Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 19

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 19
Laugardagur 10. desember 1988 19 KRIN0LAN Ein og hálf milljón á mánuði er upphæðin sem Kringlan greiðir ffyrir rafmangsnotkun. Veist þú hversu margir lampar eru i húsinu eða hve marair kílómetrar aff raflögnum liggja þar? Zóphanias Sigurðsson veit svarið við þessum spurningum og öðrum forvitnilegum. Flest okkar kvarta hástöfum yfir rafmagnsreikningum heimilisins og í hvert skipti sem slíkur reikningur berst heitum viö því aö fara nú að spara. Engin óþarfa Ijós á þessu heimili segjum við af festu, göngum um og slökkv- um. Eftir örfáa daga er allt komiö í sama farið og við erum búin að gleyma upphæðinni á rafmagnsreikningnum. Zóphanias Sigurðsson gleymir hins vegar ekki upp- hæðinni á rafmagnsreikningn- um sem honum berst mánað- arlega. Hann hljóðar upp á eina og hálfa milljón. Zóphan- íasersjálfsagt eini maðurinn á landinu sem hefurekki áhyggj- ur af slíkri upphæð. Ekki ætlar hanh að borga reikninginn úr eigin vasa, hans hlutverk er að innheimta þessa uþþhæð hjá þeim áttatíu aðilum sem hafa starfsemi í Kringlunni. VÍÐFEDMT ÖRYGGISKERFI Og hver er þessi Zóphan- ías? spyrð þú. Svarið væri á hreinu værir þú einn þeirra sem reka fyrirtæki í Kringl- unni. Zóphanías ertæknistjóri Kringlunnar, maðurinn sem veit nánast allt sem vita þarf um rafmagnið í húsinu og ým- islegt fleira. Það er ekkert lítið sem þarverðurað kunnaskil á. Hefur þú til dæmis nokkurn tíma velt fyrir þér hversu marg- ir lampar eru í Kringlunni eða hversu margir kílómetrar af raf- lögnum liggja þar? Geturðu ímyndað þér hversu margir vatnsúðarar eru í loftum eða hve mörgum rúmmetrum af lofti er dælt í gegnum loft- ræstikerfið? Sjálfsagt ekki. Zóphanfas er með allt þetta á hreinu. Hann var ráðinn til Kringlunnar á lokastigi bygg- ingartfmans og fylgdist þar með verktökunum, „reyndi að grípa þar einhverja þekkingu til að geta tekið við þegar hús- ið var opnað" eins og hann orð- ar það. En það er ekki aðeins raf- magnið sem fellur undir verk- svið Zóphanfasar. Hans hlut- verk er að sjá um að öll tæki og búnaður hússins í sameign gangi. Þar er innifalið, auk raf- magnsins, loftræsting, pfpu- lagnir, öryggiskerfi, hljóðkerfi og loftnetskerfi. „Öryggiskerf- ið er geysilega viðfeðmt kerfi, sem fer inn í allar verslanir og fyrirtæki íhúsinu,“segirhann. „Við urðum fyrir skemmdar- verki hér eitt sinn og kerfið brást mjög vel við.“ Hann bæt- ir við að skemmdarverk af þessu tagi séu gífurlega kostnaðarsöm. Vatnskerfið fór af stað og á örfáum mínútum flæddu fleiri þúsund Iftrar af vatni. Vatnið flæddi um nær- liggjandi svæði og niður á neðri hæð svo viðgerðarkostn- aður varð mikill. — í Kringl- unni eru 3.000 vatnsúöarar, eða „sprinkle" — kerfi, og eru þeir settir upp með þriggja metra millibili um allt húsið. Reyk-og hitaskynjarareru 1.500 og brunalega séð er húsið mjög vel varið. Nýlega komu i heimsókn f Kringluna slökkvi- stjórar allra höfuðborga Norð- urlandanna og lofuðu mjög þettatrausta kerfi. Flóttaleiðir úr Kringlunni eru margar ef eldurkemur upp og brunatjöld renna sjálfkrafa niður við stærstu verslanirnar. Loftnetskerfi er lagt í allar einingar hússins þannig að verslanir geta tekið á móti sjónvarpsstöðvum og einnig er gervihnattadiskur í Kringl- unni: „Sumar verslanir hafa sjónvarp á fyrir viðskiptavin- ina, einkum þær sem selja ræstikerfi ereinnig i húsinu en tilgangur þess er sá að sjúga reyk úr verslununum ef eldur kemur upp. Það kerfi er mjög öflugt og það ræsum við ekki nema slökkvilið sé á staðnum. Þettakerfi tryggirað reykurinn berst ekki út fyrir þann stað sem eldur kemur upp á.