Alþýðublaðið - 10.12.1988, Qupperneq 2
2
<>s|LöY:gatr<tegyf 10. dfisamberti388
MPÍÐUBLMUÐ
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm
og Sólveig Ólafsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
ÞJÓÐARSÁLIN
METTUÐ
við Islendingar sláum met á ýmsum sviöum mannlífs. Engin
þjóö á byggöu bóli hefur uppgötvaó nútímann meó slíkum
bægslagangi. Langt fram á þessa öld bjó þorri þjóóarinnar í
dreifbýli, en um aldamótin síöustu var því spáö að 1930 byggju
allt aö 10 þúsund manns í Reykjavík. Borgvæöingin varö hins
vegar mikiu skjótari og ójafnari. Segja má að íslensk þjóð hafi
þotiö úr bændasamfélagi framhjá iðnvæöingu inn i þjóðfélag
upplýsingaflóösins. Framleiósla þjóöarinnar hefur vaxið ótölu-
lega og um nokkra hríö höfum viö veriö í hópi vellauðugustu
ríkja.
Af og til erum viö þó minnt á hverfulleikann i tilverunni. Undir-
staðan er ekki óskeikul. Meðal vellríkustu heimsbúa búa engir
við jafn einlita undirstöðu og viö. Takist okkur ekki aó hremma
fiskinn í sjónum og koma honum á viöráöanlegu veröi ofan í út-
lendinga, koma brestirnir í Ijós.
Iðnvæðingin kenndi útlendingum agaog tillitssemi. Það þekkj-
um viöaðeinsaf afspurn. Þess vegnaöðru fremurerum viðalltaf
jafn bjargarlaus, þá slær í bakseglin eins og nú. Æöibunugang-
inum er lokið aö sinni. Þjóðarsálin er fullmettuð.
Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug voru síðast álika tímaskil.
Viðreisn skildi eftir sig tóm sem öðrum var ætlað að fylla. í kjöl-
farið sigldu miklar hræringar i stjórnmálum sem enn virðist
ekkert lát vera á. Skilin í dag eru um að margt forvitnileg. Ytra
byrðiö er allt annaö í dag en í upphafi áttunda áratugarins. í
margt hefur hlaupið ofvöxtur. Bílafjöldinn hefur margfaldast,
verslunarsvæði er meira utan um hvern íslending en annars
staðar þekkist á jarðarkringlu, fiskiskipin gætu veitt fiskinn
mörgum sinnum — og þjóðin lifir um efni fram af skuldum sem
magnast í raunvöxtum.
Annað vex í sitt hvora áttina. Ævidagarnir verða fleiri, en börn-
um fækkar og fjölskyldur verða minni en búa þó sífellt í stærri
íbúðum. Milli áranna 1972og 1986fjölgaði höfuðborgarbúum um
7500enásamatímafækkaði íyngstu aldursflokkunum um 2650.
Reykjavik þenur sig út og fleiri skólar eru byggðir fyrir færri
nemenduren áður. I dag eru hálft þúsund v færri börn yngri en
6 ára en fyrir 15 árum, en samt er knýjandi þörf ádagvistunl höf-
uðborginni. Mamma er ekki heima. Hún er úti að vinna og fær
ekki pláss á dagheimilinu nema hún sé einstæö. Útkoman verö-
ur all skringileg. Börnin á barnaheimilunum þekkja bara náms-
fólk og einstæð foreldri.
*
I dag eru ársverk í frumvinnslugreinum, landbúnaði og sjávarút-
vegi, aðeins tíundi hluti allra verka í landinu alls. Níu af hverjum
tíu vinna í iðnaði eða þjónusta sjálfa sig og aöra.
IVIesta umbyltinging frá siðaskiptum 1971;75 á sér stað í fjöl-
skyldunni. Allir vinna utan heimilis. Það skapar þá þversögn að
meira er lagt á fjölskylduna að veita umhyggju og skapa öryggi.
Og af þvi að fjölskyldan hefur ekki getað veitt börnunum styrk
á skólinn að hlaupa undir bagga. Útivinna konunnar og aukið
sjálfstæði hennar menntunarlega og fjárhagslega hefur vakið
hana til vitundar, en hefur um leið skapað meirr spennu í fjöl-
skyldunni. Afleiðingarnareru nærtækar, fjölskyldur tvístrast og
einstæðum foreldrum fjölgar. Fleiri börn verða útundan og ein-
mana.
