Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. desember 1988 Séra Sigurður Haukur Endur- minningar Sigurðar Hauks Guð jónssonar Ut eru komnar endurminning- ar séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar, sem Jónína Leós- dóttir ritstjóri hefur skráð, og nefnist bókin „Guð almáttug- ur hjálpi þér“. Séra Sigurður Haukur fæddist 1927 í Hafnarfirði en ólst upp í Ölfusi. Að loknu embættisprófi, starfaði hann um hríð hjáSambandi ís- lenskra samvinnufélaga, en vígðist síðan 1955 prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Frá 1964 hefur hann verið sóknarprest- ur í Langholtssókn í Reykja- vík, en hyggst á næstunni láta af embætti. Fáir prestar eru umdeildari hérlendis en séra Sigurður Haukur, og má nefna snarpar ádrepur hans um ýmis mál- efni, „poppmessur fyrir ungl- inga og stuðning hans við sálarrannsóknir og lækna- miðilinn Einar á Einarsstöð- um. Hefur hann jafnan verið talinn í röð hinna „frjálslynd- ari“ kennimanna hérlendis og þótt sýna áræðni í embættis- verkum sínum og ýmissi ný- breytni. í frásögn sinni er prestur fundvís á eftirminnileg atvik og bregður upp Ijóslifandi myndum af samferðamönn- um sínum, auk þess að miðla lesendum af margvíslegum umhugsunarefnum. Má þar nefna ýmsar frásagnir úr prestsstarfinu og sálusorgun, auk þess sem kynrii hans af sálarrannsóknum og lækna- miðlum munu vekja áhuga margra. Bókin er 294 blaðsíður, með um 75 myndum. Prents- miðja Árna Valdemarssonar hf. annaðist prentun og bók- band. Útgefandi er Nýja bókaútgáfan hf. sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkrum sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðru hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp ásoðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. fslenska lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið Lambalærí með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórt lambalæri 2 msk mataroba 3 sellerístilkar blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tsk græn eða hvít piparkom 1 tskrósmarín (sléttfull) 2 dl Kahlua-kaMlíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safiúrlsítrónu salt 2dIljóstkjötsoð dökkursósujafnari MARKAÐSNEFND Jónína Leósdóttir skráöi endur- minningar séra Siguröar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.