“ Fleiri tölur svo fólk átti sig betur á stærð Kringlunnar og umhverfi hennar: í snjó- bræðslukerfinu á bilapöllun- um eru hvorki meira né minna en 30.000 lítrar af frostlegi. „Það fer óhemju vatn i að hita bilapallana, þannig að við fylgjumst vel með veðri svo ekki sé verið að hita pallana að óþörfu" segir Zóphanías. RAFMAGNSNOTKUN EINS OG í ÞORPI Kringlan notar um það bil körfum er stundum ekið á lyft- urnar þannig að hurðir lokast ekki og það kemur fyrir að að- skotahlutir fari í færistigana og stöðvi þá. í þeim eru neyð- arrofar undir greiðunum og ef einhver hlutur fer ofan í stig- ana þarf að keyra þá afturá- bak.“ Zóphanías segir ekki auðvelt að skemma færistig- ana nema þá útlitslega séð. „Það er töluvert um að það sé óvönduð umgengni hér í hús- inu og umferðin truflast oft. Krakkar gera nokkuð af því að stöðva stigana með því að ýta á neyðarhnappa við enda þeirra. Það er slæmt þegar stigarnir stöðvast því þrepin í þeim eru svo há að eldra fólk á erf itt með að ganga þá.“ í f ram- haldi af þessu tali kemur fram að alltof algengt sé að foreldr- ar segi börnum sínum að fara nokkrar ferðir með færistigari- Magnús Pálsson öryggis- gæslustjóri og Sigurbjörn þúsundþjalasmiður eru alltaf til taks. Þeim dugaroft ekki að vera innanhúss við vinnu sína, því oft þurfa þeir að fara upp á þak: „Þegar maöur lítur yfir þakið hérna er engu líkara en maður sé kominn upp í sveit. Þetta er eins og túnin í sveit- inni!“ segir Zóphanías. „ Ástæða þess að við erum að príla þarna uppi er sú að stundum er fiktað við brúnaað- vörunarkerfið og þá opnast reyklúgur á þakinu sem við þurfum að loka aftur.“ — Svona í „framhjáhaldi“ eins og Bibba á Brávallagöt- unni myndi segja, má geta þess að flest jólaljós í Kringl- unni, innanhúss og utan, voru sett upp af þeim félögum Magnúsi, Sigurbirni, Einari sjónvarpstæki." ÞRJÚÞÚSUND RÚM- METRAR LOFTS Á KLUKKUSTUND Hljóðkerfið er staðsett í stjórnherbergi hússins á þriðju hæð og þar eru lesnar inn allar tilkynningar. Zóphan- ías segir algengt að þangað upp sé komið meö börn sem hafa týnt foreldrum sínum og kallað erá þá úr kallkerfi húss- ins. „Þetta hljóðkerfi er þó fyrst og fremst mjög gott ör- yggistæki ef eitthvað ber út af í húsinu,“segir hann. í stjórn- stöðinni er tölvubúnaður fyrir loftræstikerfið, þar sem Zóph- anías getur stjórnað breyting- um áþvl fyrirallt húsið. „Kerfið vinnur þannig að lofti er blásið inn í göngugöturnar þar sem haldið er yfirþrýstingi. Þegar loftið kemur inn í göngugöt- urnar er búið að sjúga úr því ryk og bakteríur, hitastilla það og rakastilla. Loftið er síðan sogið út úrverslununum aftan- til. Loftræstikerfin hér eru geysilega öflug, sjálfsagt þau stærstu hér á landi. Við dæl- um um 300.000 rúmmetrum af lofti inn í húsið á hverri klukku- stund. Þetta þýöir um sjö loft- skipti á klukkutíma. Reyk- 1,6 megavött af rafmagni I hverjum mánuði, sem er sam- bærilegt við nokkur bæjarfé- lög úti á landi: ‘Ólafsfjörður notar um 1 megavatt, Sand- gerði 1,4 og Þórshöfn, þar sem er rafhitun, notar 2 megavött. Þessir staðir eru með ótal vinnustaði, fiskvinnslu og annað, þannig að Kringlan not- ar rafmagn á við þorp.