Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 10. desember 1988 Gefið nytsama • r t • •• f* r r jolagjof í ar í Voguebúðunum hefur aldrei verið eins fallegt úrval af dúkum. Púðar. Diskamottur. Diskaþurrkur. Grillhanskar. Pottaleppar. Eldhúsgardínur. Frottélök, margar stœrðir. Jersey lök. Sœngurverasett. Sturtuhengi. Baðmottur. Handklœði. Fallegir og nytsamlegir munir Hlutir til heimilishalds Skrautmunir Jólaborðbúnaður Sértilboð: Kaupir þú 12 manna matarstell færðu kaffistell í kaupbæti BÚSÁHÖLD OG GJAFAVÖRUR KRINGLUNNI KRINGLAN Hún hugsar um plönturnar í Kringlunni Plöntumar I Kringlunni vekja athygli og aödáun flestra sem þangað koma. Fæstirvildu þó kannski vera í þeim sporum aö bera ábyrgð á þeim en sú ábyrgö hvílir nú á Bergdisi Unu Bjarnadóttur, ungri blómarós sem starfar í Blómaval. Berg- dís Una sér um aö hreinsa, vökva, bæta í og setja upp nýjar plöntur í Kringlunni og segist hafa mjög gaman af því starfi: „Þaö er starf sem skilar árangri" segir hún. Sem betur fer er hún ekki lofthrædd, því Bergdís þarf aö príla á ótrúlegum stööum til aö komast aö plöntunum. Hún gengur um á bjálka yfir göngugötunni eöa klifrar yfir grindverk milli hæða til aö komast á palla. „Þaö þarf að hreinsa ótrú- legustu hluti upp úr beðun- um“ segir hún og nefnir í því sambandi kóktappa, sígar- ettustubba og matarleifar. Plönturnar í Kringlunni eru í sjálfvökvandi kerjum, sem taka milli 200 og 400 lítra af vatni. Plönturnar þarf þó að hreinsa oft og segist Bergdís strjúka af blöðum þeirra með mjúkri tusku, vættri í vatni eöa sprauta á þær sérstökum hreinsiáburöi sem gefur þeim gljáa. „Ég reikna meö aö það fari sextán klukkutímar á viku í að annast plönturnar" segir Bergdís Una. „Hér eru um 3000 plöntur sem auðvitaö kalla á mikla umönnun." Opnunartími verslana í Kringlunni fram að jólum Alla virka daga er opið kl.10-19 Laugardagur lO.desember kl.10-18 Laugardagur 17.desember k 1.10-22 Föstudagur 23.desember kl.10-23 Hagkaup er opið til klukkan 19.30 á föstudögum og allir veitingastaðir eru opnir fram á kvöld og um helgar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.