Kvennabyltingin bankaði upp á með eðlilegum hætti, en þjóð-
félagið hefur ekki getað brugðist við á réttan hátt. Hlutverkin í
fjölskyldunni hafa orðið flóknari og sífellt óskýrari. Hvað á
mamma að gera? Hvað á pabbi að gera? Hverjar eru þarfir barna
í dag? Samfélagið svarar engu, skólinn veitir engin svör, ekki
kirkjan, ekki atvinnulífið. Afleiðingin er stjórnleysi, einhvers
konarsiðblinda, sem best kemurfram í óstjórnlegri neyslu barna
og unglinga. Unglingurinn í dag áekki baraað Ijúkanámi til þess
„að verða eitthvað", hann verður jafnframt að standa sig.
Þó að spenningurinn við að Ijúka jólaundirbúningnum yfir-
gnæfi um stund, kalla hörmungar úti í heimi á okkur. Söfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar og hjálparbeiðni Rauða krossins
vegna atburðanna I Armeníu, tengja saman ofneyslu okkar og
rödd þeirra sem eiga um sárt að binda. Greiðslukortaþjóðin
mætti að ósekju hugsa sinn gang.
Herdis Þorvaldsdóttir: „Þjóðgaróarnir okkar eru ekki einu sinni friðaðir fyrir pessum skepnum.“
Herdís Þorvaldsdóttir formaður samtakanna Líf og Land
„LANDIÐ AÐ EYÐAST
UNDAN OKKUR"
Samtökin Líf og land hafa
um tveggja ára skeiö beitt
sér fyrir almennum umræð-
um og opinberum aðgerðum
gegn gróðureyðingu. Þrátt
fyrir að æ fleiri láti sér mál-
efnið varða, láta félagar í
samtökunum ekki deigan
síga. Prentuð hafa verið póst-
kort sem ætlað er að almenn-
ingur sendi formönnum þing-
flokkanna. Á póstkortunum
eru viðeigandi hvatningarorð,
svo sem: „Gefum gróðrinum
frið“, „Girðum grasbitinn af“
og „Græðum landið“. í dag
verða samtökin með uppá-
komu i Kringlunni til að vekja
athygli á þessu átaki.
Alþýðublaðið ræddi við
Herdisi Þorvaldsdóttur leik-
konu, formann Lífs og lands,
og spurði hana fyrst hvað
samtökin ættu við með slag-
orðinu „Girðum grasbitinn
af“.
„Eins og segir á kortinu,
þá teljum við frumskilyrði
þess að landið fái að gróa
upp, að búpeningur verði
ekki á lausagangi lengur.
Hann verði girtur af. Landið
fái að gróa upp í friöi,“ sagði
Herdís. „Þótt við séum að
hamast við landgræðslu og
„Land okkar er enn að blása upp
eins og alkunna er. Sáning gras-
fræs úr flugvélum eða ræktun
skóga nægir ekki til að stöðva
uppblásturinn. Frumskilyrði þess
er að lausaganga búfjár verði af-
numin með lögum. Ég treysti þér
til að ganga fram í þessu stórmáli
landi okkar til bjargar," segir á
póstkortunum sem beint er til for-
manna þingflokkanna.
girða af alla smábletti, þá
verður okkur litið ágengt. Það
fer helmingur af peningunum
í girðingar, sem annars gætu
farið i landrækt. Við höfum
ekki undan. Landið er að eyð-
ast undan okkur og þá verð-
um við að grípa (taumana.
Flest allar þjóðir hafa eitt-
hvert lag á þessum málum.
Þetta er bara hirðingjabú-
skapur eins og er hjá okkur i
dag. — Skepnurnar valsandi
um allar trissur, étandi allan
nýgræðing sem sprettur. Það
er nóg gras á íslandi handa
þessum búpeningi okkar. Við
viljum bara hafa stjórn á því
hvar hann er.
