Alþýðublaðið - 10.12.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Side 4
4 rr.r *- ---- Þ- C5 ► - . •* C r~.»> *o; * Laugardagur 10. desember 1988 Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og fengið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson skrifar Yfirlýsingar utanrikisráðherra í PRESSUNNI um athugun á NATO-flugvelli i Aðaldal vekja snögg viðbrögð hjá samgönguráðherra. NATO vill gera forkönnun fyrir byggingu 3000 metra varaflugvallar við Húsavík en frestur- inn fyrir islensk stjórnvöld til að ákveða sig er aö renna út. Mynd/JS-Húsavík. Varaflugvallarmálið STEINGRÍMUR ÁKVEÐUR M ISLENSKA LAUSN ii í gær boðaði Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráð- herra, til fréttamannafundar um varaflugvallarmálið. Þar tilkynnti hann þá ákvörðun sína að óska eftir því við flug- málastjóra, að unnar verði til- lögur um uppbyggingu flug- valla, sem þjónað geti sem varaflugvellir fyrir millilanda- flug íslendinga og almennt farþegaflug. Með öðrum orð- um þá vill ráðherra útiloka samstarf við NATO um bygg- ingu vallarins — hin ,,ís- lenska lausn“ flugráðs frá i sumar verði hins vegar ofaná. í sumar gerði flugráð meg- insamþykkt sína í varaflug- vallarmálinu þar sem segir að nýja flugbrautin á Egilsstöð- um verði frá upphafi miðuð við 2400 m. lengd og því framtíðar varaflugvöllur landsins. Þar sem nýja flug- brautin á Egilsstöðum verður væntanlega ekki tilbúin fyrr en á árinu 1991, ákvað flugráð að jjjónusta á Akureyrarflug- velli verði hið fyrsta aukin. Á næsta ári verði lokið ýmsum lagfæringum er þetta varðar. Á fundi sl. þriðjudag var svo samþykkt í flugráði að beina þeirri ósk til flugmála- stjórnar að taka saman grein- argerð um einstök atriöi s.s. um kostnað við að lengja þjónustutíma, hvaða breyt- ingar þurfi að gera á braut, flughlaði o.fl., svo Akureyrar- flugvöllur geti gegnt því hlut- verki að sinna þörfum áætl- unar- og leiguflugs til og frá íslandi sem varaflugbraut þar til Egilsstaðavöllur kemst í gagnið. í aðalatriðum rúmast þessi framkvæmdaáform innan núgildandi flugmála- áætlunar. VIÐBRÖGD STEINGRÍMS Þegar þetta er haft í huga vakna spurningar um tilefni og tilgang þeirrar ákvöröunar sem samgönguráðherra kynnti fréttamönnum í gær. Viðbrögð Steingríms eru augljóslega til komin vegna yfirlýsingar utanríkisráðherra i Pressunni s.l. fimmtudag þar sem hann segir að athug- un á hugsanlegri tjármögnun Mannvirkjasjóðs NATO á varaflugvelli við Húsavík sé nú í gangi í ráðuneytinu. í viðtalinu við Pressuna segir Jón Baldvin að ef islendingar vilji fá þetta verkefni þá beri mönnum að flýta sér að taka ákvörðun um hvort Banda- ríkjaher verði veitt heimild til að gera forkönnun á aðstæð- um hér á landi — ella hverfi verkefnið úr landi. Á fréttamannafundinum vék samgönguráðherra sér hjá því að ræða út um yfirlýs- ingar Jóns Baldvins en sagði aðspurður að athugun utan- ríkisráðherra á málinu væri innanhússmál í utanríkis- ráðuneytinu. Samstarf við er- lenda aðila á sviði hernaðar hefði verið lagt til hliðar I samgönguráðuneytinu og að öll samgöngumannvirki utan varnarsvæðanna heyrðu lög- um samkvæmt undir sam- gönguráðherra. í gær sagði Steingrímur þó I Nýju helgarblaði að yfirlýs- ingar Jóns Balvins gæfu til- efni til að taka málið upp I ríkisstjórn. Auk þess sendir hann Pressunni tóninn fyrir það að taka þetta mál upp, ásakar blaöið um „gula fréttamennsku" og segir það vera málgagn utanríkisráð- herra, af einhverri ástæðu. FRESTURINN AÐ RENNA ÚT í Pressunni var greint frá ýmsum hliöum varaflugvallar- málsins og sýnt fram á að hugsanlegt samstarf við NATO væri enn I gangi þrátt fyrir pólitíska andstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Þar kom einnig fram að íslensk stjórn- völd verða að gera það upp við sig á næstu mánuðum hvort þau kæra sig um að NATO byggi flugvöllinn, þ.e. fyrsta skrefið I þá átt væri að veita heimild til forkönnunar fyrir slíka framkvæmd. Þá kom fram I frétt Pressunnar að áætlanir NATO og frum- kannanir sem þegar hafa verið gerðar sýna að gera megi ráð fyrir því að herþotur bandalagsrlkjanna muni nota sllkan völl að einhverju leyti á friðartímum s.s. til æfinga- flugs. Utanrlkisráðherra hefur aftur á móti tekið það skýrt fram aö þó svo að NATO byggi völlinn verði hann „Is- lenskur" að öllu öðru leyti og ekki á neinn hátt tekinn til hernaðarnota nema á ófriðar- tímum. Þessi yfirlýsing Jóns Bald- vins sýnir auðvitað að þetta er það skilyrði sem hann vill setja fram I viðræðum við At- lantshafsbandalagið. Það kom líka fram I viðtali Press- unnar að þær athuganir sem nú standa yfir beinast að því að kanna hvort um nokkur skilyrði sé að ræða varðandi stjórnun eða nýtingu vallar- ins á f.riðartimum af hálfu Mannvirkjasjóðsins. ÚRSLITASTUNDIN AÐ RENNA UPP Engar ákvarðanir hafa verið teknar og þó stjórnvöld sam- þykki að leyfa forkönnun þýö- ir það engan veginn að NATO fái heimild til að byggja völl- inn. Mikill áhugi er á því að af þessu geti orðið því hér yrði um mjög fullkominn flugvöll að ræða. Það sem gerir pólitíska hlið málsins öllu óþægilegri fyrir sam- gönguráðherra er sú stað- reynd að fyrir norðan er áhugi mjög mikill fyrir því að fá þá fullkomnu flugvallar- aðstöðu sem NATO býður og þá ekki síst þau umsvif sem fylgja fullkomnum varaflug- velli fyrir millilandaflug í Aðaldal. Á næstu mánuðum getur þetta orðið átakamál innan ríkisstjórnarinnar. I Pressunni kom fram að í ferð sinni í Brussel hyggst Jón Baldvin afla frekari upplýsinga um skilyrði og hugmyndir NATO. Fresturinn er að renna út og í byrjun næsta árs ræðst það að öllum líkindum hvort hér verður byggður varaflugvöllur á hernaðarnótum eða ekki. Það er komið að úrslita- ákvörðun í þessu áratuga- gamla deilumáli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.