“ segir Zóphanias. í Kringlunni eru um 250 kílómetrar af raf- strengjum og í sameigninni eru 3.200 lampar. Þar fyrir utan eru öll Ijós í verslunum, sem enginn hefur lagt í að telja. Zóphanías er rafvirkjameist- ari að mennt og sá eini i hús- stjórninni sem er vanur slíku starfi. Það liggur því í augum uppi að hann fer ekki langt nema með talstöðina á sér: „Hér getur allt komið upp,“ segir hann. „Það er óendan- legt hvaðgeturmögulegafarið úr skorðum. Ljós geta bilað einhvers staðar, rafmagn slær út, sjálfvirk hurð opnast ekki og svo kemur oft eitthvað upp áíverslununum. Þaðerað visu fyrir utan mitt verksvið, en það flokkast undir almenna lipurð að aðstoða verslunarmennina. í sameigninni eru fimm lyftur og fjórir færistigar, og það er svolítið um að þessum tækj- um þurfi að sinna. Innkaupa- um meðan þeir séu að versla: „Við bjuggum til leiöbeiningar í samvinnu við Vinnueftirlit rík- isins og þær eru við stigana. Þar stendur meðal annars skýrum stöfum að börn yngri en sex ára megi ekki ferðast i þeim nema í fylgd með full- orðnum' segir Zóphanías." Það getur valdið ónæði fyrir aðra viðskiptavini þegar börn eru að leik í stigunum, auk þess sem þar hefur legið við slysurn." Hann sækir tvö stig- vél sem eru í geymslu í stjórn- herberginu. Stykki er farið framan af báöum stígvélunum og mesta mildi að stórslys hlaust ekki af: „Krakkar átta sig ekki á því að færistigarnir geta verið hættulegir. Þeir bíða með að stíga af þeim og ef skórnir eru úr gúmmii eins og l þessu tilviki togar stiginn þá með sér.“ Zóphanías er í Kringlunni i tíu klukkustundirádag. Þess á milli erhann með símaeðatal- stöð við höndina og eftir rúm- lega eins árs starf er hann kominn upp á lagið með að leiðbeina öryggisvörðum gegnum síma á nóttunni: „Já, ég ermeð teikningaraf húsinu á náttborðinu!" segir hann. Hann segist þó ekki bera einn ábyrgð á aö allt gangi, þvl framkvæmdastjóra og Zóph- aníasi auk þess sem þeir fengu smið sér til aðstoðar. Meðan á spjalli okkar stóð gerðist ýmislegt í húsinu. Hringt var hvað eftir annað, kallað í talstöðina og öryggis- verðir mættu með litla prakk- ara sem höfðu tekið upp á ótrúlegustu strákapörum og hrellt viðskiptavini. Magnús tók að sér að leysa úr þessum málum meðan Zóphanías fræddi Kringlulesendur um þann þátt starfseminnar sem fáirhafa sennilegahugsað út í. „Við kvörtum ekkert undan verkefnaskorti eða aðgerðar- leysi hér í Kringlunni," sagði Zóphanias Sigurðsson tækni- stjóri og þegar hann var spurð- ur hvort maður með svona víð- tæka þekkingu á þessum þátt- um kæmist nokkurn tfma í frí frá öllu saman svaraði hann brosandi: „Jú, jú, ég fór tvisvar sinnum í frí í sumar, eina viku í hvort skipti. Magnús veit mik- ið um tæknimálin hérna, sem kannski aðrir þekkja ekki, svo hefur það reynst ómögulegt fyrir okkur tvo að fara f rá sama daginn. Við ætluðum að fara saman á rjúpu núna, en það hefurekkertorðiðaf þvíenn — og verður varla tlmi til úr þessu!“ •

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.