Það gengur ekki að hvetja
fólk, að taka flag i fóstur,
þegar skepnurnar koma jafn-
óðum og pilla upp nýgræð-
inginn .“
— Það vakti athygli þegar
Jón Sigurösson viðskipta- og
iðnaðarráðherra sagði i ræðu
á flokksþingi Alþýðuflokks-
ins, að ef til vill væri eina
ráðið aö neytendur hættu að
kaupa framleiöslu frá við-
kvæmum gróðursvæðum.
Eru samtökin ef til vill sam-
mála þessu. Þarf að ganga
svona langt?
„Það þarf að ganga það
langt, að komið verði skipu-
lagi á þennan búskap okkar.
Þetta verði ekki háð tilviljun-
um og skepnurnar hafi ekki
öll réttindi allsstaðar. Þjóð-
garðarnir okkar eru ekki einu
sinni friðaðir fyrir þessum
skepnum.4
— Samtök bænda hafa
sjálf verið að vekja athygli á
þessu. Á síðasta þingi Stétt-
arsambands bænda var m.a.
samþykkt tillaga um sérstaka
framleiðslustýringu á svæð-
um sem þýkja öðrum fremur
viökvæm fyrir gróðri. For-
maöur Búnaðarsambands ís-
lands hefur ennfremur lýst
þvi yfir að bændasamtökin
veröi að lúta þeim vilja þjóð-
arinnar, að halda landinu
grænu og grasi grónu. Samt
herðið þiö róðurinn?
„Það er fyrst og fremst
þrýstingur sem gerir þetta að
verkum. Okkur finnst ekki
nóg að gert. Við erum alls
ekki á móti bændum eða
skepnum. Landsins vegna
viljum við að þetta sé skipu-
lagt. Ekki endilega eins og
þeir tala um, — skipulagða
beit um allar trissur. Beitt
land, verður aldrei fallegt
land. Það sem eftir er af
okkar kjarr- og skógarsvæð-
um, þolir ekki þessa beit.“
— Af hverju skiptir svo
miklu máli, að halda landinu
grónu?
„Hingað til hefur það aðal-
lega verið vegna sandfoksins.
Heilu sveitirnar hafa verið að
kafna í sandi. Það hafa vissu-
lega víða verið græddir upp
sandar, en gras er ekki sama
og íslensk flóra. Við viljum
hafa móa, lyngmóa, ber, kjarr
og lynggróður. Slíkt fáum við
ekki með því að sá grasfræi
úr flugvélum. Viö viljum fyrst
og fremst vernda það sem
eftir er. Við getum nefnilega
ekki unnið þaö upp nema á
óralöngum tíma. í dag eru
fjöllin bókstaflega að hrynja
yfir bæina, eins og á Ólafs-
firði. Ekki hefði hrunið þar úr
fjallinu yfir bæinn, ef hlíðin
hefði verið gróin. Þaö segir
sig sjálft."
— Hvað með landgræðsl-
una ef við fáum yfir okkur
kröftugt eldgos með tilheyr-
andi öskufalli?
„Það var áreiðanlega eld-
gos og öskufall hér áður en
land byggðist og gróðurinn
náöi alltaf jafnvægi aftur. Það
hefur alltaf fylgt þessu landi.
Það var ekki fyrr en maðurinn
kom hingað, sem ósköpin
byrjuðu. I öðrum löndum er-
um við orðin fræg fyrir að
fara illa með landið okkar.
Það er engin þjóð sem hefur
farið jafn illa með landið sitt.
Við erum raunar á hraðleið
ennþá og það er eðlilegt að
viðbrögðin verði hörð.“
— Nú virðist hafa rofað til.
Að minnsta kosti er umræða
um málið. En hvað viljið þið í
raun og veru?
„Við viljum aö fram komi
tillaga á þingi um að stofnuð
verði nefnd sem fjalli um
hvernig hægt verði að búa í
landinu, án þess að vera með
rányrkju. Hvernig hægt verði
að stöðva rányrkjuna. Auö-
vitað geta bændur verið í
þeirri nefnd. Það er eðlilegt
að hafa samráð við þá. Það
sem máli skiptir er að við
tökum öllum höndum sam-
an,“ sagði Herdfs Þorvalds-
dóttir.