Alþýðublaðið - 10.12.1988, Síða 25

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Síða 25
Laugardagur 10: desember 1988 KRINGLAN _______ Rómantík í tísku rætt við Önnu Margréti Marís- dóttur verslunarstjóra í Vouge EFTIR — SVÓLU JÓNSDÓTTUR Þaö hefur mjög færst í vöxt undanfarið aö fólk saumi sjálft fötin á sig og það er liðin tíð að heima- saumaður fatnaður þyki ófínni en sá sem er keyptur tilbúinn. Verslunin Vogue í Kringlunni kemur til móts við þá sem sauma sjálfir og hef- ur á boðstólum allt til sauma; efni, snið, tölur, tvinna og annað tilheyrandi. Verslunar- stjórar Vogue í Kringlunni eru Anna Margrét Marísdóttir og Anna Ragnarsdóttir. Enn er tími til að sauma jólafötin á fjölskylduna og í Vogue er að sjálfsögðu úrval fallegra efna í hátíðarklæðn- aðinn. Anna Margrét sagði að mest væri keyþt í jólaföt á börnin um þessar mundir. „Fyrst er saumað á börnin og endað á foreldrunum," sagði hún. „Þegar herðir að þá verður rómantíkin meira áber- andi og meiri tími lagður í hlutina. Blúndukjólar á stúlk- ur og falleg jakkaföt á drengi eru það vinsælasta." Að sögn Önnu er vinsæl- asti liturinn á drengjafötin tvímælalaust svartur og er flauel mikið tekið í þau, en Ijóst efni i skyrtur. Köflótt efni eru mjög mikið tekin i telpnakjólana, sem eru oftast með rómantískum blúndu- krögum. Mömmurnarog ungu stúlk- urnar geta slegið tvær flugur í einu.höggi og saumað sér jólakjól sem jafnframt er árs- hátíðarkjóll. Vinsæl kjólaefni eru flauel og ýmis glans- og glimmerefni. Kjólarnir eru undantekningarlaust stuttir, í svokölluðum mini- og midi- síddum, en síðkjólar eru al- veg dottnir úr tisku í bili. Fyrir jólin hefur Vogue ým- is jólaefni á boðstólum; rauð, hvít og blá efni með hefð- bundnum myndum af jóla- sveinum, mistilteini og jóla- klukkum í rauðu, grænu og gylltu. Þessi efni eru notuð i jóladúka og ýmiss konar föndur, eins og fléttaða jóla- kransa og annað jólaskraut. Einnig fást tilbúnir jóladúkar í öllum stærðum og gerðum. Til jólagjafa henta til dæmis handklæði og sængurföt, púðar og sessur. Skemmti- legar tehettur, grillhanskar, svuntur, pottaleppar og dúkar úr nýtískulegu breiðröndóttu efni í glaðlegum litum eru einnig sniðugar jólagjafir eða í eigið eldhús. 25 V- „Viðskiptavinir okkar eru langmest konur, en þó hefur það verið að aukast að ungir menn saumi á sig föt, enda er þeim kennt að sauma í mörgum skólum. Það hefur verið mikil aukning hjá okkur í ár miðað við í fyrra, sauma- skapur hefur greinilega auk- ist mjög mikið. Trimmgallar á börn hafa verið mjög vinsæl- ir, en eru nú aðeins farnir að dala. Algengast er að fólk kaupi í hversdagsföt og hafa efni í buxur og tweed-jakka verið afar vinsæl nú í haust.“ Anna sagði að ný efni væru alltaf að koma I Vogue, en auk fataefnaog smáhluta fást einnig gluggatjaldaefni og hálf-tilbúin gluggatjöld. Tískan fylgir árstíðum og jólaefnin voru t.d. komin í september, en í febrúar byrja vorefnin að koma í verslun- ina. Innkaupafulltrúar fyrir- tækisins fara á sýningar er- lendis og fylgjast með tísku- straumum, en einnig eru ákveðin efni alltaf á boðstól- um og nefndi Anna þar á meðal flauel og terelyne. „Fólk er farið að sækjast meira eftir náttúrulegum efn- um eins og bómull og ull, það eru flestir orðnir leiðir á að ganga i fötum sem krump- ast mikið,“ sagði Anna Mar- grét. Eftirspurn á vönduðum og náttúrulegum efnum hefur oft verið tengd kreppu, en Anna sagðist ekki hafa orðið vör við neina kreppu. „Það er síst minni sala nú en i fyrra. Það er sama fólkið sem spáir í verð og hefur alltaf gert það, en almennt virðist fólk ekki hafa minna á milli hand- anna en áður.“ — Hvernig líkar þér ad vinna i Kringlunni? „Hér er mjög gott starfs- fólk og gott andrúmsloft. Það er þægilegt fyrir fólk að geta komið hingað og fengið margt undir sama þaki og hingað sækja til dæmis margir utan af landi." Þeir ættu ekki að verða fyrir von- brigðum i Vogue, því þar fæst, eins og kjörorð verslun- arinnar segir: „Snið, efni og allt til sauma". STIiFANil. Kringlunni - sími 68-9225

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.