hvernig haldið þið svo að þessi nýjasta plata komi til með að standast saman- burð við fyrri plötur þegar frá liður? Magnús verður fyrir svör- um: „Eg er mjög bjartsýnn á aö hún komi til meö aö standa sig vel og persónu- lega held ég að þetta sé ein besta platan sem viö höfum gert. Ég er í heildina mjög ánægöur meö hana, bæöi lagalega og textalega séö því þaö er sú hlið sem fyrst og fremst snýr að mér, mjög ánægður." — Og hvað tekur þá við hjá Mannakornum? „Nú förum viö aö gera blúsplötuna sem lengi hefur staðið til aö gera. Á næst- unni förum viö aö semja hana og ætli viö tökum hana ekki upp meö haustinu." — Hverjir koma til með að spila á þessari plötu fyrir ut- an Mannakorn? „Alveg hellingur af fólki, þaö er ekki hægt að nefna nein nöfn á þessu augnabliki en það get ég sagt þér aö viö eigum fullt af góöum blúsur- um.“ Þar með var botninn sleg- inn í samtalið og báturinn beið við höfnina. Enginn datt útí á bakaleiðinni, allir voru glaóir og kátir enda snytturn- ar þrusugóöar, aö maöur tali nú ekki um ávaxtasafann. MÝKRI EN FYRR — Spjallað við Mannakorn í Viðey „Nei, ekKi frekar en fyrri daginn." Og Pálmi bætir viö: „Magnús skilar bara inn lög- um sem viö tökum síðan og vinnum þau í sína endanlegu mynd.“ — Lögin á plötunni, eru þau öll ný eða eru þarna ein- hver eldri lika? „Það eru öll lögin nema eitt, Liföi og dó í Reykjavik, samin á þessu ári. Lifði og dó... er síðan á Eurovision- tremmanum og einhvernveg- inn ákváöum viö að hafa þaö með.“ Eftir smárabb um kosti og galla þessara keppni meðal viöstaddra tók Þorsteinn J. Vilhjálmsson, skífumaður og tararstjóri meö meiru, uppá því að dreifa plötunni meöal manna og vaktri þetta upp- átæki hans mikla kátínu. En Mannakorn sluppu ekki svona auðveldlega. — Veröur farin tónleika- ferð um landið til að kynna plötuna? „Nei, alveg af og frá, viö er- um meó grjótbarið rass... eft- ir óteljandi túra um landið. Viö látum túrinn frá ’85 duga en þá var allur hringurinn far- inn.“ Aðspurður hvort hann væri alltaf að semja, svaraði Magnús: „Nei, nei, ég er það sem kallaó er skorpumaóur. Reyndar fer ég ekki aö semja

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.